Þjóðviljinn - 14.02.1988, Side 13

Þjóðviljinn - 14.02.1988, Side 13
boraarinnar elliheimilinu hér í New York og hýsir samskonar lífeyri, nenni ég ekki að svekkja hlustendur frek- ar á upptalningu úr þeim rusla- haugi. Pulsan fyrir utan var þó óvenju góð og nú var haldið að Hvíta húsinu sem ber nafn með rentu, því hvítara hús hef ég vart augum litið á minni beislituðu ævi. Gríðarlega myndarleg og heimilisleg bygging. Sannast hér líka sú stalínska kenning að það sem er manni verst þykir manni hve fegurst. Því innan dyra þessa húss eru undirrituð öll þau skjöl sem færa Contra-mönnum vopn í hendur til viðhalds á stríðinu í Nikaragúa sem nú þegar hefur drepið 25.000 manns. Og einmitt þegar okkur ber hér að garði erum við stöðvuð við garðshliðið, nær dýrðinni kom- umst við ekki í dag, því nú kemur í þyrlunni sinni svífandi forsetinn sjálfur, Ronald Reagan. Vélin lendir á flötinni fyrir aftan höllina og út stígur „hin fyrsta kona“ (The first lady) með stóra höfuð- ið og síðan eiginmaður hennar, hátt að áttræðu. En þau fara röngu megin út úr þyrlunni sem við kíkjum undir og sjáum Reag- an aðeins upp að ökkla, sem að vísu ætti að vera nóg þar sem hann er um þessar mundir kallað- ur af pressunni „Lame-duck- president" vegna fylgisleysis í þinginu. Hann er bara lömuð önd. Og við sáum sem sagt þegar hún bröltir niður úr vélinni á litla hjólastólnum sínum. Þegar hér var komið sögu var fátt eftir óskoðað hér á þessum sunnudegi í höfuðborg heimsveldisins, sem má að vísu ekki segja nú á dögum, en aðeins nota það orð í nostalgískri hrifn- ingarvímu um hið rómverska til forna. Og að loknu innliti í 122ggja-búða-Mall í Tyson’s Corner (að kröfu konunnar, hinnar miklu Moll-konu) var brunað heim á leið eftir þjóðvegi númer 95 sem skartaði sínu feg- ursta í kvöldsólinni, sem einnig skein á vesturhlið Pentagon- báknsins; ein tilkomumesta sýn seinni ára. Heimferðina tókum við þó ró- lega og notuðum hana vel til að kynna okkur borgirnar á leiðinni. Litið var inn á nektardansbar í Baltimore, (fæðingarborg John Waters og Divine) þar sem fer- tugur fflsungi dansaði uppi á borðum. Þar var þó aðeins einn maður inni og var okkur því ekki til setu boðið en héldum skjótt aftur út á hæ-veginn. Útvarpið höfðum við jafnan opið og rásirn- ar breyttust með réttum ferða- hraða, nýjar komu og aðrar dóu út. Fátt fréttnæmt heyrðum við þó utan skemmtilegar auglýsing- ar um aðbúnað í flughernum og nýtt ógalið lag með Boy George. Var gaman að heyra aftur í því gamla goði og gott að vita hve vel hann hefur náð sér upp úr lyfjun- um. Já það var ekki að heyra ann- að en hann væri aftur orðinn sæll og feitur. „I’ve learned my les- son, no matter wrong or right.“ Líkt og í réttu framhaldi af því áðum við á nýrri tegund skyndi- bitastaða, sem heita Big Boy og eru í raun stórkostleg framför í þeirri menningu. Þar var manni boðið uppá „Éti hér hver sem betur getur“, („all you can eat“) fyrir svosem ekki neitt og þáðum við það. í minjabúðinni við hlið- ina tókst mér að hnupla skemmti- legum minjabolla með mynd af flamíngóa og áletrun fylkisins Delaware, sem hljómar á óskyldan hátt eins og Húnaver (Delaver). Á ég þetta mál enn þann dag í dag og drekk úr hon- um morgunkaffið. Ffladelfía er ekki síður tignar- leg borg en Baltimore og gaman að aka þar innan um upplýst há- l.