Þjóðviljinn - 21.02.1988, Page 8
ur. Þá þótti ekki síður ástæða til
að rjúfa þá leynd og feimni, sem
jafnan hefur fylgt boðsferðum af
þessu tagi. Og sá sem þetta skrif-
ar lenti í þeirri undarlegu reynslu
að þiggja 280 bandaríkjadali í far-
areyri af Menningarstofnun
Bandaríkjanna og horfa á frétta-
menn Ríkisútvarpsins gera það
sama. Takið eftir: fréttamenn ís-
lenska Ríkisútvarpsins þiggja 280
bandaríkjadali í farareyri af
Menningarstofnun Bandaríkj-
anna til þess að kosta uppihald
sitt í mikilvægri fræðsluferð um
grundvallaratriði í öryggismálum
íslensku þjóðarinnar. Þetta þykir
hin sjálfsagða regla á íslandi og
hefur viðgengist allt frá 1949, og
hún staðfestir enn að íslendingar
eru ekki búnir að yfirstíga þá
þóttafullu vanmetakennd sem
einkennir spillt dekurbörn innan
Er það réttlætanlegt að Þjóð-
viljinn þiggi boð Menningar-
stofnunar Bandaríkjanna um
kynnisferð til höfuðstöðva Atl-
antshafsbandalagsins?
Er það réttlætanlegt að blaða-
maður Þjóðviljans láti banda-
ríska aðila leiða sig í gegnum
innviði NATO og útlista starfs-
hætti bandalagsins og pólitíska og
hernaðarlega stefnumótun þess?
Þetta eru eðlilegar spurningar,
en svarið við þeim liggur ekki eins
í augum uppi og ætla mætti.
Það er pabbi
sem borgar
Eins og margoft hefur verið
rakið hér í blaðinu í gegnum árin,
þá hafa íslendingar ekki verið
þess umkomnir að móta sér
stefnu í utanríkismálum sem
fullvalda þjóð allt frá því að
landið gekk í Atlantshafsbanda-
lagið á sínum tíma. Segja má að
lýðveldið hafi verið þroskaheft á
þessu sviði allt frá því að það í
frumbernsku sinni leitaði forsjár
stórabróður í Washington, sem
oft hefur síðan þurft að beita
þennan ófullvaxta ungling upp-
eldisaðferðum sem minna á það
hvernig foreldrar umgangast
spillt og ofdekruð börn sín. Þetta
kemur meðal annars fram í því að
allt frá því að íslendingar gerðust
þátttakendur í þessu bandalagi
við stofnun þess árið 1949 hafa
bandarísk stjórnvöld séð um að
miðla upplýsingum til almenn-
ings hér á lanai um þennan
hryggjarlið í öryggismálum okkar
íslendinga, án þess að íslensk
stjórnvöld kæmu þar nokkuð
nærri í öðru hlutverki en betlar-
ans og hermikrákunnar.
í áraraðir hefur það tíðkast að
bandarísk stjómvöld hafi boðið
útvöldum íslenskum blaða-
mönnum og öðrum völdum hóp-
um í þjóðfélaginu í siíkar
„NATO-ferðir“ eins og þær hafa
verið kallaðar, í því skyni að mata
íslendinga á upplýsingum um ör-
yggishagsmuni sína. Þar hefur
verið um hreina einokun að
ræða, rétt eins og ísland væri ekki
fullgildur aðili að þessu bandalagi
eins og hver önnur aðildarþjóð
og væri ekki fullburðugt til að
velja sjálft sína fréttamenn til-
slíkrar upplýsingamiðlunar fyrir
þjóðina. Rétt eins og það væri
ekki í verkahring íslenskra
stjómvalda að leggja mat á starf
bandalagsins og þýðingu þess
fyrir öryggishagsmuni þjóðarinn-
ar og leiðbeina íslenskum blaða-
mönnum um innri starfsemi þess
og stefnumótun. Stefnan hefur
verið sú að öryggi okkar og upp-
hefð komi frá Bandaríkjunum og
að Bandaríkjamenn væru þeir
einu sem skildu öryggishagsmuni
okkar og væra þess megnugir að
mata okkur á upplýsingum um þá
og velja sér fjölmiðla í því skyni.
Þjóðviljanum hefur einu sinni
áður verið boðið í „N ATO-ferð“.
