Þjóðviljinn - 05.02.1988, Síða 10
UM HELGINA
Sovóskar skammdrægar eldflaugar af Scud-gerð.
Framhald af bls. 9
þátt í umræðum í heilan dag átt-
um við kvöldstund með æðstu
hernaðarfulltrúunum við samn-
ingaviðræðurnar. Ég lagði þá
fram eftirfarandi spurningu: ef
ykkur væri falið að móta sam-
komulag út frá skilgreiningunni á
sameiginlegu öryggi, gætuð þið
þá gert slík samkomulagsdrög?
Bandaríski, rússneski, austur-
þýski og vesturþýski og hinir yfir-
mennirnir hvísluðust fyrst á en
sögðu svo: já, það getum við.
Ég spurði þá áfram: hvað
myndi það taka langan tíma? Þeir
stungu aftur saman nefjum og
sögðu síðan: sex eða átta vikur.
f>á spurði ég: hvers vegna gerið
þið ekki slíkt samningsuppkast?
Og svarið var: enginn hefur falið
okkur að gera það. Þetta sýnir
okkur að herforingjarnir, sem
ráða yfir vopnunum, vita oft bet-
ur en sendifulltrúarnir hvað hægt
er að gera með þau. Þeir þekkja
líka eigin áhyggjur af mögulegri
árásargetu andstæðingsins.
Sp.:Þegarþéráttuð í viðrœðum
við sovésk stjórnvöld á áttunda
áratugnum um milliríkjamál
bjuggust þér þá við að samið
yrði við Moskvu um alþjóðlegt
vopnaeftirlit, vopwkerfi og
hernaðarstefnu á níunda ára-
tugnum?
Bahr: f hreinskilni sagt nei. Ég
batt vonir mínar hins vegar við
þróun í anda heilbrigðrar skyn-
semi innan marka kerfisins. En
það hugrekki og sú samkvæmni
sem nýi maðurinn í forystu So-
vétríkjanna hefur sýnt er ekki
bara aðdáunarverð. Mér finnst
hún stórbrotin.
Sp.: Og hvernig lítur það út í
augum bandamanna okkar?
Pentagon hefur nýverið sent
frá sér skýrslu, þar sem mikið
er rœtt um hernaðarlega sókn-
armöguleika ístríði, en lítið um
afvopnun.
Bahr: Þetta er pappírsgagn, en
engin samþykkt stefnuyfirlýsing
Bandaríkjanna, - og mun von-
andi aldrei verða það. Ég verð að
vekja athygli á einum hlut:
Skýrsla þessi er hugsuð í sam-
ræmi við hugsanagang 19. aldar-
innar í einu og öllu, þar sem
gengið er út frá hugtökunum vin-
ur og óvinur og út frá þeim sjón-
arhóli að hægt sé að hefja stríð og
vinna það. Það er ekki í samræmi
við það sem Reagan og Gorbat-
sjov hafa unnið sín á milli. Hins
vegar endurspeglar þetta hefð í
hugsun, sem alltaf hefur verið til
staðar í Bandaríkjunum. Banda-
ríkjamenn þjást af þeirri martröð
að land þeirra komst í fyrsta sinn í
hættu eftir að Sovétríkin eignuð-
ust langdræg kjarnorkuvopn.
Sp.: En höfundar skýrslunnar
eru engu að síður menn á borð
við Fred Iklé, ritara varnar-
málaráðuneytisins, Kissinger,
fyrrverandi utanríkisráðherra
„Vígvægingaráform Pentagonskýrslunnar myndu
þýöa upplausn NATO í núverandi mynd, því ekki
er lengur neinn stuðningur fyrir slíkri stefnu í
Evrópu.“
og Brzezinski, fyrrverandi ör-
yggisráðgjafa.
Bahr: Ef þetta yrði stefnan - sem
ég vona að gerist ekki - þýddi það
endalok þeirrar hernaðarstefnu
sem kölluð hefur verið „flexible
response" (breytileg viðbrögð).
Það harma ég í sjálfu sér alls ekki.
Við hófum jú umræðuna um
hernaðarstefnuna. Hvers vegna
ættu Bandaríkin ekki að taka þátt
í henni út frá sínum hagsmunum
eða sínum meintu hagsmunum?
En ef þeim hugmyndum sem hér
um ræðir yrði hleypt í fram-
kvæmd, þá þýddi það einfaldlega
endalok NATO í núverandi
mynd.
