Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 2
F-SPURNINGfN—< Hver er meginástæðan fyrir því að samningarnir eru kolfelldir um allt land? Edda Jónsdóttir, verkakona: Það veit nú hver einasti maður í landinu af hverju þessir samning- ar voru felldir. Grunnkaupið er of lágt! Agústa Vigfúsdóttir, verkakona: Það vara búið að taka þessar hækkanir af okkur áður en við greiddum atkvæði um þessa samninga. Birna Guðjónsdóttir, verkakona: Við höfum bara alltof lág laun. Það lifir enginn af þessum smá- augum. Einar Björnsson, verkamaður: Nú þetta eru aungvir samningar, enda sé ég ekki fram á að við getum náð fram rétti okkar í bráðina. Við höfum engan til að berjast fyrir okkur. Verkalýðsfor- ystan er ekki í neinum tengslum við okkur sem vinnum. Hjördís Egilsdóttir, yerkakona: Útaf alltof lágu kaupi, það er ástæðan. FRÉTTIR Borgarstarfsmenn Félagið í uppnámi Guðmundur V. Óskarsson: Eðlilegt að hópar sem stofna sitt eigið félag geti gert tilkall til hluta afeignum gamlafélagsins. Haraldur Hannesson, formaður: Andfélagsleg sjónarmið. Meirihlutinn erþessu gjörsamlega andvígur Mý samningsréttarlög opin- berra starfsmanna gera það nú kleift að sérmenntaðir faghóp- ar og starfsmenn ýmissa stofnana geta stofnað sín eigin stéttarfélög. Við sem stöndum að þessu meirihlutaáliti álítum að starfs- mannafélögin þurfi að aðlaga sig að þessu, með því að breyta félag- slögunum á þann veg að einstakir hópar sem stofni eigin félög, geti gert tilkall til sanngjarns hluta af eignum gamla félagsins. Þetta er sanngirniskrafa, sagði Guð- mundur Vignir Óskarsson, stjórnarliði í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Guðmundur á sæti í þriggja manna nefnd sem skyldi leggja fyrir aðalfund félagsins sem hald- inn er í dag, nauðsynlegar breytingartillögur til þess að starfshópar innnan félagsins, sem mögulega stofna eigin stéttarfé- lög, geti gert tilkall til hluta af sjóðum Starfsmannafélagsins. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni til eignatilfærslunnar og er viðbúið að mönnum verði heitt í hamsi á aðalfundinum í dag. Meirihluti stjórnar Starfsmann- afélagsins hefur lýst sig algerlega andvígan öllum breytingartil- lögum sem geri einstaka hópum kleift að gera tilkall í eignir fé- lagsins, en fyrir liggur að meina- tæknar gangi úr Starfsmannafé- laginu og stofni sitt eigið félag. Haraldur Hannesson, formað- ur Starfsmannafélagsins, sagði í samtali við blaðið í gær, að hann byggist ekki við að fundurinn samþykkti tillögur þar að lútandi. - Það er ekki spurning um það að meirihluti félagsmanna er þessu algerlega andvígur. Þessi sjónarmið eru andfélagsleg. Ég veit ekki hvort á að flokka þessar hugmyndir undir sjálfsbjargar- viðleitni eða eitthvað annað, sagði Haraldur. I minnhihlutaáliti eins nefnd- armanna, Óskars Magnússonar, lögfræðings, er bent á að kröfur um tilkall einstakra hópa til eigna félagsins, fái vart staðist. Eignarrétturinn sé félagslegur og einstaklingar eða hópur manna Meðal þeirra eigna starfsmannafélagsins sem bitist er um, eru orlofshús þess í Munaðarnesi og víðar. geti ekki gert tilkall til þeirra öðruvísi en sem félagsmenn. Guðmundur sagði að hann teldi að þarna væri verið að takast á um grundvallaratriði. Málið snérist einfaldlega um það að þeir sem hugsanlega sitja eftir í gamla félaginu, sitji ekki jafnframt uppi með allar eignir félagsins, meðan hinir brottgengnu þurfi að hefja félagsstarf á núlli á nýjum vett- vangi. -rk Maður vikunnar Ekkert að afsaka Útvarpsráð hafnar kröfu Lögreglufélags Reykjavíkur um afsökunar- beiðni vegna „Manns vikunnar". Hrafn Gunnlaugsson: Baldurhall- aði hvergi réttu máli Afundi Útvarpsráðs í gær var tekið fyrir bréf Gylfa Thorlac- iusar, lögmanns