Þjóðviljinn - 19.03.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.03.1988, Blaðsíða 1
I Laugardagur 19. mars 1988 65. tölublað 53. árgangur Bliss-málið Ég vildi helst geta talað" Kristinn Sigurður Ásgeirsson er fjölfatlaður drengur sem ekki getur tjáð sig "öðruvísi en með bendingum á Bliss-máli. í Sunnu- dagsblaði Þjóðviljans kynnum við Bliss-málið og ræðum við Kristínu Waage móður Kristins um þýðingu Bliss-málsins fyrir son hennar og reynsluna af því að ala upp alvarlega fatlað barn. Sjá Sunnudagsblað Kristín Waage og sonur hennar Kristinn Sigurður Ásgeirsson. Kristinn er fjölfatlaður og getur bara tjáð sig með bendingum á Bliss-máli. Mynd Sig. Snót Verkfallið áfangasigur Vilborg Þorsteinsdóttir: Fylgjum kröfugerðinni áfram eftiraf hörku. Hitafundur íSnótígœr. HrafnkellA. Jónsson:Mátil sanns vegar fœra að félögin hafði brugðist Vilborg Þorsteínsdóttir: Ekki okkar hlutverk að standa í verkfalli fyrir alla aðra. Mynd Sig. í ályktun, sem samþykkt var samhljóða á tæplega 200 manna félagsfundi í Snót í gær, er sam- stöðuleysi fiskverkafólks harð- lega gangrýnt. - Við höfðum um það að velja að standa einar áfram í verkfalli fyrir alla hina, eða aflýsa verkfalli gegn viljayf- irlýsingu atvinnurekenda um að koma skikk á ýmis brýn réttind- amál fiskverkafólks, sagði Vil- borg Þorsteinsdóttir, formaður Snótar. Vilborg sagði að sá ávinningur stæði eftir af tæplega hálfs mán- aðar verkfalli Snótar, að atvinnu- rekendur hefðu fengist til að ræða við félagið af alvöru. - Við munum fylgja okkar kröfugerð eftir með hörku eftir sem áður, sagði Vilborg. Á félagsfundinum kom fram hörð gagnrýni á hve skammt bókun atvinnurekenda gengi, en ekki var gengið til atkvæða um ákvörðun stjórnar og trúnaðar- mannaráðs að aflýsa verkfallinu. Hrafnkell A. Jónsson á Eski- firði sagði að það mætti til sanns vegar færa að félögin hefðu brugðist. - Hvað sem því líður er verkfallið viss sigur fyrir Snótar- konur. Atvinnurekendur fengust til að virða þær viðlits. Sjá umfjöllun um samningamálin á síðu 12, 13 og 5 Bílatryggingar Græðir ríkið mest? Komið hefur í ljós að ríkis- sjóður hagnast verulega á hækkun iðgjalda af bifreiðatr- yggingum. Söluskattur af ið- gjöldum nemur háum upp- hæðum og mörgum finnst óeðlilegt að ríkissjóður hagn- ist á því að þegnarnir eru skyldugir til að kaupa sér vernd gegn vá. f nágrannal- öndunum er vátrygging unda- nskilin söluskatti. Vaknað hafa spurningar um hvort ekki sé verið að marggreiða fyrir sams konar tryggingar. Nýr liður í bí- latryggingum, slysatrygging ökumanns, var kannski ekki bráðnauðsynlegur, - en ríkið fær sinn skerf af honum í for- mi söluskatts. Sjá síðu 2 Kvikmyndir Hilmar alsæll „Ég vona að þessi mynd eigi eftir að koma mörgum á óvart," segir Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri í samtali við Þjóðviljann um næstu mynd sína Meffí. Jón Ólafsson framkvæmda- stjóri Skífunnar hefur gert samning við kanadíska kvik- myndafyrirtækið S.C. Entert- ainment um fjármögnun, framleiðslu og dreifingu Meff- íar, og Hilmar bendir á að þarna er um tímamótasamn- ing í sögu íslenskrar kvik- myndagerðar að ræða. Sjá síðu 6 Orkumálin Friðrik hjólar í Framsókn Friðrik Sophusson, iðnaðar- ráðherra, segir að tillaga sex þingmanna Framsóknarflokksins um aðgerðir í orkumálum, sé flutt til þess að fela fyrri aðgerðir þingmannanna í þessum mála- flokki á yfirstandandi þingi. „Þetta er dæmigert um það hvernig ekki á að haga sér í stjórnarsamstarfi," segir Friðrik um tillöguflutninginn. Sjá bls.3 _ A meríkumarkaður Útflutningsleyfin ónotuð Leyfisveitingjóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra skilarlitlu. Fyrirtœkin hafa ekkertaðhafst. Ásiœðan knappur tími og óvissa umframhaldið í október í fyrra gaf viðskipta- ráðuneytið sex útflutningsfyrir- tækjum í sjávarútvegi tímabund- ið leyfi til sex mánaða til að flytja sjávarafurðir á markað í Banda- ríkjunum. Fyrirtækin, Vogar hf., íslenska Útflutningsmiðstöðin hf., Mar- bakki hf., Stefnir hf., íslenskur Gæðafiskur hf., og G. Ingvarsson hf. hafa lítið sem ekkert flutt út þar sem leyfisveitingin var að þeirra dómi til of lítils tíma og óvissa um hvort það verður endurnýjað. í utanríkisráðuneytinu hefur engin ákvörðun verið tekin um framhaldið, en menn bíða spenntir eftir hvað verður, Sjá síðu 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.