Þjóðviljinn - 23.01.1988, Page 2

Þjóðviljinn - 23.01.1988, Page 2
r"SPURNINGIN""1 Hvað finnst þér um þær móttökur sem Paul Wat- son fékk við komuna til landsins? Kjartan Kjartansson prentari: Helst hefði nú átt að stinga hon- um inn í 2 til 3 ár. í mínum augum er hann hryðjuverkamaður, og þeir sem fylgja honum að málum hér á landi eru samsekir. Guðrún Hreinsdóttir húsmóðir: Mér finnst ekkert að þeim. Hann átti þetta skilið. Stefán Steinar Smárason nemi: Allt gott um þær að segja, en það hefði mátt taka harðar á honum. Watson er skemmdarverkamað- ur, og sorglegt að til skuli vera fólk á íslandi sem styður hann. Ásta Malmquist laganemi: Það var sjálfsagt af lögreglunni að tala við hann, enda ber hann ábyrgð á skemmdarverkum hér á landi. Guðrún Loftsdóttir afgreiðslukona: Mér fannst alveg rétt að stinga honum inn. Ég er ekkert hrædd um að hann verði einhver píslar- vottur hjá sínu fólki út á þetta. __________________FRÉTTIR________________ Verslunarmenn VMSÍ hafi forystu Björn Þórhallsson: Eðlilegtað VMSÍ ríði á vaðið. Fleiri lágt launaðir en fiskverkunarfólk Við hjá Landssambandi versl- unarmanna erum vel meðvit- uð um það að verslunarfólk er ekki í þeirri stöðu að það geti riðið á vaðið um gerð kjarasamn- inga. Það er hyggilegast að Verkamannasambandið sem er fjölmennast landssambandanna innan ASÍ hafi forystu um gerð kjarasamninga í þetta sinnið, enda virðast kjaramál fiskverk- unarfólks brenna þyngst á mönnum eins og stendur, sagði Björn Þórhallsson, formaður Landssambands verslunarmanna og varaforseti Alþýðusambands- ins. Aðspurður sagðist Björn telja skammtímasamninga vel koma til greina, í það minnsta meðan alls óvíst væri til hvaða aðgerða ríkisvaldið gripi í efnahagsmál- um. - Skattaívilnanir eins og lækk- un skattleysismarka kemur einn- ig til greina og þá fleirum til handa en fiskverkunarfólki einu. Björn sagði að verslunarfólki svíði sárt þegar ætíð væri rætt á þeim nótum að fiskverkunarfólk væri lægst launað allra. - Fisk- verkunarfólk er alltaf sagt með um 30 þús. kr. í mánaðarlaun og öðrum kaupgreiðslum eins og bónusnum hreinlega sleppt út úr myndinni. Ég hef vanist því að telja allar greiðslur sem menn fá fyrir unnin störf til launa, hvaða nafni sem þær annars nefnast. - Með þessu er ég ekki að segja að fiskverkunarfólk sé of sælt af sínum launum og margt af því er aðeins á strípuðum kauptöxtunum. En það er einnig svipað ástatt með fjölda fólks í öðrum starfsstéttum. Ekki hefur afgreiðslufólk í verslunum úr öðru að spila en töxtunum og sama er að segja um stóra hópa iðnverkafólks, sagði Björn. - rk. Alþýðubankinn Bjöm banka- stjóri Aðstoðarráðherrann farinn frá Jóni Bankaráð Alþýðubankans á- kvað í gær að ráða Björn Björns- son bankastjóra frá 1. mars. Björn tekur við starfi Stefáns Gunnarssonar sem hætti störfum síðasta sumar. Björn er tæplega fertugur viðskiptafræðingur, vann hjá Kjararannsóknarnefnd, og sem hagfræðingur ASÍ þartil hann varð aðstoðarmaður fjár- málaráðherra nú í september. Aðstoðarbankastjórar í bank- anum eru þeir Guðmundur Ág- ústsson og Ólafur Ottósson. Ráðstefna Samstarf heil- brigðisstétta Samtök heilbrigðisstétta halda ráðstefnu í dag, laugardaginn 23. janúar, um „samstarf heilbrigðis- stétta“, og hefst hún klukkan 10 árdegis og lýkur klukkan 17. Ráðstefnan er haldin að Borgart- úni 6, 4. hæð. Jón Bjarni Þorsteinsson, for- maður samtakanna, mun setja ráðstefnuna en því næst ávarpar Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, ráðstefnugesti. 