Lögregiufélags Reykjavíkur. Kveikjan að bréfi Gylfa er umfjöllun Sjónvarpsins um síðasta „Mann vikunnar", Svein Jónsson frá Eskifírði og skipti hans við lögregluna. Gylfi krefst þess að Útvarpsráð veiti þeim áminningu sem sé ábyrgur fyrir gerð þáttarins, og að jafnframt verði beðist afsök- unar í dagskrá Sjónvarpsins á því frumhlaupi að sýna þátt þar sem svo vægðarlaust sé vegið að æru heillar starfstéttar. Að sögn Bri- etar Héðinsdóttur sem á sæti í Út- varpsráði sá enginn ráðsliða á- stæðu til að verða við þessari kröfu. Hins vegar hafi verið sam- þykkt með meirihluta atkvæða að veita umsjónarmanninum, Baldri Hermannssyni, áminn- ingu fyrir innganginn að þætti- num, en hann mætti skilja á þann 8. mars Konur nú er komið nóg! Baráttufundur á Hallveigarstöðum á alþjóð- legum baráttudegi kvenna ¦ a enningar- og friðarsamtök kvenna, Samtök kvenna á vinnumarkaði, Samtök um Kvennalista og konur í Alþýðu- bandalaginu standa fyrir baráttu- fundi á Hallveigarstöðum n.k. þriðjudagskvðld 8. mars, á al- þjóðlegum baráttudegi kvenna. Yfirskrift fundarins er „Konur - nú er komið nóg!" Ávörp flytja þær Margrét Björnsdóttir verka- kona, Lilja Eyþórsdóttir banka- maður og Laufey Jakobsdóttir amma. Bríet Héðinsdóttir leikari annast upplestur og Kuregej Al- exandra syngur við undirleik Matta. Fundarstjóri verður Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarf- ulltrúi. -Ig- veg að látið væri að því liggja að lögreglumenn hér á landi viðhafi svipaða harðneskju og tíðkist í hernaði. Gylfi segir þáttinn allan ræt- inn, og að með ólíkindum sé að ríkisfjólmiðill skuli byggja þátt- agerðina á einhliða upplýsingum og slúðursögum. Baldur Hermannsson skilaði einnig álitsgerð inn á fund Ut- varpsráðs og andmælir hann ás- ökunum Gylfa lið fyrir lið. Hann telur bréf Gylfa fela í sér grófan atvinnuróg og áskilur sér sér allan rétt til að sækja hann til saka á öðrum vettvangi. Þá segir Hrafn Gunnlaugsson, dagskrárstjóri, að þátturinn sé gerður að sinni ósk og með sinni vitund. Segir Hrafn að í umfjöll- un Baldurs sé hvergi hallað réttu máli, enda ekki tilgangurinn að kveða upp neinn dóm. Þá segir í innleggi Hrafns að honum hefði þótt stórmannlegra hjá félaginu að víta þá menn sem hafi komið óorði á alla stéttina í stað þess að senda frá sér bréf sem Ieiði ósjálfrátt hugann að því hvort félagið sé að verja afglöp tveggja svartra sauða. HS SÍS-deilan Vildi fá helming Eysteinn Helgason: Kann að vera aðþessi litlaþúfa hafi velt þessu þunga hlassi Deilur þeirra Guðjóns B. Ól- afssonar forstjóra SÍS og Eysteins Helgasonar um laun þess síðar- nefnda urðu til þess að Erlendur Einarsson fyrrum forstjóri SÍS óskaði eftir gögnum úr bókhaldi fyrirtækisins ytlr laun Guðjóns er hann gegndi forstjórastarfinu ytra. Þetta kemur m.a. fram í ítar- legri yfirlýsingu sem Eysteinn sendi fjölmiðlum í gær. Hann segist hafa óskað eftir hækkun á launum um næstsíðustu áramót en Guðjón þvertekið fyrir það. Aðspurður hafi hann tjáð öðrum stjórnarmönnum í Iceland Sea- food að hann væri fyllilega sáttur við helming þeirra launa sem forverinn hafði haft. Eins og fram hefur komið í fjólmiðlum voru mánaðarlaun Guðjóns um 1.1 miljón kr. íslenskar. í framhaldi af þessum orðum hans óskaði Erlendur Einarsson eftir því að fá send gögn úr bók- haldi fyrirtækisins varðandi launagreiðslur til Guðjóns og einnig bandarískir endurskoð- endur fyrirtækisins. - Ég taldi mig ekki í nokkurri aðstöðu til að neita viðkomandi aðilum um að verða við þessum tilmælum, segir Eysteinn. _ig. ¦ Það er tvennt í þessu Annaðhvort tékkum við á öllum reikningum, skýrslum og launamiðum, en það verður tímafrekt... 2 SfÐA - WÓÐVIUINN Laugardagur 5. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.