Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 11
Ljóðadagskrá MENKING Gegn ofbeldi og ótéttlæti Sif Ragnhildardóttir, sem í fyrra gladdi fólk með dagskrá með söngvunum sem gerðu Marlene Dietrich fræga, hefur nú tekið saman um 30 mín- útna dagskrá um gríska Ijóð- skáldiðTheodorakis. Einsog Dietrich prógrammið erdag- skráin hugsuð til flutnings á samkomum og mannfundum, til dæmis árshátíðum. Sif flytur kynningartexta um The- odorakis og syngur nokkur Ijóða hans, bæði á grísku og í íslenskri þýðingu Kristjáns Árnasonarbók- menntafræðings og Ijóð- skálds. Hennitil aðstoðareru hinn landskunni gítarleikari Þórður Árnason og Jóhann Kristinsson píanóleikari sem jafnframt var undirleikari Sifj- ar þegar hún flutti Dietrich prógrammiðífyrra. Er einhver sérstök ásíœðafyrír því að þú setur þetta prógramm saman núna, Sif? - Ég er búin aö ganga lengi með þessa hugmynd. En eftir að Dietrich dagskráin fékk svona góðar viðtökur fannst mér kom- inn tími til að láta mig dreyma og reyna heldur að koma því í verk. Það sem svo kom mér af stað fyrir alvöru var að Sigurður A. Magnússon rithöfundur hafði frétt að ég hefði eitthvað fengist við að syngja Theodorakis, og hringdi í mig og bað mig að flytja nokkur lög eftir hann á árshátíð Grikklandsvinafélagsins Hellas, fyrir ári. Ég var eiginlega á báð- um áttum því ljóðin voru ekki til í íslenskri þýðingu, og ég hafði ekki sungið þau nema á sænsku. En það varð úr að ég kom þarna á árshátíðina og flutti gríska tónlist á sænsku, fyrir íslenska heyrend- ur. Á þessari árshátíð kynnti Sig- urður mig fyrir Kristjáni Árna- syni og við ræddum þarna eitthvað möguleikana á að hann þýddi nokkur af ljóðum Theo- dorakis. Fljótlega eftir árshátíð- ina var svo ákveðið að við byrjuð- um á þessu, og þar með var ég komin af stað. Eins og ljóð Hvernig er dagskráin upp- byggð? - Eg hugsa hana eins og Ijóð. Annars vegar kynni ég Theodor- akis, manninn og skáldið, og hinsvegar flyt ég nokkur íjóð, bæði eftir hann og aðra höfunda, til dæmis Antonio Torres Here- dia, eftir spænska rithöfundinn García Lorca, og 4 ljóð eftir Grikkjann Mamos Eleftoriou. En dagskráin er aldrei skorin í sundur með kynningu annars vegar og söng hinsvegar, það er ekkert hlé í músíkinni inn á milli, heldur er kynningin ofin inn í hana. Ég frumflyt þarna ljóða- þýðingar Kristjáns, og eins syng ég líka nokkur lög á grísku, því mér finnst það vera sjálfsögð virðing við ljóðskáldið og eins hafa heyrendur gaman af að heyra hvernig ljóðin hljóma á frummálinu. Mér finnst að í svona ljóðadagskrá verði frum- málið að koma einhvers staðar fyrir, til að gefa henni réttu stemninguna, og þá er mér alveg sama um hvaða tungumál er að ræða. Ég kann til dæmis ekkert í grísku og hef aldrei verið á Grikklandi, svo það var erfitt að setja sig inn í framburðinn, en þar heftir hjálpað mér að ég hef heyrt Theodorakis syngja, og eins hef- ur Sigurður A. Magnússon veitt mér góðan stuðning. Frægðin bjargaði honum Nokkur orð um Theodorakis? - Mikis Theodorakis lenti mjög ungur í fangabúðum nazista sem sökuðu hann um kommún- isma. Hann var látinn laus eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar og varð þá leiðtogi grísku æsku- lýðsfylkingarinnar, Lambrakis, sem barðist gegn ofríki hægri aflanna á Grikklandi, fyrir valda- rán herforingjastjórnarinnar