Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 11
Ólafur Konráð
Sveinsson
Fæddur 18. júlí 1920
Dáinn 9. mars 1988
í dag fer fram í Langholts-
kirkju minningarathöfn um Ólaf
Konráð Sveinsson rafvirkja-
meistara, að Nökkvavogi 12 í
Reykjavík, en hann verður jarð-
settur frá Breiðabólstaðarkirkju í
Fljótshlíð, laugardaginn 20. þ.m.
Ólafur var fæddur að Butru í
Fljótshlíð, 18. júlí 1920, sonur
Ólafar Halldórsdóttur á Butru og
Sveins Böðvarssonar, sem lengi
bjó á Uxahrygg á Rangárvöllum.
Ólafur ólst upp hjá móður
sinni að Butru og þótti snemma
liðtækur til allra verka.
Um tvítugsaldur flyst Ólafur til
Reykjavfkur og lærir rafvirkjun
hjá Eiríki Hjartarsyni.
Árið 1949 stofnar hann ásamt
samstarfsmanni sínum, Hauki
Þorsteinssyni, Raftækjavinnu-
stofuna Haukur og Ólafur, sem
brátt varð öflugt og vinsælt fyrir-
tæki í samtaka höndum þessara
mætu manna.
Sinn stóra vinning hreppir
Ólafur, þegar hann 20. október
1945 gengtir í hjónaband með
Aðalheiði Dóru Magnúsdóttur
frá Vestmannaeyjum. Voru þau
mjög samhent um alla hluti,
eignuðust fjögur mannvænleg
börn, en þau eru: Magnús Helgi,
kvæntur Guðbjörgu Stefánsdótt-
ur, Sigmar Steinar, kvæntur Sig-
ríði Hansdóttur, Halldór, kvænt-
ur Líneik Jónsdóttur og Ólöf
Ragnheiður gift Sigurði Ár-
mannssyni. Og nú áttu þau níu
barnabörn og eitt barnabarna-
barn.
Petta er í fáum orðum lífshlaup
Ólafs Sveinssonar og mætti þar
mörgu við bæta, því maðurinn
var ekki einhamur í hverju sem
hann tók sér fyrir hendur og fór
þar saman að vera mikilvirkur og
vandvirkur, með einstaka verk-
þekkingu á hverskonar viðfangs-
efnum, þannig að eftir var tekið.
Pó var maðurinn hógvær og lítil-
látur og vildi hvergi láta á sér
bera. En kannski var það þess
vegna að hugurinn var alltaf í
jafnvægi, ekki þrúgaður af streitu
framagosans, að hann átti svo
auðvelt með að draga réttar
ályktanir, persónuleikinn mótað-
ur af reynslu viturs manns.
Ólafur var hrókur alls f agnaðar
í góðra vina hópi, en hvergi var
hann sælli en austur í Fljótshlíð í
sumarbústaðnum, í faðmi fjöl-
skyldunnar, þar sem hann var að
hlúa að nýjum græðlingum og
segja barnabörnunum sínum
hvernig Iundurinn myndi líta út
að nokkrum árum liðnum.
Ég, sem þessar línur rita, eins
og eflaust fleiri sem ekki breuta
essi í óbættri skuld við Ólaf, erum
ósáttir við hvað hann hverfur
fljótt af sviðinu. En við straum
tímans þýðir ekki að deila.
Það verður þó styrkur lengi
enn að hafa átt svona góða fyrir-
mynd.
Matthías Kristjánsson
lÖRFRÉmiRi
Framkvæmdasjóður
íslands
Starfskraftur óskast sem fyrst til starfa við
bókhalds- og ritarastörf. Verslunarmenntun
æskileg.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist Framkvæmdasjóði íslands,
Rauðarárstíg 25, 105 Reykajvík.
ÁLÞYÐUBANDALAGK)
Alþýðubandalagið Reykjavík
Spilakvöld ABR
Lokakvöldið í þriggja kvölda spilakeppni verður þriðjudaginn 22. mars kl.
