Þjóðviljinn - 18.12.1987, Page 3

Þjóðviljinn - 18.12.1987, Page 3
1 JÓLABLAÐ • JÓNAS Árnason og Sloppy Joe á Keflavíkurflugvelli 1947 - samsett mynd. SLOPFY JOE Hundurinn sem hljóp í forsvarsmenn Keflavíkursamningsinsveturinn 1947 SLOPPY Joe var af hreinræktuðu íslensku kyni en... Á Keflavíkurflugvelli Útvarpsþáttur Jónasar Árnasonar fluttur 5. okt. 1947, en þátturinn varð tilefni þess að útvarpsráð bannaði höfundi aðgang að hljóðnemanum um alllangt skeið Þann 5. nóvember 1947, á ársafmæli Keflavíkursamn- ingsins sem heimilaði banda- ríska hemum afnot af Kefla- víkurflugvelli, flutti Jónas Ámason erindi í Ríkisútvarpið í (Dætti, sem bar heitið „Heyrt og séð“. Hafði Jónas áður flutt slíka þætti, og vorn þeir með vinsælasta útvarpsefni. En umrætt kvöld flutti Jónas eftirfarandi frásögn af heim- sókn sinni á Keflavíkurflu- gvöll, sem fór svo fyrir brjóstið á útvarpsráði og forsvars- mönnum Kefiavíkursamning- sins, að Jónasi var meinað að flytja fleiri erindi í umrædd- um þætti Ríkisútvarpsins. Allt var mál þetta hið undarleg- asta í augum nútímalesenda, og erfitt að finna eitthvað sakn- æmt í umræddri frásögn. En málið allt og viðbrögðin við því eru vel til þess fallin að bregða Ijósi á tíðarandann á íslandi á árinu 1947, ári fyrir útkomu Atómstöðvarinnar. Málið kann einnig að skýra að nokkru þau snörpu við- brögð sem urðu hér á landi nýverið þegar norskur sagn- fræðingur hélt því fram að Stefán Jóhann Stefánsson þáverandi forsætisráðherra hefði haft náið samstarf við bandarísku leyniþjónustuna. Af þessu tilefni birtir Þjóð- viljinn nú frásögn Jónasarog nokkur viðbrögð við henni á öðrumvettvangi: Það er bjart veður þegar við ökum inn á Keflavíkurflugvöll dag nokkurn í vikunni sem leið. Hjá hliðinu stendur lítill, snot- ur kofi með stórum gluggum. Hann er 4-5 metrar á hverja hlið. Þetta er varðskýli. Við stöðvum bifreiðina, íslenzkur lögreglu- þjónn kastar tölu á okkur og sicrifar niður nafn bflstjórans. Þegar við lítum snöggvast inn í skýlið sjáum við að út um einn hinna stóru glugga horfir banda- rískur maður með kaskeiti á höfði, í blárri skyrtu og í barmin- um stórt merki úr stáli; buxurnar eru dökkbláar, svört reiðstígvél. Á götum bandarískra borga getur að líta menn í mjög svipuðum fö- tum. Þeir eru lögregluþjónar. Bandaríski maðurinn er með penna - eins og íslenzki lögreglu- þjónninn - sömuleiðis bók til að skrifa í. Svo höldum við áfram inn á Keflavíkurflugvöll. Það eru öðru hverju skilti við veginn sem við ökum eftir, og af þeim sjáum við að vegurinn hefur hlotið nafn. Hann heitir Broad- way, sama nafni og sú gata í New York sem flestir frægustu skemmtistaðir Bandaríkjanna eru við. Það liggja þvergötur að Broad- way Keflavíkurflugvallar. Ein þeirra heitir 5th Avenue, en sú er einmitt gatan þar sem mest er far- ið í búðir í New York. Þarna er Iíka 52nd Street. Við 52nd Street í New York er hægt að hlusta á heimsins bezta jazz. Fleiri þekktar New York-götur Þjóðviljinn rifjar upp sérstæða uppákomu í íslensku þjóðlífi vet- urinn1947, semátti upptök sín í f rásögn Jónasar Árnasonar af heimsókn á Kefla- víkurflugvöll og kynnum hansaf hundinum Sloppy Joe liggja að Broadway Keflavíkur- flugvallar. Og við ökum áfram. Á báðar hendur eru braggar. Þetta eru ljótir braggar eins og allir braggar, og þarf ekki að lýsa þeim fyrir lslendingum. Á einum stað er braggi með lágan tum framan á sér. Þetta er kirkja. Það stendur á kirkjunni á ensku hvaða númer maður á að hringja upp, ef kviknar í. Maður á að hringja upp númer 113 á ensku, ef kviknar í. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.