Þjóðviljinn - 02.03.1988, Síða 5

Þjóðviljinn - 02.03.1988, Síða 5
DON GIOVANNI Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Aldrei fór þaö svo aö tónlist- argagnrýnandi Þjóöviljans klifraöi ekki það hátt í mannfélagsstiganum að komastáfrumsýningu. Enda er ekki einleikið hve líf hans hefur tekið frumlega stefnu upp á síðkastið. En ég geri ekki ráð fyrir að lesendur hafi minnsta áhuga á að heyra ævisögu hans, en brenni hins vegar í skinninu að frétta af Don Giovanni í íslensku óper- unni. Og lesendur skulu fá að heyra sannleikann um það kvöld. Mozart samdi óperuna árið 1787 og var hún frumflutt í Prag 29. október um haustið. Þá voru íslendingar nærri dauðir af völd- um móðuharðindanna. Reykja- vík var á öðru ári. Og þar sem nú er íslenska óperan var bara grænt tún. Áreiðanlega þekkti enginn íslendingur Mozart. Og hafi hann vitað um okkur hefur hann talið víst að við værum lúsugir skrælingjar. Höfundur óperutex- tans var Da Ponte og byggði að verulegu leyti á óperu, sem ný- lega hafði verið flutt í Feneyjum eftir Giovanni Bertati við tónlist eftir Giuseppi Gazzaniga. Og meira að segja Mozart sneið tón- list sína að sumu leyti eftir þessari óperu. En sagan um Don Gio- vanni hafði verið vinsælt efni leikskálda og óperuhöfunda í hundrað og fimmtíu ár. En ópera Mozarts hefur drepið það allt saman. Don Giovanni er Don Giovanni Mozarts. Eins og mörg mestu listaverk heimsins hefur óperan verið túlkuð á ýmsa vegu og má segja að hver hafi sína kreddu. í blöðunum undanfarið hefur verið drepið á nokkrar þessara kenninga. Sumir vilja meina að þetta sé táknmálssaga. Don sé jafnvel fallinn engill. Þetta sé barátta milli góðs og ills. Don sé ekki einstaklingur heidur hugmynd eða tákn. Þá telja aðrir að hann sé eins konar höfuð- skepna eins og lægðirnar eða hafsjórinn. Og sé blásaklaus.Vilji ekki gera neinum illt. Hann sé barasta svona. Ég blæs á þetta allt. Kenning mín um Don Gio- vanni (sem áreiðanlega er þó stolin frá einhverjum sem stal henni frá einhverjum) er einfald- lega sú, að Da Ponte og Mozart hafi blátt áfram verið að segja ævintýri til að skemmta fólki. Nákvæmlega eins og Spielberg nú á dögum. Og þótt einhver gömul tákn finnist í sögunni, þá eru þau búin að missa lífrænt gildi sitt líkt og mörg tákn sem nú eru í kringum okkur, án þess að við gefum þeim sérstakan gaum. Þetta er skemmtisaga en ekki djúp pæling. Söguna er best að skilja alveg bókstaflega: Fantur fór til fjandans. Enn í dag viljum við að skúrkarnir fái maídeg málagjöld, þótt nú séu þeir yfir- leitt skotnir í þúsund parta inn í eilífðina, sem er þokkalegt hel- víti. Ég biðst svo auðmjúklega afsökunar á því, hve skilningur minn á metafýsík sögunnar er yfirborðslegur. En ég hugga les- andann með því að ég er ekki að neyða minni skoðun upp á hann. Eins og áður segir var Don Gi- ovanni samin eftir annarri óperu sem aðeins var í einum þætti. Da Ponte varð því að spinna nokkur atvik frá eigin brjósti og gerði það með ýmsum vinsælum skop- leikjauppátækjum þeirra tíma. Fyrri hluti annars þáttar þykir leikrænt séð veikur af þessum sökum. En Mozart lætur það ekki á sig fá. Hvergi eru veilur í músík- inni. Margir telja Don Giovanni mestu óperu allra tíma. Tækni- lega er hún