Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 17
LJOÐ RARLEYFI heyrast þær raddir hér gjarnan, að ekkert sé út á Grænfriðunga að setja svo lengi sem þeir berjist gegn kjarnorkutilraunum á Kyrrahafi, en ætii þeir að skipta sér af vísindaveiðum íslendinga misskilji þeir hlutverk sitt frek- lega og komi eiginlega upp um sig, því á bak við slíkar aðgerðir hljóti að standa einhverjir annar- legir verslunarhagsmunir sem leiti að öllum átyllum til að klekkja á fslendingum. Til að kóróna þann misskilning sem gægist fram í þessum orðum eru Islendingar í varnarbandalagi við Bandaríkjamenn - sem hafa ein- mitt verið einna harðastir á móti okkur í hvalamálinu - og því bandalagi er beint gegn Rússum. Hafa fáir þó sannað meinleysi sitt eins rækilega og Gorbatsjof, sem hefði góðar vonir um að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkj- unum á næsta ári ef hann væri ekki of upptekinn við að skrifa bækur til að gefa í jólagjafir á íslandi. Hvaða rellu þurfa íslendingar að gera sér út af vísindalegum kjarnorkutilraunum í Suður- Kyrrahafi eða Fransmenn út af hvalveiðum í vísindaskyni í Norður-Atlantshafi? Og hvers vegna eru íslendingar í hernaðar- bandalagi gegn vinsælum jóla- bókahöfundi? Allt háttalagið í varnarmálum þjóðanna við Norður-Atlantshaf er eins og fár- ánlegt leikrit, þar sem hinir raun- verulegu elskendur, sem eru skapaðir hvor fyrir annan, kom- ast ekki í kallfæri heldur vaða í villu og svima: það er eins og Hamlet sé að reyna við Júlíu, Ríkarður 3. að biðla til Ófelíu og Rómeo að gera hosur sínar græn- ar fyrir lafði Makbeð. Á svipaðan hátt eru það alls kyns meinlokur og villuráf sem koma í veg fyrir að Frakkar og íslendingar sjái að í raun og veru eiga þeir í sömu bar- áttunni við sama óvininn, sem eru Grænfriðungar, og ættu því að snúa bökum saman gegn slík- um vágesti. Heimfararleyfi Mafarts, hins ötula baráttumanns gegn slettir- ekuskap Grænfriðunga, ætti að vera tilvalið tækifæri til að leiðrétta þennan leiðinlega mis- skilning. Og hvernig gætu svo ís- lendingar og Frakkar unnið sam- an í þessari nýju sjálfstæðis- og vísindabaráttu sinni? Ástæðan fyrir því að Frakkar létu góma sig svo álappalega í landhelgi í Auck- land var sú, að þegar sprakk um borð í skipi á leið til frönsku til- raunasvæðanna bárust böndin umsvifalaust að þeim sjálfum og var þá einfalt mál að leggja við eyrun á hótelum og annars staðar og leita að mönnum sem voru að reyna að rogast út fyrir tanngarðinn með enskar setning- ar gagnsýrðar frönskum hreim. Aðrir hefðu auðveldlega sloppið, og ekki einu sinni verið grunaðir. Því gætu íslendingar og Frakkar skipt með sér verkum á næstu kjarnorku- og hvalavertíðum, eins og persónur í þekktri mynd eftir Hitchcock: íslendingar tækju að sér að eltast við Græn- friðunga á Suður-Kyrrahafi með- an Frakkar sæju um að taka þá í karphúsið út af hvalamálum hér á norðurslóðum. Þetta væri sterkur leikur nú þegar búið er að þýða „Furstann" á mál Snorra. e.m.j. Sunnudagur 24. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Kvöldflug Kvöldfuglinn flaug upp hálsinn þinn. Út. * I sveig um svart hárið til augnanna. Sefandi svartamyrkur féll á varir mínar við vangann. * / I skóginum. I þokunni. Einhver veifar hendi, teiknar fjallshlíð, setur þorp á klettasnös. Slettir rauðu á þökin og hverfur í brunninn. Til minnis I Fœturnir smugu mjúklega úr skugganum. Línan af mitti á mjöðm logar enn íauganu. Til minnis II * A árbakkanum reisi ég tjald yfir tvœr hendur, sem stöðugt móta myndþína íhuga minn. Innar Dóttir kallarans lyftir slœðunni, leiðir mig innar að hjartanu innar í hvítt hús. Sveinbjörn Þorkelsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.