Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 14
c Björk var valin 12. besta söngkona ársins '87 af lesendum NME. Hún lætur sér það greinilega í léttu rúmi liggja... (Ljósm. Sig.) I UPPHAFI útfjólubláir geislar sólarinnar frömdu ómeðvitað sjálfsmorð einn af öðrum með ferðalagi sínu í átt til jarðar. ósonlagið illræmda gleypti þá hvern af öðrum af mikilli hörku og dugnaði. gulur Citroenbfllinn rúllaði makinda- Iega eftir léttsteiktu malbikinu í átt til sólarlagsins, kærulaus og glaður, sáttur við dýr og menn. þegar hann kom á leiðarenda beið hans volg mjólk í fötu og fáklædd stúlka. hann lét sem hann sæi hana ekki. í fjarska bauluðu kýr á beit og ýlustráin vögguðu sér í takt við heita vind- sveipi sléttunnar. á sama tíma, á allt öðrum stað í heiminum, vaknaði ungur maður af værum blundi og hugsaði með sér: mikið er það annars sorglegt. nokkru síðar, eftir að hann hafði rakað sig og tekið til morgunverðinn fyrir sig og hundinn, varð honum hugsað til þessara orða sinna, sem hann hafði mælt í svefnrofunum, óvitandi um merkingu þeirra. hann átti sér engar sorgir, sem hann vissi um, og líf hans var einn langur dans á fölbleikum rósum rómantíkur og áfengis. hann komst ekki að neinni niðurstöðu, át kornfleksið sitt og hélt af stað í áttina að sund- lauginni. þar beið hans úlfynja með græn augu gærdagsins í hnakkanum og þau fóru í elting- arleik á laugarbakkanum. þau duttu þrettán sinnum oní laugina en sólin þurrkaði vota, hálfnakta líkama þeirra jafnóðum. skyndi- lega heyrðist hvinur í lofti og vænglausir fuglar féllu til jarðar handan við girðingu skýjanna. þau litu upp eitt augnablik, ótti í augum og gæsahúð, brostu síðan og úlfynjan lét unga manninn ná sér. eftir að hafa gætt sér á honum um stund, hélt hún til síns heima, ánægð með afrakstur dagsins. hún fléttaði blómsveigana þrjá, lagði þá í skaut sér og söng. myrkrið lagðist yfir hana og eng- inn, enginn gat séð þegar gulur snákurinn kom sér makindalega fyrir í handarkrikum hennar, loðnum, heitum, mjúkum. hvað er það sem lætur hvert eitt orð af vörum snáksins breyta víni í vatn og blómum í börn. slíkar spurn- ingar komu oftar en ekki upp í huga úlfynjunnar seint á kvöldin um leið og hún fylgdist með útfjólubláum geislum sólarinnar falla til jarðar, líflausum eftir ferðalag sitt um himingeiminn. hún gróf þá aldrei. Kaldur sviti hríslast nú niður bak öfundarmanna Sykurmol- anna, hérlendis sem erlendis. Fréttir hafa nú borist af ótrúlegri sölu á annarri smáskífu þeirra, sem út er gefin í Bretaveldi. Skífa þessi; Cold Sweat, ku hafa selst í einum tuttugu þúsund eintökum fyrstu tvo dagana, sem hún eyddi í hillum plötuverslana í Bret- landi, og nægir sú sala til að skella þeim beint í efsta sæti óháða list- ans, þar sem Birthday situr nú í öðru sæti. Ef svo heldur fram sem horfir fer Cold Sweat einnig beint inn á topp 40 á almenna listanum, en hversu hátt það verður er ekki ljóst þegar þetta er skrifað. Þegar þetta er lesið ætti það hins vegar að hafa komið fram í einhverjum ljósvakamiðlinum. Þetta er því líklega ekki sú bóla, sem margir spáðu að springi með litlum látum á nýbyrjuðu ári. Eins og kunnugt er gerðu Molarnir það gott í vinsældavali Melody Maker um daginn, og í síðustu viku birti tónlistarblaðið New Musical Ex- press sínar niðurstöður í sams konar vali. Ekki er hægt að segja annað en að Molarnir hafi staðið sig vel á þeim bænum líka, þó ekki séu þeir jafn ofarlega á blaði þar og þeir voru í MM. The Sug- arcubes