gamanópera (opera buffa) með alvarlegum hlutverk- um og ívafi (opera seria). En þessar skilgreiningar hafa svo sem lítið gildi. Óperan er einstök og ekki hægt að draga hana í neinn dilk. Hún er sameining gamans og alvöru á því meistara- plani sem Mozart einum er lagið. Þar spinnast saman harmur og gleði, ást og hatur, stolt og ástríð- ur, vanmáttur og ofdramb, inni- leiki og yfirborðsmennska. Það er þó auðvitað ekki söguþráður verksins né sögupersónurnar sem slíkar, er gera óperuna eitthvert mesta listaverk heimsins. Það er tónlistarleg snilld Mozarts. Og hún er a.m.k. ofin úr þremur þáttum: í fyrsta lagi hve tónhug- myndirnar eru geníalar í sjálfu sér. í öðru lagi tekst Mozart að gæða hverja persónu músík við hæfi og kafa djúpt í sálarlíf þeirra. I þriðja lagi óskeikul óp- eruleg byggingargáfa. Framvinda tónlistarinnar er svo hröð að hvergi er dauður punktur, en jafnframt svo hnitmiðuð og akk- úrat að þar er ekkert of eða van. Og tónplanið er þrauthugsað. En aðferðir Mozarts eru oftast svo einfaldar og eðlilegar að það er sem þær liggi í augum uppi. Form og innihald hvíla í taóisku j afnvægi. Mozart hefureinnigallt að því yfirskilvitlega gáfu til að byggja um atburðarás, vekja upp stemmningu og gefa í skyn þann hugblæ er ríkir í persónunum og að baki atburðanna. Hann er hið fullkomna óperutónskáld. Leikur iistarinnar að lífinu Ég vil taka það fram að ég ber harla lítið skynbragð á leikhús. En fyrir mína fátæklegu parta fannst mér uppfærsla Þórhildar Þorleifsdóttur á Don Giovanni takast mjög vel. Don Giovanni verður greinilega gamanleikur, en þó með alvarlegu ívafi. En fyrst og fremst leikur listarinnar að lífinu. En það þýðir ekki að leikurinn hafi ekki dýpt og al- vöru. Þórhildi tókst að græða rec- itatívin svo miklu leikrænu og til- finningalegu lífi að það er með ólíkindum. Hraðinn í óperunni, sem er mjög mikilvægt atriði, var mikill og góður með þeirri und- antekningu að dansleikurinn frægi var nokkuð stirður. Hópat- riðin voru annars prýðilega út- færð og sama gildir raunar um samsönginn. Ekki hef ég hugmyndaflug til að setja út á leikmynd eða bún- inga sem voru eftir Unu Collins. Hljómsveitin stóð sig vel undir stjórn Anthonys Hose en mand- og erótík. En engar sannar né djúpar tilfinningar. Meðal annarra orða: Ermunur á erótík og sexi? Hvaðan kemur erótíkin ef ekki frá kynhvötinni? Og er kynhvatarlegur skilningur á manneskjunni yfirborðslegur? Er ekki kynhvötin allt í öllu hjá öllum? Margir virðast ekki vera neitt annað. Og það er ekki svo lítill harmleikur, að maðurinn sé svo vanmáttug og jarðbundin vera, að glennur kynhvatarinnar, sem sumir vilja kalla erótík, geri að engu bæði skynsemi og and- lega viðleitni oft og tíðum. Afl- eiðingarnar verða þjáning og enn meiri þjáning. Er það nokkuð sniðugt að konur láta sér fátt um finnast góða og vandaða menn af því að þeir eru svo „leiðinlegir", en liggja útglenntar fyrir verstu drullusokkunum í leit sinni að „draumaprinsinum“, af því að drullusokkurinn er meira „spennandi“ og „sjarmerandi"? Og ætli karlmenn séu að sínu leyti ekki með sama marki brénndir? Hvað er tragedía ef þetta er ekki tragedía? Don Giovanni er fyrst og fremst harmleikur um mann- legt eðli. Kristinn Sigmundsson