Þjóðviljinn - 22.12.1987, Blaðsíða 19
ERLENDAR FRÉTTIR
ísrael
Allt logar i mótmælum
ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana ígœr. íodda skarst milli mótmœlenda og lögreglu á öllum
hernumdu svæðunum og í nokkrum arababyggða Israelsríkis að auki
Israelskir hermenn skutu í gær
þrjá Palestínumenn til bana á
vesturbakka árinnar Jórdan.
Þrettán dagar eru liðnir frá því
mótmæli Palestínumanna gegn
hernámi ísraelsmanna brutust
fyrst út á Gazasvæðinu. Þau hafa
nú breiðst út til vesturbakkans og
Austur-Jerúsalem og auk þess
láta palestínskir borgarar í ísrael
nú að sér kveða. ísraelsk hernað-
aryfirvöld segja skotmenn sína
hafa drepið 19 mótmælendur frá
því ókyrrðin hófst en Palestínu-
menn segja fórnarlömbin rniklu
fleiri.
ísraelsmenn sögðust í gær hafa
skotið tvo Palestínumenn í þorp-
inu Tubas, steinsnar frá Nablus-
borg á vesturbakkanum, og einn í
flóttamannabúðum við Jenín.
Palestínskur bæjarstjóri í fæð-
ingarbæ Jesú Krists, Betlehem,
sagði í gær að hann hefði aflýst
hefðbundinni veislu ísraelskra
valdhafa og annarra fyrirmanna á
aðfangadagskvöld. „Við erum
harmi lostnir yfir þeim atburðum
sem átt hafa sér stað á hernumdu
svæðunum og ætlum að láta í ljós
samstöðu okkar með þeim sem
eiga um sárt að binda með því að
aflýsa veislunni.“
Að sögn starfsmanna Samein-
uðu þjóðanna á Gazasvæðinu
vörpuðu flugvélar ísraelshers tár-
agassprengjum yfir Jabalya
flóttamannabúðirnar í gær og
særðu að minnsta kosti tíu manns
skotsárum.
Það er til marks um trúverðug-
leika fullyrðinga ísraelsku her-
stjórnarinnar að helsti talsmaður
hennar, Ephraim nokkur Lapid
hershöfðingi, staðhæfði í gær að
tæplega 200 Palestínumenn
hefðu verið teknir höndum frá
því óeirðirnar hófust.En ísra-
elska ríkisútvarpið, sem síst þykir
draga taum mótmælenda, stað-
hæfði hinsvegar að hátt á annað-
hundrað Palestínumenn hefðu
verið handteknir milli aftureld-
ingar og sólarlags í gær.
Israelskir Palestínumenn
efndu til verkfalla og mótmæla
víðsvegar um landið í gær. Þeir
eru um 750 þúsund talsins og leið-
togar þeirra kveða aðgerðirnar
hafa verið skipulagðar til að votta
1,4 miljón Palestínumönnum á
herteknu svæðunum stuðning í
baráttunni fyrir brottför ísraels-
hers.
„Við erum Palestínumenn og
jafnframt þegnar ísraelsrikis.
Sem slíkir mótmælum við harð-
lega veru ísraelskra hermanna á
Filippseyjar
Mesta sjóslys
sögunnar
Alltað 1,556 manns munu hafafaristeftir
áreksturfarþegaferju og olíuflutningaskips
við Filippseyjar á sunnudagskvöldið
Nú er talið nær fullvíst að rúm-
iega 1,500 manns hafí farist í
mesta sjóslysi sögunnar undan
ströndum Filippseyja á sunnu-
dagskvöldið. Þá rákust á dekk-
hlaðin fólksflutningaferja og lítið
olíuflutningaskip með þeirn af-
leiðingum að bæði fleyin sukku.