lenda í 3. sæti í valinu á bestu nýliðum ársins 1987, á eftir The Proclaimers og Terence Trent D’Arby. Birthday, eða Ammæli, er valið fjórða besta lag ársins, kemur á eftir Sign o’the times (Prince), True Faith (New Order) og Big Decision (That Petrol Emotion). Af lögum neð- ar á þessum sama lista má nefna fjögur stykki með The Smiths, April Skies með Jesus & Mary Chain, With or without you (U2) og It’s the end of the world as we know it (and I feel fine) með R.E.M. Og Björk var valin 12. besta söngkona ársins, sem hlýtur að teljast býsna gott, þegar tekið er tillit til þess (og jafnvel þó það sé ekki gert) að Ammæli var eina lagið sem hún söng fyrir Breta á árinu - ef tónleikar eru frátaldir. Af samningamálum Molanna er hinsvegar ekkert að frétta enn sem komið er. Ýmsar sögur eru í gangi, en engar það áreiðanlegar að vert sé að hafa þær eftir á prenti. Verjast Mol- arnir allra frétta af gangi mála af slíkum krafti, að helst er hægt að líkja því við hreinlífismey frá Viktoríutímabilinu að verja meydóm sinn fyrir ágangi brynju- klæddra reiðmanna ýmiss kon- ar... En þetta fréttist þegar það fréttist - vonandi. GULLAS Joplin vakin til Iffslns á ný. Af nýjum plötum... Það eru margir mismerkilegir aðilar að vinna að upptökum og útgáfum þessa dagana. Ég nefni hér aðeins nokkur nöfn, þessu til stuðnings, og er listi þessi glopp- óttur mjög... í febrúar er væntanleg ný breiðskífa með Prefab Sprout, Patti Smith gefur út sína fyrstu 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN skífu í 10 ár 8. febrúar. Kevin Rowland (úr Dexy’s Midnight Runners) sendir væntanlega frá sér plötu í mars, plata frá Robert Plant er komin eða er rétt að koma og nefnist Now and Zen og þykir býsna góð. Jimmy Page kemur þar lítillega við strengi. David Lee Roth er að gefa út breiðplastið Skyscraper, Strangl- ers senda um þessar mundir frá sér tónleikaplötuna „All live and all of the night“, James Taylor og James Brown eru að skella hvor sinni afurð á markaðinn, The Pogues gefa út plötuna „If I sho- uld fall from grace with God“, Foreigner láta „Inside Informati- on“ frá sér fara (væntanleg hing- að í lok jan.). Fairport Conventi- on lætur tónleikaplötu flakka, Joni Mitchell er á næsta leiti með plötu, Keith Richards gengur vel með sína sólóplötu, Malcolm McLaren vinnur að plötu þessa dagana í samvinnu við Jeff Beck, Jerry Harrison úr Talking Heads er að taka upp sólóplötu, Tears For Fears eru að taka upp, Aero- smith, Tyka Nelson (litla systir Prince), Anita Baker, ÍCate Bush, Rod Stewart og The Bang- les eru öll langt komin í upp- tökum og hljóðblöndun á nýjum skífum og að lokum má geta þess að fundist hefur gamalt efni með Janis Joplin, allt tónleikaupp- tökur frá því hún var 19 ára gömul, (1962...!)ogeru nú nokk- ur fyrirtæki að bítast um útgáfur- éttinn. Líklegt er að þetta komist á almennan markað einhverntí- mann í sumar... Súperstúdíó, eða mikilsháttar hljóðver... Peter Gabriel er að leggja lok- ahönd á einkastúdíóið sitt í Bath í Englandi. Daniel Lanois, sem „pródúserar" tónlist hans og manna eins og Robbie Robertson og piltanna í U2 á ekki orð til að tjá hrifningu sína á þessu merkis- stúdíói, og notast því væntanlega við táknmál. En þetta ku sem sagt vera eitt fullkomnasta stúdíó í poppheiminum í dag, í gær og jafnvel á morgun líka. Þeir fyrstu sem njóta tækninnar í hljóðveri þessu eru stútungsstrákarnir í Te- ars for Fears... I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.