Þjóðviljinn - 07.02.1988, Blaðsíða 5
er kannski erfiðara að vera hetja
eða merkilegur í dag en oft áður.
Það er eins og einhver hafi þegar
verið búinn að gera áður allt það
sem er athygli vert, og það er erfitt
að finna upp á einhverju nýju. Þá
er það þrautalendingin að finna
eitthvað einstakt í sjálfum sér og
beina athygli umheimsins að því.
Það er fyrst og fremst skortur á
tilfinningu fyrir sögulegu sam-
hengi, einangrun frá fortíðinni og
áhugaleysi um framtíðina sem ýtir
undir þá áberandi tilhneigingu,
sem nú er ríkjandi, að menn eigi að
lifa í núinu. Þessi tilhneiging er
fyrst og fremst áberandi hjá ungu
fólki, en skilningur þess á fram-
vindunni og samhenginu opnast
oftast þegar það fer að eignast
börn. En fram að því er ævintýrið
hér og nú og það er hið stóra EGO í
sviðsljósi umheimsins!
-61g.
Myndirnar sem fylgja þessari umfíöll-
un eru teknar úr ítölsku tískublöð-
unum L’Uomo Vogue og Mondo Uomo,
hvort tveggja tlskublöð fyrir karla sem
seld eru í bókaverslunum hór á landi.
menn leggja allt í sölurnar til þess
að öðlast viðurkenningu og aðdáun
umheimsins, hvar sem menn koma
fram. Athyglisþörfin verður óseðj-
andi og sú stundarfróun sem á-
kveðin viðurkenning getur gefið
víkur strax fyrir óseðjandi hungri í
meiri athygli, þannig að framkom-
an verður oft bæði krampakennd
og tillitslaus. í makasambandi
kemur þetta þannig fram að annar
makinn lendir í því einhæfa hlut-
verki að vera stöðugt að veita hin-
um athygli og dást að honum.
í öðru lagi getur narcissisminn
síðan komið fram í því að menn
detta niður í þunglyndi og sjálfs-
vorkun, þar sem öfundin verður oft
áberandi og ofsóknarkenndin: það
eru aðrir sem leggja stein í götu
manns og koma í veg fyrir að við-
komandi geti notið sín.
í báðum tilfellum er narcissistinn
fullkomlega háður ytri við-
brögðum og sjálfsvirðing hans
sömuleiðis, og hann getur beitt
fullkomnu tillitsleysi ef því er að
skipta við að verja hana.
Ut á við geta narcissistarnir oft
virkað eðlilegir í sínu umhverfi og
jafnvel gegnt ábyrgðarstöðum sem
stjórnendur fyrirtækja eða jafnvel
stjórnmálaleiðtogar, leikarar eða
sjónvarpsstjörnur. En narcissistinn
á þó alltaf við þá fötlun að stríða að
hann getur ekki sett sig inn í vanda-
mál annarra. Ef þú berst við það að
vera einstakur, þá ertu á móti
öllum sem vilja gera betur en þú
sjálfur. Það er jafnan stutt í tor-
tryggnina, og narcissistanum finnst
vandamál annarra vera steinn í
eigin götu. Narcissistinn getur ekki
sýnt öðrum djúpa samúð, og geri
hann það þá er það yfirleitt í því
augnamiði að beina athyglinni að
sjálfum sér og eigin markmiðum.
Narcissistinn á afar erfitt með að
horfast í augu við þennan veikleika
sinn, og gerir það gjarnan ekki fyrr
en allt um þrýtur. Því þótt hann
geti virkað eðlilega út í atvinnulíf-
inu, þá getur hungrið eftir athygli
orðið svo óbærilegt að um alvar-
legan sjúkdóm verði að ræða. Það
er augljóst af þessu að narcissistan-
um líður mjög illa inni í sáiinni.