árið 1967. Eftir valdaránið starfaði hann sem leiðtogi grísku and- spyrnuhreyfingarinnar, Föður- landsfylkingarinnar, í sex mán- uði, eða þangað til hann var handtekinn 1968. Það sem bjar- gaði honum frá örlögum margra vina hans sem voru myrtir í fang- avistinni, var að hann var þá þeg- ar orðinn frægur og það var fylgst með honum erlendis frá. 1970 var honum svo sleppt úr haldi, og þá fór hann fyrst til Parísar, og seinna víða um Evrópu, meðal annars til Svíþjóðar. Eftir fall herforingjastjórnarinnar sneri hann svo aftur til Grikklands, en leist ekki nógu vel á þróunina svo hann gerðist sjálfviljugur útlagi. Nú er hann 62 ára og býr í París ásamt fjölskyldu sinni. Hvað með verk hans? - Hann er mjög afkastamikill höfundur, ég er með langan lista hérna, hann hefur samið 13 sin- fónísk verk, 11 óratoríur, 10 kammerverk, 700 söngva og söngvaflokka, ógrynni af ballett-, leikhús- og kvikmyndatónlist, 10 ljóðabálka, eitt leikrit og ótelj- andi blaðagreinar um allt mögu- legt eins og til dæmis tónlist og tónlistargagnrýni, og um pólitík. Hann segir meðal annars um sjálfan sig að það sé skylda sín gagnvart heiminum og með- bræðrum sínum að berjast fyrir frelsi og jafnrétti, gegn ofbeldi og óréttlæti, og að berjast fyrir al- heimsfriði og bjartari framtíð. Truin a bjarta framtíð Hvermg fékkst þú áhuga 2 Theodorakis? - Ég bjó í Svíþjóð í 7 ár, og þar kynntist ég fyrst manninum The- odorakis og tónlist hans. Hann kom til Svíþjóðar meðan ég var þar, og hélt tónleika með finnsku söngkonunni Arja Saijonmaa, og eins var hann mikið kynntur í fjölmiðlum. Arja Saijonmaa gaf líka út plötu með söngvum hans um það leyti. Ég lærði að skilja söngvana hans sérstaklega á þann hátt að ég leigði íbúð í hverfi þar sem bjó mikið af flóttamönnum frá Chile. Eftir valdarán herfor- ingjastjórnarinnar í Chile opn- uðu Svíar landið fyrir Chilebúum svo þarna var mikið af þeim. Ég eignaðist þarna góða vini sem voru flóttamenn og höfðu svip- aða lífsreynslu og Theodorakis, höfðu sem sagt lent í því sama og hann lýsir í ljóðum sínum. Það kom af sjálfu sér að við það að tengjast þessum vinum mínum tengdist ég líka sögu Theodorak- is, og tónlist hans fór að snerta mig á annan hátt en hún hefði annars gert. Og mér fannst stór- kostlegt að einhver með allar þessar mannraunir á bakinu gæti sest niður og samið þessa fallegu söngva, fulla af trú á betri og bjartari framtíð, í stað þess að láta bugast og verða bitur af öllu andstreyminu. Þetta varð til þess að mig langaði til að syngja þessa söngva. Og mig langar mikið til að kynna Theodorakis hér, því þegar ég kom aftur hingað varð ég hissa á hvað fólk vissi lítið um hann og hans verk. Það er helst að menn viti að hann er höfundur tónlistarinnar í Zorba. Finnst þér tónlist Theodorakis eiga eitthvert sérstakt eríndi til Is- lendinga í dag? - Mér finnst Theodorakis og tónlist hans eiga erindi til okkar núna, ekki síst vegna þess að nú er fólk orðið meðvitaðra um heimsástandið. Að friðnum í heiminum sé ógnað í raun og veru. Þess vegna finnst mér ekki koma annað til greina en að við hér á Fróni fáum eitthvað að vita um hann. Ég er viss um að þessi tónlist ætti að geta orðið íslend- ingum mjög kær á sama hátt og öðrum Evrápubúum. Líka vegna hrifningar Islendinga á Grikk- landi og grískri menningu. Dapurleg og glaðleg í