Þjóðviljinn - 07.02.1988, Blaðsíða 6
Hussein Shehadeh tekinn tali um hugarheim araba
ogvanda Palestínumanna
Islam og aftur íslam. Aldinn múslimi krýpur í helgidóminum og rýnir í Kóraninn. Ljósm.: Hussein Shehadeh.
„Hvervillendalaust blóðbað,
hatur og helvfti ó jörðu?“
Fyrirfáeinum dögum heim-
sótti okkur Palestínumaöur-
inn Hussein Shehadeh en
hann er búsettur í Danmörku.
Hann kom hingað I boði
Blaðamannafélags íslands
og flutti á miðvikudagskvöldið
prýðilegan fyrirlestur um lífs-
skoðun araba og málefni pal-
estínskra bræðra sinna I Nor-
ræna húsinu. Hann féllst góð-
fúslega á að ræða við blaða-
mann Þjóðviljans.
Hussein Shehadeh var í fyrstu
beðinn að gera grein fyrir þróun
siðmenningar í arabalaöndum,
„sambúð" aldagamalla íslamskra
siða og vestrænna áhrifa.
Íslameríöllum
hlutumogallirhlutir
ííslam
„Menn verða að gera sér grein
fyrir því að íslam tekur til allra
þátta samfélagsins, allrar breytni
manna sfn á milli, efnahagslífs og
dómskerfis ekki síður en fjöl-
skyldulífs og siðferðis. Brjóti ein-
staklingurinn trúarboð bitnar
það á fjölskyldunni eða ættbálk-
inum.
Á Vesturlöndum er einstakl-
ingshyggjan slík að séu tveir
menn ekki á eitt sáttir verður að
útkljá deiluna með lýðræðis-
legum hætti, helst í atkvæða-
greiðslu á þjóðþingi. Einstakling-
urinn er ábyrgur gerða sinna
gagnvart samfélaginu í heild.
Arabinn er ábyrgur gagnvart
fjölskyldu sinni eða ætt en telur
sig ekki að sama skapi þurfa að
standa samfélaginu skil gerða
sinna. Hann viðrar óskir sínar og
þrár í fjölskyldunni, léttir af sér
hugarangri, veitir og þiggur í hópi
ættmenna. Þeir eiga trúnað hans
og fórnfýsi en ekki óvanda-
bundnir ráðamenn ríkisins.
Meðal annars af þessum
sökum liggur það í augum uppi að
allskyns misskilningur sprettur
upp þegar menn af jafn ólíkum
uppruna eiga eitthvað saman að
sælda.
Arabar ástunda ekki nafla-
skoðun einsog Vesturlandabúar.
Örlagatrúin veitir þeim hugarró
og öryggi. Hér vestra er maður-
inn mælikvarði allra hluta og
hann reynir þar af leiðandi ætíð
að fara að boðinu: „þekktu sjálf-
an þig!“ Ástæða þess að menn
eru ávallt að reyna að brjóta til
mergjar orsök og tilgang eigin til-
veru á Vesturlöndum er skortur
slíkrar kjölfestu sem íslam er ara-
banum. Hafirðu trúna ertu ekki
knúinn til þess að eyða lunganum
úr hugarorku þinni í leit að sjálf-
um þér.
Þegar arabi vaknar úrillur á
hvunndagsmorgni, rís á fætur og
vafrar að veggspeglinum, klórar
hann sér að ofan og neðan og
segir: „Lofaður sé Allah. Hann
er skóp heiminn mér til gleði og
hamingju.
Þegar Vesturlandabúinn horf-
ist í augu við sjálfan sig í speglin-
um á sama tíma sólarhrings tekur
hann annan pól í hæðina, því
miður. „Fjandinn hafi það, ég
ætla að ráða. Ég læt engan vaða
ofan í mig.“
Ég tel að þessi afstaða til frels-
isins eða þess fáránleika er menn
kalla frelsi leiði menn afvega.
