Þjóðviljinn - 02.03.1988, Qupperneq 11
ERLENDAR FRÉTTIR
s
Leiðtogafundur NATO
Frestur er á illu bestur
Ollum ágreiningsmálum sópað undir teppið. Fundurinn allsherjar blekkingþar sem settur er á
svið skopleikurinn ,AMr á einu máli“. Aðalhlutverkið er vitaskuld íhöndum Ronalds Reagans
r
Idag hefst fundur ieiðtoga 16 að-
ildarríkja Norður-Atlantshafs-
bandalagsins í Briissel. Þetta er
fyrsta sinni í 6 ár að samkunda
forystumanna hernaðarbanda-
lags þessa er fullskipuð enda
mikið í húfi að sýna fram á ein-
ingu bandalagsríkja þótt alkunna
sé að þar er hver höndin upp á
móti annarri. Onefndir embættis-
menn NATO segja næsta ólíklegt
að teknar verði stefnumótandi
ákvarðanir á fundinum né reynt
að höggva á ágreiningshnúta. Til
dæmis hafi verið ákveðið að
fresta ákvarðanatöku um endur-
nýjun skammdrægra kjarnvopna
NATO til að forðast illindi.
L_iótogafundurinn er fyrst og
fremst settur á svið í því augna-
miði að sýna Kremlverjum fram á
að þeim hafi ekki tekist að skapa
úlfúð meðal NATO ríkja (sem
allir vita að þeim hefur tekist).
Andóf kjarnorkuandstæðinga og
friðarsinna í Vestur-Evrópu,
samningavilji núverandi hús-
bænda í Kreml og efnahagsörð-
ugleikar í „guðs eigin landi“ hafa
leitt til samninga risaveldanna
um eyðingu allra meðaldrægra
kjarnflauga sinna. Sitt sýndist
hverjum í NATO um samninginn
þótt bandalagsríkin hafi að end-
ingu lagt blessun sína yfir hann.
Hinsvegar harðneituðu ríkis-
■mi ÖRFRÉTTTiR
Mannréttinda-
samtökin
Amnesty International staðhæfa
að virðing fyrir mannréttindum
hefði stóraukist í Sovétríkjunum í
fyrra og að 250 pólitískum föng-
um hefði verið veitt frelsi á ný.
Engu að síður mættu sovésk
stjórnvöld taka sig á því enn væru
um 300 einstaklingar á bak við
lás og slá þar eystra fyrir það eitt
að „krefjast sjálfsagðra
mannréttinda og hafa í frammi
friðsamleg mótmæli". Samtökin
bera lof á Gorbatsjov fyrir að hafa
fært hegningarlög Sovétríkjanna
í gott horf. Ennfremur geta þau
þess að nú sé sovéskum al-
menningi gert kleift að andæfa
viðhorfum ráðamanna, stofna
stjórnmálasamtök og gefa út
lesmál án þess að ritskoðendur
misþyrmi því fyrst.
Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti liggur undir
miklum þrýstingi íhaldssamra á-
hrifamanna á heimaslóðum sem
vilja binda enda á afvopnun og
koma í veg fyrir að samið verði
um helmingsfækkun langdrægra
kjarnvopna. Þetta eru viðhorf
helsta talsmanns Sovétmanna í
utanríkismálum og kveðst sá
draga þessa ályktun af nýlegu
viðtali við forsetann í Washington
Post.
Sérfræðingur
Mannréttindanefndar Samein-
uðu þjóðanna í málefnum Chile
gagnrýnir þarlenda herdómstóla
fyrir að láta undir höfuð leggjast
að sækja hermenn til saka fyrir
pyntingar og morð og skorar á
Augusto Pinochet forseta að
beita sér fyrir rannsóknum á
glæpum þeirra.(l) Hann gat þess
að á síðari hluta ársins í fyrra
hefðu 22 menn látist í varðhaldi,'
52 sætt alvarlegum misþyrming-
um og 44 veriö rænt í Chile. /
stjórnir Bretlands og Frakklands
að taka Bandaríkjamenn og So-
vétmenn sér til fyrirmyndar.
Alþýða manna í Vestur-
Evrópu, og þó einkum í þýsku
ríkjunum, er áfram um að ekkert
lát verði á samningaviðræðum
um eyðileggingu kjarnvopna og
bindur vonir við samningavið-
ræður stórveldanna um helm-
ingsfækkun langdrægra kjarn-
vopna sinna. Hún trúir ekki
lengur goðsögunni um frostbitra
austanáttina.
Það liggur því í augum uppi að
hugmyndir um endurnýjum
skammdrægra kjarnvopna
NATO á ekki uppá pallborðið.
Bretar og Bandaríkjamenn telja
brýna nauðsyn bera til slíks en
sambandsstjórnin í Bonn og
Mitterrand Frakklandsforseti
segja það algeran óþarfa. Helmut
Kohl hefur ítrekað lýst því yfir að
hann munu ekki fallast á neina
endurnýjun kjarnvopnbúrs
NATO fyrr en bandalagið hafi
mótað sér skýra vígbúnaðar-
stefnu sem taki mið af alveg nýj-
um kringumstæðum í álfunni.
