Þjóðviljinn - 29.01.1988, Page 8

Þjóðviljinn - 29.01.1988, Page 8
HEIMURINN HinnóræðiforsetiMitterrandhlautfljótlegaviðurnefniðSfinxinífrönskumfjölmiölum;núbíðamenneftir að gátunum linni. Hér með Chirac og hægristjórninni á þjóðhátíðardaginn. Frakkland Beðið eftirað Sfinxin tali Chirac reynir meðframboði sínu að knýja Mitterrand til skýrra svara, en Sfinxin í Elysée-höll heldur athyglinni- og vinsœldunum - með þögninni tlar hann i'ram eða ætlar hann ekki fram? Nær dag- lega birtast í frönsku pressunni fréttir, greinar, viðhorf og álits- gerðir um það sem ekki er: þögn Mitterrands forseta um framtíð- aráform sín. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru nú til fyrri umferðar forsetakosninganna, sem mjög eru farnar að setja mark sitt á frönsk þjóðmál, en enn eru hern- aðaráætlanirnar aðeins til í frum- drögum og vopnin óvalin vegna mistursins sem leggur frá Elysée- höll yfir vígvöilinn. Forsætisráðherrann Jacques Chirac tilkynnti um framboð sitt um miðjan janúar og kom engum á óvart. nýgaullistar Chiracs eru komnir í kosningabaráttu og byggja ekki síst á því að Chirac hefur bætt nokkuð fylgi sitt í skoðanakönnunum síðustu mán- uði, - nú skal reynt að koma sem þyngstum höggum á Raymond Barre, frambjóðanda hinnar hægrifylkingarinnar (UDF), sem enn hefur ekki tilkynnt formlega um framboð, - og að auki hyggst Chirac svæla refinn Mitterrand úr greni sínu. Aðrir frambjóðendur hafa flestir stillt sér upp í startholurn- ar. Jean-Marie Le Pen er auðvit- að frambjóðandí hinnar hálffas- ísku Þjóðfylkingar, frambjóð- andi Kommúnistaflokksins er hinn litlausi André Lajoinie sem ætlað er að taka mesta höggið af formanninum Marchais og öðr- um í forystunni þegar fyrirsjáan- legur ósigur er staðreynd. Lajo- inie stafar ekki síst hætta af Pierre Juquin, brottreknum flokksfor- ingja sem höfðar til langþreyttra stuðningsmanna flokksins og hyggst að auki safna um sig ýms- um vinstrihópum. Þá hafa græn- ingjar tilnefnt Antoine Waechter til framboðs, - og að auki koma vonlitlir frambjóðendur smárra vinstriflokka, annarra öfgahópa til hægri en Pen-manna og athygi- isvakningarframboð öryrkja, heimabruggara og fleiri hags- munahópa. Óþreyja sósíalista Sósíalistaflokkurinn bíður eftir svörum Mitterrands með jafnvel meiri óþreyju en andstæðingar hans. Fari forsetinn fram verða aðrir leiðtogar sósíalista að draga sig strax í hlé, og verða nú að fara mjög varlega; aðeins tveir for- ystumenn í flokknum hafa til- kynnt um framboð. Vandræða- barnið Michel Rocard hefur lýst yfir framboði og neitar að svara spurningum um það hvort hann víki fyrir forsetanum, og Jean- Pierre Chevenement sækist eftir tilnefningu ef Mitterrand sest í helgan stein, - almennt er litið svo á að leikur Chevenements eigi fyrst og fremst að stemma stigu við Rocard. Ónnur forsetaefni sósíalista eru Laurent Fabius fyrrverandi forsætisráðherra og flokksfor- maðurinn Lionel Jospin, - en ef forsetinn skerst úr leik er lang- sennilegast að Rocard verði fána- berinn við tregan stuðning mest- allrar flokksforystunnar. Hins- vegar verður erfitt fyrir fram- bjóðanda sósíalista að skapa sér olnbogarými ef forsetinn ætlar ekki í slaginn og bíður enn með að skýra frá því. Spennan kringum þögn Mitt- errands stafar