Þjóðviljinn - 07.01.1988, Side 6

Þjóðviljinn - 07.01.1988, Side 6
FLÓAMARKAÐURINN Vill einhver barngóður passa 7 mán. strák á meðan mamma kennir 3 morgna í viku frá jan.-maí. Sími 14148. Óskum eftir þvottavél, þurrkara og barnakerru. S. 16404. Vinnustofa Myndlistarmann bráðvantar vinn- ustofuhúsnæði. Allt kemur til greina t.d. háaloft eða kjallari. Uppl.s. 681333 og 687122. Filip. Þýskur námsmaður (24) óskar eftir herbergi í húsnæði með öðrum náms- mönnum frá lokum jan. a.m.k. til loka júlí. Helst í nágrenni há- skólans. Svör sendist Þjóðviljanum merkt Michael Schulte. Bíll til sötu Ford Fiesta 1984 til sölu. Uppl.s. 34989 eftir kl. 4. Barnarúm, tvíburakerra Óska eftir barnarúmi með upp- hækkanlegum botni. Til sölu á sama stað tvíburavagn og kerra í mjög góðu ásigkomulagi. Uppl.s. 53972. Halló-halló Ragnar fjögra ára vantar skemmti- lega og góða barnfóstru fyrir há- degi. Uppl. í s. 39616 eftir kl. 18. Falleg kolsvört og þrifin 3ja mán. gömul læða óskar eftir góðu heimili. Uppl. s. 28186. Til sölu tvær loðskinnshúfur, mæðraplattar frá 1970-1980, þurrskreytingar og ýmislegt gamalt smádót. Sími 27214. ísskápur Atlas, hæð 118 cm, breidd 55 cm er til sölu. Sími 75913. Gefins fsskápur fæst gefins. Sími 84563 e. kl. 18. Mótatimbur óskast keypt 1x6 og 2x4. Upplýsingar í síma 12014. Má kosta 100 þúsund Óska eftir góðum og sparneytnum bíl gegn staðgreiðslu kr. 100 þús. Allar tegundir, stærðir og árgerðir koma til greina. Uppl.s. 18054 á kvöldin og í síma 681310 milli kl. 9 og 17. Corona ferða- tölva til sölu Corona PC ferðatölva til sölu. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 12014. íbúð óskast til leigu Óskum eftir að taka íbúð á leigu sem fyrst. Við erum barnlaust par á þrítugsaldri. íbúðareigendur vin- samlegast hringið í síma 72863 e.kl. 6 á kvöldin. Svalavagn óskast Óska eftir ódýrum svalavagni sem fyrst. Upplýsingar í síma 15482. Til sölu Trabant 84, skoðaður 87. Ekinn tæplega 30 þús. km. Uppl. í síma 15280 og v.s. 84566. Kristín U. Vél í Rover 3500 Mig vantar vél í Rover 3500 árg. 78 eða Range Rover árg. 78. Uppl. í síma 37685 á kvöldin. Til sölu Margskonar húsgögn, amerískur ísskápur o.fl. Smókingföt, sem ný, á meðalmann. Fæst allt fyrir litið. Upplýsingar í síma 51638. Ritvél til sölu Lítil rafmagnsritvél með tösku og leiðréttingaborða. Nýyfirfarin og lítið notuð. Tilvalin fyrir mennta- skólanema. Sími 78512. Til sölu Konica myndavél með aukalinsum. Amerískt litasjónvarpstæki með At- ari tölvuspili og Sinclair tölvu. Dyn- aco hljómflutningstæki og Olympia rafmagnsritvél. Selst ódýrt. Uppl. í síma 39236. Lítil íbúð óskast Rólegur, tvítugur matreiðslunemi óskar eftir að leigja einstaklings- íbúð í gamla bænum eða Hlíðunum. Skilvísum greiðslum heitið. Sími 14462 frá kl. 15-19 á föstudag. Gunnar. Til leigu Herbergi til leigu fyrir geymslu á húsgögnum eða hreinlegri vöru. Rakalaust, bjart, upphitaö. Upplýs- ingar í síma 681455. Til sölu Commodore 128 K með diskettu- drifi, diskettuboxi, 75 diskettum, 150 leikjum og stýripinna. Upplýs- ingar í síma 74035. Egill Darri. Skákþing Reykjavíkur 1988 hefst að Grensásvegi 46 sunnudag 10. janúar kl. 14. Keppendur tefla í einum flokki, ellefu eftir Monradkerfi. Öllum er heimil þátttaka. Umferðir verða að jafnaði þrisvar í viku, á sunnu- dögum kl. 14 og á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Fyrstu vikuna verða þó tefldar fjórar umferðir og verður önnur umferð mánudaginn 11. janúar kl. 19.30. Biðskákadagar ákveðnir síð- ar. Skráning á mótið fer fram