Þjóðviljinn - 21.02.1988, Side 14

Þjóðviljinn - 21.02.1988, Side 14
eftir Einar Má Jónsson íslensk þjóðmenning i Útgefandi bókaútgáfan Þjóðsaga 1987 Nú fyrir jólin kom út hjá bóka- útgáfunni Þjóðsögu fyrsta bindið af níu binda verki, sem ber heitið „íslensk þjóðmenning". Um til- drög þessarar útgáfu er þess getið í formála, að það hafi verið eitt fyrsta verk Hafsteins Guðmunds- sonar, forstjóra Þjóðsögu, í prentiðnaði að handsetja „ís- lenska þjóðhætti“ eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili árið 1934 og hafi hann síðan lengi dreymt um að koma út viðamiklu verki í svipuðum dúr. Bæði titill verks- ins og yfirlitið yfir efni bindanna níu sýna þó, að hér er miklu meira færst í fang en það eitt að fjalla um íslenska þjóðhætti, hvernig sem það orð er víkkað út: virðist ritinu ætlað að fjalla ítar- lega um helstu þætti íslenskrar menningar fyrr og síðar og um- gerð hennar, landið sjálft. Þessi útgáfa er því hið gagnmerkasta framtak, og sýnir fyrsta bindið að fátt er sparað til að gera verkið sem best úr garði: fengnir hafa verið færustu sérfræðingar á hverju sviði og birt er mjög mikið af vönduðu myndefni greinum þeirra til skýringar og viðbótar. (Ég get þó aldrei fellt mig al- mennilega við þann íslenska stíl, sem hér skýtur einstaka sinnum upp kollinum, að hafa litmyndir mjög dökkar; þeir sem aðhyllast hann ættu að lesa það sem Ás- grímur segir um svipaðan stíl í myndlist í Danmörk um alda- mótin.) Uppruni og umhverfi Fyrsta bindið, sem nú hefur séð dagsins ljós, er e.k. inn- gangur að öllu verkinu. Hefst það á „forleik", þarsem Haraldur Ól- afsson reynir að ímynda sér hvernig sigling landnámsmanna (Skalla-Gríms og fjölskyldu hans) frá Noregi til íslands muni hafa gengið, en síðan eru tvö meginverkefni tekin til ítarlegrar athugunar; uppruni íslensku þjóðarinnar á landnámsöld og landið sjálft og skilyrði þess, bæði eins og landnámsmenn fundu það og eins og það breyttist síðan í rúmar ellefu aldir. Uppruni íslendinga hefur tals- vert verið á dagskrá undanfarin ár, en að því er ég best veit er þetta í fyrsta skipti sem reynt er að fjalla um málið frá sem flest- um hliðum og draga saman í einn stað helstu kenningar og rann- sóknir sem gerðar hafa verið. Fjallar Stefán Aðalsteinsson um „líffræðilegan uppruna“ íslend- inga og um uppruna húsdýra; Þór Magnússon um vitnisburð forn- minja og Haraldur Ólafsson um norska og íslenska samfélags- skipan. Er það niðurstaða höf- undanna, að sú hefðbundna kenning að íslendingar séu að yf- irgnæfandi meirihluta af nor- skum uppruna eigi fyllilega við rök að styðjast. Þessum þætti bókarinnar lýkur svo á hugl- eiðingum Haralds Ólafssonar um upphaf íslandsbyggðar, ástæður víkingaferða og skipakost og sig- lingatækni landnámsmanna. Um þann þátt verksins sem fjallar um umhverfi landsmanna, landið og skilyrði þess, gegnir sama máli, að þar er dregið sam- an í einn stað mikið af upplýsing- um, sem annars staðar eru dreifðar. Er það yfirlit yfir jarð- sögu og myndun fslands eftir Þor- leif Einarsson, lýsing á lífríkinu eftir Sturlu Friðriksson og athug- un á veðurfari, breytingum á því á sögulegum tíma og tengslum þess og lífríkisins eftir Pál Berg- þórsson. Þótt þessir kaflar séu hinir fróðlegustu finnst mér eitt vanta á að þar komi fram skýr mynd af umhverfi þjóðarinnar: ítarlegt yfirlit í tímaröð um það sem hægt er að vita um eldvirkni á sögulegum tíma og afleiðingar hennar. Væri slíkt yfirlit gagnleg viðbót við það sem sagt er um breytingar á loftslagi og lífríki og reyndar nauðsynleg til að sýna þróun umhverfisins í heild. Hins vegar bætist það við myndina, að á eftir þessum náttúrufræðiköfl- um kemur mjög rækilegt yfirlit eftir Hörð Ágústsson yfir þróun íslenska torfbæjarins, sem hér er sem sé talinn tii umhverfisins eins og hafísar, lægðir, mýrar og jarð- skjálftar, og kann það að koma ýmsum á óvart. En þessi skil- greining er vitanlega fyllilega verjandi, enda telur höfundur að {iróun torfbæjarins sé viðbrögð slendinga við því versnandi ár- ferði sem Páll Bergþórsson lýsir, og er þessi kafli hinn lengsti í bók- inni og kannski hinn nýstárlegasti um leið. Honum fylgir styttri kafli eftir Guðmund Ólafsson um ljósfæri og lýsingu. En þótt yfirlitsrit af