ekki síst af því að í öllum könnunum í vetur hefur Mitterrand borið höfuð og herð- ar yfir andstæðinga. Sú síðasta sem af hefur spurst segir að í fyrri umferð mundi Mimi, einsog sá gamli er kallaður í gælutón, fá 41 prósent, Barre 25, Chirac 18,5, Le Pen 7%, Lajoinie aðeins 4%, Juquin 3, aðrir varla yfir einum hundraðasta. Með Rocard í stað Mitterrands fá sósíalistar ekki nema 29%, Barre 28 og Chirac 22. Síðari umferðina, þegar kosið er um tvo, mundi Mitterrand vinna gegn Barre 53-47 og gegn Chirac 60-40 samkvæmt könnun- inni. Rocard munxi líka leggja forsætisráðherrann (53-47) en tapa fyrir Barre (45-55). Höfum við gengið til góðs? Og hvað er Sfinxin að hugsa? Um aldur sinn örugglega. Hann er 71 árs og kjörtímabil Frakk- landsforseta er sjö ár. Frangois Mitterrand hefur þegar komið nafni sínu á spjöld sögunnar, sem fyrsti vinstriforseti fimmta lýð- veldisins og sem sameiningarleið- togi sósíalista, - því að taka áhættu á öðru kjörtímabili? því að taka áhættu á að pólitísk vind- átt snúist og síðustu kosningarnar tapist eftir glæsilegan stjórnmála- feril? Forsetinn er pólitískt dýr, en hann á sér mörg áhugamál önnur, er til dæmis vænn rithöf- undur; hinn helgi steinn hlýtur að freista. Á hinn bóginn er á að líta að einsog staðan er núna er líklegast að hægriframbjóðandi ynni aðra frambjóðendur sósíalista en Mitterrand, og væri þá vígstaðan alveg einsog fyrir kosningasigur- inn 1981: hægriforseti með hægri þingmeirihluta, - og til hvers hefðu þá dagar Mitterrands lit sínum glatað? Þótt frambjóðandinn Mitter- rand hafi lýst því yfir 1981 að hann ætlaði sér aðeins eitt kjör- tímabil bendir margt til þess að hann hafi þegar gert upp hug sinn og hyggi nú á bústað við Champs Elysées til 96. í áramótaávarpi sínu til þjóðarinnar bað hann um að með honum yrði staðið næstu mánuðina, - og þær sögur ganga fjöllum hærra í París að þeir Roc- ard hafi snætt saman kvöldverð fyrir skömmu, - og hafi hinn síðarnefndi þá lofað að draga sig í hlé. Rocard hefur hvorki játað né neitað, sem heldur bendir til þess að sagan sé sönn, enda eru slíkar sögur allajafna nokkurnveginn sannar í franskri pólitík nema þeim sé sérstaklega mótmælt, og yfirleitt komið á flot af þeim sem hag hafa af. Einnig er bent á að um ára- mótin tóku að birtast í blöðum heilsíðuauglýsingar þarsem ýmsir kunnir Frakkar skora á forsetann að fara fram aftur; slíkt hefði hann aldrei leyft nema hann ætl- aði sér það sjálfur. Sé það rétt að Mitterrand ætli fram telja menn að þögnin og biðin sé ekki síst ætluð til að halda andstæðingunum í ráðvillu meðan athygli fjölmiðla beinist að forsetanum. Og ekki síður til að framlengja sem mest vinsældir Mitterrands sem forseta og sam- einingartákns Frakka, hala sem mest inn á landsföðurímyndinni sem karl hefur komið sér upp. Enginn veit hver verða viðbrögð almenningsálits þegar forsetinn breytist í frambjóðanda, - og spor Giscards dÉstaings frá 1981 hræða. Enn er það að nefna að andstæðingarnir eiga óhægt um vik að gagnrýna forseta landsins en stykkju einsog hungraðir úlfar á frambjóðandann. Enn er alltof snemmt að segja fyrir um helstu kosningamál. Þó er ljóst að Chirac og nýgaullistar munu reyna að halda á lofti verk- um hægristjórnarinnar frá 1986. Á þeim tíma