Þjóðviljinn - 19.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.03.1988, Blaðsíða 3
Loðna Kvótinn að klárast FRÉTTIR Ameríkumarkaður Sýnd veiði en ekki gefin Leyfisveiting viðskiptaráðuneytisins til sex útflutningsfyrir tœkja ísjávarútvegi hefur litlu skilað. Ástæðan knappur tími og óvissa umframhaldið. Utanríkisráðu- neytið: Engin afstaða verið tekin til áframhaldandi leyfisveitingar Rólegt var á loðnumiðunum út af Stokksnesi í gær en í fyrradag fengu 9 skip 5.100 tonn. Nú er aðeins eftir að veiða um 30 þús- und tonn af rúmum 900 þúsund tonna loðnukvóta á vertíðinni. Skipin hafa verið í óða önn við að klára kvótana sína og hafa þegar 21 skip lokið veiðum að sinni. Eftir eru 27 en þeim fer sífellt fækkandi. Að sögn Ástráðs Ingvarssonar hjá Loðnunefnd má búast við að þau verði ekki fleiri en 5-10 í næstu viku sem einhvern kvóta eiga eftir. Allt virðist því benda til þess að spá Ástráðar standist um að ver- tíðinni ljúki 8.-11. aprfl nk. en það veltur þó á því hvað Frú Helga gerir, eins og hann kallar Helgu 3. RE, en hún á eftir um 4 þúsund tonn af sínum kvóta. Svo til öll útflutningsfyrirtækin sex í sjávarútvegi sem fengu skilyrt leyfi f hálft ár frá viðskipt- aráðuneytinu til útflutnings á sjávarafurðum á Bandaríkja- markað hafa lítt sem ekkert not- fært sér það. Ástæðan er fyrst og fremst knappur leyfistimi og óvissa um framhaldið. Að sögn Stefáns Gunnlaugs- sonar í utanríkisráðuneytinu hef- ur engin afstaða enn verið tekin af hálfu ráðuneytisins um hvort leyfisveitingin verði framlengd eður ei. Hann sagði að enn væri nægur tími til stefnu til að taka ákvörðun um það þar sem hún rennur ekki út fyrr en í aprfllok nk. Fyrirtækin sex sem fengu tíma- bundið leyfi til útflutnings sjávar- afurða á Bandaríkjamarkað eru Vogar hf. í Vogum, íslenska Út- flutningsmiðstöðin hf. í Reykja- vík, Marbakki hf. í Kópavogi, Stefnir hf. í Reykjavík, íslenskur Gæðafiskur hf. í Ytri Njarðvík og G. Ingvarsson hf. á Seltjarnar- nesi. Af þessum fyrirtækjum hef- ur einna helst íslenska Útflutn- ingsmiðstöðin hf. flutt út sjávar- afurðir á Bandaríkjamarkað, en þess ber að geta að fyrirtækið hef- ur gert það sl. ár og hafði því forskot á hin fyrirtækin fimm sem fengu í október sl. leyfi í fyrsta sinn. Framkvæmdastjóri Marbakka hf. Jón Guðlaugur Magnússon, sagði að fyrirtækið hefði ekkert flutt út til Bandaríkjanna það sem af er leyfisveitingunni og hefði það ekki í hyggju fyrr en búið væri að ákveða hana til lengri tíma en gert var, sem hann sagði hafa verið allt of stutta. Hann sagðist ekki hafa trú á öðru en að utanríkisráðherra fram- lengdi leyfið og hann hefði látið þau boð út ganga að áður en gild- istíminn væri á enda liðinn, myndi hann kalla forráðamenn fyrirtækjanna sex til sín til við- ræðna. „Eftir því bíður maður og þangað til verður maður að vona að ráðherra framlengi leyfið, enda yrði annað ekkert annað en skammsýni," sagði Jón Guð- laugur Magnússon. -grh Skólar Reyklausir í Þórsmörk BSÍ verðlaunar reyk- lausa 9. bekki ígrunn- skólum landsins. Aðal- verðlaunin eru Þórs- merkurferð Allir þeir 9. bekkir landsins sem eru reyklausir eru hvattir til að senda yfirlýsingu um það til Krabbameinsféiags Reykjavíkur því nú hafa Hópferðabílar BSÍ og Ferðaskreifstofa BSÍ ákveðið að verðlauna þann bekk sem dreg- inn verður úr innsendum tilkynn- ingum með Þórsmerkurferð í vor. Auk aðalverðlaunanna koma allir reyklausir 9. bekkir til með að fá tvöfaldan frímiða sem gefur rétt til ótakmarkaðra ferða með áætlunarbflum BSÍ í vikutíma næsta sumar. En bekkurinn verð- ur að ákveða sín í milli hver á að nýta sér frímiðann því aðeins einn getur flakkað um landið að vild. -tt Þjóðhagsstofnun Stöðnun framundan Þenslutímar síðustu ára eru liðnir-samdráttur fyrirsjáanlegur Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir því að verðbólgan verði um 16% á árinu og að landsfram- leiðslan dragist saman um 1%. Halli á viðskiptum við útlönd verði rúmlega 11 milljarðar króna eða sem svarar til 4,5% af landsframleiðslu. Gert er ráð fyrir að kjarasamn- ingur VSÍ og VMSÍ verði ford- æmi annarra kjarasamninga á næstunni og að meðalgengi krón- unnar verði haldið óbreyttu til ársloka. Þjóðarútgjöld verði óbreytt frá því í fyrra og er þá gert ráð fyrir að einkaneysluútgjöld dragist