Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 2
Dándimaður vikunnar, SKAÐI SKRIFAR 0 Útvarps- draugurinn Ég, Skaöi, er ekki gefinn fyrir nýjungar í miklum mæli, hóf er í öllu best, - það er mitt viðkvæöi þegar veröldin er að ganga af göflunum útaf flúnkunýjum uppfinningum af einhverju tagi. Einhverjir munu halda því fram að ég sé gamaldags kallskröggur sem er dottinn úr sambandi, einsog það heitir víst. Slíkt er auðvitað hin argasta firra, svo ég taki mér í munn orð Ragnars Arnalds; Argasta firra. Gætinn og hófsamur sem ég er þá er ég líka stöku sinnum reiðubúinn að fallast á breytingar í heiminum. Þannig var ég á önd- verðum meiði við tryggustu bandamenn mína, kommana, þegar ég fagnaði því glað- lega að öllum mönnum yrði kleift að koma upp sínu eigin útvarpi og sjónvarpi. Tryggir bandamenn kommarnir, segi ég, Skaði, vegna þess að engir gera sér betur grein fyrir því að allar breytingar eru vafasamar og heimurinn er betur kominn einsog hann var í gær heldur en í dag eða á morgun. En það var þetta með útvarpið. Þó svo ég hafi gerst talsmaður frelsis í þessum efnum á sínum tíma, þá datt mér ekki í hug að hætta að hlusta á rás eitt; veðurfréttirnar, síðasta lag fyrir fréttir og hljóðmerkið góða sem eru orðnir einsog sérstakir strengir í sálu minni. Félagar mínir í heita pottinum hafa sagt mér að nú sé hægt að hlusta á níu eða tíu útvörp - og ég segi og tek ofan: Þvílík gróska sem frelsið fæðir af sér. Svo var það um daginn að mér þótti gamla útvarpið mitt orðið helst til nefmælt og fór að rjála við takkana. Síðdegissagan skransaði í burtu en í staðinn kom ungæðisleg rödd: ...ekki er allt kvöld úti enn og núerða síðasta spurning. Ertu til? Hvað heitir kærasti fyrrver- andi eiginkonu söngvarans í FU? Ég flýtti mér að snúa áfram og um það leyti sem ástamálin þurrkuðst út liðu tónar úr ein- hverri poppsónötu úrtækinu... skruvnaqoð... ég sneri áfram. Það var sama hvar ég bar niður, alls staðar voru glaðhlakkalegir popparar, ýmist í spurn- ingaleikjum eða með gamanmál á hrað- bergi... Tja, svo þetta erfrelsið, hugsaði ég, Skaði, svolítið undrandi. - Já, þetta er frelsið, Skaði minn! sagði ásakandi rödd úr útvarpstækinu. Ég hrökk við. Ofheyrnir? Var ég að bilast, eða útvarpið? - Þú ert ekki að bilast venju fremur, gamli minn, glumdi í útvarpstækinu. Ég er útvarp- sdraugurinn! Ég horfði klumsa á tækið. Ætlaðist það til að ég spjallaði við það? - Hvurn fjandann ert þú að gera í mínu tæki? sagði ég svo. Ertu ein stöðin enn? Poppdraugur kannski? - Onei, ansaði útvarpið mitt. Þú stilltir á mig. Loksins eftir öll þessi ár! - Hvað viltu? spurði ég hörkulega og bjóst til að snúa takkanum áfram. - Nei, hættu! Mig langar bara að tala við einhvern. Það er ég sem verð að hlusta á allar stöðvarnar, allt poppið í einu, alla brandarana, spurningaleikina... og nú er ein stöð að bætast við! Veistu hvað það þýðir? Nú verð ég að hlusta á Albert, komma, dýra- verndunarsinna, kvenréttindatal, hvalavini, miðameríkufólk, samtökin 78, krata... - Ja hérna, allt þetta á einni stöð, sagði ég við útvarpið. - Ojá. En ég er búinn að vera. Ég þoli ekki meira. Ég vil frí. Nú er útvarpað allan sólar- hringinn. Ég, útvarpsdraugurinn, get aldrei um frjálst höfuð strokið, einsog í þá gömlu góðu daga þegar ein heimilisleg rás var allt og sumt og dagskráin var einsog kvöldvaka norðan úr Skagafirði... - Fólk vill frelsi, væni minn, sagði ég við drauginn. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. Janúar 1987 ...........--...... „Sjáðu bara, Lúlli. Beindu Ijósinu að augunum í þeim og þú nærð þeim auðveldlega..."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.