Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 4
Þjáist þú af skammdegisþunglyndi? • Ertu þung(ur) á morgnana í skammdeginu? • Sœkir á þig svefn og slén í vinnunni á daginn? • Ertu sólgin(n) í sœtindi og mat og safnarðu holdum í skammdeginu? • Áttu erfitt með að einbeita þér við vinnu og finnurðu fyrir óeðlilegri þreytu á veturna meðan skammdegið ríkir? • Hverfur áhugi þinn á kynlífi í svartasta skammdeginu? • Hefurðu fundið þetta endurtaka sig ár eftir ár? Ef svar þitt er játandi viö öllum þessum spurningum, þá er ekki ólíklegt að þú þjáist af sjúkdómi sem kallaðurer skammdegisþunglyndi og vísindamenn hafa uppgötvað að er í beinum tengslum við árstíðabundnar birtusveiflur og áhrif þeirra á ákveðnar heilastöðvar. Ef sjúkdómsgreiningin er rétt, þá er til einföld iækning við sjúk- dómnum, og hún er einfaldlega fólgin í því að leita uppi sólina, og þar sem hana er ekki að finna, að fá sér náttúrulega ijósgjafa til þess að lengja daginn. Reynslan hefur sýnt að með ljóslækningum er hægt að eyða sjúkdóms- einkennunum á 4-5 dögum í 85% tilfella. Dagsbirtan og hormónastarfsemin Til skamms tíma töldu vísindin að mannslíkaminn væri að því leyti ólíkur mörgum „óæðri“ dýrategundum, að hormóna- starfsemi hans væri óháð birtu- sveiflum í umhverfinu. Vitað er að dægurbundnar og árstíða- bundnar birtusveiflur stýra mörg- um dægurbundnum og árstíða- bundnum sveiflum í líkamsstarf- semi dýranna og ráða meðal ann- ars fengitíma og getnaði með beinum áhrifum á hormónastarf- semina. Hins vegar var taiið að maðurinn hefði þróast til þess að verða óháður þessum birtu- sveiflum í umhverfinu, og að reglubundnar breytingar í mannslíkamanum væru meira háðar félagslegum og sálfræði- legum þáttum og siðvenjum. Það var ekki fyrr en árið 1980, sem vísindamenn fundu sönnun fyrir því að hormónastarfsemi mannslíkamans er einnig háð birtunni í umhverfinu. Það var bandarískur geðlæknir, dr. Al- fred Lewy, sem þá starfaði við National Institute of Mental He- alth í Maryland í Bandaríkjun- um, sem sýndi fram á að hægt væri að stöðva framleiðslu lík- amans á hormóninu melatonín með því einu að setja viðkomandi í skæra dagsbirtu, en hormón þetta er talið hafa víðtæk áhrif á andlega og líkamlega líðan mannsins. Uppgötvun þessi hefur síðan leitt til þess að læknisfræðin hefur viðurkennt skammdegisþung- lyndi sem sérstakan sjúkdóm er hafi sín ákveðnu einkenni og um leið sína ákveðnu lækningu. Sjúkdómseinkennin Högni Óskarsson geðlæknir sagði í samtali við Þjóðviljann að það sem greindi skammdegis- þunglyndi frá venjulegu þung- lyndi væri einkum tvennt: svefn- drunginn og koivetnisfíknin. Á meðan þeir sem þjást af venju- legu þunglyndi sýna lystarleysi og léttast og eiga erfitt um svefn og vakna snemma á morgnana, þá eru þeir sem þjást af skammdeg- isþunglyndi þungir á morgnana, sofa mikið og finna stöðugt til löngunar í sætindi og annað sem eykur mönnum holdafar. Annað sem einkennir skammdegisþung- lyndið er hversu árstíðabundið það er: eínkennin hverfa yfirleitt þegar kemur fram í aprflmánuð. Það hefur einnig sýnt sig að sjúkdómur þessi gerir meira vart við sig þeim mun fjær sem menn eru miðbaugi, og að venjuleg raf- magnslýsing getur ekki komið í stað dagsbirtunnar til þess að hindra áhrif myrkursins. Hvað er melatonín? Rannsókn Alfreds Lewy, benti til þess