Þjóðviljinn - 31.03.1988, Síða 12

Þjóðviljinn - 31.03.1988, Síða 12
AFMÆLI Sigurður A. Magnússon sextugur Mér hefur borist til eyrna að Sigurður A. Magnússon sé sex- tugur í dag. Ég veit að það er fjarska gamaldags og venjulegt að segja eftirfarandi en skrifa það samt og segi: Sigurður A. Magnússon er eldhugi sem aldrei verður gamall, er alltaf ungur og kjarkmikill, gengur í þau verk sem hugsjón hans býður og spyr aldrei um neitt annað en hugsjón- ina. Ég kynntist Sigurði þegar við rákum saman barnaheimili fyrir nokkrum árum og síðan hafa veg- ir okkar oft legið samhliða eða saman. Síðast er af því að frétta er við skipuðum saman fram- boðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavík í síðustu alþingiskosn- ingum. Þar var fleira fólk lista og menningar sem ekki hafði áður skipað framboð okkar eins og Guðbergur og Vigdís Grímsdótt- ir sem þá hefur akkúrat verið að skrifa handa okkur Kaldaljósið. Og þarna var Kjartan Ragnars- son sem var hreint ekkert óum-l deildur í þessum hópi. En ég skrifa verkið á mig og viðurkenni reyndar engin mistök í þessu efni! Tilgangurinn með því að kalla allt þetta fólk saman á framboðslista var pólitískur sá: Að lýsa því yfir að Alþýðubandalagið telur það skyldu sína að sinna menning- armálum sem forgangsverkefni en ekki verkefninu númer sjö eða sautján á pólitískum stefnu- skrám. Það var reyndar ánægju- legt við kosningabaráttuna í fyrra að hlutur listamanna í henni allri var meiri en ég man nokkru sinni eftir fyrr eða síðar. Og þó að við Sigurður höfum ekki fiskað mikið í fyrra þá gengur betur næst. Það fiskast ekki í hverjum róðri undir Jökli heldur. Til hamingju með afmælið, ungi maður. Svavar Gestsson Þrátt fyrir „ævisögurnar" er kannske enn eitthvað ósagt, eitthvað sem aldrei verður sagt, einfaldlega vegna þess að orð ná ekki yfir það. Þeim tveim aðal- þáttum mannlegs lífs, ást og hat- ri, verður líklega aldrei lýst af nokkurri sanngirni, nema í ein- hverri tilbúinni persónu, sem aldrei var til. Hvað veit ég t.d. hversu mikið Sigurð langaði til þess að verða söngvari, kannske vissi hann það ekki einu sinni sjálfur? Ég vissi aðeins að hann hafði afburða söngrödd (bariton) og tilfinningahitann átti hann í hvern tón. Ég þykist nokk- urnveginn viss um að í dag gæti hann fleytt rjóinann af frægðinni sem söngvari, hefði hann látið Músurnar og míg ráða fyrir sig ferðinni „i den tid“. „Öll list er vita gagnslaus" kenndi hann mér í þá daga, og sneri sér að guð- fræðinni. Kannske urðu það hon- um líka vonbrigði að öldurnar skyldi ekki lægja, þegar við stóð- um í stafni Akraborgarinnar gömlu á leið í Vatnaskóg og Sig- urður hóf upp sinn volduga barit- on og söng ,,Pittlöf, ó, Drottinri' beint framan í vindinn og öskr- andi himinháar öldurnar. Þess- ari stund gleymi ég aidrei og mig furðar enn að öldurnar skyldu ekki leggja saman vængina - og hlusta. Hvort var það Skaparinn sjálfur sem ekki vildi kitla metn- aðartaugarnar í þessa átt, eða þvermóðskan í Sigurði sjálfum, hugsunarieysi, hlýðni eða óhlýðni, eða var það kannske köllun inn í guðfræðideildina? Og hvað er köllun,- hugarbrengl, þroskaleysi, fjarstýring? Engin svör veit ég, þrátt fyrir töluverð náin kynni af Sigurði. Svolítið kann maður að greina „human being". Auðveldara er að búa einstaklinginn til, slíkur er háttur skáldsins og þá leið fór Sigurður. Hvernig þau spor hafa til tekist og munu til takast í framtíðinni, verður annarra að dæma, því Ævisagan hlýtur að halda áfram, hún hættir tæplega þar sem þroskinn byrjar að verða umtals- verður. Þótt spor okkar Sigurðar liggi of sjaldan saman (nú orðið), hefur verið ævintýri að eiga hann sem vin, horfa á og upplifa hans sveiflukennda líf, einn daginn sæmilega efnaðan af veraldlegum auði, næsta dag leitandi að svefnplássi og auðurinn horfinn. Á einu slíku augnabliki sagði hann við mig: „Nú á ég ekkert nema bækurnar mínar, ég er frjáls og mér hefur aidrei liðið betur.