Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 2
Misdýrar fermingarmyndir Það er ekki sama hvar fermingarmyndin er tekin ef menn vilja halda kostnaði í hófi. Verðmunur milli ljósmyndastofa er gríðarmikill sam- kvæmt nýrri verðkönnun Verðlagsstofnunar. Dýrast er að láta mynda sig hjá Ljósmyndastofu Kópavogs, þar kostar myndatakan og tvær stækkanir 13 þús. kr. en sama þjónusta hjá Ljósmyndaþjónustu Krist- jáns í Hafnarfirði kostar 5.200 kr. Verðmunurinn er því allt að 74% og á skyndimyndatökum í vegabréf og ökuskírteini er verðmunur hátt í 40% þar sem hann er mestur. 4 ár fyrir tvær íkveikjur Tæplega þrítugur Reykvíkingur var í gær dæmur í fjögurra ára fangelsi fyrir íkveikjur og barsmíðar. Maðurinn kveikti í íbúð við Garðastræti sl. haust eftir að hafa ráðist að öldruðum húsráðanda og síðar sama kvöld kveikti hann í herbergi í gistiheimilinu í Brautarholti. Auk fangelsisdómsins var manninum gert að greiða Húsatryggingum Reykjavíkur 1,4 miljónir í skaðabætur vegna brunatjóns. Grandi græddi tæpar 2 miljonir Hagnaður af rekstri Granda hf. á sl. ári eftir skattagreiðslur var 1,7 miljón kr. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað var 188,6 miljónir og hagnaður fyrir skatta 30 miljónir. Heildarafli Grandatog- ara í fyrra var nær 24.500 lestir og heildarvelta fyrirtækisins tæpur 1,6 miljarður. Á aðalfundi félagsins í gær var ákveðið að auka hlutafé í fyrirtækinu um 150 miljónir og verður heildahlutafé þá orðið 460 miljónir. Alls störfuðu að meðaltali 373 menn hjá fyrirtækinu í fyrra. Bora ekki á Hatton-Rockall Samkvæmt upplýsingum sem utanríkisráðuneytið hefur fengið frá breskum stjórnvöldum hafa engar heimildir verið veittar til breskra olíufyrirtækja um boranir á Hatton-Rockall svæðinu. Þær boranir sem BP stendur nú fyrir er á svæði norðvestan Skotlands, sem Bretar hafa einir gert tilkall til og liggur fjarri Hatton-Rockall svæðinu. Ósóttir vinningar í Lottópottinn Stjórn íslenskrar Getspár hefur samþykkt að ósóttir vinningar í Lottóinu bætist við vinningspottinn hverju sinni á 6-8 vikna fresti. í hverri viku liggja eftir milli 200-300 þús. krónur í ósóttum vinningum, einkum lægstu vinningum. Eignaraðilar Lottósins hafa samþykkt þetta fyrir sitt leyti en málið er nú til umfjöllunar hjá dómsmálaráðuneytinu. Fjórir vinsælasta talan Sú tala sem langoftast hefur komið upp í Lottóinu frá því það hóf göngu sína er talan 4. Hún hefur komið tuttugu sinnum upp og talan 5 næst oftast eða sextán sinnum. Sjaldnast hefur talan 25 komið upp eða aðeins tvisvar sinnum og talan 28 þrisvar sinnum. Eiga konur að semja sjálfar? Þetta er yfirskrift opins umræðufundar sem Kvennalistinn boðar til á Hótel Borg á morgun kl. 14.00. Þar halda framsögu þær Sigrún Ágústs- dóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur, Vilborg Þorsteinsdóttir formaður Snótar í Vestmannaeyjum, Arna Jónsdóttir fóstra Reykja- vík, Sigrún Jónsdóttir Halliwell, verkakona Akranesi og Þórhildur Þorleifsdóttir þingmaður. Prekhjol handa Halldóri Fyrsti íslenski hjarta- og lungnaþeginn, Halldór Halldórs- son úr Kópavogi, er allur að hressast eftir aðgerðina miklu í síðasta mánuði. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra heilsaði upp á Halldór í vikunni og færði honum kveðjur að heiman og tilkynnti honum að á Harefield sjúkrahúsinu þar sem Halldór fluttist í gær til endurhæ- fingar byði hans þrekhjól sem er gjöf frá íslensku þjóðinni. Orrahríð á Akureyri Akureyringurinn ungi Jón Garðar og stórmeistarinn Adorian sömdu um jafntefli eftir 19 leiki í spennandi skák, í 8. umferð skák- mótsins á Akureyri í gær. _ ¦ ., Önnur úrslit urðu sem hér segir: Jón L. vann Olaf Knstjans., Tisdall vann Karl Þorsteins eftir 29 leiki og jafntefli gerðu Margeir og Poluga- evskí og Gúrevítsj og Jóhann Hjartar. Eftir 8 umferðir eru Margeir og Jóhann efstir með 5 vinninga og á Margeir ólokið biðskák við Helga og Jéhann frestaða skák við Helga. Næstir koma Polugaevskí, Tisdal og Gúrevítsj allir með 5 vinninga. 