Vissulega hefur þessi ósveigjan-
lega og tortryggna einstaklings-
hyggja ýmsa kosti. Til að mynda
hefur hún áhrif á siðferðilega af-
stöðu manna til vinnunnar. En
gæti menn ekki að sér fara þeir að
réttlæta tilveru sína með vinnu og
umorða orð franska heimspek-
ingsins Descartes: „Ég vinn, því
er ég.“
Að leggja lífið og vinnuna að
jöfnu er eins fjarri hugarheimi ar-
abans og hægt er að komast.
Hann lítur á lífið öðru fremur
sem leik.
Efnishyggjan grefur
undan siðmenningu
En stöðugt gætir aukinna vest-
rænna áhrifa víðsvegar í araba-
heiminum. Það er að segja ef
hægt er að kalla þá frumstæðu
efnishyggju því nafni er flæðir nú
yfir olíuauðug arabaríki.
Efnishyggja þessi hefur um
langt skeið nagað rætur vest-
rænnar menningar en það er hætt
við að hún hafi miklu skelfilegri
afleiðingar í för með sér fyrir siði
og menningu arabaríkja því þar
skellur hún yfir einsog skriða á
örskotsstundu.
Ljóðlistin hefur einatt skipað
háan sess í lífi araba og enn er hún
vissulega í hávegum höfð. En hún
er hvarvetna á undanhaldi í ar-
abalöndum og hefur þokað fyrir
hráu og sálarlausu tungutaki
tæknihyggjunnar, máli þeirra
sem líta á einstaklingin sem vél-
arpart fremur en ómissandi hluta
sköpunarverks Allahs.
Fjölskyldan er í upplausn,
aldagamlir siðir eru á undanhaldi
og trúin er vanvirt. Alþýða
manna í arabalöndunum hagnast
ekkert á olíuauðlegðinni. Vest-
rænir siðir eru henni ógeðfelldir
og kommúnismi fullnægir ekki
trúþörf hennar. Arabinn verður
að vera hluti heildar og í mosk-
unni finnur hann sjálfan sig og
uppruna sinn. Allah lítur ekki á
fátækt sem löst, þvert á móti. Það
er því ekki tilviljun að hópum ísl-
amskra heittrúarmanna hefur
mjög vaxið ásmegin á síðustu
árum.“
Hrœsni Vestur-
landabúa
Nú vendum við okkar kvæði í
kross og víkjum að því sem er á
allra vörum um þessar mundir,
málefnum Palestínumanna.
„Palestínumenn hafa gersam-
lega verið hundsaðir, bæði af
leiðtogum svonefndra lýðræðis-
ríkja og ráðamönnum í araba-
löndum. Mér blöskrar hræsni
manna á Vesturlöndum. Þegar
amalsítar sátu um flóttamanna-.
búðir Palestínumanna í Líbanon
hátt á annað ár urðu fbúarnir að
leggja sér kjöt af rottum og
köttum til munns og þegar það
þraut át það kjöt af hungurmorða
fólki. Ástandið í búðunum var
hörmulegra en orð fá lýst.
Engir stjórnmálamanna á
Vesturlöndum sáu ástæðu til þess
að láta málið til sín taka, fjölmiðl-
ar voru að mestu þöglir og al-
menningur kom af fjöllum ef
þessa atburði bar á góma. Þá var
ekki verið að fjölyrða um „helgi
mannslífsins“ og „mannlega
reisn.“
Hinsvegar þrútnuðu menn af
réttlátri reiði yfir meðferð
innfæddra Afríkubúa á vissum
fiðrildategundum að ekki sé
minnst á öll hvala og selamorðin.
Frá mínum bæjardyrum séð sýnii
þetta hræsni og tvöfeldni Vestur-
landabúa í hnotskurn.
Lýðrœði og
ekki lýðrœði
í fljótu bragði er ísrael hreint
fyrirmyndarríki í Mið-
Áusturlöndum. Leiðtogarnir eru
kjörnir í kosningum sem haldnar
eru með jöfnu millibili og hverj-
um og einum er frjálst að tjá sig
að eigin vild. Þegar ísraelskir
herforingjar hleyptu falangistum
inní Sabra og Shatila búðirnar í
Vestur-Beirút árið 1982 og nán-
ast hvert mannsbarn, karlar,
konur og börn, var myrt, efndu
400 manns til mótmæla í ísrael.
