Þjóðviljinn - 05.02.1988, Qupperneq 6
ALÞÝÐUBANDALAGK)
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Bæjarmálaráð
Fundur í bæjarmálaráöi, laugardaginn 6. febrúar kl, 10-12 í Skálanum,
Strandgötu 41.
1) Umræða um stöðu bæjarmála og helstu verkefni framundan.
2) Undirbúningur fyrir afmælishátíð, blaðaútgáfa og fleira.
Félagar eru hvattir til að mæta stundvíslega. Formaður
Alþýðubandalagið
Byggðamenn Alþýðubandalagsins
Boðað er til þings sveitarstjórnarmanna í Þinghóli í Kópavogi 6. og 7.
febrúar nk. Fundurinn hefst kl. 13.00 þann 6. febrúar og er takmarkið að
honum Ijúki síðdegis á sunnudeginum.
Eftirtaldir málaflokkar verða teknir til umræðu:
1) Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga.
2) Hugmyndir Alþýðubandalagsins um breytingar í stjórnkerfinu.
3) Starf Byggðamanna næstu misseri.
Sveitarstjórnarmenn og aðrir áhugamenn innan Alþýðubandalagsins um
sveitarstjórnarmál eru beðnir að láta vita sem fyrst um þátttöku á skrifstofu
AB, Hverfisgötu 105. Stjórnln
Alþýðubandalagið Kópavogi
Morgunkaffi ABK
Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi og Unnur Björnsdóttir fulltrúi í Tóm-
stundaráði verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, laugar-
daginn 6.I febrúar frá kl. 10-12.
Allir velkomnir. Stjórnln
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Spilakvöld
næstkomandi þriðjudagskvöld 9. febrúar kl. 20.00
að Hverfisgötu 105.
Gestur kvöldsins:
Kristín Á. Ólafsdóttir segir frá fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar.
ABR
Alþýðubandalagið Kópavogi
Spilakvöld í Kópavogi
Efnt verður til þriggja kvölda spilakeppni í Þinghóli, Hamraborg 11.
Spilað verður annan hvern mánudag, 8. og 22. febrúar og 7. mars.
Byrjað verður að spila öll kvöldin kl. 20.30. Góð kvöld- og heildarverðlaun í
boði.
Mætið tímanlega. Allir velkomnir. Stjórn ABK
Sumarnámskeið
íuppeldis-
og kennslufræðum til
kennsluréttinda við félags-
vísindadeild Háskóla ís-
lands
Auk reglulegs vetrarnáms er unnt að stunda nám
í uppeldis- og kennslufræðum að hluta að sumar-
lagi. Sumarið 1988 verða eftirtalin námskeið
kennd:
Hagnýt kennslufræði (5 ein.) 30. maí til 15. júní.
Próf 23. júní.
Mat og skólastarf (3 ein.) 29. júní til 12. júlí. Próf
20. júlí.
Hluti námskeiðsins Kennsla, þ.e. námskeið í
nýsitækni 24., 27. og 28. júní; dæmikennsla sem
er 16 stunda námskeið; tvær vettvangsferðir;
undirbúningur og skipulag æfingakennslu.
Nám þetta er ætlað þeim sem þegar hafa lokið
háskólaprófi eða eru í háskólanámi. Nám-
skeiðaskráning fer fram í nemendaskrá há-
skólans 11. til 15. apríl kl. 10-12 og 13-15. Skrá-
setning í háskólann fyrir þá sem ekki eru þegar
skráðir fer fram sömu daga í aðalskrifstofu há-
skólans og þar fást umsóknareyðublöð (skrán-
ingargjald fyrir þá er kl. 1.900.-).
Þeim sem þegar hafa lokið hluta af náminu í
uppeldis- og kennslufræðum, en eiga ofannefnd
námskeið eftir, skal bent á að næsta haust verður
náminu breytt talsvert og því hentugra fyrir þá
aðila að Ijúka náminu áður en þær breytingar
ganga í garð.
Umsókn um vist á stúdentagarði þarf að berast
Félagsstofnun stúdenta fyrir 10. maí.
Nánari upplýsingar veitir Gerður G. Óskarsdóttir
kennslustjóri, viðtalstími fimmtudaga kl. 16 til 17 í
síma 694541, skilaboð tekin í síma 694502.
Háskóli íslands
Félagsvísindadeild
________________________þjóðmál______________________________
Barnalög
Deilt um sameiginlega fbrsjá
Frumvarp um sameiginlegaforsjáfráskilinnaforeldra yfir barni.