14 fulltrúar innan Samtaka heilbrigðisstétta munu halda 10 mínútna erindi hver og að þeim loknum verða opnar umræður. Ráðstefnustjórar eru Arinbjörn Kolbeinsson, Guðjón Magnús- son, Þuríður Ingimundardóttir og Hulda Ólafsdóttir. Ráðstefn- an er öllum opin, en skráning fer fram í Borgartúni 6. -Sáf Lög eftir þessa laga- og textasmiði munu keppa f Sjónvarpinu í mars n.k. um þann heiður að verða fulltrúi íslands í Dublin á Irlandi 30. apríl nk. Þegar sjálf lokakeppnin fer þarfram í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1988. Mynd: Sig. Ráðstefna hvalveiðiríkja Stefnt að úrsögn úr ráðinu Guðrún Helgadóttir: Einkumfjallað um stofnun staðbundinna sam- taka hvalveiðiríkja að er Ijóst til hvers þessi ráð- stefna er haldin. Þessar þjóðir eru að hugsa um að losa sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og stofna önnur samtök hvalveiðiþjóða, sagði Guðrún Helgadóttir þing- maður, en hún hiýddi á fram- söguerindin sem flutt voru í fyrra- dag á hvaJveiðiráðstefnunni. Guðrún sagði að í þeim erind- um hefði ekkert komið fram sem ekki var þegar vitað og sagðist hún því ekki skilja laumuspilið í kringum þetta, en blaðamönnum var meinað að hlýða á önnur er- indi en setningarávarp sjávarút- vegsráðherra. Að sögn Guðrúnar einkennd- ust erindin af því að menn virtust almennt mjög neikvæðir í garð Alþjóðahvalveiðiráðsins. „Það má vel vera að eitthvað sé að starfsemi ráðsins en þarna var ekkert talað um að bæta starf- semi þess.“ Guðrún sagði ljóst að á ráð- stefnunni hefði einkum verið fjallað um hugmynd um að stofna staðbundin samtök hvalveiði- ríkja og augljóst væri að fulltrúar Japan tækju undir þá hugmynd og hefði það komið fram í erindi japanska fulltrúans. „Ríkisstjórnin getur hinsvegar ekki sagt Islendinga úr Alþjóða- hvalveiðiráðinu. Slíkt er mál Al- þingis. Þessi fundur er því með ólíkindum. Þarna er annarsvegar verið að ræða viðkvæmt um- hverfisverndarmál, sem menn um allan heim hafa áhuga á, og hinsvegar jafn viðkvæmt mál sem varðar alþjóðleg samskipti. Hafi íslensk stjórnvöld hug á að segja okkur úr Alþjóðahvalveiði- ráðinu hefði sú umræða vitanlega átt að fara fram á Alþingi því hér er um pólitískt mál að ræða, mál sem er bæði ógnun við samstarf Norðurlandaþjóða og við ýmsar þær þjóðir sem íslendingar eiga mikilvæg viðskipti við.“ -Sáf Söngvakeppnin Tíu bestu lögin 1 gser var tilkynnt hvaða tíu lög keppa til úrslita um sæti íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva, sem verður haldin í Dublin á írlandi 30. apríl nk. en alls bárust dómnefndinni 117 lög og hafa þau aldrei verið fleiri. Eftirtalin lög munu keppa til úrs- lita: Eitt vor eftir Kristin Svavarsson og Halldór Gunnarsson, / fyrrasumar eftir Grétar Örvarsson og Ingólf Steinsson, Ástarœvintýr eftir þá Eyjólf Kristjánsson, Inga Gunnar Jó- hannesson og Aðalstein Ásberg Sig- urðsson, Sólarsamba eftir Magnús Kjartansson og Halldór Gunnarsson, Aftur og aftur eftir Jakob Frímann Magnússon, Mánaskin eftir Guð- mund Árnason og Aðalstein Ásberg Sigurðsson, Látum sönginn hljóma eftir þá Geirmund Valtýsson og Hjálmar Jónsson, Ég og þeir eftir Sverri Stormsker, / tangó eftir Gunn- ar Þórðarson og Þorstein Eggertsson og Dag eftir dag sem Valgeir Skag- fjörð er höfundur að. 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.