Þjóðviljinn - 28.01.1988, Síða 4

Þjóðviljinn - 28.01.1988, Síða 4
LEIÐARI burt moðreyknum Feykjum Vestfirskir verkamenn ganga nú til atkvæða um nýjan kjarasamning. Ekki er annað að sjá en hann verði samþykktur í öllum verkalýðsfé- lögum vestra. Aftur á móti telja margir forsvars- menn launamanna í öðrum landshlutum að hann geti ekki orðið fyrirmynd að almennum kjarasamningum. Vestfjarðasamningarnir virðast fyrst og fremst vera miðaðir við fiskverkafólk. Stór þátt- ur þeirra eru svokölluð hlutaskipti. Fyrstu fréttir bentu til að með hlutaskiptum væri verið að stíga upphafsskrefin í átt að alvöru atvinnulýð- ræði. Rætt var um að verkafólk fengi ákveðinn hluta af þeirri verðmætaaukningu sem skapast af vinnu þess. í slíku hlutaskiptakerfi þyrfti verkafólk að hafa ákvörðunarrétt um daglega stjórn í vinnsluferlinu. Kaup á hráefni, val á pakkningum, dagsetning útskipunar og afurða- lántaka eru nokkur þeirra atriða sem skipta sköpum um arðsemi frystihúsa. Það þyrfti að opna bókhaldið. Með þessu hefði verið tekið tímamótaskref í átt að atvinnulýðræði. En nú bendir allt til þess að með vestfirsku samkomulagsáformunum um hlutaskipti eigi ekki að feta slíkar brautir, heldur sé stefnt að svokölluðum hópbónus. Á Vestfjörðum var í haust hafist handa um að afnema einstaklingsbónus eða borðabónus hjá þeim sem vinna við pökkun og snyrtingu í frysti- húsum. í mörgum frystihúsum var tekið upp bónuskerfi svipað því sem lengi hefur verið við lýði í saltfiskverkun og í rækjuvinnslu. Kaup- auka vegna afkasta umfram tiltekin mörk er þá dreift jafnt til allra í viðkomandi fiskverkunar- húsi. Hér er um hina merkustu tilraun að ræða, því að einstaklingsbónus hefur löngum verið talinn valda streitu og óæskilegu andrúmslofti. En hitt er Ijóst að hlutaskipti í þessum anda geta ekki orðið grundvöllur að kjarabót fyrir þá sem helst þurfa nú að rétta sinn hlut. Eitt megineinkenni kjarasamninga er það hversu flóknir þeir eru. Oftar en ekki þarf sér- fræðinga til að skýra um hvað hafi í rauninni verið samið. Sérfræðingarnir eru reyndar ekki alltaf sammála. Venjulegum launamanni vill verða villugjarnt í frumskógi fatapeninga, kaupauka og rauðra strika. Og þegar dregur að því að gera þarf nýja kjarasamninga spretta enn upp sérfræðingar og tíunda stöðuna í efna- hags-, viðskipta- og verðlagsmálum. Og enn gerist það að sérfræðingarnir eru ekki sam- mála. Því magnast hin þéttasta gjörningahríð sem byrgir mörgum sýn. Eitt er það þó, sem láglaunamennirnir missa aldrei sjónar á, hversu þéttur sem moðreykur- inn verður. Það eru þær krónur sem þeir hafa á milli handanna til að framfleyta sér og sínum. Nú eru lágmarkstaxtar margra verkalýðsfé- laga tæpar 30 þúsund krónur á mánuði fyrir dagvinnu. Þrátt fyrir ýmiss konar fastlauna- samninga og meira og minna staðbundna samninga um kaupauka er til verkafólk sem fær ekki nema tæpar 30 þúsund krónur á mánuði fyrir fullan vinnudag. Þeir, sem í alvöru tala um að hækka laun þessa fólks ekki nema um 1500 krónur, láta moðreykinn, sem þyrlað er upp, skyggja á þá einföldu staðreynd að láglauna- stefnan er mesti efnahagsvandi okkar. Mánaðartekjur undir 43 þúsund krónum eru skattfríar. Hin skattaglaða ríkisstjórn viöurkenn- ir í verki að minni megi tekjur alls ekki vera. Því þarf að hækka lágmarkslaunin um 40 -50%. Auðvitað skiptir máli hvort sú kauphækkun fer upp allan launastigann og auðvitað ber ekki að gera lítið úr lagfæringum á bónus- og kaupaukagreiðslum. En þau mál á að athuga þegar búið er að hækka lágmarkslaunin. Menn verða að sjá í gegnum moðreykinn og missa ekki sjónar á grundvallaratriðum. ÓP KUPPT OG SKORIÐ Nýtt Þjóðlíf Nýtt Þjóðlíf er komið út og spunnir þar ýmsir vefir: viðtal við skelminn Watson, annað við Björn Engholm krataleiðtoga í Slésvík-Holstein, - þann sem njósnað var um og spratt af þýskt Watergate, sjáifsmorð