Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 5
Allt frá árinu 1982 hafa 15-20 grænlenskir rækjutogarar sótt alla sína þjónustu til ísafjarðar á meðan á rækjuvertíðinni stendur sem er frá desember og fram í mars-aprfl. Þar hefur aflanum verið skipað upp og áhafnaskipti farið fram. Þessi þjónusta hefur gefið af sér um 80-100 milljóna króna á ári fyrir þjónustufyrir- taeki ýmiskonar i sjávarútvegi, verslun og bæjarsjóð ísafjarðar. Nú bregður svo við, allt í einu, að Grænlendingar hafa ákveðið að söðla yfir og skipta í framtíð- inni við Hafnfirðinga. Þetta hefur að vonum vakið mikla gremju og reiði meðal ísfirðinga sem telja þetta eitt dæmið af mörgum hvernig þéttbýliskjarninn á höf- uðborgarsvæðinu dregur allt til sín á kostnað landsbyggðarinnar og hún látin blæða fyrir að ó- sekju. Áfall fyrir ísafjörð Að sögn Kristjáns Jónassonar, forseta bæjarstjórnar á fsafírði er þetta geysilegt áfall fyrir fyrir bæ- inn að missa þessi viðskipti frá sér án nokkurs rökstuðnings. Bærinn hafði á sínum tíma tekið að sér að veita Grænlendingum alla þá þjónustu sem hann hafði uppá að bjóða, enda höfðu Grænlending- ar farið fram á hana með sérstakri beiðni til sjávarútvegsráðuneytis- ins sem hafði veitt þeim heimild til löndunar á sínum afla og skipti á áhöfnum. Þá hefur bæjarsjóður ma. ráð- ist í byggingu sérstakrar vöru- skipahafnar með 100 metra við- legukanti til að bæta aðstöðu skipafélaganna, en nú væri útséð um að þær tekjur, sem gert hafði verið ráð fyrir að kæmu inn vegna hafnagjalda togarana, skiluðu sér nokkurn tíma í hafnarsjóð bæjar- ins. Gert af hag- kvœmnisástœðum Þorvaldur Jónsson skipamiðl- ari í Reykjavík, hefur ásamt skip- afélögunum Ok hf. og Nes- skipum hf. umboð fyrir hræn- Iensku togarana hér fyrir sunnan, sagði að þessi flutningur frá ísa- fírði til Hafnarfjarðar væri fyrst og fremst gerður af hagkvæmnis- ástæðum; það væri mun ódýrara að flytja rækjuna frá Hafnarfirði til Danmerkur en frá ísafirði. Ennfremur hefðu togarar oft á tíðum þurft að dvelja lengur í höfn á ísafirði vegna þess að áhafnaskiptin hefðu ekki gengið sem skyldi vegna erfiðra flugsam- gangna vestur. Með því að færa þjónustuna til Hafnarfjarðar væru þetta vandamál úr sögunni. „Grænlendingar hafa lofað þjónustuna sem þeir hafa fengið fyrir vestan upp í hástert og hafa aldrei haft neitt við hana að at- huga,“ sagði Þorvaldur Jónsson, skipamiðlari. Mismunur eftir landssvæðum Þjóðviljinn bar þetta undir Kristján Jónasson, forseta bæjar- stjórnar á ísafirði að ódýrara væri að sigla með rækjuna frá Hafnar- firði til Danmerkur en að vestan og að flugsamgöngur stæðu áhafnaskiptum fyrir þrifum. „Þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir því stóru skipafélögin hafa alltaf haldið því fram að sama verð gilti hvort sem fiski væri skipað út frá höfuðborgarsvæð- inu eða frá landsbyggðinni. Ef þetta er á annað borð rétt þá sýn- ist mér útflutningsatvinnuvegun- um vera gróflega mismunað eftir landssvæðum sem er í sjálfu sér alvarlegt umhugsunarefni,“ sagði Kristján Jónason. Hann sagðist jafnframt vera hissa á þeirri fullyrðingu Þorvald- ar að flugsamgöngur hefðu haml- að áhafnaskiptum í einhverjum mæli. Auðvitað vissu allir að flug félli niður til ísafjarðar eins og til annarra staða úti á landi, eins og gerist og gengur. En einmitt núna væri von á vestur alveg nýrri 20 sæta flugvél sem flugfélagið Ernir