Þjóðviljinn - 21.02.1988, Qupperneq 15
legt mannlíf í sínu umhverfi og
með öllum sínum flækjum frá
sjónarmiði tímans. Fylgir því
bæði að sjá sérleika hverrar
stundar, sem er ekki nema einu
sinni og hefur bundna fortíð en
opna framtíð, og svo að rekja
hvernig fyrirbæri stundarinnar
breytast síðan og þróast í tímans
rás. Þessi ákveðna yfirsýn leiðir
gjarna til þess að sagnfræðilegum
skýringum reynist nauðsynlegt
að hafna einföldu orsakasam-
hengi af því tagi sem raunvísindi
taka góð og gild á sínum sviðum.
Nú er ekki svo að skilja, að
þetta sagnfræðiviðhorf vanti með
öllu í fyrsta bindi „íslenskrar
þjóðmenningar". Haraldur Ól-
afsson sýnir t.d. fram á það að
sagnir um að víkingar hafi fundið
ísland í hafvillu og fyrir tilviljun,
eiga ekki við rök að styðjast: fyrir
samspil margra atriða úr fortíð og
samtíð hlutu íbúar á nyrstu svæð-
um Bretlandseyja á níundu öld
að hafa veður af því að land var
einhvers staðar í norðvestri, og
þegar víkingar tóku að gerast
hagvanir á þessum slóðum hlaut
sú vitneskja að síast til þeirra. í
grein sinni um jslenska torfbæinn
rekur Hörður Ágústsson hægfara
þróun hans (sem myndi sennilega
flokkast undir „langtímafyrir-
bæri“ samkvæmt skilgreiningum
franskra sagnfræðinga) og þau
rök sem eru að baki henni frá
hreinu sagnfræðisjónarmiði. En
sums staðar ber minna á þessari
ákveðnu vídd sagnfræðinnar og
skulu nú nefnd tvö dæmi um það,
hvort úr sínum hluta þessa fyrsta
bindis.
Fyrra dœmið:
uppruni
íslendinga
Sú er niðurstaða greinahö-
funda, að þrátt fyrir eitthvert
„keltneskt ívaf“ séu íslendingar
komnir að meginhluta frá Nor-
egi, og er hún byggð á rannsókn-
um á fjórum mismunandi svið-
um: erfðaeiginleikum
mannfólksins á Skerinu, svo og
erfðaeiginleikum þeirra ferfætli-
nga sem í kringum það og undir
því hoppa, fornminjum frá
landnámsöld og norskri og ís-
lenskri samfélagsskipan frá mið-
öldum. Virðast niðurstöður
rannsóknanna víða traustar. En
er nú víst að málið sé svona ein-
falt, þannig að unnt sé að leggja
að jöfnu rannsóknir á þessum
sviðum og skilgreina „uppruna“ í
einni setningu?
Á okkar vísindaöld hneigjast
menn gjarna til að taka sérstakt
mark á niðurstöðum raunvísinda,
eins og erfðafræði manna og
málleysingja. Ég verð þó að
viðurkenna, að þau rök sem talin
eru í greinum þessa bindis um slík
efni virkuðu mjög mismunandi
traustvekjandi á mig: það var
eins og ekki væri gerður fullur
greinarmunur á niðurstöðum úr
umfangsmiklum og endurtekn-
um rannsóknum, takmörkuðum
mælingum og jafnvel „meining-
um“ einhvers fræðings. Nú vill
svo til að síðan 1940 hafa verið
gerðar ítarlegar rannsóknir á
blóðflokkum Islendinga og hefur
komið í ljós að hundraðshlutfall
O-flokksgena er ólíkt því sem
finnst í Noregi en hins vegar
nauðalíkt því sem finna má á ír-
landi og Norður-Skotlandi. Um
tíma þótti þessi niðurstaða benda
til þess að Islendingar væru í mun
meira mæli en áður hafði verið
talið af „keltneskum uppruna".
