Þjóðviljinn - 21.02.1988, Síða 7
125 ára
Aðrar kröfur nú
en fyrir 40 árum
Breyta þarfsýningarstefnu Þjóðminjasafnsins í sann-
rœmi við breytfa tíma, segja þœr Lilja Árnadóttir
safnvörður og Bryndís Sverrisdóttir safnkennari
Bryndís Sverrisdóttir safnkennari og Lilja Árnadóttir safnvörður með drykkjar-
hornið góða, sem Thorvald Stoltenberg utanríkisráðherra Noregs færði safn-
inu að gjöf í fyrra. Hornið er íslenskt frá því um 1600 með fallegum útskurði, en
silfurumgjörðin er yngri. Kirkjubekkurinn sem þær standa við er dæmi um þann
fagra útskurð sem Þjóðminjasafnið er auðugt af.
Þjóðminjasafnið er auðugt af
merkilegum gripum og á
marga muni á heimsmæli-
kvarða, bæði í útskurði, vefn-
aði, alabastursmyndum og
fleiru. Það sem vantarerað
gera sýningu safnsins meira
aðlaðandi og breyta áherslum
íframsetningu munanna.
Þetta sögðu þær Lilja Árna-
dóttir safnvörður og Bryndís
Sverrisdóttir safnkennari þegar
við spjölluðum við þær eina
morgunstund uppi í Þjóðminja-
safni í tilefni þess að safnið er 125
ára um þessar mundir. Það er
greinilegur hugur í starfsfólki
Þjóðminjasafnsins að nota þessi
tímamót til þess að blása nýju lífi í
starfsemina og hleypa inn fersku
lofti. Og þær segja okkur að
vinnuhópur hafi nú starfað að því
í eitt ár að endurskipuleggja safn-
ið og sýningarstarf þess.
- Það er erfitt að gera safnið
spennandi eins og því er fyrir-
komið nú. Það þarf að gera það
aðgengilegra og gera vissar
breytingar innan húss og utan.
Aðkoman er til dæmis ekki for-
svaranleg lengur með þessar háu
tröppur beint út í umferðarþung-
ann á Hringbrautinni. Þannig
finnst okkur að það þyrfti að reisa
viðbyggingu hér á austurhlið
hússins með inngangi inn í safnið
á j arðhæð úr krikanum á milli ný-
byggingar og gamla hússins. Þá er
einnig aðkallandi að gera neyðar-
útgang við suðurgaflinn með nýju
stigahúsi og fólkslyftu.
I framtíðinni er fyrirhugað að
hafa sýningar á efstu hæðinni, þar
sem Listasafnið var, og á mið-
hæðinni. Skrifstofur, vinnuhús-
næði og geymslur verða á jarð-
hæð og í kjallara.
- Hvaða breytingar eru fyrir-
hugaðar á sýningarstarfseminni?
- Það hefur sýnt sig að sú fasta
sýning sem hér er nú og sett var
upp í stórum dráttum 1950
fullnægir ekki lengur þeim kröf-
um sem til safnsins eru gerðar.
Þótt sýningin hafi verið mjög góð
á sínum tíma, þá eru nú breyttar
forsendur. Þjóðfélagsbreyting-
arnar hafa verið það örar, og al-
menningur er til dæmis ekki í jafn
sterkum tengslum við gömlu
bændamenninguna og hann var
1950. Vinnuhópur sem fjallað
hefur um þessi mál hefur komist
að þeirri niðurstöðu að fastasýn-
ingin eigi í fyrsta lagi að vera í
tímaröð, þannig að hlutirnir séu
sýndir í sögulegu samhengi. í
öðru lagi þarf að gera meira af
skýringum, sem útskýra hverjir
notuðu munina, við hvaða að-
stæður og hvernig. Til þessa þarf
meira af skýringarmyndum og
hjálpargögnum. Auk föstu sýn-
ingarinnar er síðan fyrirhugað að
hafa hliðarsali sem gefa mögu-
leika á breytilegum sýningum
sem taki fyrir afmörkuð viðfang-
sefni.
- Hvernig er samstarfi safnsins
við skólana háttað?
- Við höfum haft hér fast
kennsluprógram frá 1980, segir
Bryndís Sverrisdóttir, sem er
safnkennari Þjóðminjasafnsins.
