Þjóðviljinn - 31.03.1988, Page 7
Sissú og Móttaka Ijóss: „Ef málverk sem ég geri fjallar um manneskj una...“
Á laugardaginn opnar
Sissú, Sigþrúður Pálsdóttir,
málverkasýningu í Kjar-
valssal, Kjarvalsstöðum.
Þetta er fjórða einkasýning
Sigþrúðar síðan hún lauk B. A.
prófi frá The School of Visual
Arts í New York vorið 1982.
Sissú er fædd 1954, í Reykja-
vík. Hún hóf myndlistarnám sex-
tán ára, við Bergenholz Reklame
Fagskole í Kaupmannahöfn,
- þar var aðallega unnið með út-
stillingar og skreytingar, - segir
Sissú, - en ég hafði ekki úr miklu
að velja, með samasem enga
undirstöðumenntun, og þar að
auki var ég jafnvel of ung til að
komast inn í myndlistarskóla eins
og til dæmis Kunsthándværker-
skolen. - Eftir ársdvöl í Kaup-
mannahöfn fór Sissú til náms í
Perugia á Ítalíu, við Universita
Per Stranieri, 1972-1973.
1974 varð hún fyrir slysi og
lenti í hjólastól, - og þá varð
eiginlega fjögurra ára hlé frá
námi vegna endurhæfingar, -
segir hún, - eins tók aðlögunin
að hjólastólnum sinn tíma. - 1977
fór hún svo til New York, var við
nám við The Arts Students
League til 1978, og við The Scho-
ol of Visual Arts 1979-1982.
Á sýningunni á Kjarvalsstöð-
um eru um 40 málverk, flest unn-
in í olíu á striga, og engin eldri en
ársgömul.
Eru þessi málverk í einhverjum
ákveðnum stíl, eða kennd við ein-
hverja sérstaka stefnu?
- Þau eru allflest fígúratív, -
segir Sissú, - þau fylgja engri á-
kveðinni stefnu, og eru mörg
hver mjög ólík innbyrðis. Þau
eiga það helst sameiginlegt að
vera máluð af sömu mannes-
kjunni. Ég hef ekki unnið þessa
sýningu sem heild, heldur hverja
mynd fyrir sig, og byrjaði ekki að
hugsa um það fyrir alvöru að ég
væri að mála fyrir sýningu fyrr en
um síðustu áramót.
- Þegar sýningunni sem ég var
með í Útópíu í apríl eða maí í
fýrra lauk, voru flutningar fram-
undan, svo ég byrjaði ekki strax
að mála. En ég fékk tilkynningu
um að ég hefði fengið Kjarvalssa-
linn á meðan á þeirri sýningu
stóð. En ástæðan fyrir því að ég
sýni á Kjarvalsstöðum er að það
er eini salurinn í Reykjavík sem
er aðgengilegur fyrir mig, og þar
sem ég þarf ekki að fá hjálp við
hverja hreyfingu af því að ég er í
hjólastól. í hinum sölunum er
allsstaðar einhver fyrirstaða, og
það þarf ekki að vera mikið til að
ég geti ekki athafnað mig hjálpar-
laust og það finnst mér ómögu-
legt. Mér finnst ekki hægt að vera
með sýningu þar sem ég þarf að fá
hjálp við hvert handtak.
Hefur orðið einhver breyting á
þínum stíl síðan þú varst með síð-
ustu sýningu, eða eru myndirnar
sem þú sýnir núna í beinu fram-
haldi afþeim sem þú hefur verið að
gera undanfarin ár?
Gallerí List
Eydís og Daði
sýna keramik
í dag kl. 14:00 opna Eydís Lúð-
víksdóttir og Daði Harðarson
sýningu keramikverka í Gallerí
List.
Þau Eydís og Daði hafa rekið
eigið leirkeraverkstæði að Ási,
Mosfellsbæ síðan í nóvember
1987, og gert þar fjölda tilrauna
með postulínsleir og glerunga, og
er afrakstur þeirra tilrauna til
sýnis í Gallerí List.
Eydís Lúðvíksdóttir er fædd
1950, og hefur síðan hún lauk
prófi frá kennaradeild Myndlista-
og handíðaskóla íslands 1971,
starfað meðal annars við mynd-
menntakennslu, útstillingar, og
hönnun hjá Gliti hf. Hún hélt
einkasýningar að Kjarvalsstöð-
um 1985 og 1987.
Daði Harðarson er fæddur
1958, lauk námi í keramikdeild
Myndlista- og handíðaskólans
1982 og var næstu tvö árin gesta-
nemi við Skolen for Brugskunst í
Kaupmannahöfn. Hann rak sjálf-
stætt verkstæði í Kaupmanna-
höfn 1984-85, og starfaði við
vöruþróun og hönnun hjá Gliti hf
á árunum 1985-87. Hann hélt
einkasýningu í Gallerí Langbrók
1985.