Þessari kenningu hafnar nú Stef-
án Aðalsteinsson og vísar til
rannsókna bandarísks erfðafræð-
ings frá 1984, sem ná til fleiri
blóðgerða en áður hafði verið
fjallað um (en hljóta samt að
öðru leyti að vera takmarkaðri en
fyrri blóðflokkarannsóknir, sem
búið var að margendurtaka um
allt land með mismunandi úr-
taki), og benda til þess að íslend-
ingar séu að 86% af norrænum
uppruna „og þá keltneskt ívaf
14%Til að útskýra hvers vegna
O-flokksgen eru svo miklu tíðari
á íslandi en í Noregi bendir Stef-
Kort þetta birtist með grein
Jean Bernardo og Jacques Ruffi-
és, sem hér er nefnd: þau svæði
þar sem hlutfallstala O-
flokksgena er yfir 70% eru af-
mörkuð með brotinni línu, en
einnig eru merktar inn á kortið
breytingalínur (ísógen) á hlut-
fallstölu AB-flokkanna. Eins og
sjá má eru Korsíkumenn og Sar-
diníubúar einnig meðal þeirra
sem hafa háa hlutfallstölu O-
flokksgena: það lá nú að því að
íslendingar og hinir hefndar-
glöðu eyjarskeggjar á Korsíku
væru skyldir...
D
„Hver er svo niðurstaðan af öllu þessu? Hún er helst
sú, að orðið „uþpruni" hefur verið skilgreint ó allt of
þröngan hótt. Á fyrstu tímum íslandsþyggðar voru
landsmenn hluti af stórri heild, sem var mjög
fjölþreytt og ótti langa sögu að Paki. Hún nöði yfir
Noreg, Fœreyjar, Suðureyjar, Grœnland og enn
fleiri lönd. Sagan um „uppruna" íslendinga er
kannski fyrstog fremstsagan um það hvernig
þessi heild rofnaði, hvernig losnaði þö um tengsl
íPúa íslands við þau lönd, sem óður höfðu verið
hluti af henni, og hvaða Prot af þessari heild
varðveittust ö íslandi og urðu þar að sjólfstœðri
þjóðar- og menningarheild".
án Aðalsteinsson á, að bólusótt-
arfaraldrar kunni að breyta
hlutfallinu og setur fram formúlu
fyrir því hvernig norsk hlutföll á
Islandi á landnámsöld hafi getað
breyst í þau hlutföll sem nú eru á
landinu.
Það liggur í hlutarins eðli að
formúlur af þessu tagi eru ágætar
til að sýna breytingu, sem menn
vita að hefur átt sér stað, en ekki
eins traustar til að leiða rök að því
að breyting hafi orðið. Það kem-
ur hvergi fram í grein Stefáns Að-
alsteinssonar að hann hafi stuðst
við rannsóknir Frakkanna Jean
Bernard og Jacques Ruffiés á
blóðflokkum í Vestur-Evrópu,
sem þeir skýrðu m.a. frá í grein
sem birtist í tímaritinu „Annales"
1976 (með ýmsum tilvísunum).
Ef eitthvað er að marka niður-
stöður þeirra, bregða þær talsvert
nýju ljósi á skiptingu þjóða eftir
bíóðflokkahlutföllum. Þeir telja
sem sé að skipta megi landssvæð-
um í Vestur-Evrópu í tvennt:
svæði þar sem hlutfallstala O-
flokksgena er lægri, eins og í Nor-
egi og reyndar víðast í álfunni, og
svæði þar sem hlutfallstala O-
flokksgena er hærri, eða yfir
70%, en það eru einkum jaðar-
svæði og eyjar vestast og syðst í
Vestur-Evrópu. Þær þjóðir eða
þjóðabrot sem hafa þessa háu
hlutfallstölu O-flokksgena eru
einkum Baskar (73%), Bretónar
og Normannar, íbúar Norður-
Wales, írar og Skotar og svo ís-
lendingar. Samkvæmt korti sem
fylgir grein Stefáns Aðalsteins-
sonar er hlutfallstala O-blóð-
flokksgena 78% á Suður-írlandi,
72-80% í nyrðri hlutum Skot-
lands, 76% á Færeyjum og 75% á
íslandi (en 61-66% íNoregi). Nú
benda rannsóknir Bernards og
Ruffiés í Suðvestur-Frakklandi
til þess að hlutfallstala O-
blóðflokksgena sé hæst í kjarna
Baskalandsins (73%) og lækki
þegar út fyrir það svæði er komið
en fari þó ekki niður fyrir 70%
fyrr en norðan við Bordeaux og í
grennd við Toulouse í austri.
Sams konar „útþynningu“ virðist
vera að finna á Bretlandseyjum.