Kvennalistinn telurfrumvarpið varhugavert. Guðrún Helgadóttir:
Stórt skref í átt til jafnréttis
Kvennalistinn telur varhuga-
vert að sameiginleg forsjá fráskil-
inna foreldra yfir barni verði lög-
fest. Þetta kom fram i máli Kri-
stínar Einarsdóttur í umræðu um
stjórnarfrumvarp um ný barna-
lög, en meginbreytingin sem lagt
er til að gerð verði á barnalögun-
um er sú að foreldrar geti samið
um sameiginlega forsjá yfir barni
eftir skilnað.
Það var Jón Sigurðsson,
dómsmálaráðherra, sem mælti
fyrir lögunum. Sagði hann að
með lögunum væri verið að lög-
festa gildandi fyrirkomuiag, en
nokkuð er um að foreldrar hafi
komist að samkomulagi um að
hafa sameiginlega forsjá með
barni eftir skilnað. Hinsvegar
heimilar frumvarpið ekki að
dómstólar úrskurði sameiginlega
forsjá yfir barni, þannig að fullt
samkomulag þarf að vera um
þetta til að slíkt samkomulag geti
náðst. Sagði Jón að samkvæmt
núverandi lögum skorti á réttar-
öryggi fyrir barnið ef eitthvað
færi úrskeiðis hjá foreldrum sem
hafa ákveðið að hafa sameigin-
lega forsjá yfir barninu.
Kristín Einarsdóttir sagðist
ekki sjá neitt í núgildandi lögum
sem banni sameiginlega forsjá
barns og taldi varhugavert ef það
ætti að skipta forsjá þannig að
barnið væri þrjá mánuði í einu
MINNING
Halldór Kr. Kristjánsson
Fœddur26.2.1915-Dáinn 25.1.1988
færi bað hann mig að hirða
nokkra kassa hjá sér, var þar
saman komið íslenskt fornbréfa-
safn. Þegar ég í þakkarskyni
færði honum rímur af Ólöfu ríku
upp úr frægum skriftamálum
Fornbréfasafnsins setti hann mig
fyrir framan gripi sína og bað mig
velja.
Ættfræði átti löngum hug hans
og á liðnu ári lagði hann síðustu
hönd á mikið ritverk, Ormsætt,
sem nú bíður útgáfu. Á bak við
það liggja áratuga rannsóknir og
ferðalög. Hvort sem hann smíð-
aði í tré eða silfur, gerði við vélar,
skrifaði ættfræði eða ræktaði
kartöflur, þá var allt hans verk
markað fágætri vandvirkni og
alúð.
Fyrir einu og hálfu ári dvaldi
hann með okkur feðgum vestur í
Hvammssveit nokkra daga í byrj-
un júlí. Á milli þess sem við vitj-
uðum um silunganet var spjallað
um Njálu og íslandsklukkuna og
hjalað misvirðulega um kristin-
dóm og kirkju en í því spursmáli
tók frændi minn jafnan þór-
bergska afstöðu þrátt fyrir kiljön-
skuna. Einn morguninn fórum
viö að vitja um á fimmta tímanum
og vorum komnir heim undir sjö.
Þá glampaði morgunsólin á Sæl-
ingsdalinn, Laugafjall og Hóla og
enginn kominn á fætur nema má-
vurinn sem tekið hafði sér búsetu
á hól handan Leysingjastaða-
árinnar. Þegar gert hafði verið að
aflanum dró frændi minn upp
þrjú staup og koníakspeia. Faðir
minn bað okkur að hafa sig afsak-
aðan, en við stóðum eftir og skál-
uðum fyrir Guðrúnu, Kjartani og
Bolla eða kannski bara Hvamms-
sveitinni að fornu og nýju. í birtu
þessa morguns geymist mér
minning hans.
Tómas R. Einarsson
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. febrúar 1988
Ein fyrsta bernskuminning mín
tengist föðurbróður mínum Hall-
dóri Kr. Kristjánssyni, nú ný-
gengnum. Hann stendur á bak
við sýningarvél í kennslustofunni
sem fyrrum var áföst hinni gömlu
sundlaug Dalamanna á Laugum
og er að sýna kvikmynd. Trúlega
hefur hún verið tekin á suðlægari
breiddargráðum því skyndilega
var varpað á vegginn ávöxtum af
öllum mögulegum gerðum, þar á
meðal eplum og appelsínum sem
þá tengdust meira jólahaldi en
matseðli hins rúmhelga dags.