Sýningin stendur til 10. apríl og
er opin virka daga kl. 10:00-18:00
og kl. 14:00-18:00 helgidaga.
Lokað á föstudaginn langa.
Myndlist
X
I mólverkinu finn
ég það jafnvœgi
sem ég sœkist effir
að hafa
sem manneska
- Þær eru ekki eins lausar og
expressjónístískar, eða kannski
nýja-málverkslegar og þær sem
ég málaði áður. Þó ég hafi aldrei
beint verið í nýja málverkinu
voru mínar myndir gerðar í einu
handtaki og síðan ekki snertar
meir. - Núna finnst mér
skemmtilegra að mála en nokkru
sinni fyrr, það er orðið léttara, ég
á auðveldara með mig í málverk-
inu en áður. Ég þarf í það
minnsta ekki að streða við að
finna út hvernig ég eigi að gera
hlutina, ég geri þá bara. Mér
finnst ég vera orðin sannari í því
sem ég er að gera. En ég velti mér
ekki upp úr stefnum, eða rembist
við að ákveða hverrar tegundar
málverkin eru, slíkt finnst mér al-
gjört aukaatriði.
Finnst þér þú vera undir áhrif-
um af einhverju sérstöku í þínu
umhverfi, er eitthvað ákveðið
sem þú ert að velta fyrir þér eða
reynir að túlka?
- Nei, eiginlega ekki, því mér
finnst allskonar áhrif og allskonar
stefnur vera í gangi í dag, og frek-
ar sálarsveiflur en stílsveiflur í
loftinu. Nú hef ég búið og málað
hér í Reykjavík í fimm ár, og mér
finnst ég aðallega vera undir
áhrifum sjálfrar mín, míns nán-
asta umhverfis og þess sem er að
gerast í þjóðfélaginu í dag, þó að
ég tjái það ekki frá neinu mynd-
rænu sjónarmiði. Ég held að ef ég
túlki einhver áhrif í mínum
myndum séu þau helst frá því sem
ég les, eða er að velta fyrir mér þá
og þá stundina.
Hvað með málverkið sem þú ert
Sigþrúður
Pálsdóttir,
Sissú,
sýnir á
Kj arvals-
stöðum
með við hliðina á þér á myndinni?
- Það heitir Móttaka ljóss, og
er að vissu leyti það sem ég upp-
lifi með trúarvangaveltum, - ekki
hugleiðingum um trúmál heldur
um tilgang mannsins og jafnvel
frið íheiminum. Mín málverk eru
mínar hugleiðingar og þar finn ég
það jafnvægi sem ég sækist eftir
að hafa sem manneskja í mínu
daglega lífi.
MENNING
Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir
Geturðu lýst því hvernig þú byrj-
arámálverki, hvernigþú fœrðþín-
ar hugmyndir eða hvernig þú byrj-
ar að vinna úr þeim?
- Að vissu leyti er maður eins-
og smiður, eða verkamaður.
Þetta er verkleg vinna, ég byrja á
að strekkja strigann, og oft byrja
ég á mörgum myndum í einu, og
er þá líka að teikna, lesa, og hug-
leiða eitthvað um leið. Svo þróast
myndin stig af stigi, vandamálið
er ekki að fá hugmyndir heldur
hvað af hugmyndunum ég nota.
Ég er kannski stórtæk í upphafi,
með stórbrotnar hugmyndir sem
er erfitt að framkvæma, en þegar
ég er fyrir framan strigann er ljóst
hvað úr hugmyndinni verður, og
hvað mikið af henni er hægt að
framkvæma.
- Ég teikna til dæmis daglega í
litlar bækur, og þar skrifa ég líka
hjá mér hugmyndir af einhverju
sem ég vildi kannski framkvæma,
en þessa hugmyndir skila sér allt
öðruvísi en þær voru upphaflega.
Þetta er spurning um þróun, í ein-
hverju tímaleysi þar sem ég vinn
með formið og kemst að því hvað
ég vil gera með það. Stundum
tekur þessi þróun mjög stuttan
tíma, stundum lengri, en það
bætist alltaf eitthvað nýtt inní við
vinnsluna. Svo lærir maður af
reynslunni.
- En ég get gefið þér dæmi af
hugmynd sem ég krotaði hjá mér
og er ein af þeim sem getur mjög
vel verið upphaf málverks: Ef
málverk sem ég geri fjallar urn
manneskjuna (sem það yfirleitt
gerir) - þá er það ekki um það
hvort hún hafi 10 tær, beinagrind,
vöðva, æðar + ótal líffæri...
Sýningin í Kjarvalssal opnar
kl. 14:00 laugardaginn fyrir páska
og verður opin daglega kl. 14:00-
22:00 til 17. apríl.
LG
Fimmtudagur 31. mars 1988, ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7