Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 7
Umsjón:
Lilja Gunnarsdóttir
Gallerí Borg
Hugmyndin
et
eins og
kjaftasaga
Daði Guðbjörnsson sýnir olíumyndir
og grafík
í Gallerí Borg er nýbyrjuð 8.
einkasýning DaðaGuð-
björnssonar. Á sýningunni
eru aðallega olíumyndir en
einnig nokkuð af graf ík.
Daði er fæddur 1954, og stund-
aði nám við Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands og við Ríkisaka-
demíuna í Amsterdam. Hann er
formaður Félags íslenskra mynd-
listarmanna og á sæti í safnráði
Listasafns íslands. Um mynd-
irnar á sýningunni segir Daði að
þær séu nokkurnveginn í fram-
haldi við það sem hann hefur gert
hingað til, hjá sér þróist hlutirnir
smám saman, eitthvað detti út og
annað bætist við, en hjá sér gerist
hlutirnir ekki á einum degi.
- Málverkin eru kannski ekki
svo ólík abstraktmyndum að því
leyti að hjá mér verður fyrir-
myndin aukaatriði, ég mála út frá
ákveðinni hugmynd sem svo þró-
ast í meðförum. Pað er með
svona hugmyndir eins og kjafta-
sögu sem fer um bæinn, að lokum
hefur hún kannski breyst í and-
stæðu sína. Þegar listamaðurinn
er búinn að hugsa mikið um hug-
myndina fer hún að lifa sínu eigin
lífi.
Daði Guðbjörnsson við hlið Álfkonu úr Dölum: „Ég var svo oft skotinn í stelpum úr Dalasýslunni þegar ég var yngri. Þetta
er bara ein þeirra". Mynd-Sig.
- En það eru ákveðnir hlutir
sem koma aftur og aftur upp í
hugann. Hjá mér koma fyrir fisk-
ar og penslar og konur, og aftur
riskar... og svo villist eitt og eitt
epli með. Sem dæmi um formþró-
un er hægt að taka frumstigið sem
er epli, það breytist svo í pallett-
una sem er millistigið, og loks
kemur hjartað, sem er efsta stig-
ið.
Myndirnar á sýningunni eru
flestar frá árinu 1987, sumar frá
1986 og eitthvað smávegis frá '88.
Sýningin stendur til 8. mars, og er
opin virka daga kl. 10:00 -18:00,
kl. 14:00-18:00 um helgar.
LG
Ás-leikhúsið
Höfundur í heimsókn
Margaret Johansen kemur á sýningu á Farðu ekki. - Leikhús-
ið býður áhorfendum upp á umræður eftir sýningar
Nú um helgina kemur norski
rithöfundurinn Margaret Jo-
hansen til landsins, til að vera
viðstödd sýningu Ás-
leikhússins á leikriti sínu,
Farðuekki.
Margaret Johansen er fædd
1923 og lagði gjörva hönd á margt
áður en hún sneri sér að ritstörf-
um fyrir alvöru. Leikritið Farðu
ekki er samið upp úr tveimur
bóka hennar, Det var engang en
sommer þar sem hún fjallar um
karlmanninn í hjónabandinu, og
Du kan da ikke bare gaa, þar sem
hún færir athyglina yfir á konuna.
í leiktextanum leitast hún svo við
að koma á framfæri sjónarmiðum
beggja kynjanna, tveggja ein-
staklinga fastra í vítahring ástar-
haturs sambands.
í leikritinu er tekið fyrir of-
beldi á heimilum, vandamál sem
kom fyrst upp á yfirborðið hér á
landi fyrir fáum árum, og brýn
nauðsyn reyndist vera að ræða og
reyna að gera eitthvað við. I
Farðu ekki er það eiginmaður-
inn, Andrés, sem fær útrás fyrir
vanmetakennd sína við að lum-
bra á Maríu konu sinni, sem hann
elskar og getur ekki án verið.
Hún elskar hann og óttast um
leið, getur hvorki lifað án hans né
með honum.
í>ar sem leikritið er tvímæla-
laust innlegg í umræðuna um of-
beldi á heimilum, hefur Ás-
leikhúsið tekið upp á því að bjóða
áhorfendum upp á að ræða við
leikara, leikstjóra og sérstaka
gesti leikhússins að sýningum
loknum. Pannig hafa til að
mynda tveir fulltrúar kvennaat-
hvarfsins, þær Elísabet Gunnars-
dóttir og Jenný Baldursdóttir nú
þegar mætt á sýningu og rætt við
áhorfendur að henni lokinni, auk
Hildigunnar Ólafsdóttur afbrot-
afræðings sem var gestur sýning-
arinnar á fimmtudaginn var. Á
morgun verða Kristín Waage fé-
lagsfræðingur og Margaret Jo-
hansen gestir sýningarinnar.
Fimmtudaginn 3. mars mun Sig-
rún Óskarsdóttir félagsráðgjafi
ræða við áhorfendur að lokinni
sýningu, og sunnudaginn 6. mars
Margaret Johansen
yerður Páll Skúlason heimspek-
ingur gestur sýningarinnar. LG
Leikhús
Vaxtarverkir
í Kópavogi
Unglingaleikhúsið frumsýnir nýjan
sjónleik eftir Benóný Ægisson
ígærfrumsýndi Unglinga-
leikhúsið í Kópavogi nýjan
sjónleik eftir Benóný Ægis-
son. Sýningin ferfram ífé-
lagsheimili Kópavogs, og
er liður í Kópavogsvöku
1988, sem lýkur nú um
helgina.
_j Sjónleikurinn Vaxtarverkir
O
LLÍ
eru laustengdar svipmyndir úr
lífí borgarunglinga á ofan-
c verðri tuttugustu öld, og
2 munu efnistök vera í léttari
kantinum, og ekki gert mál úr
smámunum.
Að Unglingaleikhúsinu
standa unglingar í Kópavogi á
aldrinum 14-17 ára. Félagar
eru um 20 talsins og sjá sjálfir
um hönnun og gerð búninga,
leiktjalda og annarra fylgih-
luta. Verkstjórn annast Be-
nóný Ægisson.
Hljómsveitin Tríó Jóns
Leifssonar semur og flytur
tónlistina í verkinu. Önnur
sýning verður í dag kl. 16:00.
LG
Laugardagur 27. febrúar 1988 ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 7