hf. hefur fest kaup á sem getur notað litla flugvelli í nágrenni bæjarins ef ekki væri lendandi á ísafjarðarflugvelli og frá þeim væri hægt að keyra áhafnarmeð- limi á stuttum tíma inn til fsa- fjarðar. „Að sjálfsögðu hefur flugfé- lagið Ernir hf. gert ráð fyrir þessu flugi með Grænlendingana hing- að vestur í sinni fjárhagsáætlun og í fljótu bragði verður ekki séð hvernig félagið mun bregðast við þessum óvænta atburði,“ sagði Kristján. Lilja Bragadóttir hjá Eim- skipafélaginu sagði að hjá fé- laginu gilti sama flutningsverð hvort sem sjávarafurðum væri skipað út frá Iandsbyggðinni eða frá höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti sagði framkvæmdastjóri Skipadeildar Sambandsins að ef það þyrfti að umskipa vöru frá landsbyggðinni fyrir sunnan fylgdi því auðvitað ákveðinn aukakostnaður. Ráðuneytið hefur áhyggjur Að sögn Árna Kolbeinssonar, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu valda þessar snöggu breytingar hjá Grænlendingum að skipta við Hafnarfjörð í stað ísafjarðar vissum áhyggjum hjá ráðuneytinu, sem hefur gefið Grænlendingunum heimild til löndunar, annaðhvort í eitt ár í einu eða til hálfs árs í senn án skilyrða. Árni sagði að menn fyrir vestan hefðu lagt í ákveðinn kostnað vegna þjónustunnar við Grænlendingana og því bagalegt fyrir þá að missa þessi viðskipti. „En ráðuneytið hefur ekki tekið neina ákvörðun í þessu máli að svo komnu, hvað sem síðar kann að verða," sagði Árni Kolbeins- son. Hrafnkell Ásgeirsson, formað- ur hafnarstjórnar í Hafnarfirði sagði að grænlensku. rækjutogar- arnir væru þegar byrjaðir að koma til Hafnarfjarðar og sagði hann að þeir létu vel yfir þjónust- unni, enda kappkostuðu Hafn- firðingar aö veita hana sem besta. Hann upplýsti að Þorvaldur Jóns- son, skipamiðlari, hefði fengið úthlutað 1000 fermetra lóð á hafnarsvæðinu fyrir skemmu sem í ætti að vera frystigeymsla að hluta og veiðarfærageymsla. Að- spurður hvort Hafnfirðingar hefðu haft eitthvert frumkvæði í því að fá viðskipti við Grænlend- ingana til sín, neitaði Hrafnkell því alfarið og sagði að þeir hefðu engin afskipti haft af málinu. Hrafnkell sagði mikla upp- byggingu vera á nýja hafnarsvæð- inu og nýlega hefði verið gengið frá samningum á rnilli Eimskipa- félagsins um nýtt athafnasvæði þeirra þar. Einnig væru skipafé- lagið Ok hf. og Víkurskip hf. að byggja upp aðstöðu fyrir sig á hafnarsvæðinu. Hrafnkell sagðist skilja vel afstöðu ísfirð- inga og að þeim þætti það súrt í broti að missa viðskiptin við Grænlendingana, en sagði jafn- framt að Hafnfirðingar væru vel að því komnir að þjónusta Grænlendingana sem og aðra þá sem þangað vildu koma. -grh A DAGSKRA Umsjón: Guðmundur R. Heiðarsson Grænlenskirrækjutogarar hafa skipt um þjónustuhöfn og skipa nú upp afla sínum og hafa á- hafnaskipti í Hafnarfirði í stað ísa- fjarðar, en þar hafa þeir sótt alla sína þjónustu frá 1982. Þessi skipti hafa valdið mikilli gremju og reiði meðal ísfirðinga, enda ekki nema að vonum þar sem þessi viðskipti hafa gefið af sér árlega um 80-100 milljónir króna. (MyndE.ÓI) Grœnlenskir rækjutogarar Skipta um þjónustuhöfn Frá ísafirði til Hafnarfjarðar. Áfallfyrir ísafjörð sem hefurhaft þjónustu við togaranafrá 1982. Ársvelta viðskiptanna umlOO milljónir króna. Þorvaldur Jónsson, skipamiðlari: Skiptin eingöngu af hagkvœmnisástæðum Föstudagur 18. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.