Þjóðviljinn - 31.03.1988, Qupperneq 10
Háskóli íslands
Úthlutun styrkja
úr Sáttmálasjóði
Umsóknir um utanfararstyrki og verkefnastyrki úr
Sáttmálasjóði Háskóla Islands, stílaðar til há-
skólaráðs, skulu hafa borist skrifstofu rektors í
síðasta lagi 30. apríl 1988.
Tilgangi sjóðsins er lýst í 2. gr. skipulagsskrár frá
29. júní 1919, sem birt er í Árbók Háskóla íslands
1918-1919, bls. 52.
Umsóknareyðublöð og nánari úthlutunarreglur,
samþykktar af háskólaráði, liggja frammi í skrif-
stofu Háskóla íslands hjá ritara rektors.
FARARHEILL
TIL FRAMTÍÐAR
Ef þú hefur enn ekki fengið
bæklinginn heim til þín, sendu þá
nafn þitt og heimilisfang til: Nafn
UMFERÐARRÁÐS,
UNDARGÖTU 46,
101 REYKJAVÍK. Póstnr. / Staður
Ég óska eftir að fá bæklinginn sendan:
Heimilisfang
lrað hefur alltaf margborgað
sig að læra vel heima. Þannig stendur
maður vel að vígi þegar að prófí
kemur!
Bæklingurinn um nýju umferðar-
lögin er nú kominn inn á öll heimili á
landinu. LESTU HANN STRAX OG
FRESTAÐU ÞVÍ EKKI. HANN Á
ERINDI VIÐ ALLA! Ef þú þekkir nýju
lögin ertu vel settur þegar á reynir, í
sjálfrí umferðinni.
ERTU BÚINN
AÐ LÆRA HEIMA?
Strandlengjan er víða eins og ruslahaugur og því þurfa borgaryfirvöld að taka sér
Strandlengjan
0g skran
og rusl
og dót
Torfusamtökin skora á borgaryfirvöld
að gera skurk í umhverfismálunum
Stjórnin átelur mikinn sóða-
skap sem víða viðgengst á
óbyggðum lóðum og bflastæðum
og að strandlengjan sé víða eins
og ruslahaugur, segir í ályktun
sem nýlega var samþykkt á
stjórnarfundi Torfusamtakanna.
Það er gc
Stjórnin telur brýnt að borgar-
yfirvöld láti nú hendur standa
fram úr ermum við fegrun eldri
bæjarhluta Reykjavflcur. Þá sé
ekki nóg með að strandlengjan sé-
víða eins og ruslahaugur, heldur
sé hún óaðgengileg Reykvíking-
um, en eðlilegt sé að íbúar á hinu
langa nesi sem höfuðborgin
stendur á eigi aðgang að strönd-
inni og geti notið þar útivistar.
Segir stjórnin þetta eiga við um
alla strandlengjuna að norðan-
verðu frá mörkum Seltjamarness
og austur úr.
Þá ályktar stjórn Torfusamtak-
anna að gamla höfnin, Vestur-
höfnin, hljóti í framtíðinni að
tengjast betur miðbænum en nú
er og beinir því til borgaryfir-
valda að stefna að því að beina
almennri þjónustu - til dæmis
veitingahúsum og verslunum - í
átt að henni. Ennfremur að
lækka hafnarbakka og hafa þar
aðstöðu fyrir smábáta, enda séu
tengsl borgarbúa við sjóinn
mikilvæg.
HS
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN