Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 12
Klambratún
- Miklatún
Laugardagsmorgun einn, ekki
alls fyrir löngu, leit ég inn á Kjar-
valsstöðum. Þegarég hafði
skoðað mig þar um bekki labbaði
ég beinustu leið suður á Miklu-
braut. Ekki hafði ég lengi gengið
þegarég mætti manni einum,
miklum vexti og vörpulegum,
með myndarlegt alskegg, þótt
ekki væri það eins sítt og brús-
andi og á sr. Arnóri í Hvammi (
Laxárdal. Hann stöðvar mig á
göngunni, heilsar án þess að
kynna síg né spyrja mig að nafni,
enda hefðu slíkar upplýsíngar
auðvitað engu breytt um gang
heimsmálanna.
„Veistu hvað þettatún heitir,
þar sem nú stöndum við?" spyr
hann.
„Er það ekki nefnt Miklatún,"
segi ég.
„Jú, það er nefnt Miklatún, en
það er ekki þess rétta nafn. Túnið
heitir Klambratún. Ég nefni það
aldrei annað og mun ekki gera.
Hér var einu sinni sveit og þá hét
túnið Klambratún og engum datt í
hug að nefna það annað. En þeg-
ar búið er að minnka þennan blett
og þrengja að honum með þung-
lamalegum húsalengjum áalla
vegu, svo að hann er ekki orðinn
nema svipur hjá sjón, en til stórr-
ar prýði samt, þá er hann skírður
upp og dugar nú ekkert minna en
að nefna hann Mimklatún".
„Það er nú svona," segi ég,
„ætli þetta nafn þyki ekki virðu-
íegra, svona inni í miðri höfuð-
borg?"
„Hvað er virðulegt og hvað er
ekki virðulegt? Það f innst engum
meira vert um þetta tún þó að það
hafi veríð skírt upp. Ég hugsa að
þorri Reykvíkinga hafi jafnvel
aldrei stigið hér fæti. Nei, góði
þetta er andskotans yfirborðs-
mennskan og ekkert annað.
Þetta er rétt eins og ef ég, sem
heiti nú bara Jón, yrði allt í einu
skírður Napóleon mikli. Sérværi
nú hver virðingin. Örnefni eru
hlutiafsögunni.Breytingáþeim
er sögufölsun. - Viltu kannski
annarsínefið?"
-mhg
I dag er
18. mars, föstudagur í 22. viku vetrar
og 78. dagur ársins. Sólin kemur upp
í Reykjavík kl. 7.35 en sólsetur er kl.
19.38. - Nýtt tungl kviknar, sjálft
páskatunglið.
Atburðir
Fyrsti landlæknir fslendinga, Bjarni
Pálsson, tekur við embætti 1760. -
Parísarbúar taka stjórn borgarinnar í
sínarhendur 1871. Parísarkommún-
an berst hetjulegri baráttu en lýtur í
lægra haldi í blóðugum átökum 28.
maí. - Árið 1930 var næturvinna við
Reykjavíkurhðfn farin að ganga nærri
þreki og heilsu ýmissa hafnarverka-
manna. Dagsbrún greip til þess ráðs
að banna næturvinnu eftir kl. 10 að
kvöldi. - Árið 1955 hófst verkfall 14
verkalýðsfélaga með um 8000 f é-
lagsmenn. Næstu daga slógust f leiri
félög í hópinn. Verkfallið stóð í sex
vikur. Meðal þeirra réttarbóta, sem
verkfallið færði verkafólki, voru
atvinnuleysistryggingamar, 10%
kauphækkun og lenging orlofs í 18
daga.
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum
Kommúnistaflokkurinn boðar til fund-
ar um gerðardómslögin í Gamla bíói
kl. 6 í kvöld. - Haraldur Guðmunds-
son segir sig úr ríkisstjórninni. - Litvi-
noff, utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, boðar til allsherjar ráðstefnu
um yfirgang og ofbeldi Þjóðverja.
Þjóðverjum, (tölum og Japönum er þó
ekki boðið. - Fimmtíu íhaldsþing-
menn í neðri málstofu breska þings-
ins, undirforystu Churchills, krefjast
þess að Chamberlain gefi
fullnægjandi yfirlýsingar um að
stjórnin sé þess albúin að tryggja
sjálfstæði Tékkóslóvakíu og viðun-
andi lausn Spánarmálanna, ella
gangi þeirtil andstöðu við stjórnina.
