Þjóðviljinn - 05.02.1988, Side 4
LEIÐARI
Blásiötil baráttu
Með háðungartilboði sínu í fyrradag sleit
Vinnuveitendasambandið viðræðum við VMSÍ
um skammtímasamning frammá vor, og nú
virðist ekki annað til í stöðunni en hörð kjaraátök
á næstu vikum.
Skammtímasamningur var á ýmsan hátt álit-
legur kostur fyrir Verkamannasamabandið.
Þannig hefði gefist tími til að stilla betur saman
strengina og móta kröfur, og þannig hefði ríkis-
stjórnin verið þvinguð fram úr sínu myrka horni.
Á þessum nokkru mánuðum hefði líka verið
hægt að meta tilraunir með hópbónus eða
hlutaskipti fyrir vestan og víðar.
Meðal VSÍ-manna virðist hafa verið uppi á-
greiningur um afstöðuna til skammtímasamn-
inga, og haft er á orði að sá ágreiningur hafi að
nokkru leyti endurspeglað óvissu innan ríkis-
stjórnarinnar. En lyktirnar þekkja menn.
Það sem nú er frammundan hjá VMSÍ og
öðrum samböndum er því annarsvegar að móta
kröfur fyrir samninga af „venjulegri" lengd,
hinsvegar að sameina félaganna bakvið þær
kröfur. Sýnt er að launafólk verður að búa sig
undir átök til að ná fram viðunandi kjarabótum,
og þau átök hefjast raunar með aðgerðum
Dagsbrúnar strax í næstu viku.
Forystumönnum Verkamannasambandsins
gefst einnig nokkurt andrúm til að meta reynsl-
una af samningastappi síðustu viku og vikna.
Þeir og umbjóðendur þeirra hljóta til dæmis að
verða að huga alvarlega að þeim óeðlilega
þrýstingi sem skapast hefur af stjórnarþátttöku
Alþýðuflokksins, sem virðist líta á það sem hlut-
verk sitt að halda niðri kaupkröfum og kjarabar-
áttu til að lengja lífdaga veikrar og óvinsællar
ríkisstjórnar.
Þeir hljóta líka að huga að frammistöðu sinni í
þeirri samningastyrjöld sem háð er annarstaðar
en við græna dúkinn. Hafa talsmenn launa-
manna staðið sig í að andæfa síbyljuáróðri at-
vinnurekenda og ríkisstjórnar um að verðbólga
og óáran í efnahagsmálum skapist einungis af
kjarasamningum launafólks? Hafa Verka-
mannasambandið og önnur ASÍ-samtök leitað
samstöðu við þann hluta launafólks sem að
sinni hefur samninga bundna, til dæmis BSRB
og BHM?
Forystumönnum VMSÍ og annarra samtaka
launafólks sýnist einnig hollt að hugleiða nokk-
uð eigið hlutverk í kjarabaráttunni. Eru það rétt
vinnubrögð að móta kröfur á fámennum fund-
um leiðtoga í stað þess að þær séu sprotn ar
uppúr jarðvegi vinnustaðanna? Eru það rétt
vinnubrögð að fallast á óskir VSÍ um að halda
kröfunum leyndum fyrir fjölmiðlum og almenn-
ingi? Er það snjallt táknrænt herbragð að halda
samningafundina sífellt í palísanderstofunum í
Garðastræti?
Sem betur fer eru VMSÍ-menn ekki tómhentir
þegar að kröfugerðinni kemur. Á það hefur til
dæmis verið bent að í raun hafi ríkisstjórnin sjálf
búið til ramma fyrir kröfur um lágmarkslaun með
skattleysismörkum sínum uppá 42 þúsund. Sú
krónutala kemur einnig við sögu í kjarakröfum
verkalýðsfélaga í Borgarnesi, í Hafnarfirði og á
Austurlandi.
Þá hefur Alþýðubandalagið, -sem studdi
skammtímahugmyndir VMSI-, sett fram kjara-
, stefnu sem að breyttu breytanda ætti að nýtast
VMSÍ og öðrum samböndum vel. Þar segir að
varanlegir kjarasamningar hljóti að miðast við
þetta: Hækkuð lægstu laun, lágmarksafkoma
miðuð við 45-50 þúsund á mánuði.
Verðtrygging á launagreiðslur.
Ákvæðum um átak í dagvistarmálum úr
samningunum 1980 verði hrundið í framkvæmd
og dagvistarþörf fullnægt fyrir 1990.