Sp.: Veldur það yður ekki ótta
að Bandaríkjamenn skuli vilja
snúa aftur til herskás hernað-
arlegs hugsunarháttar, á með-
an Sovétmenn einblína á það
sem kalla mœtti varnarhugsun-
arhátt?
Bahr: Ég er ekki hræðslugjarn.
Þessi bandaríski pappír er í mín-
um augum einskis verður af
tvennum ástæðum: í fyrsta lagi
lýsir hann ekki raunveruleikan-
um. Það er ekki lengur hægt að
vinna stríð á tímum þar sem búið
er að tryggja gagnkvæma tortím-
ingu með kjarnorkuvopnum. í
öðru lagi hef ég enga trú á að hægt
verði að draga Evrópu inn í
stefnumótun sem byggð yrði á
þessum pappír. Bandaríkjamenn
ættu sér enga bandamenn í
Evrópu fyrir slíkri hemaðar-
stefnu.
Sp.: Herra Bahr, við þökkum
yðurfyrir þetta samtal.
-Lauslega þýtt af ólg.
MYNDLISTIN
Alþýðubankinn á Akureyri.
Kynning á verkum Aðalsteins
Svans Sigfússonar. Sýningin
er í útibúi Alþýðubankans á
Akureyri, Skipagötu 14, og á
henni eru 6 verk unnin í olíu á
striga. Henni Iýkur26. febrú-
ar.
Ásgrímssafn, Bergstaða-
stræti 74, eropiðsunnudaga,
þriðjudaga, fimmtudaga og
laugardaga á milli kl. 13:30 og
16:00.
Bókasafn Kópavogs. Mál-
verkasýning Þórhalls Filipp-
ussonar er opin frá kl. 9:00 til
21:00 virka daga, 11:00-
14:00 á laugardögum, og
stendurtil 16.febrúar.
Gallerí Borg, Pósthússtræti
9. Harpa Björnsdóttir sýnir
einþrykk og önnur verk, unnin
meö blandaðri tækni á pappír.
Sýningin er opin virka daga kl.
10:00-18:00, um helgar kl.
14:00-18:00, ogstendurtil 16.
febrúar.
Gallerí Grjót, Skólavörðustíg
4 A. Gesturog Rúna hafa
bæst í hópinn og eru í for-
grunni samsýningarinnar
sem er opin alla virka daga á
milli kl.12:00 og 18:00
Gallerí Svartá hvítu, opnar
12. febrúar í nýjum húsakynn-
um, Laufásvegi 17 (bakvið
Listasafnið).
Kjarvalsstaðir. Sýning
sjálfsmynda eftir íslenska
myndlistarmenn.Ásýning-
unni er stiklað í gegnum Is-
lenska myndlistarsögu frá 19.
öld fram á okkar dag. Sýning-
in er opin daglega á milli
kl. 14:00 og 22:00 og stendur
til 14. febrúar.
Húsgögn og hönnun 1988,
sýning félags húsgagna- og
innréttingaframleiðenda,
stendurtil 14.febrúar.
Listasafn ASÍ, Grensásvegi
16. Vinna og mannlíf. Með
sýningunni vill Listasafn ASÍ
kynna nokkur af þeim verkum
sem safnið hefureignast
gegnumtíðina. Sýninginer
opin daglega kl. 16:00-20:00
virka daga, og kl. 14:00- 20:00
um helgar. Aðgangur er
ókeypis og heitt á könnunni.
Sýningin stendurtil 28. febrú-
ar.
Listasaf n Einars Jóns-
sonar, er opið laugardaga og
sunnudagakl. 13:30-16:00.
Höggmyndagarðurinn er op-
innalladaga kl. 11:00-17:00.
Listasafn íslands, Fríkirkju-
vegi 7. Aldarspegill, sýning ís-
lenskrar myndlistar í eigu
safnsins. Listasafniðeropið
alla daga nema mánudaga á
milli kl. 11:30 og 16:30 og er
kaffistofa hússins opin á
sama tíma. Aðgangur er
ókeypis.
Mokka. James Francis Kwi-
ecinski sýnir verk unnin í olíu,
guass, vatnsliti og steinprent.
Sýningin stendur í þrjár vikur.
Norræna húsið. Kjallari:
TumiMagnússon sýnirolíu-
málverk. Sýningin er opin
daglega kl.14:00-19:00 og
stendurtil 14. febrúar.
