Þjóðviljinn - 29.01.1988, Qupperneq 2
___________________SKAK___________________
Fjórða einvígisskák Jóhanns og Kortchnois
Jafntefli nægir Jóhanni!
Eftirsigur ífjórðu skákinniþarf Jóhann aðeins hálfan vinning úr
tveim síðustu skákunum
™SPURNINGII>^
Hverju spáir þú um úrslit
í áskorendaeinvíginu
milli Jóhanns og Korts-
nojs í St.John í Kanada?
Edda Filippusdóttir
ræstitæknir:
Ég held að Jóhann vinni. Hann er
rólegri og yfirvegaðri.
Gunnar Jónsson
brunavörður:
Ég vona að Jóhann Hjartarson
vinni, hann er alltaf að verða betri
og betri. Kanski er Kortsnoj að
slappast.
Jóhanna Magnúsdóttir
fóstra:
Ég segi að Jóhann vinni.
nemi:
Jóhann vinnursíðustu þrjárskák-
irnar. Hann er miklu betri.
Rósa Sveinsdóttir
starfar á sólbaðsstofu:
Ég held að Jóhann muni ekki
tapa neinni skák.
Jóhann Hjartarson stendur nú
með pálmann í höndunum í ein-
vígi sínu við Viktor Kortchnoi
eftir sigurinn í fjórðu skákinni í
gærkveldi. Æsispennandi skák
tók óvænta stefnu. Jóhann jafn-
aði taflið eftir fremur óvenjulega
byrjunartaflmennsku Kortchnois
en hann gáði ekki að sér, lék óná-
kvæmt og eftir rúma tuttugu leiki
var staða hans orðin afar erfið.
En feiknarlegt tímahrak Kortch-
nois skipti sköpum, hann fann
ekki bestu leiðina í afar vænlegri
stöðu og féll á tíma eftir að hafa
leikið sínum 35. leik, þá með
gjörtapað tafl.
Skák Jóhanns og Kortchnois
vakti feiknalega athygli í skák-
höllinni í St.John. Kortchnoi var
greinilega staðráðinn í að jafna
metin en hann eyddi of miklum
tíma í fyrri hluta viðureignarinn-
ar og hafði alltof fáar mínútur
aflögu til að glíma við hin erfiðu
vandamál er upp komu er á leið
skákina.
Jóhann þarf nú aðeins hálfan
vinning úr tveim síðustu skákun-
um til að tryggja sér sigur í einvíg-
inu.
Hvítt: Viktor Kortchnoi
Svart: Jóhann Hjartarson
Enskur leikur
1.RÍ3
(Kortchnoi hefur ekki í hyggju
að kynna sér undirbúningsvinnu
Jóhanns í Nimzoindverskri vörn,
l.Rf3 hefur þó tæpast komið Jó-
hanni á óvart enda einn algeng-
asti upphafsleikur Kortchnois hin
síðari ár.)
1. ...Rfó
2. c4 bó
3. g3 c5
4. Bg2 Bb7
5.0-0 eó
6. Rc3 Be7
7. d4 cxd
8. Dxd4
(Þá er komið upp hið svo-
nefnda „broddgaltarafbrigði."
Svartur stillir peðum sínum upp á
þriðju reitaröðinni og bíður
átekta. Atlögur hvíts að stöðu
hans enda gjarna með skelfingu
því „broddarnir'* stinga oft sár-
lega.)
8. ...d6
9. Be3
(Sjaldséður leikur og líkasttil
nýr af nálinni, Kortchnoi vill
greinilega ekki feta alfaraslóð.)
9. ...0-0
lO.Hadl Rbd7
(Ef til vill tekur Jóhann áhættu
með þessum leik því hann býður
heim 1 l.Rb5. Svartur vill vita-
skuld leika a7-a6 og væri þá hin
„sanna“ broddgaltarstaða komin
upp á borðinu.)