söng og lék Don af miklum krafti. Samt opinberar hlutverkið mestu veik- leika hans sem söngvara. Þrátt fyrir eigingirni sína og ósvífni, er Don toppurinn í yfirborðsfágun og þokkafullum sjarma, sem birt- ist í allt að því listrænni fullkomnun. En Kristin skortir hina fínustu fágun, hina ýtrustu einbeitni, takmörkun og tempr- un. Aga. Samt er Kristinn góður söngvari og góður Don Gio- vanni, en nær ekki þessum súper- sjarma. En samleikur og sam- Kristinn Sigmundsson sem Don Giovanni á fjölum Óperunnar. (Mynd: Sig.) ólínleikurinn var misheppnaður. Hlutverk kórsins er lítið og var allt í lagi með hann. En víkjum nú að söngvurun- um. Leporello er hlutverk sem gengið hefur aftur í óteljandi gamanleikjum og óperum. Hann er dæmigerð buffafígúra. Mozart hefur þessa persónu í æðra veldi með frábærlega andríkri og hnyttinni tónlist. Katalógarían er fyrirmynd um músíkalskt andríki ' SIGURÐUR ÞÓR og hugvitssemi. Og þar eru marg- ir yfirtónar og undirtónar, t.d. háð og ísmeygileg erótík. Lepor- ello er ekki allur þar sem hann er séður og dregur mjög dám af hús- bónda sínum. Ekki tókst Berg- þóri Pálssyni að ná öllum undrum þessarar aríu, þótt söngur hans í óperunni í heild væri að mörgu leyti frábær. Hann hafði húmor- inn í lagi og gæddi þjóninn un- gæðislegum, allt að því sakleysis- legum sjarma. Söngurinn var ör- uggur og lifandi. Leikur Berg- þórs var afbragð og sá besti í sýn- ingunni. Frammistaða Bergþórs er afrek. Síkópatinn Don Giovanni Eins og áður segir greinir menn á um persónu Don Giovannis. Sumir telja að hann sé tákn eða náttúrukraftur. Ég trúi ekki á slíkar skýringar. Mozart og Da Ponte eru bara að segja sögu. Don Giovanni er einfaldlega maður, ekki ótrúlegri en svo að hans líkar hafa alltaf verið til. Hann er ekki einu sinni sérlega flókin persóna, þótt margir vilji halda öðru fram. Hann hugsar einungis um að fullnægja þörfum sínum án tillits til afleiðinganna fyrir aðra og svífst einskis til að ná markmiðum sínum. Hann er ekki aldeilis saklaus. Það er enginn saklaus þótt hann geri sér ekki grein fyrir afleiðingum gerða sinna. Orsök slíks tillitsleysis er einfaldlega skortur á innsæi og samkennd. Vond verk eru oft framin í slíku gáleysi. Sú stað- reynd að Don var refsað af guð- legum mætti felur tvennt í sér: í fyrsta lagi að gert er ráð fyrir frjálsum vilja til að greina milli góðs og ills. í öðru lagi að Don valdi hið illa og var þess vegna refsað. Það er út í hött að refsa saklausum manni. Fyrir því hlýtur Don Giovanni að vera sek- ur útfrá forsendum sögunnar sjálfrar, þótt okkur finnist kann- ski töff að hann skuli rísa gegn guði almáttugum. Það er reyndar ekkert stórbrotið við það að valda öðru fólki þjáningum með botnlausri eigingirni. Persónan Don Giovanni er blátt áfram sík- ópat, ekkert djúp og ekkert merkileg. Og ómótstæðilegur sjarmi er oft ein hliðin á síkópat- anum. Það er Iykill hans að því að spila með annað fólk. Don vafði öllum um fingur sér - konum og körlum. Og tónlistin sem Mozart ljær honum er óviðráðanlega heillandi og tælandi, en jafnframt mögnuð gífurlegum krafti og lífsfjöri. Það fylgir Don einhver dýrasegulmagnaður sensúalismi Miðvikudagur 2. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.