íhalds- leiðtogans og önnur skelfing, þá er fjallað um íslenskar rannsókn- ir um „fyrirtíðarspennu“ kvenna og um miðla, og fleira og fleira: Þýskaland eftir orminn, menn á leið til mars, vopnabrask Svía, ís- lenska pólitík, og um jeppann í alheims geimi, - jeppann í sjálf- um þér. Evrópu- bandalagið Hér á meðal er ítarleg umfjöll- un um Evrópubandalagið frá ýmsum hliðum og hornum, og engin vanþörf á að veita innsýn í þá samsteypu sem íslendingar verða sífellt háðari. Að sönnu eru ýmsir farnir að gefa Efnahags- bandalaginu auga, - en öll um- ræða um samskipti íslendinga við Evrópubandalagið fer nú fram inní ráðuneytunum og á hádegis- verðarfundum viðskiptajöfr- anna. Sá gangur mála endar oft- ast skelfilega, og ef ekki verður farið að ræða þau mál opinskátt í öllu samfélaginu er hættan sú mest að við sitjum einn daginn uppi með það að litlu ljótu vald- aklíkurnar hafi komið okkur í áskrift að ákvörðununum í Briiss- el, og auðfyrirtækjum Vestur- Evrópu í áskrift að landhelginni okkar í staðinn. Einn af þeim sem tekur til máls um Evrópubandalagið í Þjóðlífi er Einar Karl Haraldsson sem einusinni sat við stjórnvöl á Þjóð- viljanum og er nú ritstjóri Nord- isk kontakt fyrir Norðurlanda- ráð. Einar horfir til Brussel af norrænum sjónarhól og íslensk- um, og hefur einsog áður lag á að greiða úr flækjum með liprum penna. Einsog menn vita hafa vaknað að nýju miklar spurningar í Sví- þjóð og Noregi um Evrópu- bandalagið. Vonir banda- lagsríkja standa til þess að banda- lagið verði á næstu árum nánast eitt risaveldanna, sem þýðir auðvitað aukið sjálfræði Vestur- Evrópu gagnvart Bandaríkjun- um, hættan fyrir Evrópuþjóðir utan bandalagsins sú að samhliða auknu veldi EB verði Vestur- Evrópuríki utan þess að annars- flokksríkjum pólitískt og efna- hagslega, halahengi utaní annað- hvort Briissel eða Washington. í bæði Svíþjóð og Noregi er hart deilt um afstöðu til EB. Hvorugt ríkið er þó líklegt til að sækja um fulla aðild á næstunni, ekki síst vegna þeirra innanlands- ástæðna sem Einar Karl lýsir svo, að í Noregi vilja stjórnmálamenn ganga í EB en ekki kjósendur, í Svíþjóð vilja kjósendur ganga inn en ekki stjórnmálamenn. Fbáð- um ríkjum er því deilt um leiðir tii að vera með í EB einsog hægt er án þess að vera í EB. Langsum og þversum Gefum Einari Karli orðið um þessi slagsmál: „Einu sinni var talað um Sjálf- stæðismenn „langsum" og „þversum," en það var á annarri tíð. Nú væri kannski hægt að nota þessi heiti um mismunandi af- stöðu til þess hvernig standa beri að málum gagnvart sameiningar- þróun í Evrópu. Þeir eru ekki óf- áir sem telja allt tal um hlutverk EFTA og Norðurlandaráðs í þessari framvindu hreint fjas. Hið eina sem skipti máli séu tvíh- liða samningar einstakra ríkja við EB. Þá sem svona þenkja gætum við kallað „langsum" sem leggja áherslu á gildi EFTA og Norður- landaleiðar. Þversum-fólk er einkum að finna frá miðju og út til vinstri en langsum-fólk frá miðju og út til hægri. Langsum-fólkið heldur því fram að stofnanir Norðurlanda- ráðs og ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn séu best notað- ar til þess að éta upp eftir EB. Það sé hægt að nota þær til þess að samhæfa norræn og evrópsk lög, taka upp Evrópustaðla, afnema innbyrðis viðskiptatálma á Norð- urlöndum í takt við afnám sams- konar hindrana á meginlandinu o.s.frv. (...) Þversum-fólkið telur hins veg- ar að Norðurlöndin geti staðið mjög sterkt ef þau samræma af- stöðu sína á vettvangi Norður- landaráðs og gera sér far um að vera í fararbroddi og koma með fordæmi í stefnumótun sem síðan er hægt að afla fylgis innan EB. Hér er m.a. átt við, að Norður- löndin megi ekki glutra niður for- skoti sínu í velferðar-, umhverf- is-, vinnuverndar- og vinnumark- aðsmálum, en á þessum sviðum eru þau oft tekin til fyrirmyndar af öðrum ríkjum. Og Danir hafa komist upp með að halda til streitu aðild sinni að norræna vegabréfssvæðinu og njóta þar skilnings innan EB á „tvíkvæni“ sínu.