Nýtt lífskjaramat verði lagt til grundvallar mati
á tekjum og afkomu, og miðað við styttri vinnu-
tíma, auknum möguleikum til samvista við fjöl-
skyldu, betri aðbúnað og öryggi á vinnustað,
öflugri endurmenntun, lýðræðislegri áhrif á
stjórn eigin vinnu.
-m
Osigur kontranna
Kontraliðarnir í Nicaragua hafa beðið ósigur
sem getur reynst þeim afdrifaríkur. Fulltrúadeild
þingsins í Washington hefur með 219 at-
kvæðum gegn 211 neitað óskum Reagans
Bandaríkjaforseta um framhald á gríðarlegum
fjárstuðningi við þessar ógnarsveitir, sem
Bandaríkjastjórn og leyniþjónusta hennar hafa
leynt og Ijóst beitt fyrir sig gegn lýðræðislega
kjörnum stjórnvöldum í Managua.
Ákvörðun fulltrúadeildarþingmannanna er
stórt skref til sátta í Mið-Ameríku og eftir hana er
bjartara yfir friðaráætlun Óskars Arias en um
langt skeið.
Atkvæðagreiðslan er jafnframt ósigur fyrir
yfirgangsstefnu Bandaríkjaforseta í Nicaragua,
og sýnir að þar vestra eru farnir að blása aðrir
pólitískir vindar en þær nöpru kaldstríðshviður
sem mest hefur borið á þennan áratuginn.
Það er svo athyglisvert fyrir (slendinga að
horfa uppá að í málefnum Mið-Ameríku skuli
Morgunblað og Sjálfstæðisflokkur skipa sér
hægra megin við meirihluta Bandaríkjaþings.
KUPPT OG SKORID
Sigur hins góða
Vart mun ofmælt aö fundur
Gorbatsjovs og Reagans og
undirritun samnings um fækkun
skammdrægra kjarnorkuflauga
séu þau tíðindi síðsta árs sem gef-
ið hafa hvað flestum vonir um að
þrátt fyrir allt eigi mannkynið
hugsanlega einhverja framtíð.
Menn dreymir um að þessir
samningar séu aðeins upphafið
að miklu umfangsmeiri afvopn-
un. Að sjálfsögðu velta margir
fyrir sér aðdraganda slíkra stór-
tíðinda og verður þá hugsað til
Reykjavíkurfundarins og
geimvopnaþráhyggju banda-
rískra stjórnvalda.
Þegar gleðilegir atburðir
verða, rísa stundum upp deilur
um hverjum beri nú helst að
þakka að allt fór vel. Því er ekki
að leyna að í því áróðursstríði
stendur félagi Gorbatsjov mörg-
um skrefum framar en Reagan
Bandaríkjaforseti. Þessi staða er
talsmönnum Nató og „vestrænn-
ar (hernaðar)samvinnu“ síst að
skapi og þeir leggja allt kapp á að
breyta henni. I fyrradag birtist
Morgunblaðsgrein þar sem skil-
merkilega er útlistað hverju ber
að þakka hina nýju stöðu í sam-
skiptum stórveldanna.
„Það er yfir allan vafa hafið að
samningurinn um útrýmingu
meðal- og skammdrœgra kjarn-
orkuflauga erfyrst ogfremst sigur
fyrir Atlantshafsbandalagið ...
Því er nánast átakanlegt að fylgj-
ast með málflutningi talsmanna
samtaka þessara (ýmissa friðar-
hópa, innsk. Þjv.) og annarra
þeirra sem hvatt hafa til einhliða
afvopnunar lýðrœðisríkjanna,
sem hafa freistað þess að eigna sér
þann árangur sem nú hefur náðst.
Staðreyndin er sú að hefði mál-
flutningur þessa fólks, sem undir-
ritaður vill ekki eins og svo margir
trúa að sé stýrtfrá Sovétríkjunum
heldur telur byggjast á þekkingar-
skorti og misjafnlega meðvituð-
um misskilningi, orðið ofan á,
vœri fýrsti afvopnunarsáttmáli
kjarnorkualdar enn óundirritað-
ur. “
Kenningin er sem sagt þannig:
Hefði verið tekið tillit til mót-
mæla við uppsetningu meðal-
drægra kjarnorkueldflauga í
Vestur-Evrópu, hefður þær
aldrei verið settar þar upp. Því
hefði alls ekki verið unnt að gera
samning um að taka þær niður.
Líkast til alveg 100% pottþétt
kenning!
í heiðurssæti
Þessi grein Ásgeirs Sverris-
sonar vekur athygli Morgun-
blaðslesenda enda er henni va-
linn staður í miðopnu. Þar má
oftast finna þau skrif sem eru
stjórnendum blaðsins þóknanleg
og í anda ritstjóra jafnt sem að-
stoðarritstjóra.
