Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 7
EÐA VARSJARBANDALAGIÐ? Kennisetningar kaldastríösins gera ráð fyrir því að í austri bíði veldi hins illa eftir færi til að ráðast með skriðdrekafylkingar sinar vesturyfir meginland Evrópu. Þá er varla spurt hvort Sovétríkin geta, - hafa herstyrktil innrásarog hernáms-, eða hvort þau vilja, - sjá sér nokkurn hag í hernaðarátökum við Vesturveldin í Evrópu. fjölda hermanna og einstakra vopnakerfa og þar með betri möguleika á enn frekari afvopn- un. Leyndin og pukrið sem ríkt hafa um þessi mál hingað til hafa torveldað mjög alla samninga- gerð. í öðru lagi ef þessar við- ræður þróuðust í það að verða að eins konar fastanefnd, Öryggis- málanefnd Evrópu, sem fjallaði um árekstra sem verða milli bandalaganna og ynni að því að byggja upp gagnkvæmt traust og stóðugleika í samskiptum austurs og vesturs. Ákvæði INF-samningsins um framkvæmd gagnkvæms eftirlits og samkomulag Stokkhólmsráð- stefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÖSE) þar sem kveðið er á um að hernaðar- bandalögin geti fylgst með heræf- ingum hvors annars eru mikilvæg fordæmi um það hvernig hægt er að hafa eftirlit á vettvangi með fækkun hefðbundinna vopna. Mikhaíl Gorbatsjov hefur einnig tekið frumkvæðið í tillógu- flutningi um fækkun hefðbund- inna vopna. Haustið 1985 er hann heimsótti París brá hann út af hefðbundinni stefnu Sovétríkj- anna og viðurkenndi að Varsjár- bandalagið stæði Nató framar á sumum sviðum vígbúnaðar, og samráðsnefnd Varsjárbandalags- ins hefur nú lagt til að þar sem misvægis gæti eigi sá aðilinn sem yfirburði hefur að draga úr við- búnaði frekar en að hinn aðilinn reyni að jafna muninn. 18. apríl 1986, ekki löngu eftir að hann hafði lagt fram tillögur sínar um kjarnorkuvopnalausan heim fyrir aldamót, hélt Gorbat- sjov ræðu í Austur-Berlín þar sem hann lagði fram annan pakka af ítarlegum tillögum, að þessu sinni um mikla fækkun í herafla Nató og Varsjárbandalagsins á meginlandi Evrópu - mannafla og vígtólum, kjarnavopnum jafnt sem hefðbundnum vopnum - frá Atlantshafi til Úralfjalla er fram skyldi fara í þremur áföngum. Samráðsnefnd Varsjárbanda- lagsins áréttaði síðan þessar til- lögur á fundi í Búdapest 11. júní þetta sama ár. f fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að Bandaríkin og Sovétríkin fækki í herjum sínum um 150 til 200 þúsund manns hvor fyrir sig á einu til tveimur árum. Einnig er gert ráð fyrir því að á þessu stigi verði fækkað bæði orustuþotum og skammdrægum kjarnavopn- um. í óðrum áfanga eiga Atlants- hafsbandalagsríki og Varsjár- bandalagsríki að fækka í herjum sínum um 25%. Þetta þýðir með- al annars 500 þúsund manna fækkun í herafla hvors banda- lags. I þriðja áfanga er þess vænst að hlutlausu ríkin í Evrópu taki einnig þátt í áframhaldandi af- vopnunarþróun og að öll efna- vopn verði upprætt í Evrópu. I tillögunum er jafnframt lagt til að bandalögin taki upp hern- aðarstefnu er byggi á varnar- vopnum sem erfitt sé að beita í árásarskyni og að þau geri gagn- kvæmar ráðstafanir til að hindra skyndiárásir. Gert er ráð fyrir því að vettvangur samningaviðræðna um þessar tillögur geti hvort heldur verið ráðstefna 23 Nató- og Varsjárbandalagsríkja eða ný RÖSE-ráðstefna þar sem hlut- lausar þjóðir í Evrópu taka einnig þátt. Jákvæðir tónar í Bonn og París Þessar tillögur Gorbatsjovs fengu á margan hátt jákvæðar undirtektir í herbúðum Nató, einkum meðal Þjóðverja og Frakka. Þjóðverjar eru mjög ánægðir með að svæðið sem mið- að er við (Atlantshaf til Úral- fjalla) hefur verið útvíkkað frá því sem var í M BFR-viðræðunum því að hér er um að ræða svæði sem nær þúsund kílómetra inn í Sovétríkin. Frakkar voru aftur inni á þeirri hugmynd sem fram kom hjá Gorbatsjov að þessar til- lógur yrðu ræddar á vettvangi ROSE-ráðstefnunnar, en þeir urðu hins vegar að sætta sig við þann vilja annarra Natóríkja að viðræðurnar færu fram í tvennu lagi, annars vegar sem ráðstefna 23 ríkja sem aðild eiga að hernað- arbandalógunum og hins vegar sem RÖSE-ráðstefna með þátt- töku 35 þjóða í Evrópu og Norður-Ameríku. Samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra til Al- þingis 1988 er gert ráð fyrir að þessar tvær ráðstefnur fari fram samtímis og í sömu borg. í komandi viðræðum, sem væntanlega hefjast innan skamms, munu Natóríkin leggja höfuðáherslu á að dregið verði úr því sem þau kalla „mikla yfir- burði hefðbundins herafla So- vétríkjanna í Evrópu" og að gerðar verði ráðstafanir til að skapa stöðugleika í samskiptum Austurs og Vesturs, það er (1) að draga úr möguleikum á að annar hvor aðilinn geti fyrirvaralítið gert árás og (2) að draga úr hættu á óviljandi og stjórnlausri stig- Frönsk skriðdrekabyssa. Nató- herirnir hafa mikla yfirburði í skrið- drekavopnum, sem sum hver eru til- tölulega mjög ódýr og handhæg. ÞJOÐVIUINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.