Þjóðviljinn - 21.02.1988, Side 16

Þjóðviljinn - 21.02.1988, Side 16
!5! REYKJKMÍKURBORG ||| T JLcu&uvi Stö4*vt '1' Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Eldhús Starfsfólk vantar til starfa í eldhúsi. 75% vinna. Vinnutími kl. 8.00-14.00. Unnið aðra hverja helgi. Vakt - sjúkraliðar Sjúkraliða vantar til afleysinga í júní-ágúst. Deildarfulltrúi Staða fulltrúa á skrifstofu er laus til umsóknar. Reynsla við tölvuvinnslu æskileg. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 virka daga frá kl. 10.00-12.00. REYKJAVÍKURHÖFN Reykjavíkurhöfn óskar eftir að ráða bygg- ingarverkfræðing eða byggingartækni- fræðing til starfa í tæknideild. Verkefni: Tæknideild Reykjavíkurhafnar sér um byggingu, viðhald og rekstur hafnar- mannvirkja og annarra eigna hafnarsjóðs. Starfssvið: Starfið er m.a. fólgið í undirbún- ingi verka, framkvæmd verka með starfs- mönnum hafnarinnarog verktökum og eftirlit með framkvæmdum. Nánari upplýsingar um starfið gefur aðstoð- arhafnarstjóri í síma 28211. Umsóknir um starfið skulu hafa borist fyrir 27. febrúar n.k. Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi við stofnun sem nefndist Cité Internati- onale des Arts og var samningurinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvals- ' stofu og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endanlega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalar- gjöld, er ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg. Dvalar- gestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af hús- næði og vinnuaðstöðu og jafnframt skuldbinda þeir sig til þess að dvöl lokinni að senda stjórn Kjarvalsstofu stutta greinargerð um störf sín. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu, en stjórnin mun á fundi sínum í apríl fjalla um afnot listamanna af stofunni tíma- bilið 1. júlí 1988 - 30. júní 1989. Skal stíla um- sóknirtilstjórnarnefndarKjarvalsstofu.Tekiðerá móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í skjala- safni borgarskrifstofanna að Austurstræti 16, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum, sem gilda um afnot af Kjar- valsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 25. mars n.k. Reykjavík, 21. febrúar 1988, Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu. 4-----4 Vinnuþrœlamir Hverjir eru það sem gera okkur kleiff að stunda íþróttir? Hvernig er hóttað útbreiðslu íþrótta? Forráðamenn íþróttagrein- anna virðast vera farnir að gera sér grein fyrir því að það þarf að leggja svolítið á sig til að koma úrslitunum í blöðin. Þaðerkannski meðtilkomu lottópeninganna að hægt er að borga mönnum og konum laun fyrir að taka saman úrslit, koma þeim af stað ásamt því að kynna mótin eða keppnirn- ar. Helgarnar Um hverja helgi eru að meðalt- ali 3 leikir í handbolta, 4 í körfu- bolta, auk þess sem það eru júdó- mót, borðtennismót, blakleikir og fleira og fleira. Það er ógern- ingur fyrir blöðin að komast á alla þessa staði og vera á staðnum allt mótið. Því væri gott ef “fóstur- feður“ íþróttanna hefðu meira samstarf við íþróttafréttamenn og aðstoðuðu þá við upplýsinga- öflun. Þannig væri mögulegt að birta meira af úrslitum úr ýmsum íþróttagreinum sem ekki fá mikla umfjöllun dags daglega. Prœlarnir Eins og áður sagði hafa sum sérsambönd nú starfsmenn á skrifstofum sínum. Þetta hlýtur að létta verulega á stjórnar- mönnum sem oftast hafa staðið í því stússi í mörg ár, alltaf í sjálf- boðavinnu á kvöldin þegar þeir ættu að vera heima og kúra hjá fjölskyldunni. Þótt þessir “stjórnarþrælar“ standi í þessu í mörg ár hljóta þeir að lokum að gefast upp. Það