Niðamyrkur var þegar ferjan
Dona Paz og olíuskipið Sigurveg-
arinn rákust á skammt undan
ströndum eyjunnar Mindoro, um
110 mflum suðaustan höfuðborg-
arinnar Manilu. Aðeins 26 ein-
staklingar munu hafa komist lífs
af úr harmleiknum og sögðust
þeir óttast að mikill fjöldi fjöl-
skyldna hafi farist. Meirihluti
farþega um borð í ferjunni mun
hafa verið fólk á leið í jólaleyfi.
Að sögn strandgæslumanna
munu að minnsta kosti 1,493
farþegar hafa verið um borð í
Gazasvæðinu," sagði Tewfik To-
ubi sem er fulltrúi á ísraelsþingi.
I Nazaret, sem er stærsta ar-
ababyggðin í ísrael, sló í brýnu
milli ungmenna og lögreglusveita
eftir að hinir fyrrnefndu höfðu
gengið fylktu liði um götur og
sungið hástöfum baráttusöngva
Palestínumanna. Tólf mótmæl-
endur voru handteknir.
í bænum Jaffa, skammt frá Tel
Aviv, hafa arabar og gyðingar
lengi búið hlið við hlið. Þar gerð-
ist sú nýlunda í gær að Palestínu-
menn slógust tímum saman við
lögreglumenn er staðráðnir voru
í því að leysa upp mótmælafund
sem efnt hafði verið til vegna at-
burðanna á herteknu svæðunum.
Þeim fjölgar stöðugt ríkis-
stjórnunum sem gagnrýna harð-
lega múgmorð ísraelskra her-
manna á hernumdu svæðunum.
Ráðamenn í Jerúsalem láta í
veðri vaka að þetta sé frekleg
íhlutun í ísraelsk innanríkismál
en margir telja þó að þeir hafi
vaxandi áhyggjur af andmælum
Egypta, einu arabaþjóðarinnar
sem þeir hafa þokkaleg skipti við.
Þegar hafa valdhafar í Kairo for-
dæmt framferði ísraelsmanna
fimm sinnum og auk þess hafa
egypskir námsmenn efnt til mikil-
la mótmælaaðgerða.
Israelskir hermenn lumbra í Palest-
ínumönnum á lóð Shifa sjúkrahúss-
ins á Gazasvæðinu. Mótmælin gegn
hernámi ísraelsmanna hafa nú
breiðst út í sjálfu Ísraelsríki.
ferjunni þegar áreksturinn varð
og 50 manna áhöfn. Um borð í
olíuskipinu var 13 manna áhöfn.
En stjórnvöld á Filippseyjum
sögðu líkur á að farþegarnir um
borð í ferjunni hefðu verið mun
fleiri þótt ekki væri heimilt að
ferja fleiri en 1,493 í einu. Segja
þau fólk sem bjargaðist staðhæfa
að allt að þrjúþúsund manns hafa
verið troðið á og í ferjuna áður en
hún lagði uppí þessa afdrifaríku
för. En á þessu stigi málsins gætu
þau hvorki staðfest þessar full-
yrðingar né hrakið þær.
Ef aðeins 26 hafa komist lífs af
úr slysinu munu 1,556 hafa
drukknað. Þetta er því versta sjó-
slys sem um getur á friðartímum.
Árið 1912 fórust 1,503 menn með
skemmtiferðaskipinu Titanic í
jómfrúrferð þess.
-ks.
Nicaragua
Kontraliðar raðast á þorp
Sandinistastjórnin í Managua,
höfuðborg Nicaragua, vísaði í
gær á bug staðhæflngum leiðtoga
Kontraliða um að sjö þúsund
þeirra hefðu gert árásir á þrjú
þorp í norðurhluta landsins og
náð þeim á sitt vald.
í höfuðmálgagni stjórnarinn-
ar, Barricada, var greint frá því
að um þúsund uppreisnarmenn
hefðu ráðist á þrjú námaþorp, Si-
unu, Rositu og Bonönzu, á sunn-
udaginn.