-mhg
UM UTVARP & SJONVARP
f
Bergþór Pálsson
Tónlistarmaöur vikunnar
Útvarp, rás 1, föstudag kl. 11.05
Þátturinn Samhljómur er á
dagskrá rásar 1 fimm morgna í
vikuhverri,kl. 11. — ídagkynnir
Bergþóra Jónsdóttir tónlistar-
mann vikunnar. Er hann að þessu
sinni hinn ungi og efnilegi söngv-
ari Berþór Pálsson en hann syng-
ur nú um þessar mundir stórt
hlutverk í uppfærslu íslensku óp-
erunnar á Don Giovanni eftir
Mozart. Bergþór mun segja frá
söngnámi sínu í Bandaríkjunum
og ræða um túlkun og tilfinningar
í ljóða- og óperusöng. Og eflaust
ber fleira í mál snertandi sam-
band Bergþórs við tónlistina. í
þættinum mun Bergþór „taka
lagið" auk þess sem flutt verður
tónlist sem hann hefur sjálfur val-
ið. - Mtturinn verður endurtek-
inn að loknum fréttum á mið-
nætti, kl. 00.10.
-mhg
Ungir
mælskumenn
Útvarp, rás tvö, föstudag kl.
20.00.
Og þá er nú komið að úrslita-
viðureigninni í mælsku- og rök-
ræðukeppni framhaldsskólanna.
Hún fer fram í Háskólabíói og
verður útvarpað beint á rás 2 kl.
20.00. Sextán lið hófu keppnina
en nú standa aðeins tvö lið eftir:
Lið Fjölbrautaskóla Garðabæjar
og lið Menntaskólans í Reykja-
vík. Lið frá þessum sömu skólum
háðu úrslitakeppni sín á milli í
fyrra og fóru Garðbæingar þá
með sigur af hólmi. Hvað gerist
nú? - Lið Garðbæinga skipa:
Árni Gunnarsson liðsstjóri, Sig-
urður Bernhöft, Einar Páll Tam-
ini og Sigmar Guðmundsson. Lið
MR: Birgir Ármannsson liðs-
stjóri, Auðunn Atlason, Daníel
Freyr og Orri Hauksson.
Kvöldvakan
Útvarp, rás 1, föstudag kl. 20.30
Kvöldvakan verður fjölbreytt
að venju. Þar er fyrst á blaði þátt-
urinn Ljóð og saga, kvæði ort út
af íslenskum fornritum, 6. þáttur,
„Skarphéðinn í brennunni" eftir
Hannes Hafstein. Gils Guð-
mundsson tók saman en lesari er
Baldvin Halldórsson. - Þá syng-
ur Guðrún Á. Símonar íslensk
lög við undirleik Guðrúnar Krist-
insdóttur. - Sólveig Pálsdóttir
lýkur nú við að lesa úr minning-
um Ólínu Jónasdóttur, Laxamýri
um aldamótin. — Fluttur verður
lagaflokkur fyrir bariton og píanó
eftir Ragnar Björnsson við ljóð
Sveins Jónssonar. Halldór Vil-
helmsson og höfundur flytja.
- Loks les Knútur R. Magnússon
úr nýrri bók sem Jón Gunnarsson
skráði eftir frásögn Haralds Ól-
afssonar sjómanns. Kynnir er
Helga P. Stephensen.
GARPURINN
KALLI OG KOBBI
Naumast
þú átt
af leir.
Ég er að búa
til jólagjöf handa
mömmu og pabba.
Búðu þá
eitthvað til sjálfur,
Michelangelo!
FOLDA
Ég fékk bréf frá stóraN
bróður. Manstu eftir
honum?
Jf-------^.
Já, sá langi.
Hvar er hann?
Hann fór til Ameríku
að vinna, og er búinn
að kaupa sér flottan
bíl. Dýrlegt land.
Og hann er búinn að
spara sér fullt af
dollurum. Hérna var
hann alltaf blankur.
/ Hvað gerir
(hann í Ameríku?J
Hann er pokadýr í 3
stórmarkaði og búinn
að fá sér bíl. Annað
en héma!
f. Það á nú eftir að
breytast hérna.
Bráðum segir fólkið
stopp og...
Ég var að tala um
dýrðina ÞAR!!
Ekki breytingar
HÉRNA!!!
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. mars 1988