Þjóðviljinn - 07.02.1988, Blaðsíða 3
Narcíssos á uDDlei
Hann er sjálfhverfur og sund-
urgerðarlegur með þung-
lyndislegt augnatillit, tilfinn-
ingasamur, holdgrannuren
með nautnalegar varir og
horfir ekki á umheiminn nema
til þess að láta hann dást að
sér. Hann hefur engan áhuga
ástjórnmálumeðatrúmálum,
og það eina sem hann finnur
spennandi við konur er til-
hugsunin um að þærdái sig.
Hann getur verið tillitslaus og
er á uppleið í þjóðfélagi vax-
andi misréttis og frjálshyggju,
en lifir þó undir niðri í nagandi
óvissu um stöðu sína og
sjálfsímynd.
Hann birtist æ oftar í auglýs-
ingum fjölmiðlanna sem ímynd
hins eftirsóknarverða lífs, hann
er í tísku á meðal uppanna og
auglýsingastofurnar nota hann til
þess að selja föt og bfla og annað
það sem menn berast á með í líf-
inu. Hann er eftirsótt sjónvarps-
efni, spilar í lottóinu og stundar
valda skemmtistaði og í næstu
viku mun hann koma fram í feg-
urðarsamkeppni karla á Akur-
eyri og keppa um titilinn Herra
ísland. Hann heitir Narcissos og
á rætur sínar að rekja allt aftur í
foma gríska goðafræði.
Goðsagan unn
Narcissos
Narcissos var undurfríður
sveinn sem Ovidíus segir að hafi
verið elskaður og dáður af dísinni
Ekkó, sem kennd er við bergmál-
ið. Narcissos svaraði ástum henn-
ar engu, enda var hann haldinn
þeirri bölvun að vera ástfanginn
af eigin ímynd. Örlög Ekkó vom
þó ekki síður meinleg því henni
var meinað að svara orðum ann-
arra öðmvísi en að endurtaka síð-
ustu hljómana úr því sem til
hennar var talað.
Þegar Narcissos uppgötvaði
eigin ímynd í silfurtærri lind varð
hann svo bergnuminn að hann
gat ekki slitið sig frá spegilmynd
sinni, en veslaðist upp og dó.
Upp af líkamsleifum hans spratt
lilja sú sem við hann er kennd,
páskaliljan. Örlög Ekkó urðu
hins vegar þau að hún settist að í
helli, harmi slegin yfir örlögum
Narcissosar sem hún elskaði, og
veslaðist þar upp í ástarsorg.
Harmagrátur hennar heyrist enn,
hvar sem bergmálið ómar.
Narcissos í
tíöarandanum
Það fer ekkert á milli mála:
Narcissosamir eru á uppleið, allt
í kringum okkur. Það er hluti af
tíðarandanum, þessum guðlausu
tímum þar sem sjálfsímyndin
verður viðfang tiíbeiðslunnar
eftir að aðrir guðir hafa bmgðist:
byltingin, marxisminn, Hari-
Kristna og hvað þeir nú hétu allir
blómaguðimir sem komu í kjöl-
far maí-byltingarinnar 1968, að
ógleymdum sjálfum Kristi.
Narcissisminn er reyndar eins
gamall meðal mannanna og
mannkynið sjálft, en það sem er
merkilegt við okkar tíma er að
hann er kominn í tísku. Og þessi
tíska er ein af aukaafurðum ný-
frjálshyggjunnar: menn eiga að
vera ófeinmnir við að berast á og
sýna það sem þeir eiga, menn
eiga að vera góðir við sjálfa sig og
njóta þess að vera í sviðsljósinu.
Menn eiga að láta aðra elska sig
og dá eins og Narcissos, og megi
allt jafnréttiskjaftæði fara til
fjandans! Þetta er bara ævintýra-
þrá, sögðu sætu strákarnir í sund-
lauginni á Akureyri í sjónvarpinu
um daginn, þar sem þeir vom að
búa sig undir fejgurðarsamkeppn-
ina. Ogsvo er Utsýnarferðíboði.
Það eina spennandi við lífið er að
láta aðra dást að þessari dásam-
legu sjálfsímynd, rétt eins og dís-
in Ekkó gerði forðum daga.
Narcissisminn og
68-kynslóðin
Fyrir tuttugu árum gerði unga
fóikið á Vesturlöndum uppreisn
gegn sjálfumgleði foreldranna.
Það var ekki lengur í tísku að ber-
ast á með auð sinn og unga fólkið
gekk í trosnuðum gallabuxum og
peysu og gaf skít í stöðutákn for-
eldranna. Marxisminn komst í
tísku, jafnréttið og pólitíkin og
menn töluðu jafnvel um blessun
fátæktarinnar í anda heilags
Frans af Assisi. Sextíuogátta-
byltingin bar keim af þeim
meinlætabylgjum og algildu
jafnréttiskröfum, sem reglulega
hafa gengið í gegnum kirkjusög-
una, til dæmis hjá Fransiskusar-
og Dominíkanamúnkunum, eins
og frá segir í frægri skáldsögu
Umberto Eco, Nafni Rósarinnar.
Ekkert sýndi betur skyidleika
marxismans við þann kristna
menningararf, sem við erum
sprottin af.
Ekkert var fjær ungum strák-
um á þessum tíma en að fara í
fegurðarsamkeppni um titilinn
herra ísland með Útsýnarferð í
verðlaun. Það var jafnvel gert
hróp að fegurðarsamkeppnum
kvenna og kvígur leiddar á svæð-
ið til þess að hafa að spotti þær
saklausu stúlkur sem þar sýndu
lokka sína og limi. En nú er öldin
önnur! íslenskar fegurðardísir
bera hróður íslands út um allar
jarðir athugasemdalaust, og nú
er komið að körlunum að sýna
hvað í þeim býr!