að framleiðsla mannslík- amans á hormóninu melatonín væri meiri í skammdeginu, og hún benti jafnframt til þess að maðurinn þyrfti mun meiri birtu- breytingu til þess að áhrif kæmu fram í hormónastarfseminni en önnur dýr. En hvernig framleiðir líkaminn þetta hormón og hvaða áhrif hef- ur það? Vísindamenn hafa komist að því að það er heilastöð í miðjum heilanum, sem kölluð er heila- köngull, sem stjórnar framleiðslu melatoníns. Boð berast til heilak- öngulsins í gegnum sjóntaugina. Mælingar hafa leitt í ljós að við eðlilegar aðstæður er framleiðsla hormónsins lítil fyrripart dags en eykst þegar líður á eftirmiðdag- inn og sól tekur að lækka á lofti. Um ellefuleytið á kvöldin nær hún hámarki og minnkar svo meðan maðurinn sefur og er orð- in lítil klukkan sjö að morgni. Með því að setja mann í skæra dagsbirtu klukkan 11 að kvöldi þegar framleiðsla hormónsins er mest hefur tekist að snarminnka framleiðslu þess. Margt er enn á huldu um áhrif melatonínhormóns á starfsemi Ifkamans, en vitað er að það gegnir mikilvægu hlutverki við að búa okkur undir svefninn og aukning þess verður samfara syfju og þreytu. Dr. Lewy hefur gert margvís- legar rannsóknir á hormóninu og hann telur að ekki sé rétt að líta á hormón þetta sem beinan orsaka- vald geðrænna truflana, heldur sé það mælikvarði á það sem sé að gerast í heilanum og að þar á bak- við geti legið mörg lífefnafræði- leg ferli. Til dæmis hefur hann fundið út að blindir menn hafa öðruvísi melatonín-sveiflur en sjáandi. Jafnframt hefur hann fundið það út að fólk sem látið var sofa á daginn en vaka á nótt- unni skipti um sveiflutíðni, og ef þetta fólk var vakið um miðjan dag þá snarlækkaði melatonín- magnið í blóðinu. Truflanir á þessari sveiflu koma einnig fram þegar menn fljúga langa vegal- engd í austur eða vestur á milli tímabelta. Raflýsing og dagsbirta Eitt af því sem hefur vakið at- hygli vísindamannanna er að venjulegt rafmagnsljós hefur ekki mælanleg áhrif á melatonín- magnið, en hins vegar nást slík áhrif fram með rafmagnsljósi sem líkir eftir litrófi dagsbirtunnar. Venjuleg rafmagnsljós hafa út- geislun á takmörkuðu sviði litr- ófsins, þar sem gula og appelsínu- gula tíðnin er ríkjandi. Ef borið er saman við dagsbirtu, þá vantar að mestu útfjólublátt ljós og in- frarautt í venjulegt rafmagnsljós. Hins vegar hafa verið framleidd- ar ljósaperur sem gefa frá sér ljós sem líkir eftir dagsbirtunni á öllum tíðnisviðum, og það eru einmitt slík ljós sem sýna áhrif á melatonín-magnið, og það eru slík ljós sem læknað hafa sjúkl- inga af einkennum skammdegis- þunglyndis á 4-5 dögum. Slík lækningaraðferð er nú viðurkennd af virtum lækna- stofnunum, og sagði Högni Ósk- arsson að farið væri að beita slík- um lækningaraðferðum einnig hér á landi. Sjúkdómssaga í grein eftir Jacobsen og fleiri, sem birtist í tímaritinu American Journal of Public Health í janúar 1987 er rakin saga 37 ára gamallar skrifstofustúlku, sem leitaði lækninga vegna síendurtekins skammdegisþunglyndis, sem lýsti sér í þreytu og syfju á daginn, aukinni svefnþörf sem leiddi til allt að 12 tíma svefns á nóttu, stöðugu sykur- og sælgætishungri sem leiddi til þess að hún bætti á sig 5-10 kflóum á vetri, minnkandi áhuga á kynlífi, fé- lagslegri einangrun og almennri depurð. Ástand þetta kom niður á framlagi hennar og