En það er tómt mál að tala um
lýðræði í landi þar sem einn
greiðir atkvæði á meðan annar er
barinn sundur og saman fáeinum
kílómetrum sunnar eða vestar
vegna þess að það flökraði að lög-
reglunni að hann hefði
stjórnmálaskoðanir. Það breytir
engu þótt leiðtogar ísraelsmanna
bendi til Jórdaníu og Sýrlands og
hrópi: „Assad og Hussein hafa líf
miklu fleiri Palestínumanna á
samviskunni en við.“
Rótlausir
flóttamenn
Palestínumenn eru 5,1 miljón
talsins og búa á víð og dreif um
arabalöndin. En hvarvetna eru
þeir rótlausir flóttamenn vegna
þess að þeir eru mjög meðvitaðir
um átthaga sína og menningu og
ennfremur af því að gestgjafarnir
minna þá stöðugt á að þeir eru
flóttamenn frá framandi strönd.
Til dæmis má nefna að 300 þús-
und Palestínumenn búa í Kuwait.
Fjölmargir settust þar að á ofan-
verðum fímmta áratugnum þegar
þeir voru reknir frá Palestínu.
Stór hluti þessa fólks er vel
menntaður og gegnir veigamikl-
um stöðum í samfélaginu. Þeim
er síður en svo sýndur minnsti
vottur andúðar.
En tökum dæmi. Ungur maður
af palestínsku foreldri, borinn og
barnfæddur í Kuwait, leggur
stund á nám í skóla í einhverju
ríkja Vestur-Evrópu. í hvert
skipti er hann yfírgefur landið
þarf hann að sækja um sérstakt
ferðaleyfi. Sagan endurtekur sig
þegar hann hyggst halda heim til
foreldra sinna í leyfí. Þá þarf
hann að fara í sendiráð Kuwaits í
námslandinu og sækja um að fá
að ferðast til landsins.
Einn góðan veðurdag gæti
ráðamönnum flogið sú fluga í
höfuð að einhverjar byltingar-
hugmynda PLO hefðu skotið upp
kollinum á meðal Palestínu-
manna í Kuwait eða að heittrúa
múslimir væru að eflast til áhrifa
um skör fram í þeirra hópi. Þá
gæti svo farið að þeir segðu sem
svo að nú væru Palestínumenn
ekki velkomnir lengur og veriði
bless! Þetta stöðuga óvissuástand
nagar þjóðarsál Palestínumanna
og orsakar djúpa angist og ör-
væntingu.
Menn sjá því í hendi sér hve
mikils virði einhverskonar sjálf-
stætt ríki á vesturbakka Jórdanár
yrði Palestínumönnum.
Væri ég í sporum ísraelsmanna
nú myndi ég stuðla að því að Pal-
estínumenn fengju að stofna
eigið ríki á herteknu svæðunum.
Taki þeir ekki þann pólinn í hæð-
ina gera þeir sama glappaskotið
og Palestínumenn gerðu árið
1947 þegar Sameinuðu þjóðirnar
buðu þeim að deila Palestínu
með gyðingum en þeir höfnuðu.
Vitaskuld gátu þáverandi leið-
togar Palestínumanna ekki séð
fyrir hvernig málin myndu þróast
í framtíðinni en nú sér hvert
mannsbarn hvað orðið er.
Valkostirnir eru tveir. Sá fyrri
er friður og stofnun ríkis Palest-
ínumanna. Sjálfur hef ég trú á því
að þetta gerist fyrr en síðar því
einsog við vitum öll eru gyðingar
upp til hópa skynsamt fólk. Síðari
kostinn kýs ekki nokkur maður
sem er með réttu ráði. Hver vill
endalaust blóðbað, hatur og hel-
víti á jörðu?“
-ks.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. febrúar 1988