Þjóðviljinn - 02.03.1988, Síða 6

Þjóðviljinn - 02.03.1988, Síða 6
MENNING söngur hans og Bergþórs var oft frábær. Konurnar Anna er aðalkvenpersóna óp- erunnar og eins konar mótvægi við Don Giovanni. Og örlaga- valdur. Hann fíflaði hana líka. Það er nauðsynlegt að skilja. Þetta er alvarlegt hlutverk í þess- ari buffaóperu og einnig hlutverk Don Antonios unnusta hennar. Þau eru yfirstéttarfólk, menntuð, þræltrúuð og íhaldssöm. Anna er sterk persóna en tvístruð af heift og sársauka. En hún elskar Ant- onio. Tregða hennar að giftast skýrist af viðhorfi tímans til þeirrar sívirðingar 'er Don Gio- vanni olli henni. Hún segir ást- manni sínum ekki allan sann- leikann. Ólöf Kólbrún Harðardóttið söng þetta erfiða sönghlutverk með miklum gælisbrag og hárr- éttum skilningi. Gunnar Guðbjörnssonsem eng- inn vissi um í fyrra, en er nú orð- inn stjarna, söng Don Antonio. Sá maður er algjör andstæða Don Giovanni, valmenni með djúpar tilfinningar. Hann er þó fremur lítilvæg persóna í söguni, en söng- lega séð er hann gimsteinn óper- unnar. Ekki eru til fegurri dæmi um klassískan óperusöng. Og Gunnar söng alveg ótrúlega vel. Hann hefur allt til að verða mikill söngvari. Ekki aðeins frábæra rödd heldur virðist hann einnig vera gæddur heilagri alvöru, á- kafri einbeitni og stálaga. Það stafar frá honum langar leiðir hve hann tekur listina hátíðlega. Donna Elvira er flókin og full af andstæðum, þunglynd og „tauga- veikluð". Hún stendur líka ein og er í rauninni ekki sterk kona. Flýr lífið í vímulyf þeirra tíma: klaustrið. Músik Mozarts er eftir þessu. Elín Ósk Óskarsdóttir náði henni alveg. Ég hef alltaf verið hálf skotinn í Zerlínu. Hún er mest blátt áfram týpan, heil- lynd og ósamsett, jarðbundin og vitur. Hún hefur til að bera svo fallega auðmýkt. Ekki skriðdýr- aseðli, heldur auðmýkt þeirrar lífsvisku sem er í samhljómi við náttúruna og sjálfa sig. Jafnframt er Zerlína mjög mikíl kona, nátt- úrufræðilega liggur mér við að segja; spendýr sem er hlýtt og gott. Þetta er síður en svo sagt í niðrunarskyni. Mozart sér svona hluti. Og mennimir eru jú spend- ýr þrátt fyrir andlega yfirburði og siðfágun. En mér fannst Zerlina Sigríðar Gröndal full pempíuleg í leik. Hún tiplaði þetta eins og dansmey. Hún hefur líka hljóm- litla rödd en söng samt þokka- lega. Einlægni hennar var falleg en „spendýrið“ og náttúmviskan ekki mjög mikil. Masetto er líka heilsteyptur og þróttmikill einstaklingur, ær- legur og góður drengur og dulinn uppreisnarmaður. Viðar Gunn- arsson var góður Masetto. Ég hef aldrei heyrt hann syngja jafn vel. Hann var að vísu sviplítill en traustur og óþvingaður, en þving- un í röddinni hefur oft staðið Viðari fyrir þrifum. Hann var líka allgóður höfuðsmaður, en þar var raddstyrkurinn dálítið ójafn milli hendinga, en verður að vera ískaldur og sterkur eins og stál. Þegar á allt er litið er óhætt að segja að sýning íslensku óper- unnar á Don Giovanni hafi tekist prýðilega. Það er ekki hægt að gera meiri kröfur í jafnvel betri húsum. Nú megum við vera montin. Þetta er á við skák- einvígi. Að lokum legg ég þá til að Þór- hildur verði hafín í dýrlingatölu ásamt öllu sínu liði. Og svo vona ég að allir íslendingar sjái Don Giovanni minnst tíu sinnum. Þá fær ekkert grandað oss. Ekki haf- ís og ekki verðbólga og ekki dauðinn og djöfullinn. Sigurður Þór Guðjónsson Leiðrétting: Fyrirsögn síðast pistils átti að vera: Kammersveit in og fiðlarinn. S.Þ.G. Svala og Svava í Nýhöfninni. Mynd - E.ÓI. Myndlist Nýr sýningarsalur með sýningu á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur Ream Nýr sýningarsalur var opnaður í Hafnarstræti 18 um síðustu helgi. Salurinn hefur hlotið nafn- ið Nýhöfn, en í Hafnarstræti 18 var uppúr aldamótunum rekin verslun með þessu nafni. Stofnendur Nýhafnar eru Svala Lárusdóttir og Svava Ara- dóttir sem segjast vonast til að sýningarsalurinn verði innlegg í menningarlíf miðbæjarins. - Á veturna verða stöðugar einkasýn- ingar í sýningarsalnum, á sumrin samsýningar. Ennfremur verða til sýnis og sölu verk eftir ýmsa núlifandi listamenn og gömlu meistarana í sýningarsal innaf að- alsalnum. Ragnheiður Jónsdóttir Ream fæddist í Reykjavík 1917, og lést 1977. Hún var fulltíða kona þegar hún sneri sér að myndlistinni, hafði lokið námi í píanóleik þegar hún hóf nám í myndlist við The American University í Washing- ton 1954. Sem listamaður mótað- ist hún í Bandaríkjunum og hélt þar margar sýningar, auk þess sem hún og félagar hennar settu á stofn og ráku sýningarsal í Was- hington. Árið 1969 fluttist Ragn- heiður til íslands, hélt sýningar og tók virkan þátt í félagsmálum listamanna. Um myndir sínar sagði Ragn- heiður meðal annars: „Myndir mínar eru ekki fyllilega abstrakt. Þær eru ævinlega byggðar á náttúrunni. íslenskt landslag æsku minnar, ómælisvíðátta og tær norðanbirta, þessi er hvati myndanna. Ég reyni alltaf að ná þessari vídd í verk mín.