í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20-22. Lokaskráning í aðalkeppnina verður laugardaginn 9. janúar kl. 14-18. Keppni í flokki 14 ára og yngri hefst laugardaginn 16. janúar kl. 14. Tefldar verða 9 umferðar eftir Monrad-kerfi og tekursú keppni þrjá laugardaga, þrjár umferðir í senn. Taflfélag Reykjavíkur Grensásvegi 44-46 Samar: 83540 og 681690 Leiklistarnámskeið Námskeið í leikrænni tjáningu og spuna Byrjendur 7-10 ára 9. janúar. Byrjendur 10-13 ára 10. janúar. Námskeið fyrir fullorðna í leikbókmenntum og sviðsframkomu hefst sunnudaginn 17. janúar. Innritun og upplýsingar í síma 28737. Leikhúsið okkar - Elísabet Brekkan Hvers konar fugl er það sem verpir slíku eggi? Hann er náttúrlega ekki til, enda er þetta gabbrósteinn á hlaðinu hjá honum Sigurði á Kviskerjum. Skaftfellingar Samhjálpin var þeirra almannatrygging Fimmti árgangur kominn út Á undanförnum árum hafa komið út nokkur tímarit, sem tengd eru ákveðnum héruðum á landinu. Sum koma út árlega, önnur sjaldnar. Öll eiga rit þessi það sameiginlegt að megin efni þeirra er margháttaður fróð- Íeikur, sem betur er geymdur en gleymdur. Hið síðara myndi þó verða hlutskipti hans væri honum ekki haldið til haga á þessum vett- vangi. f því liggur megin þýðing þessara rita og er ekki til að gera litið úr. Eitt þessara rita er Skaftfell- ingur. Utgefandi hans er Austur- Skaftafellssýsla en ritstjóri og ábyrgðarmaður Friðjón Guðröð- arson sýslumaður. Fimmti ár- gangur Skaftfellings er nú ný- kominn út. Er það margt forvitni- legt að finna, sem ætíð áður. Drýgstur í aðdráttum er þar Sig- urður Björnsson á Kvískerjum, sem á þarna fjóra þætti. Segir þar fyrst frá Jóni Árnasyni síðast á Hnappavöllum. Var saga hans stráð ýmsum raunum og erfið- leikum, eins og títt var um efna- lítið fólk á þeim árum, en þó sá til sólar á milli. Er að svarf um mat- björg og aðrar nauðsynjar á heimili Jóns, sem annarsstaðar hefði leitt til upplausnar heimilis- ins, kváðu hreppsnefndarmenn í Öræfum upp úr með það, að sveitarstjórnir þar hefðu aldrei, „sundrað fjölskyldu, svo langt aftur sem sagnir næðu, heldur hefði alltaf verið reynt að hjálpa þeim, sem hjálpar þyrftu til að halda saman sínum heimilum og þá hefð vildu þeir ekki brjóta.“ Svo var heldur ekki gert í þetta sinn. Er þetta góður vitnisburður um félagsþroska og drenglund þeirra Öræfinga. Samhjálpin var þeirra almannatrygging. Helgi Arason á Fagurhólsmýri var einn af brautryðjendum raf- væðingar íslenskra sveita. í grein- um þeirra Sigurðar á Kvískerjum og Páls Þorsteinssonar fyrrum al- þingismanns á Hnappavöllum, fáum við að kynnast lífi og starfi þessa sjálfmenntaða snillings. Sigurður segir einnig frá sýslu- fundi A-Skaftfellinga 1964 og klakamælingum á Mýrum 1967- 85. Austur-Skaftafellssýsla er um margt ólík öðrum héruðum landsins. Að baki gnæfa himinhá- ir jöklar, sem víða teygja anga sína ofaní byggðina, framundan svarrar brimið við hafnlausa ströndina, torfær og stundum ófær jökulfljót rista byggðina sundur um þvert. Umhverfið er allt í senn: tignarlegt, fagurt og ógnþrungið. Við þessar aðstæður ólust Skaftfellingar upp og bjuggu við kynslóð fram af kyn- slóð. Glíman við þá erfiðleika, sem þessar aðstæður sköpuðu, var hluti af þeirra daglega lífi. Þeir lögðu til atlögu við þá, fyrir aðra jafnt sem sjálfa sig, hvenær sem þess þurfti og báru oftast sigur af hólmi, enda þótt öðrum hefði stundum sýnst, að gengið væri beint í opinn dauðann. Að þessari torsóttu og oft lífshættu- legu viðureign við stórfljót, jökla og