Þessar niðurstöður renna því
stoðum undir þá kenningu
Frakkanna (þótt ýmsar bolla-
leggingar þeirra um málvísindi og
mannfræði séu ekki alltaf
traustvekjandi), að þær þjóðir
sem hafa háa hlutfallstölu O-
flokksgena séu „jaðarþjóðir"
sem aðrar þjóðir hafí smám sam-
an þröngvað undan sér - út á
skaga og eyjar eða upp í fjalla-
svæði. Telja þeir að fyrrnefndu
þjóðirnar séu afkomendur eldri
íbúa álfunnar, en hinar síðar-
nefndu innrásarmenn, sennilega
úr austri, og geta menn tekið þá
kenningu til greina án þess að
tengja þessar þjóðir endiiega við
ákveðin tungumál eða mála-
flokka, því að vel getur verið að
þær hafí skipt um mál og það oft-
ar en einu sinni.
Ef hin háa hlutfallstala O-
flokksgena á íslandi væri einstakt
fyrirbæri eða svo til, lægi beint
við að líta svo á að breyting hafi
orðið og leita skýringa á henni og
setja upp formúlur. Það er hins
vegar erfíðara, þegar þessi sér-
staða íslendinga (miðað við
Norðmenn) skipar þeim í sveit
með öðrum Evrópuþjóðum (sem
ekkert útilokar a priori að þeir
geti verið skyldir) og er reyndar
hluti af útbreiddu fyrirbæri í jað-
arsvæðum Vestur-Evrópu, sem
er rökrétt og hægt að skýra: væri
það talsverð tilviljun að alveg sér-
íslensk fyrirbæri (þeir ákveðnu
bólusóttarfaraldrar sem Stefán
nefnir) hefðu haft nákvæmlega
þessar afleiðingar. Það er því
greinilegt að málið þarfnast enn
ítarlegri og víðtækari rannsókna,
og svo er eftir að túlka þær niður-
stöður sem þá kunna að fást.
Um aðra þætti þessarar upp-
runarannsóknar er hægt að vera
fáorður. Þær rannsóknir á kyn-
stofnum og erfðaeiginleikum
húsdýra sem vitnað er til, eru
ekki alltaf mjög sannfærandi, en
þó skiptir annað miklu meira
máli: ekki er gert ráð fyrir því að
húsdýrin kunni að hafa verið af
öðrum uppruna en mannfólkið.
Það er þó augljóst að bóndi, sem
varð að flytjast búferlum frá
Vestur-Noregi til íslands með
alla sína fjölskyldu; konur, hjá-
konur, kalkaðan afa, húskarla,
þernur og fyrirferðarmikla ó-
megð, alls kyns muni og áhöld,
gat ekki haft mjög mikið
skipsrými aflögu fyrir ferfætli-
nga, enda ekki tími til að annast
um mikinn búsmala meðan mest
lá á því að finna nýtilegt land,
byggja hús, koma sér fyrir, o.þ.h.
Þess vegna hlaut að vera mikill
gróðavegur fyrir framtakssama
kaupahéðna að flytja húsdýr til
landsins og selja þau þar á upp-
sprengdu verði eins og löngum
hefur tíðkast, og þurfti sá flutn-
ingur ekki nauðsynlega að vera
frá sömu slóðum og landnemarn-
ir komu frá. Um samfélagsskip-
anina má segja, að ekki þarf vitn-
isburð fornsagna til að sjá að hún
var beinlínis innflutt frá Noregi
nokkrum áratugum eftir að
landnám hófst, og má ekki rugla
saman „uppruna“ og pólitískum
vilja frumbýlinga í landi án hefð-
ar: þetta tvennt er áreiðanlega
tengt, en ekki er gefið fyrirfram
hver þau tengsl hafa verið.