Það var fyrir fjóram árum eða
svo. Það var Einar Karl Har-
aldsson, þáverandi ritstjóri
blaðsins, sem þá fór í slíka kynn-
isferð, en á síðustu stundu var
ferðaáætluninni breytt og í stað
þess að skoða höfuðstöðvar
NATO í Brússel var haldið til
Berlínar og Oslóar. Það var fyrst
nú í þessari ferð sem ég frétti,
eftir heimildum sem ég treysti,
ástæðuna fyrir þessari skyndiíegu
breytingu á ferðaáætlun þeirrar
sendinefndar. Þegar íslenska
fastanefndin hjá NATO frétti að
ritstjóri Þjóðviljans væri væntan-
legur í höfuðstöðvar bandalags-
ins kom hún í skyndingu í veg
fyrir að svo mætti verða. Þetta
höfuðvígi íslenskra öryggismála
vgr ekki opið öllum íslendingum,
að mati íslenskra stjómvalda.
Ritstjórn Þjóðviljans hefur
haft þann skilning að til þess að
hægt sé að mynda sér skoðun á
jafn brennandi máli,og öryggis-
málum þjóðarinnar þurfi að afla
þekkingar. Eintiig þekkingar á
innviðum NATO og þeirri starf-
semi sem þar fer fram. Þess vegna
var ákveðið áð þiggja þetta boð
þrátt fyrir unaarlegar ytri aðstæð-
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. febrúar 1988
sig, því sem ég sat í flugstjórnar-
klefanum aftan við flugstjórann
og virti fyrir mér flóttann sem
brast á mávagerið yfir togaran-
um, þá rak ég allt í einu augun í
tvö skilti sem voru spönn frá nefi
mínu á vinstri hönd flugstjórans:
„Missile ready“ og „Missile fire“
- flugskeyti reiðubúið og flug-
skeyti skjóta. Þetta voru takkarn-
ir sem ýta skal á þegar stríðið er
skollið á og granda skal kafbátn-
um sem búið er að staðsetja.
Orion-vélarnar geta semsagt
borið flugskeyti undir vængjum,
og það kjarnorkuflugskeyti ef því
er að skipta. En flugskeytag-
eymslurnar voru hins vegar tóm-
ar í þessari ferð.
Lítil þægindi eru um borð í
þessum vélum, þótt stórar séu.
Vélin var full af tækjabúnaði; rat-
sjártækjum og háþróuðum
Nú mega Rússarnir fara að vara sig: eldflaugatakkar í stjómklefa Orion P-3 vélarinnar. Ljósm. ólg.
við fermingaraldurinn: Það er
pabbi sem borgar.
í kafbátaleit
á Selvogsbanka
„Þetta eru spennandi tímar til
þess að heimsækja höfuðstöðvar
NATO,“ sagði bandaríski próf-
essorinn sem flutti okkur fyrsta
fyrirlesturinn í Menningarstofn-
uninni við Neshagann. Það var
tveim dögum áður en við stigum
um borð í Orion P-3 kafbáta-
leitarflugvélina á Keflavíkurflug-
velli sem flutti okkur átta íslenska
blaðamenn og tvo starfsmenn
Menningarstofnunarinnar,
ásamt blaðafulltrúa herliðsins í
Keflavík, til Brússel. Ferðin sjálf
var merkileg reynsla, því aldrei
hafði ég komið í þvflíkan farkost
fyrr. Þetta er fjögurra hreyfla
skrúfuþota af Lockheed gerð,
sem notuð er til þess að leita uppi
kafbáta undir yfirborði sjávar.
Innanborðs er fjöldi hlustunar-
dufla sem hægt er að varpa í sjó-
inn þar sem von er á kafbátaum-
ferð. Duflin geta stefnumiðað
kafbátana, og með því að kasta
niður nægilega mörgum duflum
getur vélin staðsett kafbát nák-
væmlega upp á gráðu. Engum
hlustunarduflum var kastað nið-
ur í þessari ferð, en hins vegar
komu flugstjórarnir fljótiega
auga á dularfullt fley, sem sigldi í
miðju fuglageri einhvers staðar
úti á Selvogsbanka. Flugið var
skyndilega lækkað og í djúpum
og kröppum beygjum hnituðum
við hringi yfir íslenskum skutto-
gara sem var að draga inn trollið.
Þarna hefðu Rússarnir mátt vara