Þankagangur greinarhöfundar
kemur dyggum lesendum blaðs-
ins heldur ekki á óvart. Þar er enn
og aftur boðuð kenningin um
blessun fælingarinnar. En fæling
er fólgin í því að auka vígbúnað
sem mest má verða. Sé bara til
nógu mikið af nógu kröftugum
vopnum, þori enginn að fara í
stríð. Fæling gæti sem best verið
upphugsuð á auglýsingastofum
hergagnaframleiðenda.
Greinarhöfundur sér að sam-
komulag Gorbatsjovs og Reag-
ans um eyðingu meðaldrægra
kjarnaflauga er ekki í takt við
fælingar-hugsjónina. Það er því
kannski dálítið tvíeggjað af hon-
um að kalla það sigur fyrir Nató.
„Kjarni málsins er sá að vegna
bandarísku kjarorkuvopnanna
hafa stjórnvöld í ríkjum Vestur-
Evrópu getað leyft sér að tak-
marka framlög til varnarmála
sem eru almennt og yfirleitt ákaf-
lega óvinsæll málaflokkur í lýð-
ræðisríkjunum en ráðamenn
eystra þurfa litlar áhyggjur að
hafa af. Uppsetning flauganna
olli miklum deilum en óhœtt er að
fullyrða að þær verða engu minni
er tekið verður að ræða stóraukin
framlög til varnarmála til að
treysta hinn hefðbundna herafla
sem er óhjákvæmilegt í Ijósi yfir-
burða Varsjárbandalagsríkjanna
á þessu sviði. Þannig er hugsan-
legt að afvopnunarsáttmálinn
komi til með að raska stöðugleika
ístjórnmálum í Vestur-Evrópu og
það verður vafalítið mjög erfitt að
ná fram nauðsynlegri hækkun
fjárframlaga í þessu skyni. “
Órökréttur
samningur
,Af þessu má leiða sterkustu rök-
semdina gegn Washington-
samningnum. Hann er einfald-
lega órökréttur þar sem tilgangur
kjarnorkuherafla beggja risaveld-
anna er sá að afstýra stríði með
hefðbundnum vopnabúnaði í
krafti hótunar um enn meiri eyði-
leggingu og dauða. Á þessu hvílir
fælingarstefnan. “
Þá vitum við það. Þær björtu
vonir, sem kviknuðu á sögu-
legum samningafundum vestur í
Washington nú í haust, eru þá
eftir allt saman einber villuljós.
Það er ekki nóg með að samning-
ar um eyðingu meðaldrægra
kjarnorkuflauga séu í rauninni
gagnslausir, þeir eru stórhættu-
legir og til þess eins fallnir að
auka ófriðarhættuna í heiminum.
Samkvæmt heimssýn greinar-
höfundar er því allt tal um af-
vopnun af hinu illa. Hugmyndir
um hlutleysi og friðlýsingu ák-
veðinna ríkja og svæða eru að
sjálfsögðu stórhættulegar skoð-
aðar í ljósi þess varanlega friðar
sem fælingin er ein fær um veita
mannkyninu.
Höfundur Morgunblaðsgrein-
arinnar hefur að sjálfsögðu kom-
ið auga á að Múrmansk-ræða
Gorbatsjovs í fyrrahaust var
djöfullegt áróðursbragð og hafði
þann eina tilgang að kynda undir
frekari ófriði.
J Ijósi þessa verður ekki betur
séð en að tillaga Sovétstjórnarinn-
ar um takmarkanir hernaðarum-
svifa á norðurslóðum sé áróð-
ursbragð og liður í þrotlausri við-
leitni þeirra til að þrýsta NA TÓ-
ríkjunum á Norðurlöndum í átt til
hlutleysis. “
Nei, hlutleysi er orð sem vér
fælingar- og friðarsinnar viljum
sem sjaldnast þurfa að heyra.
ÓP
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Möröur Ámason, Ottar Proppé.
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaöamenn: Guðmundur Rúnar Hreiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir
(íþr.), Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður
Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ólafurGíslason,
Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.),
Sœvar Guðbjömsson.
Handrita- og prófarfcalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndlr: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitatelfcnarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason, Margrét
Magnúsdóttir.
Framfcvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Skrifatofu8tjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrlfatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýslngar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, SigríðurKristjánsdóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiöslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Útbrelðsla: G. MargrétÓskarsdóttir.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson.
Utkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýaingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
’Verðílaúsasölu:55kr.
Helgarblöð: 65 kr.
A8kriftarverð á mánuði: 600 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. febrúar 1988