brimskafla lúta sumar frásagn- ir í Skaftafellingi. Má þar nefna grein Ragnars Stefánssonar í Skaftafelli um slysið á Vatnajökli 1953, en þá fórust tveir breskir námsmenn, sem voru þar við rannsóknir. Einnig svaðilför Hannesar á Núpstað og Öræfinga yfir skaftfellsku vötnin 1939, (ein af mörgum) og Á strandfjöru, eftir Friðjón Guðröðarson sýslu- mann, þar sem hann segir frá strandi færeysks kútters á Rauða- bergsfjöru í maí 1984 og björgun- arstörfum í sambandi við það. Birt er ávarp, sem Páll Þor- steinsson fyrrverandi aiþingis- maður flutti er minnisvarði um Úlfljót, fyrsta lögsögumann ís- lendinga var afhjúpaður austur í Lóni 15. júní 1985 og einnig kvæði, sem Þorsteinn Jóhanns- son á Svínafelli orti um Úlfljót við sama tækifæri. Hugnæm er frásögn Ragnheiðar Viggósdótt- ur um listakonuna skammlífu, Kristínu Stefánsdóttur frá Hlíð í Lóni. „Helgi í Bæ“ hefur verið eftir- minnilegur maður. Ungur að aldri fatlaðist hann svo af völdum lömunarveiki að fæturnir voru honum ónýtir upp frá því. En Helgi lét fötlunina ekki hefta sig umfram það, sem óhjákvæmilegt var. Hann var ákaflega hagur í höndum, jafnt á tré sem járn og listfengur bókbindari. Frá þess- um sérstæða manni segja þær Að- alheiður Geirsdóttir og Sveinbjörg Eiríksdóttir. í ágústmánuði 1937 sótti Þor- bergur Þorleifsson, alþingismað- ur í Hólum, enska land- og jarð- fræðinema inn að Snæfelli. Haukur Þorleifsson, bróðir Þor- bergs, hefur tekið saman dagbók- arblöð hans frá þessari ferð og segir jafnframt nokkuð frá bróður sínum umfram það, sem ferðasagan greinir okkur frá. Birtur er síðari hluti frásagnar E.T. Hollands af íslandsferð hans 1861, en fyrri hlutinn hafði áður verið birtur. „Um bryggj- una, Braggann, leiklistina og sjálfan mig“ nefnist grein eftir Pál Imsland, sem hann samdi fyrir nokkrum árum „að beiðni fyrsta mjólkurbússtjórans á Höfn, fyrsta bygðasafnsvarðarins, fyrsta heilbrigðisfulltrúans o.s.frv.“ - og er ekki að furða þótt eitthvað yrði undan að láta. Steinþór Þórðarson á Hala var Iandsfrægur frásagnamaður svo sem samtalsbók hans og Stefáns Jónssonar, fyrrverandi frétta- og alþingismanns bar ljósastan vott- inn um. Hallfreður Örn Eiríks- son hefur tínt saman sitthvað úr sagnasjóði Steinþórs og birtir í Skaftfellingi. Árið 1864 var verslun hafin í Papós eystra en lauk þar 1897 og fluttist þá til Hafnar í Hornafirði. Þegar 100 ár voru liðin frá upp- hafi Papósverslunar og þar með verslunar í sýslunni, var þess minnst austur á Papósi. Þar flutti Stefán Jónsson í Hlíð erindi um Papósverslun og kemur það nú hér fyrir almenningssjónir. Enn má svo nefna grein Bjarna Sig- urðssonar í Hofsnesi: „Árið 1912 var örlagaríkt í Öræfum." Er það einskonar annáll um ýmsa at- burði, sem þá gerðust þar í sveit, m.a. nokkuð sérkennilegar prestskosningar. Tvö ljóð eru í ritinu. Er annars þeirra áður get- ið en hitt er um sýslunefnd þeirra Skaftfellinga, eftir Aðalheiði Geirsdóttur, Höfn. Loks eru annálar frá sveitarfélögum sýsl- unnar og getið látinna héraðs- búa. Friðjón Guðröðarson sýslu- maður er nú horfinn úr héraði og fluttur að Hvolsvelli, þar sem hann hefur tekið við sýslu- mannsembætti. Hann hefur verið ritstjóri Skaftfellings og átt ómældan þátt í útgáfu hans. En þó að Friðrjóns sýslumanns njóti nú ekki lengur við er þess að vænta, að Skaftfellingur láti ekki merkið niður falla, því langt mun þess að bíða að fræðabrunnar þeirra verði þurrausnir, auk þess sem hver nýr dagur er orðinn að sögu að kvöldi. -mhg 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.