“ Kannske er þetta leyndardómur hamingju hans. Sigurður verður aldrei haminn í hulstur samfélagsins, hans víð- feðmu tilfinningar heimta vængi frelsisins og til þess að komast á leiðarenda, virðist honum nægja einn kyrtill og einir ilskór. Kæri vinur. Margir munu öfunda þig og margir munu sam- fagna þér í dag. Ragnar Björnsson Það hefur verið fyrir aldar- fjórðungi að leiðir okkar Sigurð- ar A. Magnússonar lágu fyrst saman. Það gerðist á prenti. Sig- urður var þá á Morgunblaðinu og skrifaði þar meðal annars merkar ádrepur á fleira en gott þótti á þeim bæ. Hann átti samt meira en nóg púður aflögu til að plaffa á strák, sem þá var nýkominn frá Moskvu og hafði viðrað hér í Þjóðviljanum einhverjar hug- myndir um samhengið í stjórn- málunum og bókmenntunum, sem Sigurði leist ekkert á. Hófst nú ritdeila okkar í milli sem er löngu gleymd sem betur fer. Nema hvað við Sigurður munum það báðir, að sá öðlingur Jóhann Hannesson skólameistari og skáld, hafði mikla ánægju af þess- ari sennu. Hann sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem menn af Þjóðvilja og Morgunblaði gætu ræðst við án þess að hamast á því að viðmælandinn væri fífl, glæpa- maður eða þaðan af verra. Sé þetta rétt hjá Jóhanni, þá var hér nokkuð vel af stað farið. Síðan þá hefi ég margt haft af Sigurði að segja. Sem betur fer. Hann hefur til að bera þann áhuga, þann dugnað, þá forvitni og það marglyndi sem þótti gott einkenni á mannfólki endurreisn- artímans hér fyrr á öldum og er í sjálfu sér margvelkomið andóf gegn daufu lífi. Sigurður er snarpur ritdeilumaður, hann hef- ur samið leikrit og skáldsögur og ljóðabækur margar, hann hefur þýtt merkishöfunda, skrifað ferðabækur og bækur um hesta og listamenn og sjálfa þjóðarsál- ina. Og öll vitum við mjög vel af margra binda verki hans sjálfs- ævisögulegu, þar sem saman fara óvenjulegt hugrekki og óvenju- leg reynsla með þeim afleiðing- Æ.j.rrr*::*: ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI y?, Lausar stöður á barnadeild Hjukrunarfræðingar Barnad,eild Landakotsspítala auglýsir námskeiö í baraáhjúkrun og skipulagöa starfsaölögun tíma- biliö jurrí-júlí-ágúst (3 mán.), sem síðan verður endUrfgkið sept.-okt.-nóv. (3. mán) næsta haust. Auk stárfsaölögunar veröur m.a. fræðsla um ýmsaf; nýjungar sem þróaöar hafa veriö viö barnáðfeildina. Uppíýsthgar veitir Alda Halldórsdóttir, hjúkrunar- ráögjajj í síma 19600-238 f.h. þri. og mi. og e.h. mán, og fö. Laus’ er staöa aöstoöardeildarstjóra frá 1. maí 1988vUmsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Upplýsingar veitir Katrín Pálsdóttir, hjúkrunar- framkýæmdastjóri í síma 19600-300. Fóstrur Barnadeild Landakotsspítala auglýsir 3ja vikna skipulagða starfsaðlögun fyrir fóstrur er vilja starfa á barnadeild. Upplýsingar veitir Alda Halldórsdóttir hjúkrunar- ráðgjafi í síma 19600-238 f.h. þri. og mi. og e.h. mán. fi. og fö. Reykjavík 29.3. 1988 um að við höfum eignast bæði merkilega þroskasögu og merki- lega heimild um kynslóð og hug- blæ og íslenska örbirgð. Og það er öldungis frábært að fá að þekkja manninn af bókum hans og um leið af nærveru og mörgu góðu spjalli um stórmálin og undarlegu málin og smá- skrýtnu málin í landinu og heiminum. Ekki síst vegna þess að Sigurður A. Magnússon hefur til að bera í ríkum mæli kosti sem gott er að hafa nálægt sér á geð- litlum tímum: einlægni, hæfi- leikann til að reiðast ósómanum og hrífast af því sem gott er og fagurt. Megi þeir kostir duga Sig- urði A. Magnússyni jafn lengi og hans kýs að lifa á jörðunni. Til hamingju með daginn. Arni Bergmann Það var gaman að vera ung- lingur í upphafi síðasta áratugar, að vakna til pólitískrar vitundar og fá Samvinnuna innum heim- ilislúguna. Mikið óskaplega þótti manni það merkilegt rit í krafti allrar þeirrar róttæku þjóð- félagsumræðu sem þar fór fram, en kannski ekki