Þjóðviljinn - 02.03.1988, Page 2

Þjóðviljinn - 02.03.1988, Page 2
^SPURNINGIN-H Mundir þú eftir beltinu og Ijósunum í morgun? Hjördís Haraldsdóttir húsmóðir: Já, ég mundi eftir því. Sigurður Blöndal leigubílstjóri: Ég er nú ekki skyldugur til aðnota belti en Ijósin nota ég alltaf. í dag var ég þó á einkabíl og smellti því á mig beltinu. Einar Þór Arnason bifvélavirki: Já, já. Maður verður að sætta sig við þetta. Heimir Ólafsson bóndi: Já, það gerði ég. Mérfinnst mjög eðlilegt að nota beltin, ef með því er hægt að fækka slysunum. Schumann Didriksen skrifstofumaður: Já, ég gerði alveg í því að muna eftir þessu. FRÉTTIR Matvœli Efnainnjhaldið rannsakað Ólafur Reykdal: íslenskar nœringarefnatöflur tilbúnar ísumar. Nauðsynlegur grunnur fyrir neyslukannanir Pessa mánuðina er unnið að rannsókn á efnainnihaldi ís- lenskra matvæla. Aætlað er að niðurstöðurnar liggi fyrir síðar á árinu, og verða þær þá birtar á formi næringarefnataflna. - Upplýsingar um þessa hluti hafa verið of dreifðar til að vera aðgengilegar, segir Ólafur Reykdal hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins; en um síðustu áramót komst á samstarf þeirra stofnana sem eiga gögn um efna- innihald íslenskra matvæla. Þær eru: Rannsóknastofnun landbún- aðarins, Rannsóknastofnun fiski- ðnaðarins, Háskólinn, Hollustu- verndin, Manneldisráð og Skóla- þróunardeild menntamálaráðu- neytisins. - Tilgangurinn er að safna saman gögnum um efnainnihald og skrá á tölvu, og gefa síðan út næringarefnatöflur, sagði Ólafur. Hann sagðist reikna með að þessar töflur lægju fyrir þegar í sumar. - Það má segja að þetta sé fyrs- ti áfangi á þeirri leið að gera rann- sóknir á neyslu landsmanna. Neyslukannanir, athugun á því hvað fólk borðar og hvaða efni það fær úr matnum, eru annað svið, en við slíkar athuganir eru næringarefnatöflurnar nauðsyn- legur grunnur til að byggja á, sagði Olafur. Næringarefnatöflurnar munu einnig taka til aukefna og aðskot- aefna í matvælum, að sögn Ólafs. HS Epal Sértiannaðir sófar til Danmerioir Fyrirtækið Epal hf. er nú að Ijúka smíði á sérhönnuðum sóf- um fyrir hótelið Þrjá Fálka á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn. Að sögn Eyjólfs Pálssonar hjá Epal verða sófarnir sem eru stórir bogasófar tólf og tuttugusæta, settir í anddyri hótelsins á áber- andi stað og hér sé því um mikla auglýsingu fyrir fyrirtækið að ræða. Það voru dönsku hönnuðirnir Ole Kortzau og Oleg Gormsen sem fengu það verkefni að teikna sófann og þeir óskuðu síðan eftir því við Epal að fyrirtækið tæki að sér smíðina. Grindurnar voru smíðaðar á Vinnustofu ÓJ í Kóp- avogi og bólstrun unnin hjá GA- húsgögnum í Reykjavík. -Ig- Forráðamenn Epals og smiðir hjá Vinnustofu ÓJ í Kópavogi tylla sér í stóra sófann sem prýða mun anddyri hótelsins Þriggja fálka á Friðriksbergi. Mynd-Sig. Stóriðja Söluskrifstofa fyrir rafmagn Iðnaðarráðherra vill að Landsvirkjun opni sölu- ogmarkaðsskrif- stofu. Sala á raforku til stóriðju eða útflutnings Samkvæmt áliti nefndar sem iðnaðarráðherra skipaði til að athuga á hvern hátt iðnaðar- ráðuneytið kunni best að stuðla að samstarfi innlendra og er- lendra fyrirtækja hér á landi og eriendri fjárfestingu, hefur ráð- herra komið þeirri ósk á framfæri ■ við stjórn Landsvirkjunar, að sett verði á stofn sérstök sölu- og markaðsskrifstofa fyrir rafork- uframleiðslu, sem rekin verði í samstarfi við ráðuneytið. Hug- myndin með söluskrifstofunni er að afla kaupenda fyrir raforku til stóriðju eða útflutnings á ra- forku. í áliti nefndarinnar segir að margt mæli með því að gert verði átak til að leita eftir erlendri fjár- festingu og samstarfi við erlend fyrirtæki. „Með því mætti draga úr erlendum lántökum enda gæti erlent áhættufé komið í stað lánsfjár“ og um leið væri unnt að skjóta styTkari stoðum undir ís- lenskt efnahagslíf og auka út- flutningstekjur. „Þetta gildir bæði fyrir orkufrekan iðnað og almennan iðnað.“ Nefndin telur rétt að Lands- virkjun, sem falið hefur verið að sjá um megin orkuöflun lands- manna, taki virkari þátt í mafk- aðsöflun fyrir raforku en verið hefur til þessa. Jafnframt hefur iðnaðarráð- herra komið þeirri ósk á framfæri við Útflutningsráð að það annist almennt kynningarstarf til að vekja áhuga erlendra fyrirtækja á samstarfi við innlenda aðila og á fjárfestingarmöguleikum hér á landi. -rk Sjónarhóll kvenna Tæknisamfélagiðárið 2010 Aföstudaginn verður haldin ráðstefna í Norræna húsinu í Reykjavík á vegum kvenna í verk- og tæknifræðingastétt í tengslum við Norrænt tækniár 1988. Ráð- stefnan er liður í samnorrænu verkefni, konur og tækni, eða tæknisamfélagið árið 2010 séð frá sjónarhóli kvenna, sem Norræna ráðherranefndin styður. Tilgangur ráðstefnunnar er að gefa konum í tæknistörfum kost á að kynnast innbyrðis og kynna störf sín út á við í tilefni tækniárs- ins, en fyrirlesarar á ráðstefnunni verða konur, verk- og tæknifræð- ingar, sem starfað hafa í atvinnu- lífinu um árabil á sviði matvæla- iðnaðar, orkumála og tölvu- tækni. Gestafyrirlesari kemur frá Danmörku, Sinja Sveinsdottir, ritstjóri Ingenipren. Fjallað verður um stöðu tækni- menntaðra kvenna í atvinnulíf- inu, kynntar niðurstöður skoðan- akönnunar meðal kvenna í verk- og tæknifræðingastétt sem gerð var í tilefni ráðstefnunnar. Á hinum Norðurlöndunum hafa konur innan vélbanda félaga verk- og tæknifræðinga undirbú- ið ráðstefnur hver í sínu landi og sameiginlega munu þær taka þátt í kvennaráðstefnunni Nordisk Forum í Ósló í sumar. Ráðstefn- an í Norræna húsinu í Reykjavík er sú fyrsta f röðinni. Hvert er þitt álit á samningunum, ráðherra að samið hafi verið af skynsemi og festu við erfiðar aðstæður og með heildarhagsmuni þjóðarbúsins fyrir augum. Boginn er að vísu spenntur til hins ítrasta en með gát má j stýra milli boða. J ^AATRANSUTIOh 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.