“ Á sýningunni.sem er sölusýn-1 ing, eru 19 verk, frá árunum 1962-1975. Stærsti hlutinn eru ol- íumálverk en einnig eru inn á milli klippimyndir og túsk- teikningar. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-18:00, kl. 14:00-18:00 um helgar, og lýkur 16. mars. LGi Túlkun á tilfinningum Belinda Hughes sýnir grafík, vatnslitamyndir og myndir unnar með blandaðri tækni Bresk listakona, Belinda Hug- hes sýnir grafík, vatnslita- myndir og myndir unnar með blandaðri tækni, íbókasafni Kópavogs. Belinda er fædd 1965, stundaði listnám við The Arts College í Celtenham og lauk prófi 1987. Hún hefur haldið sýningar í heimalandi sínu og gert myndir af mönnum og dýrum eftir pönt- unum frá einstaklingum. Á sýningunni eru 20 myndir, helmingur þeirra gerður hér á iandi undanfarna mánuði undir áhrifum af íslenskri menningu og persónulegri reynslu Belindu hér á landi. Hinar eru landsíags- myndir og fleira frá Englandi og víðar, eða sagt með orðum lista- konunnar: „Túlkun á persónu- legum tilfinningum, sem fram- kallast af nánasta umhverfi, bæði menningarlegu og sjónrænu, til dæmis heitar kenndir frá Spáni, klára hreinleiki frá íslandi og þægilegt öryggi ensks landslags.“ Sýningin stendur til 11. mars og er opin á sama tíma og bóka- safnið, kl. 9:00-21:00 mánudaga- föstudaga, kl. 11:00-14:00 laugardaga. Flestar myndanna eru til sölu og aðgangur er ókeypis. LG Sinfónían Don Carlos eftir Verdi Klauspeter Seibel, stjórnandi. Maria Pawlus-Duda, messo- sópran. Luisa Bosabalian, sópran- söngkona. Kristinn Sigmundsson, bari- tón. Attila-Julius Kovacs, bassa- söngvari. Tónleikar í Háskólabíói annað kvöld Fimmtudaginn3. marsfrum- flyturSinfóníuhljómsveit ís- lands óperuna Don Carlos eftir Giuseppe Verdi í Há- skólabíói. Kór íslensku óper- unnar syngur ásamt sex ein- söngvurum. Þeireru: Luisa Bosabalian, margverð- ilaunuð sópransöngkona. Nam við Scala í Milanó og einbeitti sér að verkum Mozarts, Verdis og Puccinis. Hefur sungið við fræg- i ustu óperuhús heimsins, en gegn- I ir nú föstu starfi við Ríkisóperuna í Hamborg. Jan Hendrik Rootering, bari- tón. Nam í Hamborg. Starfaði um skeið við Ríkisóperuna í Dússeldorf. Hefur frá 1983 verið fastráðinn við Ríkisóperuna í Múnchen og sungið sem gestur við mörg óperuhús í Evrópu. Girogio Aristo, tenór, hleypur í skarðið fyrir Kristján Jóhanns- son, sem upphaflega átti að syngja í þessari uppfærslu en kom því ekki við vegna skuldbindinga sinna við Scala-óperuna í Milanó. Aristo nam söng við Scala- óperuna. Rúmeninn Attiia-Julius Ko- vacs lauk söngprófi frá Tónlistar- skólanum GH Dima 1965. Söng um árabil við óperuna í Klausen- burg og tók jafnframt þátt í mörg- um sýningum utan heimalands síns. Síðan 1983 hefur hann starf- að sem bassasöngvari í Kiel og víðar. Pólska messosópransöngkon- an Maria Pawlus-Duda nam við söngakademiuna í Kraká. Hefur sungið fjöldann allan af messo- sópranhlutverkum. Hún er nú fastsráðin við ríkisóperuna í Sa- arbrucken í Þýskalandi. Kristin Sigmundsson þarf ekki að kynna fyrir óperuunnendum. Stjómandi hljómsveitampp- færslunnar, Klauspeter Seibel, er íslendingum að góðu kunnur fyrir störf sín hér. Hann er nú aðalstjórnandi óperunnar í Ham- borg og stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Núrnberg. Hann er einnig prófessor við Tónlistarháskólann í Hamborg. Kórstjóri er Peter Locke. Óperan Don Carlos var frum- flutt í París í mars 1867 við fremur kaldar viðtökur. Á þriðja áratug þessarar aldar var svo farið að flytja verið í óperuhúsum, við sí- vaxandi vinsældir. Hérlendis hef- ur óperan ekki áður verið flutt f heild, aðeins einstakar aríur. Tónleikamir hefjast kl. 20.00. Þeir verða endurfluttir í Háskóla- bíói laugardaginn 5. mars, kl. 14.00. -mhg 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.