Þjóðviljinn - 02.03.1988, Side 9

Þjóðviljinn - 02.03.1988, Side 9
VIÐHORF Fellum samningana Áshildur Jónsdóttir skrifar Eftir miklar andvökunætur og „mjög erfiða samninga" eru blessaðirverkalýðsforingjarnir okkar búnir að semja. Einungis smáatriðin eru eftir þ.e. að launþegar samþykki samning- ana. Okkar duglegu samnings- aðilar hafa litlar áhyggjur af því. Þeir líta nú sem endranær á fólk sem kjána sem þeir geti platað. Þeim er líka skollans sama hvað fólki finnst um þessar kauphækk- anir því sjálfir koma þeir ekki til með að þurfa að lifa af þeim launatöxtum sem þeir ætla hin- um almenna launþega. Fyrir vinnulýðinn dugar alveg 1.525 kr. hækkun á grunnkaup. Þeir munu líka mæta á félagsfundina og réttlæta þessa „skynsamlegu samninga" í bak og fyrir meö þeim loðnu frösum sem þeirhafa lært af fulltrúum vinnuveitenda. Svo sem að „þetta séu góðir samningar því kaupmáttur þeirra lægst launuðu lækkaði minna en þeirra hæst launuðu," eins og formaður Vinnuveitendasam- bandsins lét hafa eftir sér. Siðlausir verkalýðsforingjar Þessir samningar staðfesta eina ferðina enn hvað fulltrúar verka- fólks eru siðlausir og slappir. Einnig sýna þeir hvað fulltrúar vinnuveitenda eru snjallir. Því þeir standa ekki uppfrá samn- ingsborðinu fyrr en þeir hafa herjað á ríkisstjórnina og tryggt að kauphækkanirnar verði tekn- ar aftur, s.s. í formi gengisfelling- ar og hækkunar búvöruverðs. Til þess að umboðsaðilar þeirra beri örugglega engan skaða af þessum samningum. Þeir vita nefnilega að standi þeir sig ekki í stykkinu, munu yfirmenn þeirra bara reka þá. Én verkalýðsforkólfarnir leyfa sér að skrifa undir þessa lé- legu samninga án nokkurrar tryg- gingar, jafnvel þótt fjöldi heimila í landinu fari á hausinn. Þeir eru öruggir með sig því þeir hafa alltaf komist upp með þetta. Og þess vegna skáka þeir í því skjó- Íinu að þeim verði ekki sparkað eins og félagar þeirra, fulltrúar vinnuveitenda þurfa að búa við. Verkalýðsforingjarnir munu halda þessum leik áfram ef við, „vinnuveitendur“ þeirra, leyfum þeim að komast upp með það. Laun - keypt þjónusta En því í ósköpunum er alltaf litið á launakostnað fyrirtækja sem part af þjónustu sem hægt er að greiða svívirðilega lágt gjald fyrir? Fyrirtæki hafa ýmsa kostn- aðarliði s.s. kaups á hráefni, síma, rafmagn, vexti af lánum, skatta. Fyrir þetta greiða þau það verð sem upp er sett. Ef þau ,ábyrgðarlausir vegna þess að þeir munu halda áfram að auka það launabil sem ríkir í landinu. Stór orð forystumanna um að ekki verði þolað að einhverjir skríði uppeftir bakinu á verkafólki eru marklaus. Þau sem betri aðstöðu hafa, launalega og stöðulega, hafa líka betri aðstöðu til að verja sín kjör prívat og persónulega, einsog menn hafa gert á síðustu árum. Þessir samningar eru á- framhaldandi aðför á verkalýðs- hreyfingunni sem heild, vegna þess að einkapotið mun aukast og samfara því mun verkalýðshreyf- ingin halda áfram að molna niður í frumeindir. Með þessum samningum sam- þykkir forysta Verkamannasam- „Laun eru hluti af