Narcissos-
í tíðarandanum
Það er talað um narcissosar-
hneigð í tíðarandanum núna. Það
dandýsins
Charles Baudelaire
þessi karlmannlega Fegurð á líka
að túlka eitthvað glóandi og sorg-
mætt - andlegar þarfir, myrkar og
niðurbældar hvatir -, og gefa ó-
nýttan dýrslegan kraft til kynna -
stundum hefndarfullan tilfinninga-
kulda (því ekki má gleyma hinni
fullkomnu dandý-manngeTÖ í
þessu samhengi),- og stundum á
hún einnig, og þetta er eitt af því
áhugaverðasta um fegurðina, að
gefa leyndardóminn og að lokum
(til þess að sýna hversu nútímaleg-
ur mér finnst ég vera í fagurfræði-
legum efnum) ógæfuna til kynna.
Ég er ekki að halda því fram að
Gleðin sé ósamrýmanleg Fegurð-
inni, en ég er þeirrar skoðunar að
Gleðin sé einn af einföldustu
skrautmunum hennar, á meðan
þunglyndið er hins vegar næstum
lýsandi leiðarljós hennar og það í
svo miklum mæli að ég á erfitt með
að ímynda mér þá fegurðarmann-
gerð, þar sem Óhamingjan er
fjarri. Studdur þessum hugsunum -
aðrir myndu kveða fastar að og
segja að ég væri haldinn þeim - get
ég ekki komist undan þeirri niður-
stöðu að Satan sé hin fullkomnasta
gerð karlmannlegrar Fegurðar -
Satan eins og Milton lýsir honum.
(Að heili minn skyldi ekki vera
töfraspegill!) (lauslega þýtt af ólg)
egurðarímynd
Meðal lítils hóps listamanna og
bóhema á 19. öldinni komst I tísku
að dýrka dandýinn. Dandýinn er
manngerð sem ber mörg einkenni
narcissisma, en er honum þó frá-
brugðin I því veigamikla atriði að
sjálfsdýrkun dandýsins var honum
fullkomlega meðvituð og því ávalit
blandin kaldhæðni. Meðal skálda
og listamanna sem hneigðust að
dandýisma voru f rönsku skáldin
Charles Baudelaire, Paul Valery
og breska skáldið Oscar Wilde.
Meðal Islenskra listamanna sem
hrifust af dandýismanum má nefna
Alfreð Flóka. Héráeftirferlausleg
þýðing á prósaljóði eftir Baudelaire
sem hann lét eftir sig í óbirtum dag-
bókum sínum. Bókin ber heitið
„Fusées" eða Leiftur, en Ijóðið er
nafnlaust og fjallar um fegurðina.
Hugmyndir Baudelairs um fegurð-
arlmynd karlmannsandlitsins eiga
greinilega skylt við þær manngerð-
ir sem fylgja þessari samantekt á
Ijósmyndum, sem fengnar eru úr
nýjum ítölskum tlskublöðum fyrir
karla. Andlit Narcissosar.
Ég hef fundið skilgreiningu á
Fegurðinni - því sem er fegurð í
mínum augum. Það er eitthvað
glóandi og viðkvæmt, svolítið
veikburða, sem gefur hugmyndaf-
luginu lausan tauminn. Ef mér
leyfist þá ætla ég að yfirfæra hug-
mynd mína á áþreifanlegt fyrir-
bæri, kannski það áhugaverðasta
sem við mætum í samkvæmislífinu,
yfir á konuandlit. Hrífandi og fa-
gurt andlit, ég á við konuandlit, er
eitthvað sem fær okkur til að
dreyma um nautn og viðkvæmni;
eitthvað sem miðlar okkur þung-
lyndi og þreytu, j á leiða - eða einn-
ig hinu gagnstæða, það er að segja
glóandi lífslosta með víkjandi
undirtón biturleika eins og það sé
nýsloppið úr örvæntingu og glötun.
Leyndardómsfullt yfirbragð og
löngunarfullt eru lflca svipbrigði
Fegurðarinnar.
Fagurt karlmannsandlit þarf
ekki, nema þá kannski í augum
kvenna. að hafa þau nautnafullu
drög, sem í konuandlitinu verða
þeim ftiun meira lokkandi sem þau
eru almennt viðkvæmnislegri. En
Sunnudagur 7. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5