20.30 að Hverfisgötu 105. Mætið stundvíslega. Góð heildarverðlaun og
kvöldverðlaun.Allirvelkomnir. ABR
Alþýðubandalagið Kópavogi
Morgunkaffi ABK
Heiðrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi og Svandís Skúladóttir fulltrúi í Lista- og
menningarnefnd verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11,
laugardaginn 19. mars frá kl. 10-12.
Allir velkomnir
___________________________________________ Stjórnln
Alþýðubandalagið Kópavogi
Spilakvöld ABK
Haldið verður áfram með hin vinsælu spilakvöld 3 kvöld í viðbót. Spilað
verður mánudagana 21. mars og 11. og 25. apríl í Þinghóli, Hamraborg 11
og hefst spilamennskan kl. 20.30.
Veitt verða kvöldverðlaun og heíldarverðlaun sem eru helgarferð til Akur-
eyrar. Gisting í 2 nætur og morgunverður á Hótel KEA.
Allir velkomnir.
Stjórn ABK
Sundtækni
sæskjaldbakna
er umfjöllunarefni fyrirlesturs sem dr.
John Davenport sjávarliffræðingur
frá Sjávarrannsóknastöð Háskólans í
Wales f Menai Bridge heldur á vegum
Llffræðistofnunar Háskólans I dag.
Fyrirlesturinn er á ensku og verður
f luttur í stof u G-6 á Lítfræðistofnun HÍ,
Grensásvegi 12 kl. 15.15. Öllum er
heimill aðgangur.
Bandarískur
bókamarkaður
verður opnaður hjá Eymundsson í
Austurstræti árdegis í dag. Nicholas
Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á
fslandi opnar markaðinn kl. 10.00 en
síðan verður viðstöddum boðið uppá
kaffi og kleinuhringi. Meirihluti bók-
anna á markaðnum, en titlarnir skipta
þúsundum, hefur ekki verið til sölu I
bókaverslunum hér áður, og er verð-
ið eins og það gerist hagstæðast í
New York. Allar bækurnar eru inn-
bundnar og flestar myndskreyttar.
Pöntunarþjónusta verður fyrir lands-
byggðarmenn meðan markaðurinn
stendur fram á næsta föstudag.
Stærðfræðikennsla
í framhaldsskólum
verður til umræðu á ráðstefnu ís-
lenska stærðfræðifélagsins og Fé-
lags raungreinakennara í framhalds-
skólum sem haldin verður í hátiðarsal
Verslunarskólans við Ofanleiti á
morgun laugardag. Ráðstefnan hefst
kl. 10.00 og verður fluttur fjöldi fyrir-
lestra bæði af núverandi og fyrrver-
andi kennurum. Ráðstefnan eröllum
opin.
Verkfræðistofnun HÍ
hefur borist 250 þús. kr. framlag úr
Stofnendasjóði Elli- og hjúkrunar-
heimilisins Grundar. Gjöfin er til
minningar um verkfræðingana Knud
Zimsen og Jón Þorláksson sem báðir
gegndu á sínum tíma embætti borg-
arstjóra í Reykjavík. Er gjöfin framlag
í sérstakan Starfssjóð Verkfræði-
stofnunar.
Bolvíkingafélagið
heldur árshátíð sína í Víkingasal Hót-
els Loftleiða á morgun. Hátíðin hefst
meðborðhaldi kl. 19.30.
íþróttir fatlaðra
verða til umræðu á fræðslufundi
áhugafélags um þessi málefni, sem
haldinn verður I nýju húsi aldraðra I
félagsmiðstöðinni í Bólstaðahlíð.
Hrafn V. Friðriksson læknir fjallar um
heilsufar og lífshætti aldraðra og
Brynhildur Briem næringarfræðingur
um heilsufæði. Fundurinn hefst kl.
14.00.
