Þjóðviljinn - 21.01.1988, Page 2

Þjóðviljinn - 21.01.1988, Page 2
r-spuRNiNGiirn Heldur þú aö ráðstefna hvalveiðiþjóða hér á landi kunni að skaða álit erlendra á íslandi? Júlíus Bjarnason heimilisfaðir: Ég hef í það minnsta engar áhyggjur út af því. Hitt er annað mál að ég get vel trúað því að það kunni svo að fara að við högnumst lítt á að standa fyrir þessari ráðstefnu. Gunnar Þorkelsson sölumaður: Nei það held ég ekki. Það getur svo sem allt gerst eins og með freðfiskmarkaði vestra. Kristján Kristjánsson bílamálari: Ég hef enga fastmótaða skoðun á því. Annars finnst mér að al- þingismenn ættu að hafa seturétt á þessari ráðstefnu. Björg Björnsdóttir fulltrúi: Ég hef ekkert hugsað út í þetta, en það gæti farið svo. Lárus Sigurðsson bifvélavirki: Ég held að að það sé erfitt að segja til um það svona fyrirfram. Ég held til dæmis að þeir fyrir vestan muni rífast jafnt sem áður um fiskinn okkar þó þessi ráð- stefna sé haldín hér á landi. FRÉTT1R Porskurinn Beðið eftir stjóminni Róleg vertíðarbyrjun fyrir vestan og sunnan Vertíðin fyrir sunnan og vestan fer rólega af stað að þessu sinni eins og svo oft áður á þessum árstíma. Menn eru að gera bát- ana klára og þeir sem hafa róið hafa lítið fengið af þeim gula en meira af ufsa í Ólafsvík var lítið hægt að róa vegna brælu í síðustu viku og þeg- ar hann gaf var lítið að hafa. Eða eins og einn sagði við Þjóðviljann er það engu lflcara en að sá guli Hygli ekki Kaupþingi Pétur Blöndal: Erfitt að verjast ásökunum ráðherra Með þessum orðum er Jó- hanna Sigurðardóttir að brigsla mér um óheiðarleika og allt að þvi að ákæra mig um að ég misnoti aðstöðu mína. Það er mjög erfitt að verjast slíkum um- mælum ráðherra, sagði Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóðanna og stærsti eigandi verðbréfa- markaðarins Kaupþing, en Jó- hanna hélt því fram í gær að hagsmunaárekstur þarna á milli gæti haft áhrif á gjörðir Péturs. Pétur sagðist hafa gert sér grein fyrir því að þarna gæti verið um hagsmunaárekstur að ræða. „Ég hef passað mig á því að halda aldrei viðskiptum við Kaupþing að lífeyrissjóðamönnum. Það má því segja að hagsmunaáreksturinn komi þannig fram að Kaupþing líði fyrir stöðu mína í Landssam- bandinu.“ Þá sagði Pétur að hugmyndin um að kaupa engöngu fyrir 40% af ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna árið 1990 væri ekki frá sér komin heldur frá fundarmönnum. „Ég er að túlka niðurstöðu fundarins og þá er mér brigslað um óheiðar- leika. Ég held að menn ættu að staldra við og reyna að vera hlut- lægir í ummælum sínum og forð- Grafarvogur Borgaryfinröld gagnrýnd Ibúar í Grafarvogi gagnrýndu harðlega seinagang í uppbygg- ingu opinberrar þjónustu í hverf- inu á hverfisfundi með borgar- fulltrúum minnihlutans í gær. „Framkvæmdaleysi borgaryf- irvalda í hverfinu er til háborinn- ar skammar. Við höfum verið svikin,“ sagði einn fundarmanna og vitnaði í loforð Davíðs Odds- sonar borgarstjóra og borgar- stjórnarmeirihlutans um að upp- bygging opinberrar þjónustu í hverfinu ætti að verða samhliða íbúðabyggðinni. Nú þegar eru um 2000 íbúar skráðir í hverfið og enn þurfa þeir að sækja svo til alla opinbera þjónustu í önnur hverfi. Foldaskóli hefur ekki verið bíði eftir stjórninni eins og allir hinir! Þar eru flestir heimabáta byrjaðir, en aflinn í síðustu viku var ekki nema tæp 60 tonn, af 11 bátum og 8 trillum. Að sögn Ásgeirs Benedikts- sonar í Þorlákshöfn komu 10 bátar ekki með nema tæp 153 tonn í síðustu viku og var aflinn að mestu ufsi. Þar af áttu tveir dragnótabátar 64 tonn af vikuafl- anum. Eysteinn Vilbergsson í Grinda- vík sagði við Þjóðviljann að það gæti varla heitið að menn þar væru byrjaðir að veiða þann gul- a.Aflinn í síðustu viku var 250 tonn af 20 bátum og var ufsi uppi- staðan í aflanum en afgangurinn blandaður. Eysteinn sagði að meirihlutinn af aflanum færi á uppboð á fiskmarkaði Suður- nesja en þó væru nokkrir sem ættu eftir að gera upp hug sinn til markaðarins, hvort þeir seldu á honum eður ei í vetur. -grh ( Reykjavíkurhöfn var verið að landa úr Óskari Steini KE og var hann rýr sá guli en mun meira af ýsu, sem kemur sér vel fyrir þá sem hafa efni á að kaupa sér hana í matinn. Mynd: E.ÓI. Landssamband lífeyrissjóða ast skítkast sem oft leiðir af rök- þroti.“ -Sé f fullkláraður, en allir áttundu og níundubekkingar hverfisins þurfa að sækja nám í Réttarholts- skóla. Þá skortir svo til alla aðra aðstöðu fyrir börn og unglinga í hverfinu sem þurfa þess í stað að sækja hana inn í bæinn. íbúar gagnrýndu jafnframt lé- lega strætisvagnaþjónustu, en að degi til eru aðeins ferðir á hálf- tíma fresti og á kvöldin á klukku- tímafresti. íbúar efuðust um að þau gatn- agerðargjöld sem þeir höfðu greitt skiluðu sér í hverfið aftur í gegnum framkvæmdir. „Ætli við höfum bara ekki borgað afmæli Reykjavíkurborgar,“ sagði einn íbúinn. -K.ÓI. SAL Hvetur til samninga Framkvœmdastjórn SAL hvetur lífeyris- sjóðina til að ganga frá samningum um kaup skuldabréfa fyrir55% Framkvæmdastjórn Sambands almennra Iífeyrissjóða fjallaði í gær um breytingu á lögum og reglugerð um Húsnæðisstofnun ríkisins og í framhaldi af því á- kvað framkvæmdastjórnin að á- rétta þau tilmæli til lífeyrissjóða innan sambandsins, að þeir geri samninga um kaup skuldabréfa fyrir 55% af ráðstöfunarfé sjóð- anna á árunum 1989 og 1990. í fréttatilkynningu frá fram- kvæmdastjórninni segir að ekki sé ástæða til að gera ágreining um skiptingu fjár milli íbúðalána- sjóðanna einsog Landssamband lífeyrissjóða hefur gert. Á hinn bóginn tekur framkvæmdastjórn- in undir mótmæli Landssam- bandsins við því að hálfur milj- arður verði frystur í Byggingar- sjóði ríkisins um næstu áramót, enda hafi það áhrif á lengingu biðtímans. Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri SAL, sagðist halda að lífeyrissjóðirnir færu strax í það að ganga frá samningum við Húsnæðisstofnun. „Það er ekki eftir neinu að bíða úr því sem komið er.“ _s^f :uzzrzmir, 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 21. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.