er samt ekki auðvelt því kvíðinn fyrir því hver muni taka við af þeim og hvort það verði yfirleitt gert, nagar þá, vegna þess að þeim þykir vænt um íþróttina og vilja að hún dafni áfram. Og þegar þeir hætta vill svo fara að þeir gleymast fljótt í staðinn fyrir að samböndin ættu að dekra svolítið við þá, bjóða út að borða, gefa minningargrip, bjóða þeim að vera heiðursgestir þegar eitthvað mikið er að gerast svo að það verði hvatning fyrir aðra, sem sjá þá að það getur borgað sig að fórna sér smávegis. Er munað eftir öllum Eitthvað er þó byrjað á þessu. Fyrst kemur upp í huga mér viðurkenningin sem Frjáls- íþróttasambandið veitti Guðm- undi Þórarinssyni fyrir skömmu ásamt forstjóra fyrirtækisins Ábyrgðar. Guðmundur er líklega einn þekktasti “fósturfaðirinn"; ef ekki bara “fósturafinn", hann hefur staðið í þessu í mörg mörg ár og ætti skilið að fá ennþá fleiri viðurkenningar. Það ber þó að hafa í huga að ég mundi eftir hon- um, hvað ætli þeir séu margir sem ekki koma í ljós? Þræla árum saman við tímatöku, taka til eftir mót, skrifa jafnvel undir skuldab- réf og víxla fyrir félagið. Mér er ÍÞRÓTTA- SPEGILL minnisstæður þjálfari einn sem kenndi mér fyrir löngu. Hann var allt í öllu og þurfti nánast að standa einn í því stússi. Eitt af verkum hans var að fá góðan þjálfara í staðinn fyrir sig, en að sjálfsögðu kostaði það peninga þótt hann tæki sjálfur aldrei nein laun. Til að tryggja þennan þjálf- ara skrifaði hann undir víxla og skuldabréf. En hvað svo? Áhug- inn datt skyndilega niður í fé- laginu, nýi þjálfarinn fékk sín laun en sá gamli missti íbúðina sína. Dómararnir Það er dálítið skrýtinn þjóð- flokkur. Hverjir eru þessir menn sem nenna að láta skamma sig sýnkt og heilagt, nöldra í sér í hverjum leik og jafnvel þola per- sónulegar svívirðingar úti á götu, svo til kauplaust? Koma þessar persónur á leiki og biðja um þetta? Nei, því er alls ekki svo farið. Það eru félögin sem biðja þessa menn og konur (svo að ég fái ekki skammarbréf) að læra til dómara því að félög eiga strangt til tekið að skaffa einn dómara með hverjum flokki. Það er þekkt dæmi að bæjarfélag hér í grennd við Reykjavík sendir í knattspyrnumótin 13 flokka og ætti því með réttu að senda 13 dómara. En hvað? Það sendir í mesta lagi einn dómara. Hver á þá að dæma leiki þess félags? Þetta er algjört ábyrgðarleysi af félögunum og ef þeirra afsökun er að þeir fái ekki fólk til starfa hlýtur það að vera þeirra vanda- mál. Það ætti að banna þeim fé- lögum að segja orð við dómarann sem ekki senda eitt einasta ein- tak. Að sjálfsögðu eru margir af dómurunum alveg hundlélegir og ná oft að skemma leiki stórlega. Þetta eru menn sem ekki hafa til að bera þann siðferðilega og sálarlega styrk sem þarf, ásamt því að sinna þeirri ábyrgð sem, þessu starfi fylgir. En því færrl dómarar sem tiltækir eru, því! minni hljóta gæðin að verða. KSÍ tekur til sinna röða Knattspyrnusambandið ætlar að sinna skyldu sinni í sumar, að1 sögn Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra þess, og framfylgja reglunni um einn flokkur, einn dómari. Og það sem vekur langmesta athygli er það að KSÍ ætlar að byrja á að útiloka meistaraflokk ef ekki fylgir dómari. Það er því þannig að ef einn dómara vantar frá fé- laginu þá er það ekki 6. flokkur sem fýkur heldur meistaraflokk- ur og ég tel að á eftir því að toga almennilega í budduna sé þetta besta ráðið. Sigurður áðurnefn- dur skrifaði skemmtilega grein fyrir þónokkru þar sem yfirskrift- in var “Enginn dómari - enginnj leikur“. Stefán Stefánsson 16 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.