Þjóðviljinn - 16.12.1987, Page 12

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Page 12
Islenskir lesendur eru sjálfstæðir Rœttvið Vigdísi Grímsdóttur um Kaldaljós „Mérfinnstég bara veraað byrja núna, en hvert fram- haldið verður ræðst mikið af því hvaða viðtökur Kaldaljós fær,“ segir Vigdís Grímsdóttir, en undirritaður hefur komið sérfyrirviðeldhúsborðiðhjá henni í Norðurmýrinni. Kaffit- ár í bollum, Kaldaljós á borði, úti rigningarsuddi, inni samtal umskáldagaldur. Vigdís hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu, en sagan ber þess engin merki að hér sé um frumraun að ræða, heldur er Kaldaljós fullþroska skáldskapur og kemur ekki á óvart þegar litið er til fyrri bóka Vigdísar, smás- agnasafnanna Tíu myndir úr lífi þínu og Eldur og regn, en strax með fyrstu bók sinni sýndi Vigdís að mikils var af henni að vænta í framtíðinni og Kaldaljós sýnir að hún stendur undir þeim vænti- ngum. Skáldsagan ekki kraftaverk „Ég skrifaði fyrri bækur mínar með vinnu en undanfarið eitt og hálft ár hef ég eingöngu fengist við skriftir og Kaldaljós er afrak- sturinn af því. Það er mikill munur að geta unnið svona skipulega að skáld- skapnum. Það er fyrst og fremst spurningin um vinnubrögð. Ég fékk 10 mánaða ritlaun hjá ríkinu og frá því í mars hef ég verið á mánaðalaunum hjá Svart á hvítu. Pað hefur gert mér kleift að ganga að þessu sem hverri ann- arri vinnu og ég hef því losnað við þessa svakalegu togstreitu sem skapast þegar skrifað er í hjá- verkum og tíma stöðugt stolið frá fjölskyldu og svefni. Fólk fær ekki notið sín í skáld- skap nema það hafi óskiptan tíma. Fyrr er ekki hægt að gera kröfur til skálda. Skáldsagan er ekkert kraftaverk heldur afrakst- ur vinnu.“ Fyrirmyndir persóna Kaldaljós skiptist í tvo hluta, annarsvegar bernskuminningar Gríms úr þröngum firði undir háum fjöllum og hinsvegar Grím í Reykjavík nútímans. Hver er kveikjan að sögunni? „Það má segja að þessi saga spretti út úr smásögu sem ég skrifaði. Þegar ég vann að henni kynntist ég heimildum um þenn- an horfna tíma, sem fyrri hluti bókarinnar fjallar um. Þessar heimildir sóttu að mér og ég gai ekki gleymt þeim. Það atvikaðisl svo þannig að ég lagðist í þessai heimildir og las sögur og sagnii frá Austfjörðum. Þó bókin beri þess ekki mikil merki þá liggui mikil heimildavinna að baki sög- unni. Flestar persónur sögunnar eigc sér fyrirmyndir, sumar á lífi en aðrar látnar. Ég þurfti að sækja um leyfi hjá nokkrum sem eru í sögunni og fékk það. Aðalpers- ónan Grímur, á sér lifandi fyrir- mynd. Það er kannski réttara að segja að beinagrindin af persón- unni sé lifandi maður, en að stær- stum hluta er hann lifandi skáld- skapur." Það er frekar óvenjulegt að skáldkona skrifi bernskuminn- ingar stráks. „Það kom aldrei annað til greina. Grímur var strákur og Suður-Amerískum bók- 1 menntum? „Nei. Það eru engin suður- amerísk áhrif í þessari sögu. Að mínu viti er þetta mjög íslensk bók. Tali menn um suður- amerísk áhrif í sögunni eru þeir blindir á íslenska sögu og menn- ingu, þá hafa þeir riðið gljáandi hesti inn í nútímann og gleymt ýmsum gildum sem skipta Islend- inga miklu máli. Við þurfum ekki að sækja í smiðju þeirra sem búa í Suður-Ameríku, við höfum allt hér, enda get ég ekki betur séð en að menn nýti sér þann arf fullkomlega sem skrifa bækur á íslandi í dag. Þetta er ákveðið raunsæi.“ Nöfn hafi náftúru Nöfn virðast skipta miklu máli í sögunni. Það virðist enginn til- viljun að Grímur heitir Grímur. „Það skiptir miklu máli að nöfnin hafi náttúru. Svava þýðir t.d. hin endurborna, en Gottína gengurafturíhenni. Það erísam- ræmi við hringinn en í Kaldaljósi er ég að fjalla um hringkenning- una, þar sem allt leitar aftur til sjálfs sín og endurtekur sig. Astæðan fyrir því að mér er svo hugleikið að fjalla um þessa kenningu er að hún hentar sög- unni og þetta er mjög rótgróið í íslendingum. Þessi trú blundar í mörgum, jafnvel í hörðustu línu- mönnum." Áður hefurðu fýrst og fremst fengist við smásöguna en með Kaldaljósi ræðstu í mjög viða- mikla skáldsögu. Hvort formið krefst meira af höfundinum? „Öll form í skáldskap krefjast jafn mikils af höfundum. Það er regin misskilningur ef fólk heldur að það sé léttara að skrifa smá- sögu. Það er svo annað mál hvaða form á betur við hvern höfund á hverjum tíma og þá kallar efnið einnig á mismunandi form og úr- vinnslu.“ Á skáldsagan upp á pallborðið í dag? „Ég vona það, hún á að minnsta kosti fullt erindi. Það eru skrifaðar margar góðar skáld- sögur í dag og þær eru mjög ólík- ar þannig að ekki er hægt að finna neina beina sameiginlega línu í skáldskapnum. Höfundarnir koma úr öllum áttum. Eftir hálfa öld verður kannski hægt að búa til beina línu og isma úr öllu sam- an. Megin einkennið á höfundum nú sýnist mér vera að þeir eru mjög samkvæmir sjálfum sér og hlaupa ekki á eftir einhverjum markaðsdyntum. íslenskir lesendur eru mjög sjálfstæðir þó reynt sé að hafa áhrif á þá úr öllum áttum. Þeir lesa nokk það sem þeim sýnist og ég hef þá trú að fólk lesi meira en sagt er.“ -Sáf Að mínu viti er Kaldaljós mjög ís- lenskbók.segir Vigdís Grímsdóttir grunnur sögu hans og ferðalög hans í gegnum lífið heillaði mig. Það lá því beint við að skrífa þessa bók svona. Ég hafði ákveð- inn efnivið í höndunum og ætlaði að haldi mig við hann.“ Á gljáandi hesti inn í nútímann Er feminisminn í bókmenntum dauður? „Ég hvorki játa né neita neinum isma. Ég er bara að skrifa sögu sem ég vona að höfði til sem flestra. Sjálf er ég enginn femin- isti vegna þess að það er andstætt lífsskoðun minni. Ég held að konur og spyrlar ættu að hætta öllu ismatali, það þjónar engum tilgangi." Þjóðsagnaminni eru mjög rík í frásögninni en þau virðast njóta stöðugt meiri hylli hjá íslenskum höfundum. Eru þetta áhrif frá 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.