hefur blásið nokkuð byrlega í efnahagsmálum, þótt kauphallaráfallið í október hafi sett strik í reikninginn, og þeir reyna einnig að afla sér fylgis á grunni stjórnarstefnu sem kenna má við lög og reglu; stjórnvöld- um hefur tekist að kveða niður helstu hryðjuverkasamtök í landinu, Action directe, og hafa með síauknu lögregluliði og lögreglueftirliti aukið á öryggist- ilfinningu hins smáborgaralega meðaljóns. Barre hefur tekið eindregna af- stöðu gegn þátttöku Chiracs í „sambúðinni“ við Mitterrand, og deilur hægrifylkinganna tveggja gætu reynst vatn á myllu sósíal- ista og Mitterrands, sem augljóst er að munu ráðast hart að hægri- mönnum fyrir félagslegan niður- skurð og ekki síst skort á metnaði í mennta- og menningarmálum; þannig lauk Lionel Jospin við- ræðuþætti í sjónvarpi fyrir skömmu með því að sýnt var brot úr kvikmyndinni um „Nafn rósar- innar“ sem fjármögnuð var utan Frakklands og hlaut æðstu frönsk kvikmyndaverðlaun í fyrra sem erlent framlag þótt leikstjórinn sé franskur. Þessháttar kemur meir við Frakka en aðrar þjóðir vegna ótta við almenna hnignun franskra áhrifa í heiminum („ray- onnement frangais"), og sósíal- istar hafa í þessum efnum góða vígstöðu eftir sinn stjórnarferil sem skilaði menningarmálaráð- herranum Jack Lang í efstu sæti hins pólitíska vinsældalista. í sjónvarpsþættinum sagði Jospin að eftir að hægristjórnin kom til valda hefðu framlög til menning- arsköpunar í Frakklandi dregist stórlega saman meðan bandarísk sápufroða hefði síaukist á sjón- varpsstöðvunum -um 800 prós- ent síðan 85! Svo er auðvitað spurt um áhrif- in af klofningi kommúnista, og um það hvort Le Pen heldur sínu típrósent-fylgi úr þingkosningun- um, sem ekki er líklegt sem stendur, meðal annars vegna af- leiks hans nýlega þegar hann sagði „aukaatriði" (détail) í sögu síðari heimsstyrjaldarinnar hvort nasistar hefðu drepið milljónir gyðinga í gasklefunum. Forsetinn og þingið En í einni af meginspurningum kosninganna er augljóst að halla mun á frambjóðanda sósíalista, og það kosningamál er jafngam- alt fimmta lýðveldinu sem de Gaulle kom á með hnefanum 1958: þarf þingmeirihlutinn for- seta eða þarf forsetinn þing- meirihluta? Hægrimenn eru þeg- ar byrjaðir að plaga sósíalista með spurningum um það hvort þeir ætli að efna til þingkosninga ef þeir fá forsetann, og verður fátt um svör enda hvorki vita þeir það né eru sammála um það og á meðan segja þeir það ekki sitt mál heldur forsetans eins á sínum tíma. Franskt blað hefur efnt til þeirrar sérstæðu getraunar meðal lesenda að þeir giski á daginn sem Mitterrand velur til þeirrar yfir- lýsingar sem allir bíða eftir, - að- eins einn lesandi er útilokaður frá þátttöku: forsetinn sjálfur. Fréttaskýrendur hafa heist fyrir satt að það muni gerast í kvöld- fréttum sjónvarps einhverntíma í síðari hluta mars, og ætli Mitter- rand sér stutta kosningabaráttu og snarpa. Meðan hann bíður bíða aðrir eftir honum og vita ekki hvert skal beina spjótum, - hættan er hinsvegar sú að athygl- in dofni og hinum hviklyndu Frökkum taki að leiðast sjónar- spil landsföðurins. En Mitterrand hefur ennþá öll sín spil á hendi. -m 8 SIÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 29. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.