Eins og á öllum kvikmyndasýn-
ingum sátu börnin fremst og er
ekki að orðlengja það að við vor-
um amk. þrír sem stukkum á
vegginn.
Þetta var seint á sjötta áratugn-
um og frændi minn var þá í ferð-
um fyrir Vélasjóð, sýndi fræðslu-
myndir um meðferð búvéla og
leiðbeindi á því sviði. Stundum
kom hann við á æskuslóðum sín-
um í Hvammssveitinni. Úr þeim
heimsóknum man ég fátt, en
þeim mun lengur hefur lifað með
mér sá sérstaki andblær sem þeim
tengist og var meira í ætt við
Söngva förumannsins en Óð ein-
yrkjans.
„Fram, öreigalýður, þú hefur
engu að tapa, nema þeim hlekkj-
um, sem þú berð. En þú hefur
allan heiminn að vinna“. Þetta
stendur skrifað nettri rithönd
föðurbróður míns á gamla söng-
bók sem Karlakór Verkamanna
gaf út 1936. Þessi lokaorð
Kommúnistaávarpsins kveiktu í
ungu fólki á fjórða áratugnum og
frændi minn var í þeim hópi eins
og vænta mátti um greindan
sveitapilt nýkominn á mölina.
Sýslungar hans Steinn Steinarr og
Jóhannes úr Kötlum voru báðir
orðnir róttækir og bækur Hall-
dórs Kiljans evangelíum þess
tíma. Sannfæringin kostaði líka
sitt. Þegar Halldór Kr. hafði ver-
ið nokkra mánuði við nám í Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni kvað
skólastjóri hans upp þann dóm að
kommúnistar ættu ekki heima í
svona skóla. Að komast í héraðs-
skóla var nokkuð góður happ-
drættisvinningur á fjórða árat-
ugnum, en menn áttu líka sitt
stolt og lauk þar með skólagöngu
frænda míns.
Eftir að okkar kynni hófust síð-
ar eyddi hann öllum tilraunum
mínum til að fá að fræðast um
þetta tímabil þegar fölskvalausar
hugsjónir lágu enn á lausu - í
hverju úngu íslensku brjósti ríkir
yndislegur grunur þess að mikð
sé í vændum (HKL). í staðinn
bað hann mig að heimsækja sig á
smíðaverkstæðið sitt í kjallaran-
um og þýða fyrir sig ræður ít-
alskra radíóamatöra sem hann
hlustaði á meðan hann skar út
aska, könnur, spóna og rúmfjal-
ir. Og stakk að mér langspili fyrir
þægilegheitin. Við annað tæki-
hjá sínhvoru foreldri. Þá taldi
hún frumvarpið vera misskilda
jafnréttisbaráttu. Ábyrgð á barni
væri ætíð hjá móður þess.
Guðrún Helgadóttir mótmælti
því að móðirin bæri höfuðábyrgð
á barninu og sagði að hér á landi
hefði tíðkast það siðleysi að móð-
irin sæi um uppeldið en faðirin
borgaði meðlagið og sá aðili sem
liði helst fyrir það væri barnið.
Sagði hún að þetta frumvarp væri
eitt af fáum raunverulegum
skrefum í jafnréttisátt á milli
karla og kvenna. Hinsvegar sagði
Guðrún að frumvarpið kallaði á
aukna foreldraráðgjöf, auk þess
sem mikilvægt væri að Alþingi
samþykkti nú frumvarp hennar
um umboðsmann barna. Einnig
væri mikilvægt að efla barna-
verndarnefndir og barnavern-
darráð. Hún tók svo undir það
sjónarmið Kristínar að best væri
að barnið byggi á einum stað,
enda sé ekki gert ráð fyrir öðru
þó foreldrar hafi sameiginleg
forráð með barninu.
Ragnhildur Helgadóttir /ýsti
yfir stuðningi við frumvarpið en
taldi að skoða þyrfti ákveðin at-
riði betur, einsog hvað gerist þeg-
ar foreldrar fara í sambúð með
þriðja aðila. Einsog aðrir sem
tóku til máls taldi hún megin-
atriði að auka öryggi barna.
Friðjón Þórðarson sagði þetta
gott mál en mó :tmælti ummælum
Kristínar Einarsdóttur um að
þjóðfélagið væri fjandsamlegt
börnum. Kristín Halldórsdóttir
vakti þá athygli á því að eingöngu
konur hefðu tekið þátt í umræð-
unni fyrir utan dómsmálaráð-
herra og Friðjón, sem hefði
hlaupið í vöm fyrir þjóðfélagið.