Þjóðviljinn - 07.02.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 07.02.1988, Blaðsíða 19
Gyllti bambusapinn Nýr frœndi fundinn Dýraf ræöingar hafa fundið áðuróþekkta apategund í regn- skógum Madagaskar. Apateg- und þessi hefur verið skírð „gyllti bambusapinn" eftir gylltum lit sem eins og rammar inn svart andlitið. Gyllti bambusapinn er af ættkvísl hálfapa, um 80 cm að stærð og vegur um 1,2 kíló. Hann nærist eingöngu á bambus og dregur nafn sitt jafnframt af því. Apinn er afar styggur og var um sig, og er það talin skýringin á að hann hefur ekki fundist áður. Það var frönsk vísindakona sem fann apann árið 1985, en það hefur fyrst verið staðfest nýlega að hér er um nýja, áður óþekkta tegund að ræða. Nýjar apateg- undir hafa annars ekki fundist síðan 1930. Gyllti bambusapinn er ein af 186 tegundum sem telj- ast til prímata í dýraríkinu, en til prímata teljast bæði hálfapar, apar og menn. -ólg James Lake örverufræðingur. Lffið byrjaði í brenni- steinshver Vísindamenn við Kaliforníuhá- skóla telja sig hafa komist að því að allt líf á jörðinni megi rekjatil örvera sem lifðu í sjóðandi brenn- isteinshverum fyrir 3,5 miljörðum ára. Vísindamennirnir hafa ný- verið birt grein um rannsóknir sínar í breska vísindaritinu Nat- ure. Þaðerörveirulíffræðingurinn James Lake sem hef ur stjórnað rannsókninni, og segir hann að vísindamennirnir hafi rannsakað erfðaefni í kjarnasýrum 32 dýra-, plöntu- ogi örveirutegunda, og skipað þeim á sérstakt erfða- fræðilegt ættartré samkvæmt niðurstöðum sínum. Niðurstöðurnar stangast á við þær tilgátur þróunarfræðinnar að h'fið á jörðunni hafi kviknað í ein- frumungi sem til varð í volgri „frumsúpu" jarðlífsins. Örveiran sem þeir félagar rekja lífið til var nefnilega kjarnalaus, þoldi suðu og nærðist á brennisteini. BÍLAPENINGAR OG ÖKUJÆKJASTYRKUR ÍSTAÐGREÐSLU - Það borgarsig að kynna sérnýju reglumar vel. Endurgjaldslaus afnot iaunamanrts af btfreið launagreiðanda eru staðgreiðsiuskyid og skuiu þau metin bonum tii tekna þannig: Fyrirfyrslu 10.000 km 15.50kr.pr. km. Fyrírnœslu 10.000km 13.90kr. pr. km. ___________Yfír 20.000km 12.25 kr. pr. km.________ Ef launamaður greiðir fyrir afnot af bifreiðinni gjald sem er lægra en framangreint mattelst mismunurinn launamanni til tekna. Hafi launamaðurfullan umráðarétt yfir bifreiðinni skal miða við það að hann aki 10.000 km á ári í eigin þágu eða 833 km á mánuði. Staðgreiðsluskyld hlunnindi hans eru þá 12.912 kr. á mánuði hið lægsta. Fari aksturinn fyrirsjáanlega yfir 10.000 km á ári skal ákveða mánaðarlegan akstur sem 1/i2 af áætluðum heildarakstri á ári. Eknir kílómetrar umfram 833 km skulu þá reiknast á 13.90 kr enda fari heildarakstur ekki fram úr 20.000. Ef launamaður leggur fram gögn með skattframtali er sanna að akstur í eigin þágu hafi verið minni en viðmiðunin skal leiðrétta hlunnindamatið við álagningu. Endurgreiddur kostnaður til launamanns vegna afnota launagreiðanda af bifreið hans sem halda má utan staðgreiðslu, er metinn þannig: Kílómeiragjald undir viðmiðunarmörkum: Fyrír 1-10.000km 15.50 kr. pr. km. Fyrír 10.001-20.000km 13.90kr. pr. km. Fyrír 20.001 km. -> 12.25 kr. pr. km. Þar eð kílómetragjald er lægra fyrir akstur umfram 10.000 km þarf launagreiðandi að fylgjast með heildarakstri launamanna í hans þágu. Fái launamaður greitt kílómetragjald frá opinberum aðilum vegna aksturs í þágu þeirra sem miðast við „sérstakt gjald“ eða „torfærugjald“ sem Ferðakostnaðarnefnd ákveður má hækka viðmiðunarfjárhæðir sem hérsegir: Fyrír 1-10.000km akstur- sérstaktgjaid hœkkun um 2.55 kr. pr. km. — lorfœrugjald hœkkun um 5.60 kr. pr. km. Fyrír 10.001-20.000kmakstur-sérstaktgjald hœkkun um 2.25kr.pr. km. — torfœrugjald hœkkun um 5.00kr.pr. km. Umfram 20.000 km akstur- sérstaktgjald hœkkun um 2.00 kr. pr. km. — torfœrugjald hœkkun um 4.40 kr. pr. km. Skilyrði fyrir niðurfellingu staðgreiðslu af ofannefndu er að færð sé reglulega akstursdagbók eða akstursskýrsla þar sem skráð er hver ferð, dagsetning, ekin vegalengd, aksturserindi, kílómetragjald greitt launamanni, nafn og kennitala launamanns og einkennisnúmer ökutækis. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.