Þjóðviljinn - 19.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.03.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI ÞINGLYNDI Á láglaunafóikið að borga brúsann? Á íslandi búa rúmar 247 þúsundir manna. Þetta fólk á sér sameiginlega menningu og sögu og er þaö skylt að frændsemi aö erfitt er aö finna sæmilega stóran vinnustað þar sem ekki eru fimmmenningar eöa enn nákomnara fólk. Fátt mælir meö því aö svo fámenn þjóö skiptist í tvennt vegna þess aö hinu daglega brauði sé svo misjafnt útdeilt að sumir þurfi engar áhyggjur aö hafa meöan aörir berjast í bökkum. Nú er tekist á um kaup verkafólks. Fulltrúar atvinnurekenda lýsa því sem óbreytanlegu lögmáli aö hækki grunnlaun lág- tekjumanna, muni fastskoröaöur launamunur í þjóðfélaginu valda því aö sömu hlutfallslegu hækkanir gangi til allra launþega og niðurstaöan veröi aukin verðbólga. Atvinnurekendurtaka fálegaöllum hugmyndum um hækkun á grunnkaupi en gefa einna helst færi á umræðum um ýmis sérákvæöi sem snerta aðeins ákveöna hópa eða ákveöna vinnustaði. Aftur og aftur er á þaö bent aö þaö séu bara einstaka fyrirtæki sem geti greitt verkafólki hærri laun, stærstur hluti atvinnulífsins sé kominn á vonarvöl. Hafi atvinnurekendur rétt fyrir sér, hlýtur aö veröa spurt hvers vegna íslenskur atvinnurekstur getur ekki greitt mannsæmandi laun. Svar viö slíkri spurningu er margþætt. T.d. er Ijóst aö sú okurleiga, sem greiða þarf fyrir lánsfé meöan hávaxtastefnan er viö lýði, gerir mörgu atvinnufyrirtækinu erfitt um vik aö greiða eðlilegt verö fyrir vinnuafl. Kannski hefur atvinnulífinu veriö illa stjórnað. Því hefur verið haldiö fram aö fjárfestingar hafi verið allt of miklar og oft á tíðum kolvitlausar. Þaö er hastarlegt ef láglaunamenn eru einir látnir súpa seyðið af rangri fjárfestingastefnu. Því er haldið fram aö frystihús í landinu þyrftu ekki aö vera nema 15 í staö 100. Þá er reiknað meö aö 15 stór hús gengju jafnt nótt sem nýtan dag. Þaö er aö sjálfsögöu umhugsunar- efni, ef rétt er, aö lagt hefur veriö a.m.k. 7 sinnum of mikiö fé í frystihús og það í þjóðfélagi sem telur eölilega peningaávöxtun vera 10-20%. Hvaö veldur? Yfirgnæfandi meirihluti íslensku þjóöarinnar býr í þéttbýli, langflestir á höfuöborgarsvæöinu. Flestir þéttbýlisstaðirnir eru sjávarþorp. Nær 72 þúsundir manna, hátt í 30% þjóðarinnar, búa á þéttbýlisstööum þar sem íbúar eru frá 243 eins og á Súöavík og allt að 5.378 líkt og á Akranesi. 59 þéttbýlisstaöir eru innan þessara marka og þeir eru langfiestir sjávarþorp þar sem frystihús er í miöpunkti atvinnulífsins. Hvað á aö gera við þennan hluta þjóöarinnar ef hámarksgróöinn á aö verða eina viðmiðunin? Ugglaust má færa fjárhagsleg rök gegn þeirri stefnu aö byggð í landinu skuli ekki dragast meira saman en oröið er. Kannski má reikna það út aö efnaleg velferö þjóöarinnar ykist að mun ef fjöldi sjávarþorpa yröi lagöur í auön og íbúum þeirra safnaö saman í 10-15 bæi þar sem alvöru frystihús möluðu gull dag og nótt. Sé þaö stefna stjórnvalda aö breyta byggöamynstrinu, er oröiö löngu tímabært að fólk í landinu sé upplýst um þau áform. En hafi ráðamenn - hvaö sem hámarksarðsemi líöur - ekki í hyggju aö fækka frystihúsaþorpunum, ættu þeir aö reyna aö stöðva þann Ijóta leik aö beitt sé vangaveltum um ranga fjár- festingarpólitík til aö halda niöri launum lágtekjumanna. Fiskimiöin eru aðalauðsuppspretta landsmanna sem eru svo fáir aö allir eru þeir á sama báti. Gefi á bátinn, ættu allir að þola nokkra vosbúð, en ekki bara þeir sem lægst hafa launin. Pottþéttur gróðavegur Það hefur vakiö athygli aö þrátt fyrir kveinstafi forsvars- manna margra atvinnugreina, var afkoma banka og annarra lánastofnana meö ágætum á síðasta ári. Engu skiptir hvort raunvextir eru háir eða lágir, þess er gætt að munur á inn- og útlánsvöxtum sé þaö mikill og þjónustugjöld það há að gróöinn er mældur í hundruðum miljóna króna. þiÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, Óttar Proppó. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), HjörleifurSveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson(íþr.), SævarGuðbjömsson, TómasTómasson. Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljóamyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Utlltatelknarar: GarðarSigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Framkvæmdaatjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrlf atof ustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrif8tofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýslngastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, UnnurÁ- gústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgrelöslustjórl: Björn Ingi Ráfnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkey rsla, af g reiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Ðlaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskrlftarverð á mánuöi: 700 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.