Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 10
SJÁVARÚTVEGSBLAÐ Kvótastríð smábátaeigenda Samstaðan bar árangur Mönnum er það enn í fersku minni hvað smábátaeigendur börðust hetjulega gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um nýja fiski- veiðistjórnun, þegar það var lagt fram á Alþingi í október sl. Þeir sögðu að ef frumvarpið yrði sam- þykkt svo til óbreytt í þinginu yrði það til þess að ganga af stétt smá- bátaeigenda dauðri. Áður höfðu öll hagsmunasamtök í sjávarút- vegi lýst yfir stuðningi við frum- varpsdrög sjávarútvegsráðherra, nema Landssamband smábáta- eigenda, sem mótmælti hástöfum þeirri fyrirætlan að þrengja enn meir en áður að veiðum þeirra. Þegar frumvarpið var síðan rætt á Alþingi snerist öll um- ræðan meira eða minna um 10. grein frumvarpsins sem sneri að veiðum smábáta. Eftir mikil og hörð átök varð niðurstaðan á endanum sú að gerðar voru á frumvarpinu miklar breytingar sem flestar voru smábátaeigend- um í hag. Þessar breytingar gengu ekki átakalaust fýrir sig og varð Landssamband smábátaeigenda að taka á honum stóra sínum við skipulagningu og áróðursstarf til að koma málstað sínum á fram- færi, bæði við þingmenn og fjöl- miðla. Má nærri geta að margir smábátaeigendur voru alls ekki undir það búnir að takast þetta á hendur, en samstaða þeirra og sannfæringarkraftur gerði þeim þetta þó kleift. Til þess að fá nánari vitneskju um hvað baráttan var hörð í mesta skammdeginu og hvað menn urðu að leggja á sig til að ná fram markmiðum sínum, lagði Þjóðviljinn leið sína til höfuð- stöðva Landssambandsins að Bankastræti 6. Þar ræður rikjum framkvæmdastjóri sambandsins, Öm Pálsson. Hann var fyrst spurður að því hvað hefði áunnist frá því sem ætlað var í upphafi? Ánægðir með árangurinn „Það er ljóst að við gátum aldrei náð því fram að veiðar smábáta skyldu vera alveg frjáls- ar, en það er samt sem áður eitt höfuðmarkmið okkar, enn þann dag í dag. Istuttu máli má segja að árang- urinn hafi verið eftirfarandi í að- alatriðum og þá tekið mið af því sem fyrir lá samkvæmt fmm- varpsdrögunum um skipulag veiða báta undir 10 tonnum: 1. Að þorskfisknetaveiðar báta undir 6 tonnum verði alfarið bannaðar. í dag liggur fyrir að þessum bátum verði heimilað að veiða 60 tonn í þorskanet. 2. Að engum bát undir 6 tonn- um verði heimilað að veiða meira en 40 tonn árlega og þann afla var þeim ætlað að sækja í heildarafla- mark fyrir þennan flokk báta og var hugmyndin að skipta árinu í fjögur tímabil. í dag hefur þessi skerðing verið felld út. 3. Að bátum 6-8 tonna var ætl- aður aflakvóti upp á 40 tonn. í dag er þessum bátum ætlaður afli upp að 75 tonnum. 4. Að bátar 8-10 tonn var ætl- aður 70 tonna aflakvóti. í dag er þessum bátum ætlaður 100 tonna aflakvóti og 125 tonn til stærstu bátanna. 5. Að aflareynsla allra báta skyldi aldrei verða meiri en 120 tonn. í dag er þessi tala orðin 200 tonn. í drögum að reglugerð útge- finni 11. desember frá sjávarút- vegsráðuneytinu sem lá fyrir við 1. umræðu í efri deild: 1. Bátum 6-8 tonna var ætlaður 50 tonna ársafli. í dag er sú tala orðinn 75 lestir. 2. Bátum 8 tonna og stærri voru ætlaðar 70 lestir í ársafla. í dag er sú tala orðin 100 lestir. 3. í 3. grein þessarar reglugerð- ar var aflahámark eigin veiði- reynslu 135 tonn. f dag er þessi tala 200 tonn. 4. í 4. grein draganna er bátum undir 6 tonnum með þorskfisk- netaleyfi ætlað aflahámark 50 lestir. í dag er það 60 lestir. 5. í 6. grein í drögunum voru banndagar báta undir 10 tonnum 86 talsins. f dag hefur þeim fækk- að um 15 og eru nú 71. Þetta eru aðeins dæmi um það hve málefnaleg barátta okkar skilaði sér í breytingum sem ann- ars hefðu ekki orðið. Baráttan skipulögð Hvernig fóruð þið að því að skipuleggja ykkur eins vel og raun bar vitni? „Það fór einfaldlega þannig fram að menn voru kallaðir til starfa hingað suður, þeir sem heimangengt áttu, en hinir voru látnir vita um símanúmer allra þingmanna og hvattir til að láta í örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda: Við erum ánægðir með árangurinn í kvótaslagnum og megum vel við una eftir allt saman". Mynd: E. Ól. "0* í* sér heyra og ekki vera hræddir við að segja skoðanir sínar við sína þingmenn. Þetta var eina leiðin sem okkur var fær. Því það var ljóst eftir þátttöku okkar í ráðgjafanefndinni, að það var ekki hægt að heyja hana þar né í ráðuneytinu. Að auki gáfum við út fréttabréf sem dreift var til allra félags- manna, þar sem þeim var miðlað upplýsingum um það sem var að gerast hverju sinni. Við lögðum spilin á borðið og hvöttum okkar menn jafnframt til að skrifa í blöðin og láta í sér heyra hvenær sem tækifæri gafst. Síðan var staðan metin hverju sinni, allt eftir því hvað var að gerast í það og það sinnið. Þetta var óhemjuleg vinna og oft á tfð- um var andrúmsloftið hjá okkur ansi rafmagnað. f baráttu sem þessari geta nefnilega skilin á milli þess að færast of mikið í fang og þess að gera of lítið, verið ansi skörp. Til að mynda kom það stundum fyrir að menn vildu ganga skrefí lengra en áður hafði verið gert, en sem betur fór héld- um við áttum allan tímann og ég held að feilsporin sem við tókum, hafi verið fá og smá. Fyrir utan það að miðla okkar upplýsingum til fjölmiðla, fórum við á fundi með þingflokkum stjórnarandstöðunnar og skýrð- um okkar málstað. Það má koma hér fram að það var ekki óskað eftir skoðunum okkar hjá þing- flokkum Framsóknar né Alþýðu- flokks. Þess betur var hlustað á okkar hjá þingflokki Alþýðu- bandalagsins, Kvennalistans og Borgaraflokksins. Þar fyrir utan áttum við einnig stuðningsmenn meðal þingmanna stjórnarflokk- anna, eins og kom fram við af- greiðslu málsins, bæði í sjávarú- tvegsnefndum þingsins og við lokaafgreiðslu frumvarpsins á Alþingi. Stríðið við hagsmunaöflin Hinir svokölluðu handaupprétt- ingarklúbbar voru ekki yfir sig hrifnir yfir stuðningnum sem þið fenguð. Létu þeir eitthvað í sér heyra? Þaö er mikið rétt, en það var ekki svo mikið um yfirlýsingar frá þeim fyrr en líða tók á og ljóst var orðið að málstaður okkar hafði fallið í frjóan jarðveg, bæði með- al þingmanna og hins almenna borgara. Þá fóru að berast ýmsar skrítnar yfirlýsingar um það að við værum að taka frá öðrum og það væri verið að mismuna mönnum eftir því hvort þeir væru smábátasjómenn eða sjómenn á vertíðarbátum eða togurum. Þetta var nú fyrst og fremst í blöðum og öðrum fjölmiðlum sem skotið var á okkur. Sem dæmi um það má nefna að á Fiskiþingi sagði fiskimálastjóri eitthvað á þá leið að hin mikla fjölgun smábáta væri öfugþróun, gat í kerfinu sem yrði að stoppa í! Einnig var sagt um okkur í ónefn- du blaði að við værum „götulýður á pöllunum!“ þegar við fjöl- menntum á þingpallana við um- ræður í þinginu. Þá vorum við einnig kallaðir „frekjuhundar!“ og annað í þeim dúr. Endurnýjunar- reglan Nú samþykktuð þið að hlíta sömu reglum um endurnýjun smá- báta og ergagnvart öðrum skipum í flotanum. Var það ekki skref afturábak? „Það var samþykkt á aðalfundi Landssambandsins í október eftir miklar og harðar umræður meðal þingfulltrúa. Mörgum smábáta- eigendunum þótti mjög erfitt að kyngja þessari samþykkt því hún strfðir að sjálfsögðu á móti þeirri sannfæringu að það sé sjálfsagður hlutur að fólk geti keypt sér bát og róið til fiskjar. En við mátum það að skásti kosturinn í stöðunni væri að gangast inn á endurnýj- unarregluna, fremur en að standa á móti henni. En ég vil taka það skýrt fram að þrátt fyrir að tími frjálsra veiða sé úr sögunni með samþykkt þessarar endurnýjun- arreglu, þá lítum við svo á að þetta sé aðeins tímabundið, en ekki til frambúðar. Grundvöllur smábáta- útgerðar Þráttfyrir að þið hafið náð við- unandi árangri í baráttunni gegn kvótafrumvarpinu, er smábátum samt sem áður sniðinn þrengri stakkur en áður. Hvernig meta menn stöðuna í smábátaútgerðínni í dag? Þetta er alveg rétt að það er mun þrengra fyrir smábátaútgerð í dag en áður var. Almennt má TOLEDO 3025 yfir/undir vog ISHIDA LC-WP21 með veröútreikn. ISHIDA MS 60 kg vog ISHIDA MS 1 50 kg og 300 kg TOLEDO GÓLFVOG 300 til 1500 kg A/dmr/ upphfsingar gefa sö/menn okKar í'sím 67-1900 0 matvælaiðnaö, vatnslielciar vogir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.