síður vegna rit- stjórans sem var svona óhræddur við þessar hræringar allar og hafði þó að sögn fróðra manna eitt sinn unnið á Morgunblaðinu. Ekki er ég viss um að allir lang- hundar þess tímarits þoli ná- kvæman lestur núna, en stundum er það virðingarmeira að lifa með sínum tíma en bara að lifa hann af. Og hver hefur svosem vitnað í Samvinnuna eftir að SAM hætti að stýra henni á sinn óstýriláta hátt? Kannski er það aðalsmerki Sig- urðar A. Magnússonar að vera mitt í hræringum tímans. Og leggja sitt fram til þeirra: Auk þess að vera afkastamikill rithöf- undur og skáld hefur hann verið manna ötulastur að kynna ís- lenskar bókmenntir erlendis, unnið þarft þýðingarstarf (m.a. með þýðingum á smásögum Jo- yce) og samið fjölda fyrirlestra og blaðagreina um hugðarefni sín, ekki síst þjóðfrelsismál. í öllu sínu blaða- og bókmenntastarfi hefur Sigurður varðveitt eitt sem einmitt þeim sem daglega hræra í þeirri súpu er svo hætt við að glata: hrifnæmið. Þess vegna sleppur hann framhjá doðanum, smásmyglinni og öfundinni sem stundum liggur einsog mara yfir andlegu lífi okkar. Sífellt er hann að rekast á eitthvað sem hrífur hann, sem hann heillast af, og er rokinn af stað að hrífa aðra, upp- rifinn og mælskur. Einsog allir örir menn getur hann þess vegna verið fljótfær og stundum mis- tækur - olræt - en þyngra vegur að málflutningur hans er aldrei ástríðulaus, hann veltir ekki sín- um vöngum þangað til allir eru búnir að gleyma tilefninu. Mitt í þessu öllu hefur honum líka tekist að skapa varanleg verk. Með bókinni Undir kal- stjörnu setti hann íslenskri ævi- sagnaritun nýjan mælikvarða, þar sem hlífðarlaus sjálfsköfun helst í hendur við áhrifamikinn rithátt. í sagnabálkinum um Jak- ob - þar sem Kalstjörnuna ber vissulega hæst - hefur Sigurður dregið saman stórmerkilega mynd af Reykjavík á árunum um og eftir síðari heimsstyrjöld sem ella hefði glatast. Samstarf Sigurðar A. Magnús- sonar og Máls og menningar er orðið langt og ánægjulegt. Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks bók-' menntafélagsins vil ég þakka honum fyrir það og flytja honum um leið árnaðaróskir: Megir þú halda áfram að kenna til og lifa, reiðast og hrífast - og hrífa aðra. Halldór Guðmundsson. Þótt ótrúlegt megi virðast er Sig- urður A. Magnússon orðinn sex- tugur. Ótrúlegt segi ég vegna þess að hann er einhvern veginn tengdari vorinu en haustinu og minnir mann strax meira á æsku og fjör en flestir menn aðrir. Gleði fylgir Sigurði A. Magnús- syni og jákvæð baráttugleði fyrir því sem honum finnst málefni réttlætis. Rithöfundasamband íslands hefur notið þessara eiginleika hans í ríkum mæli. Þegar íslenskir rithöfundar sameinuðust í einum heildarsamtökum, Rithöfunda- sambandi íslands, árið 1974 var Sigurður A. Magnússon helsti forvígismaður þeirrar sameining- ar, að öðrum ólöstuðum. Hann var jafnframt fyrsti formaður Rit- höfundasambandsins eftir sam- einingu. Dugnaður hans og já- kvæð viðhorf kom íslenskum rit- höfundum að góðum notum þá einsog raunar æ síðan. Fyrir þetta starf að félagsmálum og samein- ingarmálum standa íslenskir rit- höfundar í ævarandi þakkarskuld við Sigurð A. Magnússon. Fyrir hönd Rithöfundasambands ís- lands flyt ég Sigurði A. Magnús- syni hjartanlegar afmæliskveðj- ur. Sigurður Pálsson, formaður Rithöfundasambands íslands Hafnarfjörður - íbúðalóðir Hafnarfjarðarbær hefur til úthlutunar lóðir fyrir íbúðarhús í Setbergi og víðar. Um er að ræða lóðir fyrir einbýlishús, raðhús, parhús og fjölbýlishús. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6, þ.rn.t. um gjöld vegna lóðanna, byggingarskilmála o.fl. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum, sem þar fást eigi síðar en föstudaginn 15. apríl 1988. Eldri umsóknir ber aö endurnýja eða stað- festa. Bæjarverkfræðingur Auglýsið í Þjóðviljanum 68 13 33. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.