Gallabuxnasýningin
í Þjóðminjasafninu hefur verið fram-
lengd fram yfir aðra helgi, vegna
mikillar aðsóknar. Sýningin hefur
staöið yfir frá 20. febrúar og er opin á
opnunartíma safnsins á þriðju-
dögum, fimmtudögum, laugardögum
og sunnudögum frá kl. 13.30 til
16.00.
Leikmannastefna
kirkjunnar
hin önnur í röðinni verður haldin um
helgina í Kirkjuhúsinu við Suðurgötu
og í Bústaðakirkju. 18 manns, einn úr
hverju prófastsdæmi nema tveir úr
Reykjavík, auk tveggja kirkjuráðs-
manna sitja Leikmannastefnuna.
Vélsleðamenn
verða með árlegt landsmót sitt í Kerl-
ingafjöllum um helgina. Þetta er 5.
mótið sem haldið er en Landssam-
band íslenskra vélsleðamanna var
stofnað í Nýjadal á Sprengisandi í
apríl 1984. Félagsmenn eru nú orðnir
um 550 víðs vegar af landinu.
Félag ísl. gullsmiða
hélt aðalfund sinn á dögunum.
Minnst var tveggja látinna félaga,
þeirra Óskars Kjartanssonar og
Eyjólfs Árnasonar. Formaður félags
gullsmíða er Alfred W. Gunnarsson.
m Auglýsing
'l' frá Borgarskipulagi
Með vísan til 17. og 18. greinar laga nr. 19/1964
er hér með auglýst landnoktunarbreyting á stað-
festu Aðalskipulagi Reykjavíkur. Breytingin er í
því fólgin að landnoktun á staðgr.r. 1.286.1 sem
markast af Safamýri, Háaleitisbraut og Miklu-
braut verður svæði fyrir verslun og þjónustu í stað
íbúðarsvæðis.
Uppdráttur og greinargerð liggja frammi almenn-
ingi til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur,
Borgartúni 3, frá föstudeginum 18. mars til 29.
apríl 1988, alla virka daga frá kl. 8.30-16.15.
Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila
skriflega á sama stað eigi síðar en kl. 16.15,
föstudaginn 13. maí 1988.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkir breytingunni.
Reykjavík, 18. mars 1988.
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
Borgartúni 3
105 Reykjavík.
C?^
0
Astmi - ofnæmi
Styrktar- og minningarsjóður Samtaka gegn astma og ofnfcmi veitir
i ár styrki i samræmi við tilgang sjóðsins sem er:
A. Að vinna að aukinni þekkingu á astma- og ofnæmissjúkdómum.
B. Aðstyrkja lækna og aðra sem leita sérþekkingará ofangreindum
sjúkdómum og kunnáttu í meðferð þeirra með framhaldsnámi eða
rannsóknum á þessu sviði.
Umsóknir um styrki, ásamt gögnum, skulu hal'a borist til sjóðsstjórn-
arípósthólf936,12l Reykjavík, fyrir 16. april 1988.
Frekari upplýsingareru veitlará skrifstofu Samtakanna í síma 22153.
SjóAssljórnin
Ráðstefna MÍR
18.og19. mars
Aðalfundur MÍR, Menningartengsla íslands og
Ráðstjórnarríkjanna, sem jafnframt er 21. ráð-
stefnafélagsins.verðurhaldinnífélagsheimilinu,
Vatnsstíg 10, dagana 18. og 19. mars 1988.
Fundurinn verður settur í kvöld, föstudaginn 18.
mars kl. 20.30, og fundarstörfum haldið áfram á
morgun, laugardaginn 19. mars kl. 14.
MÍR-félagareru hvattirtil aðfjölmenna.
Félagsstjórnin.
Blaðburðarfólk
Ef þú ert
morgunhress.
Haföu þá samband við afgreiðslu
Þjóðvfljans, sími 681333
Það bætir heilsu qg hag
að bera út Þjóðviqann
£ Notaðu
A
endurskinsmerki
og komdu heil/l heim.