ýsi og mannlausar götur líkt og í miðju útgöngubanni. Af tilviljun varð okkur ekið framhjá kvik- myndahúsi þar sem akkúrat í þann mund var að hefjast sýning á vinsælustu kvikmynd landsins, dramagrínmyndinni „Good Morning Víetnam" með fyndn- asta manni heimsins, Robin Wil- liams, í aðalhlutverki. Skemmtum við okkur konung- lega yfir leik hans og furðulátum. Á endanum fór þó svo að það voru tárin sem söltuðu poppið okkar. Williams þessi er hreinn snillingur sem hingað til hefur ekki notið sannmælis. En nú eru hjólin á honum farin að snúast og er von að þau snúist honum þó ekki til höfuðins, því á dögunum las ég að til stæði að hann léki brátt í nýrri uppfærslu á „Beðið eftir Godot", því mikla nútímab- löffi Becketts sem maður vonar þó að reynist ekki rétt, því hvað á slík reipitunga að gera við svo galtóman texta? Jæja, aftur er maður kominn í stólinn og bið ég hlustendur enn að fyrirgefa út- úrdúrinn. Heim í heitan faðm heima- borgarinnar N.Y.C. vorum við síðan komin laust fyrir þrjú þá um nóttina. Að uppgjöri loknu kvöddumst við með virktum, ánægð með vel heppnaða helgar- ferð til höfuðborgarinnar og hélt síðan hver til síns heima. Á kodd- anum þar hlóðust svo upp minn- isvarðar um Washington í huga manns og maður sofnaði sæll og minnugur. N.Y.C. 28. jan. ’88 Hallgrfmur Sunnudagur 14. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Alþýdubankinn hf Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubankans hf. verður hald- inn í Átthagasal Hótel Sögu, Reykjavík, laugardaginn 20. febrúar 1988 og hefst kl. 13.30. Dagskrá: a) Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 32. greinar samþykkta bankans. b) Tillaga um breytingar á samþykktum bank- ans. c) Tillaga um heimild til bankaráðs umútgáfu jöfnunarhlutabréfa. d) Tillaga um heimild til bankaráðs um nýtt hlut- afjárútboð. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31, dagana 17., 18. 19. febrúar næstkomandi. Fh. bankaráðs Alþýðubankans hf. Ásmundur Stefánsson, formaður Borgarverkfræðingur í Reykjavík óskar eftir skrifstofufólki fyrir deildir og stofnanir. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2, í síma 18000. fl*fl REYKJNJÍKURBORG l*fl ** m m ____ ____ K ^ ^ »H H JLautein. Stödxvi 'I* Gatnamálastjórinn í Reykjavík Auglýsir til umsóknar störf stöðuvarða. í starfinu felst eftirlit með stöðumælum borgarinnarog um- ferðarlagabrotum sem varða stöðu bifreiða. Þeir umsækjendur, sem ráðnir verða, munu sækja námskeið hjá lögreglunni í Reykjavík. Bent skal á að starfið hentar jafnt konum sem körlum. Um launakjör fer eftir kjarasamningi St.Rv. og Reykjavíkurborgar. Umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum skal skila til starfsmannastjóra borgarverkfræðings Skúlatúni 2, sem jafnframt veitir upplýsingar um starfið. Ræstingastjóri Starf ræstingastjóra hjá Sambandinu er laust til umsóknar. Starfið felur í sér m.a. umsjón með ræstingu á hinum ýmsu vinnustöðum Sambandsins, upp- mælingu og gerð verklýsinga, innkaupum og ráðningu starfsfólks. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannahaldi sem veitir nánari upplýsingar. $ SAMBANDÍSL.SAMVIHNUFÍIAGA STARFSMANNAHALD

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.