Á síðasta skólaári komu hingað
um 6000 nemendur og aðsókn
þeirra fer vaxandi. Við útbúum
verkefni sem skólunum er boðið
að taka, en það eru skólarnir sem
ákveða hvort eða hvernig þeir
nýta sér þetta. Mestur áhugi hef-
ur verið hjá 10 ára krökkum, sem
eru að læra um landnámið, að
koma hingað og vinna verkefni
um þann tíma. Upphaflega var
þessi safnkennsla einkum ætluð
grunnskólunum en undanfarið
hafa komið æ fleiri fyrirspurnir
bæði frá barnaheimilum og fram-
haldsskólum, þannig að það virð-
ist vera þörf fyrir að auka þessa
starfsemi.
- Hvað verður gert í tilefni
afmœlisins?
- í fyrsta lagi verður afmælis-
hátíð í Háskólabíói þann 25. fe-
brúar með fjölbreyttri dagskrá.
Þá er gefinn út sérstakur bækling-
ur um safnið í tilefni afmælisins.
Einnig mun koma út bók um
rannsóknir þær sem gerðar hafa
verið á fornleifauppgreftri í Skál-
holti á vegum safnsins. Þing-
mönnum verður sérstaklega boð-
ið að skoða safnið á afmælisdeg-
inum og svo stendur einnig til að
stofna sérstakt vinafélag Þjóðm-
injasafnsins á þessum tíma-
mótum í sögu þess.
Þá má einnig geta þess að nú
stendur yfir teiknisamkeppni á
vegum skólabarna, þar sem verk-
efnið er að teikna eitthvað sem
tengt er fortíðinni. Og á hverju
kvöldi sjá sjónvarpsáhorfendur
nú mynd af einhvejum mun úr
eigu safnsins í dagskrárlok. Slík
mynd verður á dagskrá út allt af-
mælisárið.
Þjóðviljinn óskar starfsfólki og
landsmönnum öllum til hamingju
með 125 ára afmæli Þjóðminja-
safnsins. -ólg
REYKJMtÍKURBORG
JÍCUíMSl Stö4u%
Trésmiðja
Rey kjavíku rborgar
Óskar að ráða trésmiði. Þurfa að vera vanir við-
haldi og vélavinnu. Mikil vinna framundan.
Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra borg-
arverkfræðings, Skúlatúni 2, sími 18000.
Borgarspítalinn
Grensásdeild
Breytt símanúmer
Frá og með 21. febrúar gengur í gildi nýtt síman-
úmer á Grensásdeild.
Nýja símanúmerið er 696710.
Starfsmaður á sviði
félagsmála
Öryrkjabandalag (slands og Landssamtökin
þroskahjálp auglýsa eftir starfsmanni til að vinna
að sameiginlegu verkefni á sviði félagsmála.
Um er að ræða sérstaka áætlun beggja samtak-
anna sem lýtur að fræðslu- og kynningarmálum,
tengslum við aðildarfélög um land allt, sem og
skipulagningu ýmiss konar samkomuhalds,
námskeiða og fleira.
Leitað er að starfsmanni sem hefur einhverja
þekkingu á málefnum fatlaðra, reynslu af félags-
málum, er reiðubúinn að vinna sveigjanlegan
vinnutíma og ferðast um landið.
Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu Lands-
samtakanna þroskahjálpar, Nóatúni 17, Reykja-
vík, fyrir 1. mars n.k. Nánari upplýsingar veitir
Halldóra Sigurgeirsdóttir í síma 91-29901.
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
St. Jósefsspítali, Landakoti, býður ákjósanlegan
vinnustað í hjarta borgarinnar. Góðar strætis-
vagnaferðir í allar áttir.
Okkur vantar hjúkrunarfræðinga á eftirtaldar
deildir:
Handlækningadeild l-B, sem er eina augndeild
landsins.
Handlækningadeild ll-B, sem er lítil almenn
deild.
Handlækningadeild III- B, almenn deild.
BARNADEILD, unnið er eftir einstaklingshæfðri
hjúkrunaráaetlun.
HAFNARBÚÐIR, sem er öldrunardeild, þar vant-
ar næturvaktir en aðrar vaktir koma einnig til
greina.
VÖKNUN, þar er dagvinna.
Fóstru vantar á leikstofu barnadeildar. Einnig
vantar yfirfóstru á barnaheimilið Litlakot, sem
er með börn á aldrinum 1-3 ára.
Reykjavík 18/2 1988
Föstudagur 19. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7