útgjaldalið fyrir- tœkja sem á að greiða fullnœgjandi verð fyrir. Því œttu launþegar að gera það sama og Póst- ur og sími -loka ef hið rétta verðfœst ekki greitt, lífvæn- leglaun. “ greiða ekki símareikninginn eða rafmagnsreikninginn er bara lok- að hjá þeim. Þá eru engar and- vökunætur til að semja um hvort greiða megi of lágt verð fyrir símann eða rafmagnið. Laun eru hluti af útgjaldalið fyrirtækja sem á að greiða fullnægjandi verð fyrir. Því ættu launþegar að gera það sama og Póstur og sími - loka ef hið rétta verð fæst ekki greitt - lífvænleg laun. Fellum samningana Nú ríður á að launþegar láti ekki blekkjast af lygavef samn- ingsaðilanna og láti ekki bjóða sér upp á samninga langt undir framfærslu. f það minnsta ættu lágmarkslaun að fylgja skatt- leysismörkunum, 42.000 kr. mánaðarlaun. Skattleysismörk- in, sem eru reyndar alltof lág, eru ákveðin viðurkenning á því hvað minnst þurfi til að lifa af. Það þýðir lítið að skammast út í verkalýðsforystuna eftir á í kaffi- tímunum og yfir eldhúsborðinu heima. Ef launþegar eru óánægð- ir með þessa samninga verða þeir að mæta á félagsfundina og láta í sér heyra þar. Launþegar! Sýnum hugrekki. Fellum alla samninga sem eru undir framfærslu og veljum nýja samninganefnd! Áshiidur Jónsdóttir er í Landsráði Flokks mannsins. bandsins að ákveðinn hluti verkafólks skuli draga fram lífið á launum langt undir öllum mögu- legum framfærslumörkum, nema menn geti verið í blessunarlegri aukavinnu öll kvöld og helgar. Reynt er að halda góðum þeim hópum sem eitthvað gætu gert, t.d. var strax daginn eftir undir- skrift samninga farið að funda um sérkröfur Dagsbrúnarhópa sem hafa sýnt að þeir eru tilbúnir til átaka. Einhverjum sérkröfum var náð fram og þannig væntir Dagsbrún þess að samningarnir nái samþykki félagsfundar. Birna Þórðardóttir er blaðamaður í Samtökum kvenna á vinnumark- aði 8 SÍÐA - ÞJÓÐViLJINN Miðvikudagur 2. mars 1988 Varðar ókulí«k': -------------- I I 0»*' l"° ____________^ímtaeki ,PPUysiNGM’F',í"" • sKUliaeuu&wn i—fvTííis»”*; , MyrVu. VBBOTAWf ath^veu Klut*»n [24THÓtkun .1 Heimilaðf e>o-l 4 and' nolkun7 Notkun igeOn l gteiðs'u KenmU'e- ’Áíáíöðún^' d'Fiartægðöku í vegatkant' ÖKUt»W Merkl ge1‘ö sumi riautu \St TtÍóo*^1 I iritóidum i , okut»k|um A og rruTQ. __ i Keðiut! fi6Æ™ Vetta'öekk vibelg»ncl' Otygo” 'Ájóírtáður istoöu' , Vat ugt' ky"s'®° . ffSSSÍ 3 ftK »ð ganga'*tt' ve°l --- jiæktdiasl? 15.00“"“’- 'OKum Hvern lelur þú \ ibyrgan <Yr" \ I tióninu? * - brFÍákáriÚÚpÍýá^" bióösýn' KenntuW Ok a Nmg'o'O' ^TnrtÚÖkút*^ mu aktem og Ok i *6mu »" eniannatnakt' SKtaaetn nútne' legunO 0®*^' B„,X0rt'ðg«uW (St* öku*klrt»im) 1Votttðgik»'w ITököSöúúni) pöttnúmet og ök akut * t>ak fötinnkð'ugan vegatne'tning ginutiftiang og' i£r ökutaekió. Iverksiasó'? Var tögregla \ \ kvódd m? \ , B meö ötvum Umletða'me''u Sl»»eð'f 'sjiartVegúí'*0 33. T|6n i Hið skemmða , ökumaður 'ÚndírSkrm' ■Ú^Sýíiög«» i Oagfte'n'ng M UNMRI UMFERÐAROHAPPI NÚ GERIR ÞÚ SJÁLF(UR) TJÓNSTSLKYNNINGU, ÁN ÞESS AÐ KALLATIL LÖGREGLU, EF ÞÚ LENDIR