senn - Þó að þessi ljóð séu dapurleg á margan hátt, eru þau líka glað- leg og full bjartsýni. Theodorakis er eðlilegt að semja' Ijóð út frá sinni lífsreynslu, og hann segir frá því sem hann og aðrir hafa upp- lifað. Hann segir frá pólitískum ofsóknum og pyntingum sem hann hefur sjálfur upplifað og eins frá örlögum annarra eins og til dæmis í ljóðinu um Andreas Lendakis, þar sem hann segir frá Andreasi sem var tekinn til fanga og pyntaður til dauða í sláturhús- inu, eins og aðalstöðvar herlög- reglunnar voru kallaðar. En tón- listin er mikið til sótt í gömul þjóðlög og danskvæði sem Grikkir þekkja. Það er þannig mjög sérstakt að syngja þessi Ijóð; annars vegar þessi glaðlega tónlist, og svo þessi sanna saga sem þarna er verið að segja. Þar við bætist að þeir hlutir sei þarna er verið að lýsa er nokkuð sem er að gerast vfða í heiminum í dag. Fyrir hverja œtlið þið að flytja þetta prógramm? - Þetta er hugsað sem skemmtidagskrá fyrir árshátíðir og þorrablót, eins og dagskráin sem við Jóhann vorum með um Marlene Dietrich í fyrra. Þetta er reyndar nokkuð ólíkt prógramm, Dietrich var skemmtiþáttur í kabarettstíl, en þetta er ljóða- flokkur og kynning, stemmning, Listasafn íslands Sumamótt Mynd marsmánaðar er eftir Gunnlaug Scheving Mynd marsmánaðar í Lista- safni (slands erSumarnótt eftirGunnlaug Scheving (1904-1972). Sumarnótter olíumálverk f rá árinu 1959, en myndin var keypt til safnsins árið1960. Mynd mánaðarins er kynnt vikulega í safninu, og er þá fjallað ítarlega um eitt verk í eigu safnsins, svo og höfund þess. Leiðsögnin fer fram í fylgd sér- fræðings alla þriðjudaga kl. 13:30-13:45, og er safnast saman í anddyri safnsins. Listasafn íslands er opið kl 11:30-16:30 alla virka daga nema mánudaga, og kl. 11:30-18:00 um helgar. _lg Sumarnótt Gunnlaugs Scheving. 29. JANÚAR 1988 iVAR STÓR DAGUR í SÖGU SLYSAVARNA Á ÍSLANDIj Í>ANN DA0 VARD SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDSJ0 ÁRA. \ MARKMID fÉLAGSINS;ÉR VERNDWTMANNSLÍFA OaMEÐ SAMST£lÍtJAáKÍ GEGN SLYSUM OG AFLEÍÐINGUM ÞEIRRA MÁ NÁ VERULEGUM ÁRANGRI f ÞEIRRI BARÁTTU W TIL ÞESS ÞARF FÉLAGIÐ Í>INN STUÐNÍNG: ' ¦ 1 ¦• 7 VÍNNÍN' '• ÍBÚÐARVINNINGUR AÐ VERE)MÆTI 2.000.000,00 KR. , TVEIR TOYOf A LANDCRUIESEK 4WI^ AD VERÐMÆTI KR: 1.129.000,00 LÍVER NÍTJÁN TOYOTA COfcOLLA BIFREIÐAR AÐ VERÐMÆTJKR. 456»,00 H^ER. ÖREGIÐ VERÐUBUÞANN 12. APRÍL.19Ji8_ Sif Ragnhildardóttir. Myndir - Sig en ekki kabarett. Þetta er dag- skrá sem vekur fólk til umhug- sunar, engin hörmungatala, en vonandi sleppur enginn ósnort- inn við að heyra hana. Eg er ekk- ert hrædd við að þetta henti ekki á skemmtunum, við erum búin að frumflytja þetta og það féll í góð- 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. mars 1988 an jarðveg, og ég held ekki að maður þurfi endilega að vera með eitthvert drepfyndið brand- araprógramm á árshátíðum. Eitthvað sem fær fólk til að velt- ast um af hlátri á meðan á því stendur og síðan ekki söguna meir. Það er reynsla mín að það er gaman að skemmta íslenskum áhorfendum með einhverju sem skilur eitthvað eftir hjá þeim, og ég held ekki að maður megi van- meta sína áheyrendur. -LG SifRagnhildardóttir: Mér finnst ekki annað koma til greina en að við hér á Fróni fáum eitthvað að vita um Theodorakis Laugardagur 5. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.