Þjóðviljinn - 19.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.03.1988, Blaðsíða 5
r INNSÝN „Aldrei aftur í Garöastrætinu" Að lokinni þessari vinnuviku er staðan þannig í kjaramálunum að enginn veit í rauninni neitt um neitt og ef eitthvað er virðist enn- þá ósýnna um úrslit í deilunum en í upphafi vikunnar. Ýmis teikn eru þó á lofti um að um helgina eða rétt í kjölfar hennar ráðist hvort deilurnar leysast án veru- legra átaka. Ef þær hræringar í samkomulagsátt sem vart hefur orðið nú síðustu dægur kippa samningavélinni ekki í gang í hvelli er hinsvegar viðbúið að deilan dragist á langinn. Eftir að Snót í Eyjum aflýsti verkfalli sínu virðist eldlínan í kjarabaráttunni hafa færst austur á Egilsstaði þaðan sem nú virðist helst að vænta tíðinda, - en einn- ig er rétt að hafa gætur á samning- aviðræðum iðnverkafólks og verslunarmanna. Snótarkonur voru tregar að aflýsa verkfalli sínu, og ljóst er að með því hafa þær sett mikið traust á samkom- ulagsvilja atvinnurekenda næstu daga. Með afléttingu verkfallsins er beittasti broddurinn farinn úr kjarabaráttu stundarinnar, og notfæri atvinnurekendur sér það til að þæfa málin hlýtur hreyfing- in að setja illilega í brýnnar ann- arsstaðar. Það er vant að sjá fyrir úrslit í deilum dagsins. Hitt virðist ljós- ara - ef ekki verða verulega óvæntar niðurstöður úr þeim slag sem verkalýðsfélögin standa nú í um allt land - að þegar jóreykinn lægir verður ekkert einsog áður í kjaramálunum, hvorki milli við- semjenda né innan hreyfingar launamanna; nýtt land fyrir stafni og vonandi betra. Þjóðarsáttarfrœði Með því að fella samningana síðustu úr Garðastrætinu voru fé- lagar í VMSÍ að mótmæla þeirri stefnu í launamálum sem hér hef- ur verið reynt að fylgja síðustu árin og raunar lengur, stefnu sem stundum hefur verið kennd við „kjaramálaráðuneyti“ - samsett úr nokkrum forystu- og skrif- stofumönnum ASÍ, VSÍ og ríkis- ins - og öðrum stundum kölluð korpóratívismi einsog hjá Mússó- lini eða í Vestur-Þýskalandi í við- reisninni eftir stríðið. Þessi kjarastefna grundvallast á því að hinir stóru „aðilar" á vinnumarkaði komi sér saman án átaka þannig að hagkerfið í heild verði fýrir sem minnstum skakka- föllum, - hún gerir sumsé ráð fyrir einskonar þjóðarsátt þar- sem atvinnurekendur sjái um aukinn hagvöxt sem standi undir aukinni almennri velferð, ríkis- valdið búi í haginn fyrir atvinnu- vegina og deili út velferðinni í fé- lagi við hreyfingu launamanna - sem jafnframt greiðir það gjald að halda niðri óróaöflum í eigin röðum. Það er ekki furðulegt að þessi stefna skuli haldast í hendur við aukið vægi sérfræðinga í verka- lýðshreyfingunni, til dæmis allra hagfræðinganna sem út af fyrir er engin ástæða til að amast við á þeim tímum að baráttan er ekki síst háð með vopnum upplýsing- anna og vígvöllurinn oftar en ekki fjölmiðlarnir. Hagfræðing- arnir báðum megin samninga- borðsins sjá það náttúrlega manna best að sífelldar og harð- skeyttar borgarastyrjaldir á vinn- ustöðunum koma enn verr út í íslensku hagkerfi og þjóðlífi en í stærri samfélögum. Islendingar búa við gríðarlegar sveiflur, bæði af völdum náttúru og markaðsað- stæðna sem við ráðum lítið við. Eðlilegt svar er auðvitað innri samstaða þannig að feng hinna feitu ára væri varið þannig að kornhlöður tæmdust ekki á út- mánuðum mögru áranna. Þessi íslenska sérstaða hefur einmitt verið þáttur í röksemda- færslu íslenskra sósíalista fyrir fé- lagslegri stefnumótun í atvinnu- lífi, fyrir því að heildarhagsmunir þjóðarinnar hafi forgang á villt markaðslögmál og einstaklings- bundna gróðafíkn (sem vissulega má í sjálfu sér virkja til gagns), fyrir því frelsi að í stað arðránsins verði samstaðan grundvöllur hagkerfisins, fyrir jafnrétti og bræðralagi í kjaramálunum. Vinstrimenn hafa einmitt síðan á sokkabandsárum íslenskrar iðnbyltingar bent á að hérlendis sé aðferð sósíalismans ekki ein- ungis forsenda þess að skapa sæmilega heilbrigt hagkerfi held- ur helsta trygging þess að ísland haldist í höndum íslendinga. Þjóðfélag samstöðunnar sé besta svarið við sífelldri erlendri ásælni. Sátt við hvað? Og hér skilur einmitt á milli feigs og ófeigs í þjóðarsáttarfræð- unum. Sú uppreisn gegn opin- berri kjarastefnu síðustu ára sem fram kemur í neiatkvæðum VMSf-félaganna hefur ekki út af fyrir sig beinst gegn því að íslend- ingar komi sér sæmilega saman í kjaramálum. Hún hefur beinst gegn þeirri þjóðarsátt sem bygg- ist fyrst og fremst á aleinum hags- munum annarrar höfuðstéttar- innar í íslensku samfélagi. Hún stafar af því að forystumenn launafólks hafa rétt