Talsmaður varnarmálaráðu-
neytisins vildi ekki gefa upp tölur
um fjölda árásarmanna en kvað
fullyrðingar Kontraforingja um
að þeir hefðu verið 7 þúsund tals-
ins stórlega ýktar. „Kontraliðar
eru alls ekki nema um sex þúsund
að þeim meðtöldum sem hafast
við í búðum í Honduras.“
Hann kvað sjö uppreisnar-
menn hafa fallið og einn verið
tekinn til fanga við Rositu. Sjö
stjórnarhermenn hefðu ennfrem-
ur fallið. Honum var ekki kunn-
ugt um mannfall við hin þorpin
tvö.
-ks.
íran/írak
Mannskæð átök
Búist er við stórsókn írana á suðurvígstöðv-
unum
r
| rösk hernaðaryfírvöld standa á
því fastar en fótunum að sínir
menn hafl goldið írönskum árás-
arseggjum rauðan belg fyrir
gráan í gær. 1,200 óvinir hið
minnsta hafl fallið í annarri at-
lögu Persa á suðurvígstöðvunum
á tæpum tveim sólarhringum.
Talsmaður Irakshers, Abdul-
Jabbar nokkur Muhsen, sagði að
íranskir dátar hefðu lagt til atlögu
við norðurjaðar Hawizahfensins í
rauðabýtið í gær en þeim hefði
ekkert orðið ágengt. „Þeir kom-
ust ekki einu sinni að eyðilandi
sem aðskilur herina sökum
hraustlegrar framgöngu okkar
manna.“
Persneskir herforingjar höfðu
aðra sögu að segja. Þeir stað-
hæfðu í gær að meira en þúsund
írakar hefðu fallið í árásinni og
að sínir menn hefður náð fótfestu
á óvinalandi. Fimm gagnárásum
hefði verið hrundið.
Almennt er búist við því að ír-
anir láti hvað úr hverju til skarar
skríða á suðurvígstöðvunum
nærri írösku borginni Basra og
freisti þess að ná henni á sitt vald.
-ks.
Norðurlönd
Persneskir hermenn votta leiðtogum
sínum hollustu í Teheran. Búist er
við stórsókn þeirra á hverri stundu.
Heimaefni minnst í RUV
Af sex norrænum sjónvarps-
stöðvum sýnir sjónvarpið
hlutfallslega minnst af efni fram-
leiddu i heimalandinu, og er eina
stöðin sem sendir út erlent efni
meira en helming dagskrár sinn-
ar. Þetta kemur fram í nýju tölu-
blaði af „Nordisk Medienyt“.
Danskt efni í danska sjónvarp-
inu er um 62% dagskrár, sænskt
61% í Svíþjóð, norskt efni í því
norska 53%, í finnsku sjónvarps-
stöðvunum tveimur er hlutfall
heimaefnis 57 og 50%.
RÚV stendur sig hinsvegar
ásamt annarri finnsku stöðinni
best við að flytja norrænt efni frá
öðrum löndum en heimalandi.
Það er um 8% í töflu blaðsins,
milli 4 og 6 prósent annarsstaðar
nema í auglýsingastöðinni
finnsku, 0,4%. Hér verður hins-
vegar að athuga að eðli málsins
samkvæmt ætti íslenska sjón-
varpið að hafa úr meiru að moða
en hinar stöðvarnar.
Annað efni en norrænt er mest
í íslenska sjónvarpinu, 68%, um
50% í finnsku auglýsingastöðinni
en 34-40% hjá hinum.
Bandarískt efni er mest hjá
finnsku auglýsingastöðinni,
30%, næst kemur íslenska sjón-
varpið með 17%, það norska
með 15%, hjá Svíum og Dönum
10%, 7% f finnska ríkissjónvarp-
inu.
Tölur „Nordisk Medienyt“ frá
RÚV gilda fyrir ’85, frá Finnum
fyrir fjárhagsárið ’85-’86, frá
Norðmönnum og Dönum frá
1986, frá Svíum frá ’86-7. - m
Þriðjudagur 22. desember 1987 pJÓÐVILJINN - SfÐA 19