9. umferð verður tefld á laugardag. Þá er von á Sævari Bjarnasyni, alþjóðlegum meistara, norður til að skýra skákir á skákstað um helg- ina. FRETTIR Snót Höfum enn veridallsheimild Vilborg Þorsteinsdóttir: Gertað vandlega athuguðu máli. Ekkiorðið varar við mikinn skilningþeirra sem standa okkur nœst. Óvíst með afdrifyfirvinnubannsFramsóknar. Björn Grétar Sveinsson: Vinsam- legar viðrœður. Stóru málin órædd Eftir ströng fundahöld í gær- kvöldi og fram á nótt, samþykkti stjórn- og trúnaðarmannaráð Snótar í Vestmannaeyjum að aflýsa verkfalli á grundvelli bók- unar sem gerð var á sáttufundi í Eyjum í fyrrinótt. Að sögn Vil- borgar Þorsteinsdóttur formanns félagsins var þessi ákvörðun tekin að vandlega athuguðu máli. - Það verður bara að segjast eins og er að við höfum ekki orðið var- ar við mikinn skilning þeirra fé- laga okkar í verkalýðshreyfing- unni sem samkvæmt öllu eðlilegu eiga að standa okkur næst. Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélagsins ákvað í gær- kvöldi að bíða með að taka ákvörðun um hvort fresta skuli verkfalli félagsins, sem boðað er frá og með næsta miðvikudegi. Talið er að á þeim bæ hafi menn ekki treyst sér til að taka ákvörð- un á undan Snótarkonum, sem hefði bundið hendur þeirra. í bókuninni, sem líta má á sem viljayfirlýsingu af hálfu atvinnu- reícenda, er m.a. horfið frá sveigjanlegum dagvinnutíma og hærri desemberuppbót heitið en um var samið við Verkamanna- sambandið. Fyrirheit er gefið um að verkafólk geti flutt með sér áunnin réttindi á milli atvinnu- rekenda. - Þetta er bókun um atriði í væntanlegum kjarasamningi og snertir ekki kaupliðina sjálfa. Við erum enn gallharðar á okkar kröfugerð, sagði Vilborg, en fljótlega verður félagsfundur hjá Snót, þar sem hin örlagaríka ákvörðun verður lögð undir dóm félagsmanna. - Við höfum ekki afsalað okk- ur verkfallsheimildinni, sagði Vilborg. Yfirvinnubann Framsóknar hjá Granda hófst í gær. Ekki ljóst hver verða afdrif almenns yfir- vinnubanns fiskverkakvenna í Framsókn, sem er boðað á mánu- dag, eftir að Snót aflýsti verkfalli. - Við þurfum fyrst að skoða á hvaða forsendum Snót aflýsti verkfallinu, áður en afráðið verð- ur um áframhaldið hjá okkur, sagði Ragna Bergmann, formað- ur Framsóknar. Eftir fund með Eyjamönnum hélt ríkissáttasemjari rakleitt austur á Egilsstaði til að halda sáttafund með deiluaðilum á Austurlandi. Þar taka menn upp þráðinn að nýju fyrir hádegi í dag. Að sögn Björns Grétars Sveinssonar, formanns Jökuls á Höfn, voru viðræður vinsam- legar. Hann sagði að það væri góðs viti að menn ætluðu að halda viðræðum áfram. - Stóru málunum hefur þó ekki verið hreyft enn. Við ræðum hér á okkar nótum en ekki bóku- nar Eyjamanna, sagði Björn er hann var spurður að því hvort málalyktir sáttafundarins í Eyjum hefðu verið til umræðu. -rk Atkvæðagreiðslu í kosningum KÍ lauk í gærkvöldi en hér má sjá kennara í Seljaskóla greiða atkvæði um verkfallsboðun. (Mynd Sig.) Kennarar .*. Verkfallshugur kannaður Kosningar standa nú yfir í kennarafélögunum um heimild til verkfalls- boðunar. Ólöf Arngrímsdóttir: Þungt hljóð í fólki Kosningar eru nú hafnar innan Hins íslenska kennarafélags um heimild til verkfallsboðunar en í gær lauk atkvæðagreiðslu innan Kennarasambands íslands og verður niðurstaða hennar i.jós á þriðjudag. Ólöf Arngrímsdóttir kjörstjóri KÍ sagðist búast við því að verk- fallsheimild yrði veitt. - Það er frekar þungt hljóð í fólki, sagði Ólöf, og því gæti ég best trúað að verkfallið verði að veruleika. Hún sagði að kennarar mundu að öllum líkindum taka hlutunum með ró næstu dagana og minnka jafnvel við sig yfirvinnu þangað til málin færu að skýrast. Samningaviðræður stóðu yfir í gær milli samninganefndar fjár- málaráðuneytisins og kennara í húsi ríkissáttasemjara í Borgar- túni en ekki var búist við miklum tíðindum þaðan. _tt RUV Hækkun synjað Ríkisstjórnin hafnað beiðni R ÚV um 10% hœkkun afnotagjalda fjárlögum væri gert ráð fyrir 15°/ raunhækkun afnotagjalda, um Með þvf að neita okkur um hækkun afnotagjalda nú er ríkisstjórnin að ganga þvert á þær forsendur sem liggja til grundvallar rekstri RÚV sam- kvæmt fjárlögum, sagði Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri Ríkisútvarpsins í gær. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun var tekið fyrir erindi frá RÚV um 10% hækkun af- notagjalda og var beiðninni hafn- að. Hörður sagði að samkvæmt 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN fram verðbólgu. „Við búum við 25% verðbólgu og þar sem þessi hækkun umfram verðbólgu er á- kveðin í lögum verður ekki séð hvernig framkvæmdavaldið getur breytt því." Þrátt fyrir það verða afnota- gjöldin óbreytt næst þegar þau verða innheimt að sögn Harðar, en Ríkisútvarpið hækkaði síðast afnotagjöld sín í janúar, þá um 13%. _«(_£

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.