Þjóðviljinn - 07.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.02.1988, Blaðsíða 4
Hjá narcisstanum er athyglisþörfin óseðjandi og hann nœrir hana af fullkomnu tillitsfeysi við náungann, segirÁlfheiður. Steinþórsdóttir sálfrœðingur í samtali um Narcissos í tíðarandanum Það er Narcissusarhneigð í tíð- arandanum núna. Hún birtist í fjölmiðlunum þar sem hið stóra ego þykir góð söluvara. Hún birtist í tískublöðunum sem nærast á narcissosar- hneigðinni: hvernig get ég gert sjálfa(n) mig merkilegri og meira spennandi í augum um- heimsins? Fataframleiðendur og framleiðendur hvers kyns lúxusvarnings færa sér hana í nyt, og hún er hluti af uppa- menningunni. Narcissosar- hneigðin ýtir líka undir sam- keppnina í þjóðfélaginu, þar sem miskunnarlaus lögmál ráða: ífegurðarsamkeppninni er það sigurvegarinn sem er fegurstur og skyggir um ieið á alla hina. Ef ég ersérstakureða sérstök, þá er ég á móti öllum sem reyna að vera betri en ég. Við sjáum narcissosar- hneigðina í stjörnudýrkun íþróttanna, ípoppheiminum, kvikmyndaheiminum o.s.frv. Við ræddum þettafyrirbæri, Narcissos í samtímanum við Álfheiði Steinþórsdóttursál- fræðing. Svörhennarfara hérá eftir: Narcissosarhneigðin er rík í sam- tímanum og það er líka margt sem ýtir undir hana í þjóðfélaginu ein- mitt nú. Unga fólkið í dag hefur mikið umleikis, en það virðist eiga í áberandi erfiðleikum með að finna lífi sínu tilgang. Því finnst fortíðin vera gamaldags og ekki áhugaverð og það langar til þess að gera og reyna eitthvað nýtt og öðruvísi. Því finnst framtíðin ekki vera spenn- andi og það finnur sig ekki geta haft mótandi áhrif á hana. Það er núið sem skiptir öllu og það að geta upplifað sjálft sig nógu sterkt í nú- inu. Breyttir tímar í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég orðið vör við að það ríkir mikið ráðleysi á meðal ungs fólks. Það er mikið af fólki sem kemur til okkar í hæfileikapróf vegna þess að það veit ekki hvað það kann og hvað það vill. Margir eru í miklum vafa um það hvort þeir eigi að leggja út í langskólanám eða ekki, og það virðist algengt að menn sjái ekki neitt spennandi við námið sem slíkt, heldur sé það ágóðavonin sem skipti mestu. Og þar sem lang- skólanám er ekki lengur nein trygging fyrir betri afkomu eru margir sem veltast í vafa um hvort það borgi sig nokkuð að standa í þessu. Hvort ekki sé betra að fara strax út á vinnumarkaðinn. Það er út af fyrir sig athyglisvert að konur eru nú komnar í meirihluta meðal háskólanema, sem hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum. Það er athyglisvert að bera þetta saman við það andrúmsloft sem ríkti til dæmis fyrir 20 árum, þegar áhuginn á stjórnmálum var í tísku og þegar menn fóru í nám vegna þess að það var spennandi í sjálfu sér, frekar en að það gæfi hagnað- arvon. Peningamir virðast skipta meira máli í dag, þeir virðast vera eitthvað sem fólki finnst vera hægt að treysta í annars ótryggum heimi. Það er þetta sambandsleysi við' fortíðina og framtíðina sem gerir upplifunina í núinu svo mikilvæga, og þegar menn geta ekki fundið sér markmið f umhverfinu eða fram- tíðinni þá beinist athyglin gjarnan að eigin sjálfsímynd: hvernig get ég gert sjálfan mig merkilegri og meira spennandi í augum um- heimsins? Það er í sjálfu sér ekkert óeðli- legt við það að ungt fólk vilji upp- lifa eitthvað spennandi, sé haldið ævintýraþrá og langi til þess að taka áhættu. En narcissosar- NARCISSUS Það var ekkifyrr en hornsílið skaust út úr auga hans að hann sá Sigurður Á. Friðþjófsson hneigðin er engu að sfður áberandi í þjóðfélagi okkar í dag, og ég held reyndar að okkur íslendingum sé yfirleitt tamt að setja sjálf okkur í brennidepil og skoða síðan veröld- ina út frá honum. Narcissisminn sem sjúkdómur Annars var narcissosarhneigðin upphaflega skilgreind sem sjúk- dómur, og í sálfræðinni eru orsakir hennar raktar til bernskuáranna. Það er ungbömum eðliiegt að upp- lifa umheiminn algjörlega út frá sjálfum sér. Þau ganga í gegnum svokallað narcissosartímabil á 2. og 3. aldursári þegar þau eru að upplifa sjálf sig sem miðpunkt. Á þessu tímabili er það þeim ákaflega mikilvægt að þau séu skilyrðislaust elskuð fyrir það sem þau eru sjálf, og að þau þurfi ekki að uppfylla einhverjar kröfur eða hegðunar- mynstur til þess að fá þörf sinni. fyrir athygli fullnægt. Sé þessi ekta kærleikur ekki fyrir hendi á þessum tíma æfinnar, annað hvort vegna þess að foreldrarnir eru ekki færir um að veita hann eða af öðrum orsökum, þá er hætt við að það komi fram sem tilfinningaleg fötl- un síðar á æfinni. Bamið nær ekki þeim þroska að geta verið í sjálfu sér, eða sjálfu sér nóg, ef svo mætti að orði komast, en verður um of háð viðbrögðum annarra. Það verða ytri skilyrði sem staðfesta mikilvægi sjálfs þín og þetta getur orðið að tilfinningalegu vandamáli sem menn sitja uppi með æfilangt, þótt það þurfi ekki að hefta þá í vitsmunalegum þroska. Sjúkdómseinkennin Á fullorðinsámnum birtist narc- issisminn með tvennum hætti. f fyrsta lagi kemur hann fram í því að 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.