þessu tagi sé ítarlegt - og ritstjórinn Frosti F. Jóhannsson hafi hér unnið gott starf við að reyna að draga upp sem fyllsta heildarmynd af jiví sem nú er best vitað um þessi fræði, - liggur í hlutarins eðli að hvaða yfirlit sem er hlýtur jafnan að vera stundlegt og bundið þeim tíma þegar ritið er tekið saman, því að öll þessi fræði eru stöðugt að þróast, ný atriði að koma í ljós, viðhorfin og túlkunin að breytast o.s.frv. Hörður Ágústs- son tekur líka fram í grein sinni, að hann vonist til að gera þessu efni miklu ítarlegri skil síðar. Af þessum ástæðum verður þetta 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. febrúar 1988 verk tilefni til ýmislegra hugleið- inga, og skyldi enginn líta á þær sem gagnrýni á nauðsynlegu og ágætu safnriti. Sagnfrœðingurinn fjarstaddur Ekki er fjarri lagi að líta svo á, að þetta fyrsta bindi sem nú er komið út sé á margan hátt hlið- stætt fyrsta bindinu af „Sögu ís- lands“ sem Þjóðhátíðarnefnd stóð fyrir 1974: í báðum ritunum er sem sé fjallað um umhverfið, jarðsögu íslands (af sama manni) og sambúð lands og lýðs, og svo um landnámið. Sá er þó munur- inn að í þetta fyrsta bindi af „ís- lenskri þjóðmenningu" skrifar enginn höfundur sem beinlínis er hægt að kalla sagnfræðing. Ein- faldast væri að skýra þetta á þann hátt, að þar sem þetta síðar- nefnda rit á ekki að vera menn- ingarsaga og því síður íslands- saga, heldur yfirlit yfir íslenska þjóðhætti og menningu fyrr og nú, sé ekki þörf á því að segja enn einu sinni sögu landnámstímans, þjóðveldisins, Sturlungaaldar o.þ.h., en mér er þó nær að halda, að þessi fjarvera sagnfræð- inga sé á vissan hátt táknræn fyrir það hvernig fræði þeirra eru stödd. Á íslandi hefursagnfræðin nefnilega löngum verið í eins konar úlfakreppu milli þriggja voldugra og rótgróinna fræði- greina; bókmenntafræðinnar, náttúrufræðinnar (é.t.v. einkum jarðfræðinnar) og þjóðháttafr- æðinnar, og hafa þær þjarmað að henni og sölsað undir sig efnivið hennar á ýmsa vegu og hver á sinn hátt. Það er gjarna sagt að „sagan byggist á rituðum heim- ildum“, en þegar íslenskir sagn- fræðingar fara að fást við forn- sögur, rekast þeir strax á vanda- málið um heimildagildi þeirra - að hvaða leyti eru þær sannfræði og að hvaða leyti eru þær skáld- skapur? - þannig að þeir vita ekki hvað þeir eiga við þær að gera, lenda í vandræðum og verða um síðir að láta bókmenntafræðing- um megnið af þeim eftir, - eða gerast bókmenntafræðingar sjálf- ir. Þar sem heimildir eru traustar (t.d. víða í Sturlungu) virðist lítið eftir fyrir sagnfræðinginn annað en endursegja þær. - Eitt merk- asta framlag íslendinga til sagnf- ræðivísinda er sú samtvinnun sögu og jarðfræði, sem þeir hafa stundað, en á því sviði eru það jarðfræðingar sem hafa haft for- ystuna og hafa þeir því nánast gert sagnfræðina að hjálpargrein í sínum fræðum og hirt úr henni það sem nýtilegt var. - Þannig hafa þjóðháttafræðingar einnig farið með gamlar heimildir: hirt úr þeim sitthvað sem sagnfræð- ingar vissu aldrei almennilega hvað þeir áttu við að gera. Nú hefur sagnfræði vitanlega þróast á fslandi, en það eru einkum af- markaðar greinar hennar, svo sem verslunarsaga eða stjórn- mála- og atburðasaga síðustu alda, sem hafa getað náð sér á strik. Fyrir ofurgang risanna þrig- gja, sem ekki er heiglum hent að etja kappi við, hefur sagnfræðin annars oftlega lent í því hlutverki að verða e.k. neðanmálsgreinar við fornsögur, og það sem er sýnu alvarlegast: hún hefur átt í mestu erfiðleikum með að afmarka sitt eigið sérsvið, sín eigin lögmál og sínar eigin aðferðir, og hefur oft mótast af viðhorfum, sem eiga ætt og óðul innan vébanda ann- arra vísindagreina. Af þessum ástæðum er ekki nema eðlilegt að þegar mættir eru galvaskir til leiks jarðfræðingur, veðurfræð- ingur, mannfræðingur o.fl. sé ekki mikið að gera fyrir sagnf- ræðing nema þá helst að hlaupa fyrir þá út í sjoppu og sækja kók og appelsín. Sennilega væri þó hægt að fela honum önnur hlutverk. Sagn- fræðingur ætti nefnilega að geta bætt við þessi fræði alveg sér- stakri vídd, sem er hans eigið sér- svið og framlag: ef allt væri með felldu og hann stæði í stöðu sinni, ætti verkefni hans að vera stund-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.