einbeiting- arhæfni við vinnu, jók á veikinda- forföll og hafði jafnvel leitt til ólj- ósra sj álfsmorðsþanka. Einkenn- in voru bundin við skammdeg- ismánuðina og höfðu horfið á vorin. Móðir konunnar hafði sýnt svipuð einkenni, og faðir hennar og nokkrir aðrir ættingjar þjáðust af drykkjusýki. Eftir að kona þessi hafði fengið 6 klukkustunda ljósameðferð í skæru rafljósi með fullu litrófi á heimili sínu í þrjá daga dró veru- lega úr einkennunum, og eftir að slíku ljósi hafði jafnframt verið komið fyrir á vinnustað hennar hurfu einkennin algjörlega. Þola konur skammdegið verr en karlar? Eftir að skammdegisþunglyndi hefur verið viðurkennt af lækna- vísindunum sem sérstakur sjúk- dómur hafa margvíslegar athug- anir verið gerðar á tíðni hans og einkennum. Þar hefur margt at- hyglisvert komið í ljós, meðal Dagsbirtu lýsing er nauðsyn- legí skamm- deginu segirHope Knútsson íðjuþjálfi, sem varfyrst manna tilað nota dags- birtulýsingu hér á landi Allt lifandi þróaðist undir náttúrulegri dagsbirtu og það tilbúna Ijós sem við notumst við innanhúss er ekki nema 100 ára gamalt og hefur allt aðra eiginleika en náttúruleg dagsbirta og getur alls ekki komið í staðinn fyrir hana, segir Hope Knútsson iðju- þjálfi, sem varfyrsttil þess hér á landi að taka upp notkun Ijóspípna með náttúrulegu lit- rófi sem líkir eftir dagsbirtunni. Hope Knútsson er bandarísk að uppruna og fluttist hingað til lands fyrir rúmum 13 árum. Hún hefur verið mjög virk í geðvern- Hope Knútsson darmálum hér á landi, starfaði í tvö og hálft ár á geðdeild Lands- pítalans að Kleppi, var formaður samtakanna Geðhjálp í 5 ár, for- maður Iðjuþjálfafélags íslands síðastliðin 12 ár og starfar nú sem fræðslustjóri Geðhjálpar. Raflýsing með ljóspípum, sem hafa sama litróf og dagsbirtan, er ekki bara viðurkennd meðal gegn skammdegisþunglyndi, heldur er hún ekki síður mikilvæg við iðju- þjálfun og sem meðal gegn þreytu, sjóndepru, kalkskorti og öðrum kvillum sem þjá okkur í skammdeginu, segir hún. Það hefur sýnt sig að dagsbirtu- lýsing virkar gegn sjóndepu og þeirri augnþreytu, sem er svo al- geng meðal þeirra sem vinna við venjulega flúorlýsingu. Þá er vit- að að náttúruleg lýsing örvar D- vítamínmyndun í húðinni, en D- vítamín er líkamanum nauðsyn- legt til þess að hann geti nýtt kalkið í fæðunni. Þannig er dags- birtulýsing líka mikilvæg fyrir eldra fólk sem þjáist af beinþynn- ingu. Þeim sem þjást af skamm- degisþunglyndi er ráðlagt að taka að minnsta kosti klukkustund að morgni og jafnvel aðra að kvöldi undir sterkri dagsbirtulýsingu, og eiga menn gjarnan að hafast eitthvað að á meðan, en líta beint í ljósið á 2-3 mínútna fresti, því ljósáhrifin berast fyrst og fremst í gegnum augun. Ég er vön að gera þetta sjálf á hverjum morgni, þó ég sé ekki þunglyndissjúklingur, segir Hope, en heima hjá henni eru dagsbirtuljóspípur yfir glugg- unum í stofunni og í eldhúsinu líka. Þetta léttir af manni skamm- degisþreytunni, segir hún og tekur fyrir okkur nokkrar æfingar á leikfimiskíðum sem hún setur upp í stofunni hjá sér. Þegar mað- ur kemst ekki út í náttúruna er gott að ganga á skíðum í stofunni og horfa um leið í dagsbirtuna, segir hún og brosir framan í ljós- pípuna yfir stofuglugganum á meðan skammdegisdrunginn grúfir úti fyrir. -ólg 4 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.