Ronald Reagan er mættur
glaður og reifur til fundarins enda
á hann ekki von á öðru en að
kollegarnir 15 leggi blessun sína
yfir samning þeirra Gorbatsjovs
um útrýmingu meðaldrægu
kjarnflauganna. Honum er mikið
í mun að „sjóið“ heppnist sem
best enda líður senn að því að yfirgefi Hvíta húsið. Reagan vill sem mikils og rómaðs afvopnun-
hann taki saman pjönkur sínar og að bandaríska þjóðin minnist sín arforseta. Reuter/-ks.
Kohl og Reagan greinir á um endurnýjun skammdrægra kjarnvopna NATO. Þeir hyggjast þó fresta illindum og láta sem
þeir séu sammála á leiðtogafundinum.
Palestína
Vísir að sjáHstjóm
Sjálfstjórnarnefndir Palestínumanna skipuleggja allar
andófsaðgerðir á hernumdu svœðunum
An þess að mikið hafi farið fyrir
því hefur hægt og bítandi orð-
ið til vísir að sjálfstjórn Palestínu-
manna síðastliðnar tólf vikur á
Gazasvæðinu og vesturbakka
Jórdanár. f öllum bæjum og
þorpum á herteknu svæðunum
starfa svonefndar sjálfstjórnar-
nefndir sem taka allar ákvarðanir
er máli skipta í uppreisninni gegn
ísraelsku hernámi.
Nefndir þessar gegna mjög
mjög viðamiklu hlutverki. Það er
í verkahring þeirra að skipu-
leggja úthlutun fjár og matvæla
til fjölskyldna mótmælenda sem
ýmist hafa verið myrtir, varpað í
dýflissu eða limlestir. Þær annast
greiðslu fyrir þjónustu lögfræð-
inga og taka ákvarðanir um
opnunar- og lokunartíma vers-
lana Palestínumanna.
„Vesturbakkinn hefur tekið
algerum stakkaskiptum á þrem
mánuðum. Völd ísraelsmanna
þar einskorðast nú algerlega við
þá bletti þar sem dátar þeirra
þramma á hverju sinni,“ segir
palestínskur blaðamaður, Sami
Al-Aboudi að nafni.
Uppreisn Palestínumanna
hófst þann 9. desember eftir að
ökumaður ísraelskrar herflutn-
ingabifreiðar varð þrem Palest-
ínumönnum að bana með gá-
lausum akstri. Yfirmenn hans
sýndu engin merki þess að hinn
seki yrði látinn sæta ábyrgð
gjörða sinna. Þetta var kornið
sem fyllti mælinn. Palestínumenn
höfðu orðið að þola eymd og
niðurlægingu af völdum hrokaf-
ullrar herraþjóðar í tvo tugi ára
en nú fór allt í bál og brand.
Uppreisnin virðist hafa komið
jafn flatt uppá ísraelska ráða-
menn og leiðtoga PLO. En það
sem var óskipulagt upphlaup í
desember er nú óðum að verða
þaulskipulögð uppreisn.
Dularfull samtök sem kalla sig
„Þjóðleg einingarsamtök alþýðu-
uppreisnar“ láta prenta og dreifa
bæklingum meðal Palestínu-
manna. Þar eru lögð á ráðin um
margskyns andóf svo sem verk-
föll og að menn hundsi skatt-
heimtumanninn.
Palestínskir heimildamenn
staðhæfa að leyndarráð hafi for-
ystu fyrir sjálfstjórnarnefndun-
um og séu þau úr einhverri af
fjórum meginfylkingum PLO,
Fatah samtökum Jassírs Arafats,
Sýrlandsvinafélaginu PFLP,
Lýðræðisfylkingu um frelsun Pal-
estínu eða Kommúnistaflokki
Palestínu.
ísraelska hernámsstjórnin
þvertekur fyrir að slík yfirstjórn
uppreisnarinnar starfi á laun.
Þeir viðurkenna hinsvegar að
sjálfstjórnamefndir Palestínu-
manna valdi þeim miklum erfið-
leikum og sýni mikla útsjónar-
semi við skipulagningu andófsað-
gerða, hjálparstarf og upplýsing-
amiðlun. Reuter/-ks.
Sovétríkin
Utgöngubann í Sumgait
Ibúar borgarinnar Sumgait í
lýðveldinu Azerbaijan í Sovét-
ríkjunum mega ekki fara út
fyrir hússins dyr eftir að
skyggja tekur. Hermenn vafra
um götur gráir fyrir járnum og
bryndrekar skríða í humátt á
eftir þeim.
Það sló í brýnu milli Armena
og Azerbaja í borginni um helg-
ina. Ekki var heimildarmanni
Reuters kunnugt um meiðsl
manna eða dauðsföll en
stjórnvöld sáu ástæðu til þess að
setja útgöngubann og það mun
vera einsdæmi í Sovétríkjunum
frá lyktum síðari heimsstyrjald-
ar. Því leiðir af líkum að átökin í
Sumgait um helgina hafa verið
mjög hörð.
Embættismaður í borginni,
sem ræddi við fréttamenn í síma
í gær, greindi frá því að útgöng-
ubannið hefði tekið gildi á mán-
udagskvöldið. „Það var í gildi í
gærkveidi og verður í gildi í
kvöld.“ Hann sagði dátana eiga
að gæta þess að borgarbúar
virði boð og bönn stjómvalda.
Reuter/-ks.