“ í hlutlausu blokkinni? Einar Karl segir frá samræðum sínum við sænskan fastafulltrúa hjá samtökum atvinnurekenda í EB, en sá fír brá upp þessari framtíðarsýn: „Noregur gerist aðili um miðjan næsta áratug. í millitíðinni hafa átt sér stað við- ræður milli EB og ríkja A- Evrópu sem breyta munu afstöðu hlutlausu ríkjanna (þ.e. Svíþjóð- ar, Finnlands, Austurríkis og Sviss) til aðildar að EB. í framhaldi af slíkri þróun gæti komið til þess, hefur Einar svo eftir öðrum fróðum Svía, að „EB fallist á einhverskonar forgangs- meðhöndlun á hlutleysisblokk- inni. Þá kæmi hugsanlega til álita sú hugmynd að þessi lönd fengju umsagnarrétt um ákvarðanir innan EB. í þessari stöðu eru einnig líkindi til að þau smáríki V-Evrópu sem eftir væru yrðu tengd EB sterkari böndum.“ Séu þessar spár eitthvað nærrí líkindum virðast aðstæður krefj- ast annars af íslendingum en að þeir bíði og sjái hvað setur. Ekki síst í ljósi þeirra hugleiðinga Ein- ars að afstaða EB til Islands kynni að mótast af þeim landlæga hugsunarhætti í Evrópu „að Fs- land sé einhverskonar einkamál Bandaríkjastjórnar í varnar- og öryggismálum" og nærri stappi að „við séum höfð þar á sama báti og Finnar gagnvart Sovétríkjun- um þegar ræðst er við utan fundarsala.“ Forvitni, fordóma- leysi, forsjálni Þótt íslendingar þurfi ekki að svara um það spurningum á morgun hvað þeir nákvæmlega vilja bendir Einar Karl á að það væri klókt af íslenskum stjórn- málamönnum og hagsmunaaðil- um að fara að leggja drög að „Evrópupólitík" íslands næstu tvo áratugina, - og Einar Ieggur því verki til þríeint leiðarjós: „Forvitni vegna þess að nauðsynlegt er fyrir fslendinga að afla sér betri þekkingar á Evróp- umarkaði, Evrópustofnunum og menningu Evrópulanda. Fleiri íslendingar þurfa að kunna skil á frönsku, spönsku og ítölsku en áður og hafa dvalið við störf eða nám á meginlandi Evrópu. Innan EB era mikill munur á „teóríu“ og „praksis" og á því þurfa ís- lendingar að kunna skil. Það kynni t.d. að vera mat íslendinga að ekki væri þörf á því að komast með frá byrjun í vísindaáætlanir eins og ESPRIT, RACE og BRITE heldur sé nægilegt að fá að njóta góðs af þeim á síðari stig- um með einhverjum hætti. Forsjálni þarf að sýna með því að byggja upp peningastofnanir, verðbréfamarkað og sjávarút- vegsfyrirtæki, sem hvenær sem er væri gætu tekið upp samkeppni á Evrópumarkaði án sérstakrar verndar. Aðeins þannig getum við verið í aðstöðu til að velja og hafna þegar þar að kemur. Fordómaleysi þarf síðan að viðhafa við mótun íslenskrar Evr- ópustefnu til þess að ganga ekki til móts við nýja tíma með augun fastlímd við gömul viðhorf frá tímum kalda stríðs og deilna um fríverslun. Það þarf að vera hægt að ræða Evrópupólitík íslands til nokkurrar hlítar áður en kemur að því að taka afstöðu til þess hvort æskilegt sé að sækja um inngöngu í Evrópubandalagið eða ekki.“ þlÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppó. Fráttcstjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). MagnúsH. Gíslason, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Framkvæmda8tJórl:HallurPállJónsson. Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. AuglýslngastjórhSigríðurHannaSigurbjörnsdóttir. Auglý8ingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavar8la: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðsluatjóri: HörðurOddfríðarson. Utbreiðsla: G. Margrót Óskarsdóttir. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja ÞjóðvHjans hf. ' Prentun: Blaðaprent hf. *Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65 kr. Askriftarverð á mánuði: 600 kr. / 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Flmmtudagur 28. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.