Anddyri: Sýning á grafíkverk-
um Sænska listamannsins
Lennart Iverus opnar á morg-
un kl. 15:00. Lennart Iverus
stundaði myndlistarnám við
Konsthögskolan í Stokkhólmi
1957-62 og síðan í París og
London. Hann hefurdvalið
lengi á Ítalíu við myndlistar-
störf og hefur sótt þangað
hugmyndir að myndum sín-
um. Sýningin verðuropin
daglega fram til 28. febrúar.
Nýlistasafnið vA/atnsstíg.
Ingólfur Arnarsson sýnir lág-
myndirog teikningar. Einnig
er til sýnis bókin „tvær bækur“
sem gerð er í samvinnu við
Eggert Pétursson og gefin er
út af Hong Kong Press í
Gautaborg. Sýningin eropin
virkadagafrá kl. 16:00-20:00
og 14:00- 20:00 umhelgar.
Henni lýkur 14. febrúar.
Á efri hæð Nýlistasafnsins er
sýning fjögurra erlendra lista-
manna. Alan Johnston, Franz
Graf, Jussi Kivi og Wolfgang
Stengl sýna málverk,
teikningarog rýmisverk. Sýn-
ingineropin kl. 16:00-20:00
virkadaga, kl.14:00-20:00 um
helgarog stendurtil 14.febrú-
ar.
Slúnkaríki, ísafirði. Birgir
Andrésson heldursýningu á
myndverkum sínum á. Sýn-
ingin verður opin í mánuð, á
auglýstumopnunartíma sýn-
ingarsalsins.
LEIKLISTIN
Alþýðuleikhúsið. Eins konar
Alaska og Kveðjuskál, í Hlað-
varpanum í kvöld kl.20:30,
sunnudag 7. og mánudag 8.
febrúarkl. 20:30. Miðasala
allan sólarhringinn í síma
15185.
Ás-leikhúsið. Farðu ekki, á
Galdraloftinu, 2. sýning laug-
ardag 6. kl. 20:30,3. sýning
sunnudag 7. febrúar kl. 16:00,
3. sýning mánudag 8. kl.
20:30. Miðapantanirísíma
24650 allan sólarhringinn.
Egg-leikhúsið. Á sama stað,
hádegisleikhús á veitinga-
húsinu Mandaríninn við
Tryggvagötu. Sýning laugar-
dag 6. febrúar kl. 13:00. Mið-
apantanir á Mandarínanum i
síma 23950.
íslenska óperan. Barna-
söngleikurinn Búum til óperu /
Litli sótarinn. Fyrstu sýningar í
Reykjavík á morgun, laugar-
dag kl. 14:00 og 17:00.
Leikfélag Akureyrar. Næst
síðasta sýningarhelgi Pilts og
stúlku, söngleiks byggðum á
skáldsögu Jóns Thoroddsen.
í kvöld kl.20:30, laugardag 6.
febrúar kl.20:30, og sunnu-
dag 7. kl. 16:00.
Leikfélag Reykjavíkur.
Algjört rugl, í Iðnó, í kvöld
kl.20:30.
Dagurvonar, ílðnó, laugar-
dagkl. 20:00.
Djöflaeyjan, í skemmunni, í
kvöld kl. kl. 20:00, sunnudag
7.febrúarkl.20:00.
Hremming, ílðnó, sunnudag
kl. 20:30.
Síldin er komin, í skemmunni,
í kvöld kl. 20:00. Sunnudag 7.
febrúarkl. 20:00.
Þjóðleikhúsið.
Bílaverkstæði Badda, á morg-
un kl. 16:00, sunnudag 7.
kl.16.00.
Vesalingarnir, íkvöld kl.
20:00, laugardag 6. og
sunnudag 7.febrúar kl. 20.00.
TÓNLIST
Bústaðakirkja. Kammersveit
Reykjavíkur heldur3. tónleika
starfsársins 1987-1988,
sunnudaginn 7. febrúarkl.
17:00. Á efnisskránni eru tvö
tónverk eftir Max Bruch, tríó
fyrir klarinett, lágfiðlu og píanó
og Septett í Es-dúr fyrir klarin-
ett, horn, fagott, tværfiðlur,
sellóog kontrabassa. Einnig
verðurfluttur Canticle II eftir
Benjamin Britten, fyrirkontra-
tenór, tenór og píanó. Flyt-
jendureru Einar Jóhannes-
son, Helga Þórarinsdóttir,