1 l.Rb5
(Kortchnoi lék þessum leik
samstundis á fremur ruddalegan
hátt, greinilega staðráðinn í að
slá Jóhann út af laginu. Það duld-
ist engum að þessi leikur hafði
komið upp á vinnuborði Kortch-
nois í eldhúskróknum heima.)
HELGI ÓLAFSSON
SKRIFAR FRÁ
ST. JOHN
11. ...d5
12. Bf4 Bc5
13. Dd3 dxc
14. Dxc a6
15. Rc3 b5
16. Dd3 Db6
17. Rg5
(Það vakti athygli hve mikinn
tíma Kortchnoi hafði notað á
upphafsleikina. Hann hefur ekk-
ert borið úr býtum eftir byrjun-
ina, Jóhann hefur jafnað taflið
fullkomlega.)
17. ...Bxg2
(Kortchnoi var eitthvað að ves-
enast með kaffibrúsann sinn og
það liðu tvær mínútur áður en
hann svaraði.)
18. Kxg2 Had8?!
(Sennilega ónákvæmur leikur.
Hér kom sterklega til greina að
leika 18....h6 með hugmyndinni
19. Rge4 b4! og nú strandar
20. Ra4 á Dc6 og svo framvegis.)
19.Rge4
(Meira en tuttugu mínútur fóru
í þennan leik og nú átti Kortchnoi
aðeins sautján mínútur eftir á
klukkunni.)
19. ...Be7
20. D13 (tími:l,44) Da5 (1,21)
21. Rd6 Db4
22. Hd2
(Staða Jóhanns er nú afar erfið
en tímaskorturinn verður Kortc-
hnoi að falli. Hann átti aðeins níu
mínútur eftir til að ljúka 18
leikjum.)
22. ...e5
23. a3 Db3
24. Bg5 Bxd6
25. Hxd6
Dxb2
(Langbesti möguleikinn í þess-
ari stöðu. Nú er líklega best að
leika 26.Hxa6 en Kortchnoi
ieggur útí vafasama skiptamuns-
fórn.)
26. Bxf6 Rxf6
27. Hxf6
8 §f I * #»
7 Stl W:- iiii
6 JlW 2
5 111 1
4 'h j /Mk
3 A th
m ás
i É 1111
a b c d e f g h
27. ...e4!!
(Sennilega hefur Kortchnoi
ekki séð þennan öfluga leik fyrir.
Nú kemst drottningin í spilið eftir
löngu skálínunni.)
28. Rxe4 gxf6
29. Rxf6+ Kg7!
(Ekki 29....Kh8 30.DÍ5 og
vinnur.)
30. Rd7 He8
31. Hdl Kh8
(Jóhann teflir vörnina af stakri
snilld. Nú strandar 32.Dxf7 á
32....Dg7 og svo framvegis.)
32. DÍ4 Hxe2
33. Hd4 f5
(Furðuleg staða, hvítur getur
sig hvergi hrært.)
34. Kh3 He7!
(Riddarinn er í vanda staddur
og hvar er sóknin? Jóhann var
nánast jafn tímanaumur og
Kortchnoi en hefur engu að síður
ratað á réttu leikina og stendur
nú til vinnings. í fátinu greip
Kortchnoi drottninguna...)
35. Dd6... og féll á tíma um leið.
abcdefgh
Svartur getur drepið riddarann
því hugmynd Kortchnois,
35...Hdxd7 36.DÍ6+ Kg8
37.Hg4+ strandar á 37...fxg4+!
Staðan í einvíginu:
Jóhann Hjartarson 3
Viktor Kortchnoi 1
Þau úrslit önnur er lágu fyrir er
blaðið fór í prentun í nótt voru
þessi: Vaganjan-Portisch jafnt.
Sax-Short jafnt. Sokolov-
Spraggett jafnt. Útlit var fyrir
' jafntefli í skákum Salovs og Tim-
mans, Speelmans og Seirawans
og Ehlvests og Jusupovs.
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 29. janúar 1988