Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 9
HEIMURINN Mið-Ameríkal Bandaríkin Reagan í bófahasar mörgum til tjóns og öllum til ama. Ronald Reagan Bandaríkja- forseti ákvað í fyrrakvöld að sýna grönnum sínuni í „bakgarð- inum" hvers væri mátturinn og dýrðin í henni Ameríku. Þá afréð hann að senda 3,200 bandaríska hermenn ti! Hondúras í kjölfar „innrásar" stjórnarhers Nikara- gva í landið. Þetta tilefnislausa vopnaskak gamla mannsins verður vart talið framlag til friðar í Mið-Ameríku en Reagan er í orði kveðnu fylgj- andi áætlun forsetanna fimm. Daníel Ortega, forseti Nikara- gva, hefur miklar áhyggjur af þróun mála og ( gær fór hann fram á neyðarfund Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Kvað hann háttalag Bandaríkjaforseta bera þess glögg merki að hann sæi heiminn sem teiknimyndasögu eða kúrekamynd og væri ekki í neinum tengslum við veru- leikann. Bandarísku hersveitirn- ar ógnuðu Nikaragva og því ætti Öryggisráðið að krefjast tafar- lausrar heimkvaðningar þeirra. Hamagangurinn í Reagan kom þorra sérfræðinga um málefni Mið-Ameríku á óvart og stað- hæfðu þeir að hann gerði úlfalda úr mýflugu. Hundur forsetans lægi örugglega ekki grafinn í Hondúras. • Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eru öldungis sammála. Reagan hygðist vinna tvennt með því að kreppa hnefa og spenna vöðva í Mið-Ameríku, stuðning fjárveitingarvaldsins við kontraliða og slævðan áhuga al- mennings fyrir réttarhöldum yfir tveim fyrrum vina sinna, þeim John Poindexter og Oliver North. Sem kunnugt er gaf Lawr- ence Walsh, saksóknari í frans/ kontramálinu, út ákærur á hend- ur þeim tvímenningum í fyrradag og geta þeir átt allt að 84 ára fang- elsisvist framundan! „Mér finnst þetta vera dæmi um vopnaskak af mjög vafasömu tilefni," sagði John nokkur Buc- hanan í gær en hann er fyrrum Hondúras Tilefni𠦫. vm Hjörleifur Guttorms- son: Innrásin getur dregið dilk á eftir sér „Ég tel þá ákvörðun Banda- ríkjaforseta að senda herlið inn í Hondúras mjög alvarlegan at- burð sem geti dregið dilk á eftir sér," sagði Hjörleifur Guttorms- son í gær, en hann hefur óskað eftir að utanrikismálanefnd þingsins komi saman á mánudag og fjalli um innrásina. Hjörleifur sagði að tilefni þess- arar íhlutunar Bandaríkjahers virtist sviðsett, þar sem fregnir af innrás Nikaragvahers inn í Hond- úras hafa verið bornar til baka. Þá taldi Hjörleifur að bakslag kynni að koma í viðræður Sand- inista og Kontraskæruliða vegna innrásarinnar. „Ég hef því óskað eftir að utan- ríkismálanefnd komi saman við fyrsta hentugleika til þess að ræða þessa atburði, sem við ís- lendingar hljótum að hafa veru- legar áhyggjur af." Hjörleifur sagði að sér sýndist fullt tilefni til að mótmæla innrásinni einsog málið horfði við nú. -Sáf Suður-Afríka Aftökum slegið á frest Sex blökkumenn voru dœmdir til dauða vegna fullyrðinga Ijúgvitnis lögreglunnar H æstiréttur í Pretóríu ákvað í gær að hengingum svo- nefndra „Sharpeville-sexmenn- inga" yrði slegið á frest, 13 klukkustundum áður en festa átti þá upp fyrir samsekt í morði þel- dökks embættismanns. Dómarinn sem kvað upp úr- skurðinn rökstuddi hann með því að nýjar upplýsingar hefðu kom- ið fram um að lykilvitni í réttar- höldunum yfir fólkinu hefði logið. „Því tel ég mig hafa fullgildar ástæður fyrir því að fresta lífláti allra hinna sak- felldu." Það gefur auga leið að ættingjar og vinir sexmenning- anna urðu himinlifandi þegar þessi orð voru sögð og ekki var fögnuðurinn minni í ýmsum byggðum blökkumanna víðsveg- ar um Suður-Afríku. Lögfræðingar hópsins sóttu fyrir nokkru um að réttað yrði í málum fólksins á ný vegna nýrra sannanna sem eindregið bentu til sakleysis þess, aðalvitni ákæru- valdsins hafði viðurkennt að hafa farið með staðlausa stafi vegna þrýstings frá lögregluyfirvöldum! „Sjónarvotturinn" hafði fullyrt að sexmenningarnir, fimm karlar og ein kona, hefðu ásamt fjölda annarra myrt embættismanninn Jakob Blamini á hroðalegan hátt. Voðaverk þetta var fram árið 1984. Fjöldi mannréttindafrömuða og þjóðhöfðingja hafði beðið fólkinu vægðar, þar á meðal voru Francois Mitterrand Frakklands- forseti og Margrét Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands. Reuter/-ks. r-.iir' gji i gSi jfr mfr *é Ú höfuðsmaður í bandaríska land- gönguliðinu. Buchanan velkist ekki í vafa um markmið forseta síns: „Óvinirnir sem Reagan glímir við að þessu sinni og hyggst brjóta á bak aftur eru demókrat- arnir. Hann ætlar að stilla þeim uppvið vegg og neyða þá til að fallast á stuðning við kontraliða á ný." En verður hans vilji? Demókr- atinn Christopher Dodd, öldu- ngadeildarþingmaður Connectic- utfylkis, svarar því neitandi. „Vera má að forsetinn sé haldinn þeirri meinloku að innrásin afli kontraliðunum stuðnings á þingi^ en þvf fer víðsfjarri." Dodd bætti við að það væri vitaskuld engin tilviljun að Reagan biti í skjald- arrendurnar sama dag og ákæra væri gefin út á hendur þeim Po- indexter og North. Það gæfi auga leið að hann væri áfram um að beina athygli þegna sinna frá ávirðingum fyrrum samstarfs- manna sinna. Slíkt gæti vakið upp nýjar efasemdir um heiðarleika hans sjálfs... Reuter/-ks. Föstudagur 18. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Milljónir á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.