Hver er svo niðurstaðan af öllu
þessu? Hún er helst sú, að orðið
„uppruni" hefur verið skilgreint á
allt of þröngan hátt. Á fyrstu tím-
um íslandsbyggðar voru lands-
menn hluti af stórri heild, sem var
mjög fjölbreytt og átti langa sögu
að baki. Hún náði yfir Noreg,
Færeyjar, Suðureyjar, Grænland
og enn fleiri Iönd, innan hennar
voru svæði þar sem menn af norr-
ænu bergi brotnir bjuggu í nábýli
við Semsveina, íra, Pikta o.fl. og
blönduðust við þá. Þar voru
svæði sem höfðu sinn sérsvip og
kannski sérhefðir, en samt virðist
hafa verið talsvert rót og flakk á
mönnum og ýmsir straumar fram
og aftur um heildina. Sagan um
„uppruna" íslendinga er kannski
fyrst og fremst sagan um það
hvernig þessi heild rofnaði,
hvernig losnaði þá um tengsl íbúa
íslands við þau lönd, sem áður
höfðu verið hluti af henni, og
hvaða brot af þessari heild varð-
veittust á íslandi og urðu þar að
sjálfstæðri þjóðar- og menningar-
heild. Til þess að rekja alla þessa
þætti hygg ég að nokkur stuðn-
ingur væri af viðhorfí sagnfræð-
innar og aðferðum.
Síðara dœmið:
samspil umhverfis
og þjóðar
Seinna dæmið sem hér verður
nefnt er samspil þjóðarinnar og
umhverfisins. Greinahöfundar
lýsa mjög vel skilyrðum landsins í
upphafi og ýmsum breytingum
sem orðið hafa á umhverfinu síð-
an á landnámsöld, og setja þeir
dæmið gjarna upp sem einfalt
samspil eða víxlverkun milli
slíkra breytinga í náttúrunni og
viðbragða landsmanna: litið er
t.d. á þróun gangabæjarins sem
viðbrögð við versnandi árferði og
eldiviðarskorti. En einn þáttinn
vantar þó í þessa mynd og það er
hugmyndaheimur, tilfinningar og
hugarfar þeirra sem í landinu
búa: menn bregðast nefnilega
ekki beint við margvíslegum
fyrirbærum náttúrunnar, heldur
bregðast þeir við þeim hugmynd-
um sem þeir gera sér um þau og
þeim tilfinningum sem þau vekja.
Á vissum tímum álitu menn að
landbrú væri frá Norður-Noregi
til Grænlands og jafnvel að Atl-
antshafíð væri e.k. innhaf: hvaða!
áhrif skyldu slíkar hugmyndir!
hafa haft á siglingar á norðurslóð-
um? Hvaða áhrif skyldi trú á álfa,
vatnabúa, tröll og álagabletti -
sem enn í dag getur stöðvað fram-
kvæmdir - hafa haft á búskapar-
hætti, ferðir manna og landnýt-
ingu yfirleitt? Vera má að þetta
verði tekið til umfjöllunar í síðari
bindum verksins, en efnisskráin
bendir þó til þess að slík atriði
verði þá rannsökuð í sjálfu sér en
ekki sem þáttur - eða milliliður -
í samspili lands og lýðs. Saga við-
horfa íslendinga til landsins er
enn ósögð, og verður varla um
hana fjallað nema frá sjónarmiði
sagnfræðinnar.
Þessi tvö dæmi hygg ég að séu
nokkuð skýr, en að lokum mætti
bæta við einu atriði, sem er tals-
vert almennara eðlis. f formála
sínum reynir Frosti F. Jóhannes-
son að svara í fáum orðum spurn-
ingunni: „Hvaða tilgangi þjónar
yfirlitsrit um löngu liðna lifnaðar-
hætti í velferðarþjóðfélagi sam-
tímans?“ En svarið sem hann gef-
ur er lítt fullnægjandi: það er eins
og höföndur telji að gildi þessara
fræða sé einkum það að þau veiti
mönnum skilning á ýmsum at-
riðum í nútímanum, t.d. orðum
og orðatiltækjum, og kenni kann-
ski jafnframt „að læra og virða að
meta allsnægtir samtímans.“
Virðast fræðin þá gerð að ein-
hverri sparðatínslu (eins og
reyndar oft hefur viljað brenna
við hjá landanum) og sundur-
lausum „fróðleik" í ætt við það
sem Þjóðverjar kalla heldur niðr-
andi orði „Vielwisserei", en það
er harla þröngt og nægir heldur
ekki til að gera grein fyrir eðli
þess áhuga sem fræðin geta
auðveldlega vakið hjá lesanda.
Mig grunar að unnt væri að finna
miklu betri „réttlætingu" á þess-
um fræðum með því að skoða þau
í vídd sagnfræðinnar: líta á mann-
lífið í tímans rás, þar sem augna-
blikin geta tengst saman á marg-
víslegan hátt og orðið „samtími“
er margrætt.
e.m.j.
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15