í MINNIHÁTTAR UMFERÐARÓHAPPI! Tjónstilkynningin skal jafnan varðveitt í ökutœkinu. TJÓNSTILKYNNING VEGNA ÖKUTÆKJA LEIÐBEININGAR UM NOTKUN Hvenœr á að nota tjónstilkynninguna? Tjónstilkynningin er að evrópskri {yrirmynd og eru tilkynningar af þessu tagi notaðar í flestum ríkjum Vestur-Evrópu. Tjónstilkynninguna á að nota vegna tjóna á ökutækj- um eða tjóna sem rakin verða til ökutækja. Kveðja ber til lögreglu verði slys á folki. Árekstur Við árekstur milli tveggja ökutækja ber að nota eitt sett tjónstilkynningarinncir. Hafi fleiri en tvö ökutæki lent í árekstri verður að nota fleiri sett en eitt. Skulu þá upplýs- ingcir varðandi öll hlutaðeigandi ökutæki koma fram eins og unnt er á hverju setti til- kynningar sem notað er og þau undirrituð af öllum ökumönnunum. Afstaða allra öku- tækjanna (merkt A, B, C, D o^.frv.) skal þannig gefin til kynna með afstöðumynd af vettvangi (13. liður tjónstilkynningarinnar). Útafakstur, ekið á gangandi vegfaranda o.þ.h. Eigi aðeins eitt ökutæki hlut að máli, t.d. við útafakstur, þegar ekið er á gangandi veg- faranda, ökutæki brennur eða því stolið, ber einungis að fylla út framhlið tilkynning- arinnar vinstra megin (A) auk bakhliðar. Á vettvangi Ökumaður A og ökumaður B útfylla báðir framhlið tilkynningarinncir vegna ökutækja sinna. Getið um nafn og heimili hugsanlegra vitna (5. liður), en það er afar biýnt ef ökumenn eru ósammála um málsatvik. í 12. lið ber að merkja með x í viðeigandi reiti. Reitir vinstra megin eiga við ökutæki A en hægra megin eiga við ökutæki B. Mikilsvert er að fjöldi merktra reita sé tilgreindur fyrir hvort ökutæki um sig. Munið að merkja ökutækin A og B á afstöðumynd af vettvangi (13. liður). Tjónstilkynningin skal undir- rituð af báðum ökumönnum og tekur hvor sitt eintak. Við heimkomu Þegar heim er komið fylla aðilar sjálfir út bakhlið tiikynningarinnar. Alls ekki má breyta nokkru atriði eða bæta við á framhlið tilkynningarinnar eftir að aðilar hafa undirrtitað hana. Aðilum ber síðan að koma tjónstilkynningunni til vátryggingarfélaga sinna hið allra fyrsta. Árekstur við erlent ökutœki Verði árekstur við ökutæki sem skráð er erlendis og ökumaður þess hefur þessa evrópsku tjónstilkynningu á erlendu máli mega báðir aðilctr nota framhlið þeirrar til- kynningar og eftir atvikum undirrita hana. Einstakir liðir tjónstilkynningarinnar og númer þeirra eru eins þótt tilkynningin sé prentuð á öðru máli. Athugið vel! Notið kúlupenna eða velyddan blýant við útfyllingu tilkynningarinnar þannig að bæði frumrit og afrit verði læsileg. Skrifið ekki á bakhlið tilkynningarinnar fyrr en ein- tökin, þ.e. frumrit og afrit, hafa verið skilin að. Hafi tjónstilkynning verið notuð, hún skemmst eða týnst ber mönnum að fá nýtt eintak hjá vátryggingarfélagi sínu. f SJÓNVARPINU í KVÖLD verður sýndur leiðbeiningar- og kynningarþáttur um notkun tjónstilkynningarinnar. RÚV kl. 20.35 STÖÐ2 I 19:19 VERTUMEÐ - ÞVf ÞETTA ÞARFTU AÐ VITA! BIFREIÐATRYGGINGAFÉLÖGIN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.