saman en útgjöld til sam- neyslu og fjárfestingar aukist. Horfur eru á að útflutningur vöru og þjónustu á þessu ári verði því sem næst óbreyttur frá því í fyrra en að viðskiptakjör verði lakari í ár þannig að kaupmáttur útflutningstekna dragist nokkuð saman á milli áranna 1987 og 1988. -tt Óli Kristinsson með hluta af frímerkjasafni sínu sem hann tók suður með sér til að sýna á afmælisýningu Landssambands frímerkjasafn- ara. Frímerki Gersemar til sýnis Landssamband frímerkjasafnara með sýningu í Listasafni alþýðu um helgina í tilefni tuttugu ára afmælis samtakanna Eg er nú búinn að eignast eigin- lega allt sem mig langaði í, en því er ekki að neita að mig langar í bréf með frímerki frá fyrstu árum frímerkjaútgáfu á íslandi, ekki síst bréf með skildinga- merki, sagði Óli Kristinsson sem er kominn til Reykjavíkur frá Húsavík með sex ramma sem hann sýnir á stórsýningu Lands- sambands frímcrkjasafnara sem haldin er í Listasafni alþýðu nú um helgina. Ég tók með mér suður hluta af „konungsríkinu ísland“ öll merki sem gefin voru út á tímabilinu 1902 til 1944, sagði Óli sem hefur safnað frímerkjum frá unga aldri og teiur þá iðju holla og góða fyrir alla. Og hann bætti þvi við að það væri alls ekkert dýrt að safna frímerkjum Ég á eitt bréf sem alflesta frí- merkjasafnara langar til að eiga, það er eitt af 298 ábyrgðarbréfum sem voru send út um hvippinn og hvappinn frá Reykjavík með ít- alska hópfluginu árið 1933. í sæn- ska frímerkjaverðlistanum eru þessi bréf metin á 210.000 kr., sagði Óli þegar hann var spurður um hans dýrustu frímerkjaeign. Sýning frímerkjasafnaranna var opnuð í gær og stendur fram á sunnudagskvöld. f heiðursdeild verða sýndir hlutir úr Þjóðskjal- asafni Islands sem varða póst- sögu íslendinga frá upphafi 1776 fram til 1875. Þetta safn hefur ekki verðið sýnt áður hérlendis en þess má geta að safnið fékk gullverðlaun á HAFNIU frí- merkjasýningunni í Kaupmanna- höfn í fyrra. sg Rafhitunarkostnaður Framsókn að fela eigin gjörðir Þingmennframsóknar vilja aðgerðir til jöfnunar á orkuverði. Friðrik Sophusson: Tilgangurinn sá aðfelafyrri aðgerðir flokksins á yfirstandandi þingi Tilgangur tillöguflutningsins hjá þingmönnum Framsókn- arflokksins sýnist mér vera sá einn að fela fyrri aðgerðir flokks- ins á yfirstandandi þingi og gefa almenningi í skyn að Framsókn beri ekki ábyrgð á stjórnarsam- starfinu í þessum málum, sagði Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra, um tillögu sex þingmanna Framsóknarflokksins um aðgerð- ir til jöfnunar á orkuverði. Friðrik sagði að skömmu áður en tillagan var lögð fram hafi Framsóknarflokkurinn tilnefnt Hermann Sveinbjörnsson í nefnd á vegum stjórnarinnar til þess að fjalla um orkumál, en auk Her- manns eiga sæti í nefndinni full- trúi frá iðnaðarráðuneyti og ann- ar frá fjármálaráðuneyti. Friðrik sagðist búast við tillögum frá nefndinni á næstunni. „Það hlýtur að vekja eftirtekt þegar þingmenn eins stjórnar- flokksins flytja svona tillögu án þess að hafa samband við iðnað- arráðherra og er dæmigert um hvernig ekki á að haga sér í stjórnarsamstarfi," sagði Friðrik. Þá sagði hann að í greinargerð með tillögunni væru rangar tölur, en raforkuverð til húshitunar væri mun lægra nú en það var á árunum 1980-1984. í greinar- gerðinni kemur fram að það er 80% dýrara að hita upp atvinnu- húsnæði með raforku en með gas- olíu. Friðrik sagði þetta rangt að munurinn væri ekki nema um 20%. „Slík vinnubrögð sýna að til- gangurinn er ekki annar en sá að fela fyrri aðgerðir Framsóknar- flokksins, en einsog allir vita sem fylgst hafa með þessum málum hafa þingmenn Framsóknar- flokksins greitt atkvæði með öðr- um stjórnarþingmönnum um til- lögur sem varða þetta mál, þar á meðal tillögu um hækkun niður- greiðslna á raforku til húshitun- ar,“ sagði Friðrik, en þingmenn Alþýðubandalagsins fluttu slíka tillögu við afgreiðslu fjárlaga, sem var felld af þingmönnum allra stjórnarflokkanna. Friðrik taldi að umræðan um þetta væri fyrst og fremst sprottin af því að olíuverð hefur lækkað stórkostlega á undanförnum árum og það hefur fyrst og fremst komið útgerðinni til góða, „og þar með landsbyggðinni einsog öðrum íbúum landsins,“ sagði Friðrik. -Sáf Laugardagur 19. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.