fram sátta- hönd í síðustu, næstsíðustu og næstnæstsíðustu samningum, og þá sátt sem þar af leiddi hafa at- vinnurekendur og verslunar- auðvald notað til að ná sífellt meiri tökum í samfélaginu. Á vinnumarkaði með þeim afleið- ingum að launamunur er orðinn fimmtánfaldur -og atvinnurek- endur deila og drottna yfir töxt- unum. í peningamálum með þeim afleiðingum að undanförnu góðæri hefur verið sólundað í monthús, offjárfestingar og mun- að meðan húsnæðisástand og dagvistunarkerfi hafa setið á hak- anum. í atvinnumálum með þeim afleiðingum að íslendingar hafa dregist afturúr öðrum þjóðum í greinum framtíðarinnar vegna skjótteknari stundargróða ann- arsstaðar, og með þeim afleiðing- um að byggðakeðjan kringum landið er að rofna. Launamenn sættu sig við þessa þjóðarsátt meðan enn var ekki útséð um að ríkisvaldið stæði við sín loforð, til dæmis í hinum alltumlykjandi húsnæðismálum, - og meðan hér ríkti góðæri, sem gerði að verkum að flestir fengu ofurlítinn bita af aukinni þjóð- arköku. En framhaldssáttin sem VSÍ og ríkisstjórnin .bjóða núna er ekki um neitt. Engir félagslegir ávinningar. Engir litlir bitar. Ekkert - nema kjaraskerðing. Þessu eru verkalýðsfélögin sem nú standa í fararbroddi að neita, - og það nei kemur fram á táknrænan hátt í kröfunni um samningana heim í hérað, og með yfirlýsingunni „Aldrei aftur í Garðastræti". Við þær aðstæð- ur sem nú ríkja má leiða að því getum að þjóðarsáttarástand sé aðeins hugsanlegt á tvo vegu. Annarsvegar án samninga og með valdi þannig að allur órói yrði miskunnarlaust kæfður. Hinsvegar með því að sáttin yrði gerð á forsendum launamanna, þeirra sem leggja fram hugvit sitt og vinnu. Beittari samtök Um þetta stendur slagur næstu missera og ára. Ýmislegt bendir til að eftir þá lotu sem nú stendur yfir sé komið að breytingum innan samtaka launamanna sjálfra. Á landsbyggðinni er síf- ellt öflugar talað um sérstakt samband fiskvinnslufólks, en slíkt skref mundi sjálfkrafa gjör- breyta stöðunni innan Alþýðus- ambandsins, og meðal opinberra starfsmanna er sífelld skipulags- leg hreyfing, sem í bili stjórnast af miðflóttaaflinu en kynni að ná saman í öðruvísi samstöðu en áður. Björn Grétar Sveinsson á Höfn dró upp þessa framtíð í viðtali í Rótarútvarpinu í vikunni: „Minn framtíðardraumur er að sjá alla íslenska launþega í einum heildarsamtökum, þar sem menn geta komið saman og ræðst við. Einn öflugur samráðsvettvangur, en síðan sé félögum deildarskipt í ýmsa hópa. Þetta er mín draum- sýn. Það er ófremdarástand sem ríkir í þessum efnum í dag.“ „Menn eiga ekki að vera að hugsa um að halda einhverjum apparötum í gangi, bara vegna apparatanna og einhverra valda- hlutfalla. Menn verða að skoða kalt og ákveðið hvað kemur skipulagslega best út fyrir hreyfinguna. Menn geta haft mis- munandi skoðanir á því, en menn verða að breyta verkalýðshreyf- ingunni eftir því sem tímarnir breytast." Pólitísk barátta En hversu góðar skipulags- breytingar sem kunna að verða á faglegum vettvangi skiptir hitt ekki síður máli hverskonar hljómgrunn launafólk á sér á hinu pólitíska sviði. Þar eru líka ýmsar breytingar sjáanlegar. Vinstrimenn eru að hverfa frá úr- eltum hugmyndum um miðstýrð tengsl milli pólitískra samtaka og faglegra, hugmyndum sem meðal annars höfðu komið Alþýðu- bandalaginu á kaldari klaka en efni stóðu til, - sem raunar er einn þáttur í varnarstöðu launa- manna undanfarið. Alþýðubandalagið hefur nú í nokkrum áföngum myndað sér kjarastefnu sem vísar fram á þennan veg, stefnu sem ekki ræðst af þeim markmiðum sem þverpólitísk forysta í samtökum launamanna setur sér hverju sinni eða af þeim árangri sem slík forysta nær, heldur mótast af pól- itískum hugmyndum vinstri manna. Stefnu sem bæði er virkt framlag til kjarabaráttunnar í landinu og mótast af framtíðar- sýn sósíalista. Hófleg bjartsýni er heilla- drjúg: Stöndum þannig að verki að nú fari í hönd þeir tímar að beri í sér hvorttveggja, endur- skipulagða og samstæða faglega hreyfingu og öfluga pólitíska vinstrifylkingu. í fyllingu slíkra tíma er svo hægt að fara að minn- ast aftur á þjóðarsátt, og í það sinn í alvöru. Mörður Árnason Launamenn eru í uppreisn gegn þjóðarsátt áforsendum Garðastrætis- ins. Ný þjóðarsátt verður aðeins gerð með valdi, - eða áforsendum alþýðu. Tilþessþarfbetri verkalýðshreyfingu og öflugafylkingu vinstrimanna Skrifstofustjóri VSÍ í essinu sínu við Garðastrætið. Andstaða við þjóðarsátt á forsendum VSÍ kemur á táknrænan hátt fram í því að draga hann út úr virkinu. Laugardagur 19. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.