Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Ráðherrar veita ro Viðbrögð manna við ráðstöfunum ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum eru býsna misjöfn. Sumir eru með hundshaus, aðrir rasandi, nokkrir vona að þeim hafi misheyrst og aðrir fara með veggjum. Allir eru hissa og enginn sýnir minnsta gleðivott. Þetta er í sjálfu sér íhugunarefni því að lengi hafði almenningur gert sér grein fyrir að grípa þyrfti til einhverra aðgerða á efnahagssviðinu. Það þarf enga hagspekinga til að sjá að íslenska efnahag- skerfið er að hruni komið. Menn eru sem sagt síður en svo hissa á að ríkis- stjórnin hafi nú enn og aftur gripið til svokallaðra ráðstafana í efnahagsmálum, satt að segja hefur þeirra verið beðið lengi. En líkast til átti fár eða enginn von á jafnmiklu ráðleysi og birtist í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þeim, sem hafa á undanfömum vikum gengið fram fyrir skjöldu til að verja ráðherr- ana, er nú nokkur vandi á höndum. Hvað á að segja við pví að ráðherrar vilja nú fyrir hvern mun breyta lögum, sem sett voru fyrir nokkrum vikum - í des- ember eða þá janúar síðastliðnum - lögum sem eru svo nýsamþykkt að varla hefur náðst að koma þeim í gegnum prentsmiðju? Þeir, sem fyrir örfáum vikum brutu sig í mola til að verja þessa lagasetningu, eru settir í undarlega aðstöðu. Stjórnarandastaðan var víst eitthvað að tala um að það virkaði eins og að hella olíu á eld að leggja skyndilega launaskatt á útgerð og fiskvinnslu. Er ekki örstutt síðan sagt var frá því í fréttum að þing- menn stjórnarandstöðunnar héldu uppi málþófi á þingi? Auðvitað var ekki hlustað á neina vitleysu, stjórnarþingmenn stóðu sína pligt og tryggðu hug- myndum ráðherranna brautargengi á þingi. Hvað gera þeir nú þegar ráðherrunum þóknast loks að skilja að eitthvað þurfi að gera í málinu og afnema þennan nýja skatt? Auðvitað rétta þeir upp höndina, þetta eru bara menn í vinnu. Margt er það í ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar, sem gerir meiri en að orka tvímælis, en eitt atriði stendur þar upp úr: samskipti ríkisvaldsins við sveitarfélögin. Þrátt fyrir fögur fyrirheit er framkoma ríkisstjómarinn- ar á þessu sviði þannig að kunnir geðprýðismenn grípa til byltingarkennds orðfæris og tala um trúnað- arbrest og rýting sem rekinn hafi verið í bak manna. Skerðing ríkisstjórnarinnar á framlögum í Jöfnun- arsjóð sveitarfélaga virðist vera sá dropi er fyllt hefur mælinn. Svo er að sjá sem ráðherrarnir hafi ekki gert sér grein fyrir að f ramlög úr Jöfnunarsjóði eru drjúgur hluti af tekjujm sveitarfélaganna, allt að 55% hjá minnstu hreppunum. Það hefur komið fram að félagsmálaráðherra, Jó- hanna Sigurðardóttir, segist vera á móti aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þeir eru til sem telja þetta nokkuð gott hjá Jóhönnu en það breytir ekki miklu um það rothögg sem ríkisstjórnin hefur gefið öllum hug- myndum um nýtt samskiptamynstur sveitarstjórna og ríkisvalds. Þrítugt Alþýðubandalag Elsta Alþýðubandalagsfélag landsins, Alþýðu- bandalagið í Hafnarfirði, er þrítugt. Á tímamótum er við hæfi að rifja upp fyrri tíð. Hér skal þess aðeins minnst að Alþýðubandalagið getur rakið upphaf sitt til Alþýðusambandsþings sem gerði ályktun um náið samstarf þeirra flokka sem veita vildu málstað verkalýðsins stuðning í alþingiskosningunum 1956 kaus Alþýðuflokkur- inn að taka upp samstarf við Framsóknarflokkinn. Það hræðslubandalag var tæpast í þeim anda sem svifið hafði yfir vötnum á Alþýðusambandsþingi því að Framsókn sat í kjaraskerðingarstjórn með íhald- inu. Sósíalistar mynduðu aftur á móti kosninga- bandalag með nokkrum vinstrisinnuðum krötum og fleiri góðum mönnum og fékk sú kosningasam- steypa nafnið Alþýðubandalag. Við bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði 1958 var tekið upp samstarf eftir þessum línum. Aðild að bæjarstjónarmeirihluta undirstrikaði að þátttaka í pólitísku starfi gat ekki byggst á samningum forystu- manna á toppnum og kosningastaríi stuðnings- manna. Meira þurfti að koma til og því var stofnað sérstakt Alþýðubandalagsfélag í Hafnarfirði þann 5. mars 1958. Það má gjarna rifja það upp að hvorki Sósíalistar né fylgismenn Hanníbals Valdimarssonar voru yfir sig ánægðir með þessa félagsstofnun. En í Hafnar- firði hófst þróun sem ekki varð stöðvuð. Tíu árum síðar, í nóvemberbyrjun 1968, var haldinn fyrsti landsfundur Alþýðubandalagsins. ÓP KT' ••••••••¦•¦••••••• LJOSOPIÐ Mynd Einar 01. Kmóðviuinn Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Uigofandi: Útgáf ulélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Óttar Proppé. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn.GuðmundurRúnarHeiðarsson, IngibjörgHinriksdóttir (íþr.), Hjðrleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gfslason, Lilja Gunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), SævarGuðbjörnsson.TómasTómasson. Handrlto- og prófarkalostur: Elias Mar, Hildur Finnsdótlir. L|ósmyndarar:EinarÓIason. Sigurður MarHalldórsson. Útlftstelknarar: Garðar Sigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstofust|órl:JóhannesHarðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, UnnurÁ- gústsdóttir. Sfmavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigrlður Kristjánsdóttir. Bílstjöri: Jóna Sigurdórsdórtir. Útbrel&slu-og afgrei&slustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Atgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiisla, rltstjórn: SlSumúla 6, Reykjavík, simi681333. Auglýslngar: Siðumúla 6, slmar 681331 og 681310. Umbrot og sotning: Prentsmiðja Þjoðviljans hf. Prantun: Blaðaprent hf. Vero f lausasölu: 60 kr. Helgarblöo:70kr. Áskrlttarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.