Narcissismi 68-kynsIóðarinnar
var falinn í öðrum myndum.
Hann birtist gjarnan sem hóp-
narcissismi lítilla sértrúarhópa
um hina einu sönnu kenningu
sem gerði alla borgaralega þvælu
og endurskoðunarstefnu að
gjalti.
Freud um
narcissisma
Það var sálfræðingurinn Sig-
mund Freud sem fyrstur manna
gerði fræðilega skilgreiningu á
fyrirbærinu narcissisma sem sjúk-
dómi. Freud sagði að narcissismi
væri ungabömum eðlilegur, þar
sem þau upplifi umheiminn ein-
göngu á eigingjarnan og sjálf-
hverfan hátt eftir því hvernig
hann verki á þau sjálf. Hins vegar
taldi Freud að fyrirbærið væri al-
varlegur sjúkdómur, þegar hans
yrði vart hjá fullvöxnu fólki.
Samkvæmt þeirri skilgreiningu
upplifir narcissistinn aðeins einn
veruleika, þann sem bundinn er
hans eigin tilfinningum, hugsun-
um og þörfum. Hann getur ekki
upplifað umheiminn hlutlægt
eins og að hann hafi sjálfstæða
tilvist og eigin þarfir, og honum
er nánast fyrirmunað að setja sig
inn í tilfinningalíf annarra. Og
þegar fyrirbærið er komið á hátt
stig birtist það í hreinni geðveiki,
segir Freud.
Fromm um
narcissisma
Annar sálfræðingur, Erich
Fromm, hefur víða fjallað um
fyrirbærið í bókum sínum.
Fromm segir að narcissisminn sé
andhverfa hlutlægninnar,
skynseminnar og kærleikans.
Fromm viidi greina narcissis-
mann frá libido-kenningu Freud,
og sagði að fyrirbærið væri fyrst
og fremst áhugavert sem eitt
megineinkenni taugaveiklunar,
sem algeng er meðal fólks sem í
daglegu tali er talið heilbrigt.
Fromm segir að narcissistinn öð-
list oft öryggistilfinningu í sínum
sjálfhverfa og lokaða heimi þar
sem fullkomnun eigin ímyndar er
yfir allt annað hafið, án þess að sú
fullkomnun byggist þó á nokkru
raunverulegu framlagi sem geti
réttlætt hana fyrir öðrum.
Fromm segir að þessu fólki verði
það lífsnauðsyn að viðhalda
ímynd sinni, og því geti það orðið
mjög árásargjarnt þegar það finni
að henni vegið.
Fromm segir einnig að margir
séu sér ómeðvitaðir um þessa ár-
áttu sína, og að það sé einnig al-
gengt að menn yfirfæri sjálfsím-
yndina yfir á sína nánustu, til
dæmis foreldra eða börn, sem eru
þá líka þau stórkostlegustu í
öllum heimi. Fromm hefur einnig
skilgreint fyrirbærið hópnarciss-
isma, og myndi sú skilgreining
ekki vera fjarri því að lýsa þeirri
sefasýki sem virðist hafa gripið
um sig meðal zíonista á herteknu
svæðunum í ísrael á undanförn-
um mánuðum. Það er að segja sú
bjargvissa trú að tilheyra útval-
inni þjóð sem sé ætlað að drottna
yfir öðrum.
Atvinnusjúkdómur
stjómmólamanna
Fromm segir að narcissisminn
sé afar algengur meðal
stjórnmálaforingja, svo að nán-
ast megi kalla það atvinnusjúk-
dóm, sérstaklega meðal þeirra
sem eiga völd sín að þakka ræðu-
snilld og framkomu í fjölmiðlum.
Ef leiðtoginn er sannfærður um
eigin snilligáfu og yfirburði á
hann oft auðveldara með að ná
fjöldanum á sitt band, því fjöld-
inn vill leiðtoga sem eru vissir í
sinni sök, segir Fromm. En, held-
ur hann áfram, hinn narcissíski
leiðtogi notar persónutöfra sína
ekki bara í þágu pólitískra vin-
sælda, hann þarf á velgengninni
að halda til þess að halda
jafnvægi á geðsmunum sínum.
Þannig segir Fromm að þeir sem
haldnir séu narcissisma á háu stigi
séu næstum dæmdir til þess að
verða frægir, því annars bíði
þeirra ekkert nema þunglyndi og
sturlun. Það þarf hins vegar
mikla hæfileika og góð tækifæri
til þess að hafa slík áhrif á fjöld-
ann að viðbrögð hans geti mætt
kröfum hins narcissíska draums.
Og slíkt fólk er knúið til þess að
leita stöðugt meiri frægðar, því
vinsældimar eru þessu fólki eins
konar heimatilbúið meðal gegn
þunglyndi og sturlun. Baráttan
fyrir velgengninni verður jafn-
framt baráttan fyrir andlegu
jafnvægi. í þessu sambandi er rétt
að hafa í huga að latnesku orðin
narkosa (lyfjarús) og narkoman-
ia (eiturlyfjafíkn) eru dregin af
nafni Narcissosar.
Það er nauðsynlegt að greina á
milli narcissisma sem sjúkdóms,
og narcissisma sem einkenni á’
tíðarandanum. Þótt sætu strák-
arnir á Akureyri leiki sér í Feg-
urðarsamkeppni til þess að fá lit
og krydd í tilveruna er ekki þar
með sagt að þeir séu haldnir ein-
hverjum sjúkdómi. Þeir eru hins
vegar angi af tíðarandanum þar
sem Narcissos er á uppleið sem
aldrei fyrr. -ólg
Sunnudagur 7. febrúar 1988: ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3